Morgunblaðið - 24.05.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Falleg hönnun frá
Blómahengi
verð 970 kr.
Bókastoðir
verð 875 kr. stk.
Hilluvinklar
frá 850 kr. stk.
Snagi
HRÓI HÖTTUR
verð 980 kr. stk.
Snagi ALBER
frá 1.630 kr. stk.
Til í fleiri litum
Snagabretti
verð 4.980 kr. stk.
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16
Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár
Snagi Papillon
verð 1.630 kr.
Fataupphengi Pescetto
verð 1.980 kr.
50 ára Inga er Akur-
eyringur en býr í Ólafs-
firði. Hún er fjármála-
stjóri og kennari í
Menntaskólanum á
Tröllaskaga.
Maki: Rúnar Krist-
insson, f. 1968, sjó-
maður á Sólberginu.
Börn: Kristinn Örn Barkarson, f. 1986, og
Brynjar Bjarkason, f. 1993. Stjúpsonur er
Rögnvaldur Brynjar Rúnarsson, f. 2001.
Foreldrar: Eiríkur Kristjánsson, f. 1944,
rafvirki, og Hulda Baldursdóttir, f. 1945,
hjúkrunarfræðingur. Þau eru búsett á
Akureyri.
Inga
Eiríksdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Láttu takmarkanir sem felast í að-
stöðu þinni sem vind um eyru þjóta.
Tekjur maka þíns gætu aukist eða þú feng-
ið gjöf eða einhvers konar fyrirgreiðslu.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér finnst þú búa við eitthvert and-
streymi þessa dagana. Stilltu þig um að
hlaupa í hringi, andlega og líkamlega.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nú eru vitsmunalegir kraftar
málið og þú slærð í gegn hvar sem þú
keppir á því sviði. Skildu fordómana eftir
heima, þeir flækjast bara fyrir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur svo sterka löngun til að
kaupa eitthvað að það jaðrar við þrá-
hyggju. Láttu það eftir þér að leika þér
eingöngu að þessum hlutum dálitla stund.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Nú þarftu að leggja mál þitt fyrir og
þótt þú sért fullur sjálfstrausts skaltu
muna að kannski eru aðrir litlir í sér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Spenna eða átök í samskiptum við
vin eru hugsanleg. Samræður gætu farið
út um þúfur vegna þess að einhver móðg-
ast vegna orða þinna.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft að melta þá hluti sem nú
valda þér hugarangri. En líttu ekki of lengi
um öxl því það er framtíðin sem skiptir
máli.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það gengur ekki að þú hafir
allt á hornum þér, bæði við ástvini og
vinnufélaga. Taktu einn hlut fyrir í einu því
ef þú ert með of mörg járn í eldinum fer
allt úr böndunum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þeir eru margir sem bíða í of-
væni eftir að heyra hvað það er sem þú
hefur fram að færa. Fátt er eins dýrmætt
og að kunna að verja sjálfan sig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú er komið að þeim tímamót-
um í lífi þínu að þú hrindir í framkvæmd
þeirri áætlun sem þú hefur svo lengi verið
með í undirbúningi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert ekki hugsanir þínar, og
það finnst þér gott að heyra, því hugur
þinn er fullur af misgóðum hugmyndum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er ekki nóg að vita hvað er
manni fyrir bestu heldur er nauðsynlegt
að tileinka sér það. Samræður um verka-
skiptingu og skyldur eru líklegar.
taugadeild og endurhæfingardeild.
Sólveig hlaut viðurkenninguna Ung-
ur vísindamaður ársins, á Landspít-
ala – háskólasjúkrahúsi á ráðstefn-
unni Vísindi á vordögum 12. maí
2005.
„Síðastliðið ár hef ég svo starfað á
Greiningar- og ráðgjafarstöð rík-
isins og er að hefja störf við rann-
sókn á arfgengri heilabilun, sem Há-
kon Hákonarson læknir stýrir.“
Helstu áhugamál Sólveigar eru
söngur, garðrækt, bridge, golf og
vatnslitamálun. „Ég var meðlimur í
söngsveitinni Fílharmóníu í rúm 20
ár og syng í dag með ákaflega
skemmtilegum kór sem heitir
Harmóníukórinn. Ég spila bridge
með vinkonum mínum þegar því
verður við komið. Ég hóf að spila
golf með manninum mínum fyrir
nokkrum árum og sé mikið eftir því
að hafa ekki byrjað í golfinu fyrr.“
Fjölskylda
Eiginmaður Sólveigar síðan 23.
október 1971 er Gestur Þorgeirsson
hjartasérfræðingur, fyrrverandi yf-
irlæknir hjartadeildar Landspítala,
f. 15. júlí 1948. Foreldrar hans voru
and Its Relationship to Comorbidity
and Gender“, við læknadeild Rijks-
universiteit Groningen 2006.“
Eftir heimkomu frá Bandaríkj-
unum 1984 starfaði Sólveig sem sál-
fræðingur á Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur og hjá Félagsmála-
stofnun Reykjavíkur í nokkur ár.
Árið 1998 hóf hún störf á Landspít-
alanum þar sem hún vann næstu 18
árin, fyrst í sex ár á barna- og ung-
lingageðdeild (BUGL) og síðan á
S
ólveig Jónsdóttir fæddist
24. maí 1949 á Hring-
braut 101 í Reykjavík.
Þar bjó hún til sjö ára
aldurs, en þá flutti fjöl-
skyldan í Hlunnavog þar sem hún
átti heima þar til hún giftist 1971.
Sólveig hóf nám í Langholtsskóla,
en fluttist yfir í Vogaskóla í 10 ára
bekk og lauk þaðan landsprófi 1965.
„Það var gaman að alast upp í Voga-
hverfinu á þessum tíma. Hverfið var
mjög barnmargt og Vogaskólinn,
sem var fjölmennasti grunnskóli
landsins, var þrísetinn.“
Þegar Sólveig var 10 og 11 ára var
hún á sumrin í sveit hjá frænda sín-
um Daníel Pálssyni, bónda í Geitavík
á Borgarfirði eystra, og eiginkonu
hans Margréti. „Ég var send þangað
ein með Esjunni, sem þótti ekki til-
tökumál í þá daga. Þetta voru yndis-
leg sumur á einum fegursta stað á
Íslandi. Þar stundaði ég hefðbundin
sveitastörf, vann við heyskap, rak og
sótti kýrnar, gaf hænunum og mok-
aði flórinn. Ég minnist þess einnig
að hafa sviðið kindahausa á spýtu yf-
ir prímuseldi. Ég átti fallegt steina-
safn eftir dvöl mína á Borgarfirði.
Sumarið sem ég varð 12 ára vann
ég við tómatarækt á Syðri-Reykjum
í Biskupstungum. Á menntaskóla-
árunum vann ég í tvö sumur skrif-
stofustörf við Búrfellsvirkjun. Á há-
skólaárum mínum starfaði ég sem
flugfreyja hjá Loftleiðum í þrjú
sumur.“
Sólveig fór í Menntaskólann í
Reykjavík og lauk þaðan stúdents-
prófi 1969. Síðan lá leiðin í Háskóla
Íslands þaðan sem hún lauk BA-
námi í sálfræði 1975. „Ég var í fyrsta
árganginum sem lærði sálfræði á Ís-
landi. Ég kenndi ensku við Gagn-
fræðaskólann við Laugalæk 1974 til
1978, en þá flutti ég ásamt eigin-
manni og þremur börnum til Cleve-
land í Ohio í Bandaríkjunum. Þar
stundaði maðurinn minn sérfræð-
ingsnám í hjartalækningum og ég
framhaldsnám í skólasálfræði við
John Carroll University og hlaut
löggildingu sem skólasálfræðingur í
Ohio-ríki 1984. Síðar fór ég í dokt-
orsnám í taugasálfræði til Hollands
og varði doktorsritgerðina, „ADHD
hjónin Þorgeir Gestsson, f. 3. nóv-
ember 1914, d. 19. júní 2005, læknir
frá Hæli í Gnúpverjahreppi og Ása
Guðmundsdóttir, f. 25. júní 1918, d.
29. janúar 2012, húsmæðrakennari
frá Harðbak á Melrakkasléttu.
Börn Sólveigar og Gests: 1) Erla
Sigríður, f. 24. apríl 1972, verkfræð-
ingur, búsett í Mosfellsbæ. Maki:
Hugi Sævarsson framkvæmdastjóri.
Börn: Sólveig Rósa, f. 22. maí 2001,
og Sævar Atli, f. 28. nóvember 2004.
2) Ása Fanney, f. 31. janúar 1976,
MM í óperusöng og MA í menning-
arstjórnun. Fv. maki: Claudius
Brodmann kvikmyndagerðarmaður.
Börn: Gestur Andri, f. 29. ágúst
2004, og Sólveig Gabríela, f. 14. nóv-
ember 2007. 3) Þorgeir, f. 21. júní
1978, taugalæknir, búsettur í
Reykjavík. Maki: Helga Eyjólfs-
dóttir öldrunarlæknir. Börn: Eyjólf-
ur Logi, f. 2. apríl 2005, Gestur, f. 9.
júní 2007, og Hekla, f. 17. desember
2012. 4) Jón Gunnlaugur, f. 7. nóv-
ember 1984, MS í sálfræði og flug-
maður. Maki: Hjördís Diljá Gunn-
laugsdóttir, BA í markaðsfræði og
flugfreyja.
Systur Sólveigar eru Sigríður
Sólveig Jónsdóttir taugasálfræðingur – 70 ára
Fjölskyldan Sólveig og Gestur ásamt börnum, mökum þeirra og barnabörnum í heimsókn hjá NASA.
Söngunnandi og golfáhugamaður
Útskrift Við útskrift yngri sonarins
frá Florida Institute of Technology.
40 ára Bjarney er
Grímseyingur en býr
á Dalvík. Hún er
þroskaþjálfi á leik-
skólanum Krílakoti.
Maki: Gunnar Reim-
arsson, f. 1975, sjó-
maður á Björgúlfi.
Börn: Tvíburarnir Heiðar Andri Gunn-
arsson og Hilmar Örn Gunnarsson, f.
2000, og Aron Ingi Gunnarsson, f.
2006.
Foreldrar: Sigfús Jóhannesson, f. 1948,
sjómaður, og Aðalheiður Sigurðardóttir,
f. 1950, húsmóðir. Þau eru búsett í
Grímsey.
Bjarney Anna
Sigfúsdóttir
Til hamingju með daginn
Bolungarvík Mía Von Matthías-
dóttir fæddist laugardaginn
1.september 2018 kl. 13.46 á
Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún var
3.080 g að þyngd og 49 cm að
lengd. Foreldrar hennar eru Aníta
Mjöll Heimisdóttir og Matthías
Bessason.
Nýr borgari