Morgunblaðið - 24.05.2019, Side 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
Portúgalska handknattleikskonan
Maria Ines Pereira er farin frá Hauk-
um eftir að hafa spilað með liðinu í
fjögur ár. Hún er búin að semja við
Bad Wildungen sem leikur í efstu deild
Þýskalands. Maria hefur verið í stóru
hlutverki í Haukaliðinu og skoraði 104
mörk fyrir það í 21 leik í Olísdeildinni í
vetur.
Manuel Ángel Rodríguez hefur ver-
ið ráðinn þjálfari karlaliðs Skallagríms
í körfuknattleik en liðið féll úr úrvals-
deildinni í vor. Rodríguez kannast vel
við sig í Borgarnesi en hann þjálfaði
kvennalið félagsins 2015-17, kom því
upp í úrvalsdeild, í bikarúrslit og í úr-
slitakeppni Íslandsmótsins.
Frederik Schram, einn af markvörð-
um karlalandsliðs Íslands í knatt-
spyrnu undanfarin ár, er hættur hjá
danska B-deildarliðinu Roskilde eftir
að hafa verið aðalmarkvörður liðsins í
þrjú ár. Frederik er 24 ára og hefur
spilað fimm landsleiki og segir í viðtali
við mbl.is í gær að hann útiloki alls
ekki að spila á Íslandi þó
hann hafi allan sinn
feril leikið í Danmörku.
„Ég hef rætt við ís-
lensk félög í gegnum
tíðina en ekki að und-
anförnu. Ég veit að það
hefur verið áhugi
frá félögum í
Danmörku og
einnig ann-
ars staðar í
Evrópu,“
sagði
Freder-
ik m.a.
við
mbl.is.
Eitt
ogannað
SELFOSS
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Það var líf og fjör við hótelið á Sel-
fossi í gærkvöld þar sem margt fólk
kom saman og Ingó veðurguð hélt
uppi fjörinu auk þess sem boðið var
upp á karókí þar sem ég söng dúett
með Alexander Már Egan í laginu
„Hlið við hlið“ með Frikka Dór,“
sagði Sverrir Pálsson, nýkrýndur Ís-
landsmeistari í handknattleik karla
með félögum sínum í Selfoss-liðinu,
þegar Morgunblaðið tók púlsinn á
varnarjaxlinum sem fór á kostum í
hjarta Selfossvarnarinnar í úrslita-
rimmunni við Hauka um Íslands-
meistaratitilinn.
„Hér á Selfossi og nærsveitum rík-
ir hátíðarstemning í dag. Allir eru
með bros á vörum og vilja gera allt
fyrir mann,“ sagði Sverrir sem er
einn af fjölmörgum heimamönnum í
liði Selfoss. Sverrir sem er 25 ára
gamall og hefur leikið með meist-
araflokki í átta ár hefur á þeim tíma
fengið að kynnast því súra jafnt sem
því sæta.
Sverrir er einn fimm leikmanna Ís-
landsmeistaraliðs Selfoss á leiktíð-
inni sem skipuðu Selfossliðið þegar
það kom upp úr 1. deild fyrir þremur
árum eftir að hafa lagt Fjölni í fimm
leikja rimmu þar sem Selfoss vann
þrjá síðustu leikina. Hinir eru Alex-
ander Már Egan, Elvar Örn Jónsson,
Hergeir Grímsson og Helgi Hlyns-
son markvörður, sem tók þátt í
nokkrum leikjum í upphafi keppn-
istímabilsins í haust sem leið.
„Ég hef kynnst ýmsu á síðustu ár-
um. Allt frá að vera í miðjumoði í
næstefstu deild og upp í að verða Ís-
landsmeistari á nokkrum árum er
hreint ótrúlegt ævintýri sem gaman
hefur verið að taka þátt í. Undan-
farin tvö ár höfum við verið nærri
stóru titlunum og meðal annars tap-
að deildarmeistaratitlinum tvö ár í
röð á markatölu sem er sennilega
einsdæmi. Við vissum vel að við vor-
um með öflugt lið þannig að fyrr en
síðar myndi eitthvað ganga alveg
upp hjá okkur. Það var bara spurn-
ing um tíma,“ segir Sverrir sem vax-
ið hefur við hverja raun.
Var einu sinni stórskytta
„Ég er nú ekki nema 25 ára gam-
all, þótt ég líti út fyrir að vera eldri
með þetta skegg þá rétt slefa ég upp í
eldri hluta hópsins í liðinu enda eru
margir leikmenn þess afar ungir að
árum,“ sagði Sverrir léttur í bragði.
Hann hefur nær eingöngu leikið í
vörn Selfoss-liðsins síðustu tvö til
þrjú árin. „Ég var einu sinni ein
helsta skytta liðsins og tel mig enn
vera frambærilegan sem slíkur. Aft-
ur á móti eru enn betri skyttur í lið-
inu en ég og á meðan svo er þá tek ég
öðrum hlutverkum innan liðsins sem
ég er beðinn um og reyni að sinna
þeim eins vel og mér er unnt,“ sagði
Sverrir sem hefur æft handknattleik
frá 12 ára aldri og fór m.a. upp í
gegnum handboltaakademíu Selfoss-
liðsins sem rekin er í samvinnu við
Fjölbrautaskólann á Selfossi. „Ég
var mikið í frjálsum þegar ég var
yngri en hætti þegar ég var ekki
lengur bestur í öllu. Þá sneri ég mér
alfarið að handboltanum,“ segir
Sverrir kíminn.
Haukarnir henta vel
„Eftir að við fórum upp í Olís-
deildina þá fékk ég það hlutverk að
vera varnarsérfræðingur liðsins,
leika í hjarta varnarinnar og kann því
bara vel,“ segir Sverrir sem að
margra mati sprakk út í hjarta varn-
ar Selfoss-liðsins í úrslitakeppninni.
Hann segist ekki hafa spáð mikið í
það. „Tímabilið í heild var bara nokk-
uð þokkalegt hjá mér en kannski
tókst mér að stíga upp um eitt þrep í
úrslitakeppninni. Margt gekk vel
upp hjá mér, ekki síst gegn Haukum
sem eru lið sem mér hentar vel að
leika á móti með hávaxna leikmenn
og sterka. Slíkir menn henta mér
Við lékum
bara eins
og kóngar
Tölvunarfræðingurinn og varnarjaxl-
inn í meistaraliði Selfoss var stórskytta
Æfði og keppti í frjálsíþróttum
SELFOSS
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Árangur nýkrýndra Íslandsmeist-
ara Selfoss í handknattleik karla er
hvorki tilviljun né keyptur með
fjölda aðkomumanna. Árangurinn
er afrakstur af markvissu starfi inn-
an handknattleiksdeildar félagsins
um árabil. Aðeins þrír leikmenn
liðsins eru aðkomumenn. Aðrir eru
uppaldir hjá félaginu. Hluti liðsins
er skipaður piltum sem eru fæddir
1997. Þeir unnu allt sem hægt var
að vinna hér innanlands á hand-
boltasviðinu á sínum tíma. Þeir
gerðu reyndar gott betur með því
að vinna til gullverðlauna á Partille
Cup árið 2013, stærsta handbolta-
móti barna og unglinga sem haldið
er í heiminum ár hvert. Íslands-
meistaratitillinn sem þeir unnu með
samherjum sínum í gær var rökrétt
framhald af þeim ferli.
Ekki er ólíklegt að fyrsti Íslands-
meistaratitill Selfoss í handknattleik
Uppskorið eins
karla sem vannst í fyrrakvöld sé að-
eins sá fyrsti í röðinni. Markvisst
starf handknattleiksdeildarinnar
um árabil þar sem ákveðinni stefnu
hefur verið fylgt við þjálfun barna
frá unga aldri er að skila árangri og
á vafalaust eftir að gera það áfram.
Árangur yngri flokka Selfoss á síð-
ustu árum, nú síðast í vetur, segir
að reikna megi með að handknatt-
leiksfólk frá Selfossi verði áfram í
fremstu röð. Næstu kynslóðir eru
þegar á leiðinni á þroskabrautinni.
Leikur og alvara
Æfingaáætlunin rúmast á einu
A-4 blaði, eftir því sem næst verður
komist, heldur sér frá 7. og 8. flokki
upp í 4. flokk eða þangað til hand-
boltaakademían tekur við í 3. flokki.
Stefnan gengur í stórum dráttum út
á leik þar sem tveir, þrír og fjórir
vinna saman. Mikið er unnið í litlum
hópum og nær ekkert leikinn sjö
manna handbolti sem íþróttin geng-
ur þó út á. Lögð er m.a. áhersla á
leikskilning og hraða.
KOMIÐ Í VERSLANIR !
Stórsniðugur skammtari fyrir stórsekki
Hentar fyrir :
FÓÐUR - ÁBURÐ - FRÆ - SAGKÖGGLA - SALT
FÆST Í VERSLUNUM OKKAR OG Í NETVERSLUN
www.fodur.is
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Íslandsmeistari Sverrir Pálsson með Íslandsbikarinn í búningsklefanum
eftir sigurinn magnaða á Haukum í fjórða úrslitaleiknum í fyrrakvöld.