Morgunblaðið - 24.05.2019, Page 27

Morgunblaðið - 24.05.2019, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 ROKK-æði FOSSBERG Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600 Yfir 20 mismunandi slípirokkar á tilboði út júní HANDBOLTI Þýskaland RN Löwen – Göppingen ..................... 33:27  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Löwen en Alexander Petersson er frá keppni vegna meiðsla. Leipzig – Erlangen.............................. 26:25  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen. Melsungen – Hannover Burgdorf ...... 28:25 Magdeburg – Gummersbach............... 29:24 Stuttgart – Flensburg.......................... 20:30  Efstu lið: Flensburg 60 (32 leikir), Kiel 56 (31 leikur), RN Löwen 50, Magdeburg 50, Melsungen 38, Füchse Berlín 36, Bergisc- her 36, Göppingen 34, Erlangen 28. Ungverjaland Fyrri úrslitaleikur: Veszprém – Pick Szeged .................... 35:24  Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 1 mark fyrir Pick Szeged sem er á heimavelli í seinni leiknum á sunnudaginn. Argentína 16-liða úrslit, fjórði leikur: San Martin – Regatas .......... (2frl.) 124:128  Ægir Þór Steinarsson skoraði 5 stig fyr- ir Regatas, tók 4 fráköst og átti eina stoð- sendingu en hann lék í 22 mínútur.  Regatas vann einvígið 3:1. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA 1. deild karla, Inkasso-deildin: Ólafsvíkurv.: Víkingur Ó. – Þór........... 19.15 Vivaldi-völlur: Grótta – Leiknir R ...... 19.15 2. deild karla: Sauðárkr.: Tindastóll – Dalvík/Rey .... 19.15 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Kópavogsv.: Augnablik – Haukar....... 19.15 Kaplakriki: FH – Fjölnir ..................... 19.15 Varmárvöllur: Afturelding – ÍR.......... 19.15 Eimskipsv.: Þróttur R. – Tindastóll ... 19.15 Norðurálsvöllur: ÍA – Grindavík......... 19.15 2. deild kvenna: Fjarðabyggðarhöll: FHL – Sindri ...... 19.15 Í KVÖLD! Samúel Kári Friðjónsson skoraði tvívegis fyrir Viking frá Stavangri í norsku bikarkeppninni í knatt- spyrnu í gær. Viking heimsótti Hinna og sigraði 4:1 en leikurinn var í 2. umferð keppninnar. Viking er því komið áfram í 3. umferð en Hinna er úr leik. Axel Óskar Andrésson er frá keppni vegna meiðsla. Samúel Kári skoraði tvívegis Keflvíkingar eru taplausir eftir fjóra leiki í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni. Í gærkvöld fór fram grannaslagur í bítlabænum á milli Njarðvíkinga og Keflvíkinga. Leikmenn voru hógværir þegar kom að markaskorun eins og stundum vill verða þegar grannalið mætast og lauk leiknum með markalausu jafn- tefli. Keflavík er með 10 stig eftir þrjá sigra og eitt jafntefli. Njarðvík hefur einnig byrjað vel en liðið er með 7 stig eftir tvo sigra, eitt jafn- tefli og eitt tap. Reykjavíkurliðin Fjölnir og Þrótt- ur bættu þremur stigum í sarpinn hjá sér en þrír leikir voru á dagskrá í gærkvöld. Grafarvogsbúar fóru ekki langt og heimsóttu Mosfellinga sem eru nýliðar í deildinni. Fjölnir hafði betur 3:1 en jafnt var 1:1 að loknum fyrri hálfleik. Bergsveinn Ólafsson, Albert Ingason og Kristófer Óskar Óskarsson skoruðu fyrir Fjölni. Al- bert kom frá Fylki í vetur og hefur þegar skorað þrjú mörk í deildinni. Róbert Orri Þorkelsson skoraði fyr- ir Aftureldingu. Á Ásvöllum í Hafnarfirði tóku Haukar á móti Þrótturum og fengu Hafnfirðingarnir óskabyrjun þegar Trínidadinn Sean De Silva skoraði á annarri mínútu leiksins. Ekki tók Þróttara langan tíma að jafna sig og voru þeir yfir 3:2 að loknum fyrri hálfleik. Jasper Van Der Hayden skoraði tvö mörk fyrir Þrótt og þeir Ágúst Leó Björnsson og Lárus Björnsson sitt markið hvor. De Silva skoraði bæði mörk Hauka. Fjölnir er með 9 stig í 2. sæti, Þróttur í 6. sæti með 4 stig, Aftur- elding í 10. sæti með 3 stig en Hauk- ar í 11. sæti með 2 stig. Umferðinni lýkur á morgun. sport@mbl.is Keflavík taplaus á toppnum  Markalaust í grannaslagnum  Albert Ingason drjúgur fyrir Fjölni Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Mosó Fjölnismaðurinn Ingibergur Kort Sigurðsson og Sigurður Kristján Friðriksson, Aftureldingu, í gær. Gríska úrvalsdeildin í körfubolta hefur ákveðið að senda lið Olympia- cos niður um deild vegna mótmæla- aðgerða félagsins en forráðamenn Olympiacos neita að láta lið sitt spila við Panathinaikos nema er- lendir dómarar dæmi. Olympiacos er sannkallað stór- veldi sem orðið hefur grískur meistari 12 sinnum, grískur bik- armeistari níu sinnum og unnið Euroleague þrisvar, en liðið er eitt af sextán liðum í þeirri keppni sem er sú sterkasta í Evrópu. Nánar um málið á mbl.is/sport/korfubolti Stórveldi fær þunga refsingu Morgunblaðið/Skúli B. Sigurðsson Refsing Georgios Printezis leik- maður Olympiacos á EM 2017. Stefán Rafn Sigurmannsson og samherjar í Pick Szeged eru í erf- iðri stöðu í úrslitarimmunni um ungverska meistaratitilinn í hand- knattleik og það fremur óvænt eftir gott gengi í vetur. Liðið fékk skell gegn Veszprém í fyrri úrslita- leiknum í gær. Veszprém vann leik- inn með ellefu marka mun, 35:24, og er því með girnilegt forskot fyr- ir seinni leik liðanna á sunnudag- inn. Stefán Rafn skoraði eitt mark í leiknum. Hann varð deildarmeist- ari með Pick Szeged sem endaði fimm stigum fyrir ofan Veszprém. Erfið staða hjá Pick Szeged AFP Erfitt Stefán og samherjar voru teknir föstum tökum í Veszprém. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í baráttu um að komast í gegnum niðurskurðinn á Pure Silk mótinu í Virginíu. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni þar sem Ólafía var áð- ur með fullan keppnisrétt. Ólafía lauk leik seint í gærkvöldi og var á 72 höggum. Er hún á höggi yfir pari í 84. sæti eftir fyrsta dag. Valdís Þóra Jónsdóttir er í ágæt- um málum við Genfarvatnið þar sem Jabra-mótið fer fram á Evr- ópumótaröðinni. Er hún í 39. sæti á 74 höggum sem er þrjú högg yfir parinu. Á ýmsu gekk hjá Valdísi en hún fékk fimm fugla sem er virki- lega gott. En á hinn bóginn fékk Valdís Þóra skramba og sex skolla. Guðmundur Ágúst Kristjánsson fékk tækifæri á stóra sviðinu og komst inn í Made in Denmark mót- ið í Silkeborg á Evrópumótaröð- inni. Guðmundur náði sér ekki á strik og lék á 78 höggum. Er hann í næstneðsta sæti. Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurðinn á Elisefarm mótinu í Svíþjóð en mót- ið er hluti af Nordic Golf- mótaröðinni. Haraldur Franklín lék annan hringinn á 69 höggum og fékk tvo erni á hringnum. Kristófer Orri Þórðarson er úr leik. kris@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg LPGA Ólafía Þórunn á möguleika á að komast áfram í Virginíu. Ágætur hringur Ólafíu í Virginíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.