Morgunblaðið - 24.05.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
✝ Helga Sæþórs-dóttir fæddist
21. apríl 1931 á
Kraunastöðum í
Aðaldal. Hún lést
15. maí 2019 á Heil-
brigðisstofnun
Þingeyinga.
Foreldrar henn-
ar voru Sæþór
Kristjánsson og
Ragna Gísladóttir.
Systkini Helgu eru
Kristján, f. 1929, d. 2011, Gunn-
steinn, f. 1933, d. 2019, og
Kristín Friðrika, f.
1937. Helga átti tvö
börn; Elfu Ósk og
Ragnar Þór.
Helga vann
mestalla ævina sem
ráðskona við
Hafralækjarskóla í
Aðaldal. Síðustu ár-
in bjó hún á Húsa-
vík.
Útför Helgu
verður gerð frá
Húsavíkurkirkju í dag, 24. maí
2019, klukkan 14.
Þegar ég sat við dánarbeð
þinn rifjuðust upp fyrir mér ótal
minningar. Röð atvika sem
gerðu mig að þeim manni sem ég
er í dag. Mínar fyrstu minningar
eru úr vinnuskúrum í vegavinnu
víða í Þingeyjarsýslu. Þú varst
þar ráðskona og leyfðir mér oft
að koma með þér, ég fékk að
vera í vörubílunum hjá körlun-
um og mér fannst ég vera einn
af þeim þegar við komum í mat
og kaffi hjá þér í matarskúrnum.
Alltaf varstu útivinnandi, ým-
ist sem ráðskona eða húshjálp.
Það hefur ekki alltaf verið auð-
velt að vera ein með tvö börn á
þessum tíma. En aldrei skorti
okkur neitt, þú sást til þess með
dugnaði og elju. Þú fékkst vinnu
við Hafralækjarskóla þegar
byggingarframkvæmdir hófust
þar. Eldaðir ofan í smiði og aðra
vinnumenn. Alltaf fylgdi ég. Ég
man hversu heillaður ég var af
þessum framkvæmdum og var
staðráðinn í því að verða smiður
og vinna hjá Stebba á Rein sem
var byggingarstjóri skólans. Ég
stóð við hvert orð. Síðar varstu
svo ráðskona við skólann og þar
bjuggum við um tíma. Þú naust
þess að vinna þar og á fyrstu ár-
unum var starfrækt heimavist
þar sem krakkar af Tjörnesi
bjuggu og þótti ungviðinu gott
að geta leitað til þín á nóttunni
þegar heimþráin tók völdin, þú
varst alltaf til staðar. Þú vannst
þar samfleytt í 26 ár og tókst
hálfan dag í veikindaleyfi á því
tímabili. Hættir á 67 ára afmæl-
isdaginn þinn – þó aðeins væri
eftir rúmur mánuður af skólan-
um. Þér fannst þetta vera orðið
gott eftir rúman aldarfjórðung í
starfi.
Árið 1990 var eftirminnilegt.
Þá ákváðum við að byggja okkur
saman tvíbýlishús að Laugar-
holti 7d á Húsavík. Ég sam-
gladdist innilega þegar þú flutt-
ir inn í nýja íbúð sem þú áttir
skuldlaust. Ekki vildir þú skulda
neinum neitt, tókst aldrei lán,
áttir aldrei greiðslukort og aldr-
ei ávísanahefti. Þú ólst upp við
að fara í sparisjóðinn og taka út
peninga og hélst því áfram alla
tíð þannig að ekki tókst þú þátt í
því að fóðra bankana.
Það var gaman að sjá hversu
mikið þú naust þess að vera
hætt að vinna og geta eytt tíma
með barnabörnunum þínum á
Húsavík. Þú varst svo dugleg að
labba um bæinn og heilsa upp á
vini og ættingja. Það voru for-
réttindi fyrir börnin mín að hafa
alltaf ömmu í kjallaranum og
geta farið til þín eftir skóla og
þeir voru ófáir bíltúrarnir sem
þið fóruð í saman á heimaslóðir
þínar.
Það fór vel um þig á Dvalar-
heimilinu Hvammi þar sem þú
bjóst síðustu árin og það var
gott að vita af þér í örygginu. Þú
varst virk í félagslífinu og það
var notalegt að heimsækja þig
með börn og barnabörn sem
voru þinn fjársjóður og stolt.
Ég minnist þín sem sterkrar
sjálfstæðrar konu sem aldrei
kvartaði og var alltaf til staðar.
Takk elsku mamma fyrir allt
það sem þú gerðir fyrir mig og
mína fjölskyldu. Að lokum vil ég
gera orð Jónasar Hallgrímsson-
ar að mínum:
Sæludalur sveitin best,
sólin á þig geislum helli
snemma risin, seint er sest,
sæludalur, prýðin best.
Þín er grundin gæðaflest
gleðin æsku, hvíldin elli.
Sæludalur sveitin best
sólin á þig geislum helli.
Hvíl í friði, elsku mamma.
Þinn
Ragnar Þór.
Helga
Sæþórsdóttir
✝ IngibjörgSteinunn
Kristjánsdóttir
fæddist 5. mars
1925 í Borgarnesi.
Hún lést 16. maí
2019 á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli í Reykjavík.
Foreldrar henn-
ar voru Kristján
Magnússon, f. 25.
ágúst 1895 að
Breiðabólsstað á Skógarströnd,
d. 16. september 1977, og
Sigurþórunn Jósefsdóttir, f. 16.
nóvember 1893 að Skógsmúla í
Dalasýslu, d. 1944.
Bróðir Ingibjargar var Jó-
hannes Jósep
Kristjánsson, f. 31.
október 1926, d.
23. nóvember
1975.
Ingibjörg giftist
Haraldi Páli
Þórðarsyni, 9. júlí
1949, og þau
bjuggu lengst af í
Staðarbakka 34 í
Reykjavík. Ingi-
björg og Haraldur
voru barnlaus.
Ingibjörg var húsmóðir og
fékkst við saumastörf.
Útför Ingibjargar verður
gerð frá Áskirkju í dag, 24. maí
2019, klukkan 11.
Elsku besta Inga frænka. Í
dag kveð ég þig í hinsta sinn og
minningarnar streyma fram,
ylja og kæta og gera mér ljóst
hversu heppin ég var að hafa þig
í mínum innsta hring. Ævi þín
var löng þótt síðustu æviárin
hafir þú ekki getað notið alls
þess sem þessi jarðvist býður
upp á vegna heilsubrests.
Ég minnist konu sem var
stríðin, skemmtileg, örlítið sér-
vitur, mjög nýtin, einstaklega
ljúf og afar örlát. Inga frænka
var á einhvern hátt meira en
afasystir mín, ég eignaðist með
henni þriðju ömmuna sem allt
vildi fyrir mig og frændsystkini
mín gera. Þau Halli bjuggu á fal-
legu heimili á Staðarbakka í
Breiðholtinu og þangað var allt-
af gott að koma sem og til Ingu
þegar hún flutti í Árskóga eftir
að Halli lést.
Inga frænka kenndi mér
margt en nú þegar ég hugsa til
baka þá kenndi hún mér meira
en ég gerði mér grein fyrir og
marga af hennar eiginleikum vil
ég tileinka mér. Mér er minn-
isstætt þegar við sátum tvær við
eldhúsborðið í Staðarbakkanum
og ég varla eldri en 5-6 ára. Hún
var að kenna mér að súkkulaði
skyldi aldrei borða fyrir mat og
að matinn skyldi tyggja að mér
fannst milljón sinnum áður en
honum væri kyngt. Hún kenndi
mér líka að fara aldrei að sofa
fyrr en allt væri á sínum stað,
það gerði morgnana svo miklu
þægilegri.
Inga var mjög listræn og eftir
hana liggja ótal listaverk en hún
saumaði, heklaði, málaði og
gerði fallega muni úr leir. Inga
sá fallegu hlutina í umhverfinu
og vildi hafa fallegt í kringum
sig. Heimili hennar var ávallt
snyrtilegt og garðurinn í Stað-
arbakkanum algjört meistara-
verk. Hlutir sem ég á og Inga
gerði með sínum eigin höndum
skipa og munu alltaf skipa sér-
stakan sess á mínu heimili.
Inga var umhverfissinni og
kannski meiri en hún sjálf gerði
sér grein fyrir. Hún var á sínu
95. aldursári þegar hún lést og
hafði því lifað tímana tvenna
eins og sagt er. Hún var nýtin á
mat og föt, nokkuð sem komandi
kynslóðir eru að reyna að temja
sér að nýju svo náttúran njóti
sín sem best. Inga var líka partí-
dýr sinnar kynslóðar og hafði
gaman af því að bjóða heim. Ég
minnist þess að koma í Stað-
arbakkann og seinna í Árskóga
þar sem borðstofuborðið svign-
aði undan alls kyns kræsingum,
flestar nokkuð sætar enda þótti
Ingu mikið til sætinda koma.
Engan mátti skorta nokkuð í
heimsókn til Ingu og allir fengu
sitt, meira að segja hundurinn
okkar Brúnó fékk harðfiskbita í
hvert sinn er hann heimsótti
Ingu og Halla í Staðarbakkann.
Elsku Inga frænka. Það er
gott til þess að vita að þú og
Halli séuð sameinuð á ný í sum-
arlandinu góða. Þið voruð sam-
hent, falleg, skemmtileg og afar
góð hjón sem allt gerðuð fyrir
mig.
Grynnist ekki góðvildin
þótt gerist gömul kona.
Betri væri veröldin,
viðmótið og samskiptin,
ef heimurinn ætti fleiri af fólki svona.
(Hilmar Pálsson)
Hafðu þökk fyrir allt, ég er
ríkari fyrir að hafa átt þig að.
Unnur Sigurþórsdóttir.
Fallin er frá Ingibjörg Stein-
unn Kristjánsdóttir – Inga
frænka. Á blaði var hún bara
afasystir mín, en í raun var hún
svo miklu meira. Barnapía,
auka-amma, vinkona og fyrir-
mynd.
Inga var yndisleg manneskja.
Umhyggju- og uppátækjasöm,
drepfyndin og góðlátlega mein-
stríðin, listræn og iðin, útsjón-
arsöm og nýtin. Jafnvíg á potta
og pensla.
Flestar af mínum fyrstu
minningum eru tengdar Ingu
frænku. Á Staðarbakkanum át-
um við gúmmíorma og ísblóm
sem Inga og Halli áttu ávallt
nóg af. Í Árskógum stjanaði hún
við mig með fótanuddi og nýbök-
uðum lummum á meðan ég
horfði á Lukku-Láka og Ástrík
af VHS-spólu. Strætóskoðunar-
ferðir um Stór-Reykjavíkur-
svæðið eftir að hún hætti að
keyra (loksins!) þar sem hún
skáldaði upp sögur og staðar-
heiti ef hana rak í vörðurnar
með staðreyndir. Þegar ég var
sjö ára bjó hún heima á Núpa-
bakkanum í heila viku og pass-
aði okkur Evu þegar foreldrarn-
ir höfðu farið til útlanda.
Heimilið umturnaðist af
skemmtilegum uppátækjum
Ingu, eldhúspappírshaldarinn
var allt í einu orðinn hrökk-
brauðsstandur! Einhvern veginn
gat hún alltaf séð spánnýjan flöt
á hversdagsleikanum sér og öðr-
um til skemmtunar. Til dæmis
byrjaði hún að kenna mér á pí-
anó um sex ára aldur þrátt fyrir
að kunna ekkert sjálf, hvað þá
eiga hljóðfæri! Stofuborðið ein-
faldlega umturnaðist í konsert-
flygil og við spiluðum saman af
innlifun.
Inga varð ekki þeirrar gæfu
aðnjótandi að eignast börn á
sinni lífsleið, en ó hvað ég var
heppinn að hafa hana í mínu lífi.
Albert
Finnbogason.
Ingibjörg Steinunn
Kristjánsdóttir
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn.
Minningargreinar
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ARNÓR PÁLL KRISTJÁNSSON,
bóndi á Eiði í Eyrarsveit,
sem lést á Landspítalanum 11. maí, verður
jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 25. maí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalar- og
hjúkrunarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði.
Auður Jónasdóttir
Elísa Anna Friðjónsdóttir Hermann Jóhannesson
Óskar Arnórsson Rannveig Þórisdóttir
Sveinn Arnórsson
Guðrún Lilja Arnórsdóttir Bjarni Sigurbjörnsson
Kári Arnórsson Ólöf Ragnhildur Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞURÍÐUR R.H. SIGFÚSDÓTTIR
HALLDÓRS,
sem lést miðvikudaginn 8. maí á Hjallatúni,
Vík í Mýrdal, verður jarðsungin frá
Víkurkirkju laugardaginn 25. maí klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hollvinasjóð
Hjallatúns, 0317-26-300530, kt. 430206-1410.
Jóhannes St. Brandsson
Sigfús Jóhannesson Theresa A. O'Brien
Guðrún Jóhannesdóttir Þ. Daði Halldórsson
Stefán H. Jóhannesson Árný Lúthersdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HERMÍNA SIGURJÓNSDÓTTIR
frá Siglufirði,
áður búsett á West Palm Beach,
Flórída,
er látin.
Útför hennar fór fram í kyrrþey, að hennar eigin ósk.
Við fjölskyldan þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Einnig
þökkum við starfsfólki þriðju hæðar norður á Hjúkrunarheimilinu
Eir fyrir einstaka umönnun og hlýju í hennar garð.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Ása Finnsdóttir Jóhannes Long
Sigurjón Finnsson Margrét Þóra Blöndal
Soffía Ákadóttir Jón Þóroddur Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
SIGURÐUR BJARNI JÓHANNESSON
menntaskólakennari
lést á líknardeild Landspítala 14. maí.
Útför hefur farið fram.
Innilegar þakkir til allra sem önnuðust hann
síðustu vikurnar. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbameinsfélagið.
Ásdís Guðmundsdóttir
Linda Sigurðardóttir Ivan M. Knudsen
Freyja Sjöfn Hrafnsdóttir Grímur Vilhjálmsson
Svana Dís Þórarinsdóttir Tobias P. Gentin
Sigurður Ingvar Þórarinsson
Agnes Grímsdóttir
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim
sem önnuðust hann í veikindum hans.
Einnig þeim sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför
GUÐMUNDAR PÁLSSONAR
tæknifræðings,
Hrísmóum 7.
Guð blessi ykkur öll.
Guðbjörg María Jóelsdóttir
Arnfríður María Guðmundsdóttir
Kristín Pálsdóttir Magnús Ingvarsson
Gissur E. Pálsson
Hjálmar A. Jóelsson Erla Salómonsdóttir
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN BREIÐFJÖRÐ
GUÐLAUGSSON,
Diddi,
bifreiðastjóri,
Litlakrika 2a,
lést laugardaginn 18. maí. Útförin fer fram
frá Árbæjarkirkju mánudaginn 27. maí klukkan 13.
Guðlaugur Kristinsson Sveinbjörg Haraldsdóttir
Matthildur Ernudóttir Sigurjón Ólafsson
G. Agnar Ernuson Vigdís Ólafsdóttir
Súsanna Ernudóttir Andrés Magnússon
Helena Ernudóttir Naser Khalil
Þórir B. Kristinsson
Steinunn S. Helgudóttir Anders Godsk
María Helgudóttir Stefán Ingi Ingvason