Morgunblaðið - 24.05.2019, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
Íslenski dansflokkurinn heims-
frumsýnir dans- og tónverkið
Aiõn eftir Ernu Ómarsdóttur
danshöfund og Önnu Þorvalds-
dóttur tónskáld á Point-tónlistar-
hátíðinni í Gautaborg í kvöld við
undirleik Sinfóníuhljómsveitar
Gautaborgar.
„Aiõn er mikið ástríðuverkefni
þeirra Ernu og Önnu og er inn-
blásið af abstrakt hugsun um tím-
ann og ferðalag milli vídda. Í
Aiõn bjóða Erna og Anna áhorf-
endum upp á töfrandi heim þar
sem tónlist og dans mætast á
óvanalegan hátt og dansarar Ís-
lenska dansflokksins og hljóð-
færaleikarar Sinfóníuhljómsveitar
Gautaborgar renna saman í eitt,“
segir í tilkynningu frá Íd.
Þar kemur fram að um sjón-
ræna umgjörð sjá búningahönn-
uðurinn Agnieszka Baranowska
og kvikmyndagerðarmennirnir
Pierre-Alain Giraud og Valdimar
Jóhannsson. Vídeóverki sem
Pierre-Alain og Valdimar hafa
búið til fyrir Aiõn verður varpað
á veggi tónlistarhússins í Gauta-
borg við undirspil hljómsveit-
arinnar og dans dansflokksins.
Íd sýnir Aiõn í Eldborg í Hörpu
1. apríl 2020 við undirleik Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands. Aiõn er
samstarfsverkefni Íslenska dans-
flokksins, Sinfóníuhljómsveitar
Íslands og Sinfóníuhljómsveitar
Gautaborgar.
Ljósmynd/ Gunnar Freyr Steinsson
Frumsýna Aiõn í
Gautaborg í kvöld
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Það er mjög gott að setja upp svona
yfirlitssýningu. Maður staldrar að-
eins við og skilur ferilinn betur en
áður, sem er fínt,“ segir myndlistar-
konan Hulda Hákon þar sem hún
stendur innan um verkin sín á efri
hæð Listasafns Íslands. Sum eru
komin upp á veggi, önnur eru enn í
kössum og innpökkuð þegar við ræð-
um saman, en þegar sýningin
Hverra manna ertu? verður opnuð
klukkan 20 í kvöld, föstudagskvöld,
verða þau öll á réttum stað. Og gefa
góða og tímabæra sýn á sérstakan
myndheim og verk Huldu; hér eru í
lágmyndum og skúlptúrum hausar
af álftum, gæsum og hröfnum, önnur
verk gerð úr mannshöfðum, hér eru
líka portrett af fótboltamönnum og
íslenskum samtímamönnum, Mið-
garðsormur vefur sig utan um Höfða
í verki sem var gert á tíma leiðtoga-
fundarins þar árið 1986, það er
skrímsli við Korpúlfsstaði og biðröð
fólks við Þjóðleikhúskjallarann,
maður inni í hamraborg úr svörtum
spýtum og önnur hamraborg byggð í
Wall Street-hverfinu í New York.
Þetta eru alls kyns örsögur og textar
í mörgum verkanna, sem segja frá
fólki, aðstæðum, farfuglum eða ör-
nefnum í sjó og á landi.
Hátt í fjórir áratugir
Ferill Huldu Hákon spannar nú
hátt í fjóra áratugi. Hún fæddist í
Reykjavík árið 1986, nam eftir stúd-
entspróf við nýlistadeild Myndlista-
og handíðaskólans og hélt eftir það,
ásamt eiginmanni sínum, myndlist-
armanninum Jóni Óskari, í nám við
School of Visual Arts í New York.
Og elstu verkin á sýningunni eru frá
1983, gerð meðan á náminu ytra
stóð. Það eru einu málverkin, verkið
„Icelandic Sheep“. Hulda segist hafa
komið þá heim vegna andláts afa
síns, þá átti að fara að opna í JL-
húsinu hina goðsagnakenndu sýn-
ingu Gullströndin andar – sem
markaði upphaf bylgju „nýja mál-
verksins“ hér á landi. „Ég keypti
ódýrt efni, málaði þessi verk á
tveimur dögum í JL-húsinu og sýndi
þau þar. Þau eru sýnd hér eins og
upphaflega; heftuð beint á vegginn.“
Hann er eitt skraut
Hvers vegna kallar hún sýninguna
Hverra manna ertu?
„Þetta er ein af þeim setningum
sem hafa ratað í verk hjá mér, það
var á sýningu sem ég setti einu sinni
upp á Kjarvalsstöðum,“ svarar
Hulda. „Þetta er tvíbent spurning. Í
hinu gamla Íslandi þótti öfum okkar
og ömmum eðlilegt að spyrja svona,
enda var þá alltaf einhver nefndur í
þessu fámenna og lokaða samfélagi
sem spyrillinn þekkti. En svona
spurning getur gengið nærri sumum
og það er alls ekki víst að allir vilji
svara henni. Ef maður er af „vit-
lausu“ fólki, er maður þá búinn að
gjaldfella sig?“
Og margt hefur gegnum árin orð-
ið Huldu að verki. Í öðrum salnum
eru tvö nýleg verk sem sýna makríl;
ofan á fiskana hefur hún málað heiti
fiskimiða úti fyrir landinu, annað er
Rósagarðurinn.
Hulda og Jón Óskar dvelja
löngum í Vestmannaeyjum og
ástæðuna fyrir makrílnum segir hún
hafa verið að einu sinni hafi hún far-
ið með sonarsyni niður á bryggju
þar að veiða og þau hafi strax fengið
makríl enda var hann að ganga. „Ég
var svo hissa þegar ég sá hvað fisk-
urinn var fallegur, meira að segja
tungan var silfruð! Hann er eitt
skraut.“ Og kallaði augsýnilega á
þessi verk á sýningunni. „Svo hafði
ég áður notað í verk titla á miðum
kringum landið; eftir að hafa verið
mikið í Eyjum veit ég hvað sjó-
mennskan getur verið erfið en úti á
ballarhafi eru þeir svo að skíra miðin
þessum fallegu nöfnum, eins og
Rósagarðurinn og Paradísarhola.“
Það er fjöldi verka á sýningunni,
„sýnishorn frá ferlinum“, segir
Hulda og dásamar samstarfið við
starfsfólk Listasafnsins; síðan í
fyrrasumar hafi þau átt vikulega
fundi og mótað sýninguna og vænt-
anlega sýningarskrá á afar faglegan
hátt. Og verkin koma víða að. „Sum
úr söfnum hér á landi og eitt stórt
frá Listasafninu í Malmö í Svíþjóð –
það er frá 1989 og ég seldi það strax
og hef ekki séð það síðan, ég á ekki
einu sinni litmynd af því, og það var
gaman að sjá það hér aftur. Svo eru
mörg verkin í einkaeigu.“
Þá eru nokkur ný verk, hún sýnir
eitt með gæsahausum og hrævareldi
sem hún nær fram með því að nota
fosfat í málninguna, og annað er
bjart og með hvítu fuglageri og kall-
ast „Jafndægur að vori“. „Í raun
gerði ég þá mynd fyrir löngu og
sýndi hana en var samt aldrei alveg
ánægð. Svo braut ég fullt af henni og
er ánægð núna, hef aldrei gert jafn
bjarta mynd,“ segir Hulda. Þá hefur
hún skapað eins konar herbergi í
miðjum þeim sal og segir það hýsa
„munaskrá Kjarvals“. Á veggjunum
þar inni eru plötur sem hún hefur
skrifað á lýsingar á innihaldi sumra
þeirra 347 kassa sem í er það sem
var í vinnustofu Kjarvals er hann dó.
„Þetta er eins konar portrett af
gömlum þreyttum listamanni,“ segir
hún um þessa innsetningu.
Þetta er ákveðin hreinsun
En hvernig líður Huldu nú við
þessa miklu „tiltekt“, og það að geta
horft yfir ferilinn með yfirlitssýn-
ingu og væntanlegri bók. Er þetta
kannski orðið gott?
„Alls ekki! Þetta er ákveðin
hreinsun og ég held að allir lista-
menn hafi gott af því að fara gegnum
svona „beauty treatment“ og horfa
til baka yfir veginn. En annars er
þetta bara enn ein varðan á leiðinni,“
segir Hulda Hákon og heldur áfram
að setja verkin sín upp fyrir okkur
að skoða í Listasafninu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Yfirlit Hulda Hákon í Listasafni Íslands við tvö verk á sýningunni, íslenska hamraborg sem maður er að ganga inn í
og aðra sem sýnir hunda og Wall Street-hverfið í New York. Bæði þessi verk gerði hún þar í borg á námsárunum.
Þetta er enn ein varðan á leiðinni
Yfirlitssýning á verkum eftir Huldu Hákon verður opnuð í Listasafni Íslands í kvöld Þau elstu
frá námsárunum í New York og önnur splunkuný Hefur skapað einstakan og vinsælan myndheim
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Margar gerðir af barstólum
í textílleðri
Verð frá 13.500 kr.