Morgunblaðið - 24.05.2019, Side 29

Morgunblaðið - 24.05.2019, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 Launmorðinginn og hunda-vinurinn John Wick snýraftur til leiks í þriðju kvik-myndinni um kappann. Að þessu sinni er Wick á hlaupum und- an öllum helstu illfyglum heimsins eftir að hafa verið bannfærður fyrir gjörðir sínar í annarri myndinni í seríunni, þar sem hann myrti mann á hinu griðhelga Continental-hóteli, þungamiðju glæsiheims launmorða og afbrota. Wick þarf því að finna leið til þess að komast undan og um leið friða sálu sína fyrir öllum ódæð- unum sem hann hefur unnið á lífs- leiðinni. Eins og vera ber í John Wick- mynd er enginn skortur á listilega leikstýrðum ofbeldisatriðum, sem hafa orðið að nokkurs konar aðals- merki seríunnar. Í fyrri myndum var gert mikið úr sögu um karakter- inn, að hann hefði myrt mann með blýanti. Í þessari bætir Wick ýmsum öðrum hlutum á listann yfir ósenni- leg morðtól, þar á meðal eru með- limir dýraríkisins og rússneskar heimsbókmenntir. Keanu Reeves er traustur sem fyrr í aðalhlutverkinu, og hann virð- ist skapaður til þess að leika Wick. Að þessu sinni nýtur hann aðstoðar Sofíu (Halle Berry), fyrrverandi launmorðingja sem skuldar Wick og aðstoðar hann við að fresta skulda- dögum sínum. Snillingurinn Ian McShane (Lovejoy) snýr aftur í hlut- verki Winstons, hótelstjóra Cont- inental-hótelsins, og stelur senunni líkt og hann gerir oftast hvar sem hann kemur við. Á endanum hverfist kvikmyndin um baráttu Wick við „háborðið“ um að vinna sér aftur inn frelsi sitt frá lífi launmorðingjans. Asia Kate Dillon (Orange is the New Black) leikur fulltrúa háborðsins, kald- rifjaðan dómara sem svífst einskis til þess að koma „ólögum“ yfir Wick og alla sem kunna að hafa svo mikið sem kinkað kolli í áttina til hans. Segjast verður eins og er að Dillon nær ekki nægilega góðum tökum á hlutverki sínu sem fulltrúi æðsta valds í þeim glæsilega glæpaheimi sem serían hefur búið til, sem er skaði, því að gott illmenni getur oft gert góða spennumynd betri. Það fellur hins vegar í skaut laun- morðingjanum og sushi-kokkinum Zero (Mark Dacasco), sem virðist a.m.k. jafn vel að sér í morðfræð- unum og John Wick, og nær Dacasco vel að hitta inn á allar klisj- ur sem fylgja því að vera „stóri vondi kallinn“ í svona spennumynd. Það ætti kannski ekki að koma á óvart að kvikmynd um launmorð- ingja innihaldi umtalsvert ofbeldi, og John Wick 3 ætti ekki að valda unnendum þaulæfðrar ofbeldis- kóreógrafíu neinum vonbrigðum. Ofbeldið er yfirgengilegt á köflum og verður stundum nánast kómískt í fáránleika sínum, eins og þegar Wick endar í hnífakastsbardaga sem fékk bíósalinn til að springa úr hlátri, hvort sem það var ætlunin eða ekki. Á sama tíma dregur það ögn úr spennustigi myndarinnar að áhorfandinn er mögulega orðinn of vanur þeim flottu fantabrögðum sem fyrri myndir buðu upp á. Aldurinn er þannig farinn að segja til sín. Hitt er aftur á móti ljóst að serían um John Wick ætlar ekkert að slaka á eftir því sem fleiri kvikmyndir bætast í bálkinn og sem slík er John Wick 3 öflug viðbót við fyrri myndir, án þess að hún nái sömu hæðum og myndir eitt og tvö gerðu. Lykilorð myndarinnar er að „hafa skuli það sem svalara reynist“ og sé farið á myndina með því hugarfari, ættu aðdáendur John Wick ekki að verða fyrir vonbrigðum. Svalur Keanu Reeves í John Wick 3: Parabellum sem ætti ekki að valda unnendum þaulæfðrar ofbeldiskóreógrafíu neinum vonbrigðum, að mati gagnrýnanda, þó ekki nái myndin sömu hæðum og fyrstu tvær gerðu. Hafa skal það sem svalara reynist Laugarásbíó og Háskólabíó John Wick: Chapter 3 – Parabellum bbbnn Leikstjóri: Chad Stahelski. Handrit: De- rek Kolstad, Shay Hatten, Chris Collins og Marc Abrams. Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Halle Berry, Laurence Fish- burne, Mark Dacascos, Asia Kate Dillon, Lance Reddick, Anjelica Huston og Ian McShane. Bandaríkin 2019, 131 mínúta. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Bandaríski rithöfundurinn Siri Hustvedt hlaut á miðvikudaginn hin virtu bókmenntaverðlaun Spánverja kennd við prinsessuna af Asturias fyrir höfundarverk sitt. Dómnefnd segir verk Hust- vedt með þeim allra metnaðar- fyllstu í heimi bókmenntanna í dag. Hustvedt er 64 ára og hefur skrifað ljóðabók, þrjú ritgerða- söfn, sex skáldsögur og einnig greinasöfn og þá ekki síst um myndlist. Verk hennar hafa verið þýdd á yfir 30 tungumál. Þegar Hustvedt var þrettán ára dvaldist hún sumarlangt á Íslandi og í við- tali við Morgunblaðið árið 2005, þegar hún var einn gesta Bók- menntahátíðar, greindi hún frá því hvernig stóð á því. „Faðir minn var að rannsaka Íslendinga- sögurnar og um sumarið fékk hann styrk til að koma til Íslands. Við komum til Reykjavíkur um vorið og leigðum hús við Hávalla- götu,“ sagði hún blaðamanni. Sumarið á Íslandi hafi verið eitt það yndislegasta sem hún hafi lif- að. Hustvedt er gift bandaríska rit- höfundinum Paul Auster sem hlaut Asturias-verðlaunin árið 2005. Verðlaununum fylgir pen- ingaupphæð, 50 þúsund evrur. Asturias-verðlaunin eru afhent í október í borginni Oviedo sem er höfuðstaður Asturias-héraðs. Siri Hustvedt hlaut hin spænsku bókmenntaverðlaun Asturias Morgunblaðið/Einar Falur Á Íslandi Siri Hustvedt var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík árið 2005 og ræddi þá við Morgunblaðið. Radiohead-rokkmessur verða haldnar í kvöld og annað kvöld, sú fyrri á Hard Rock Cafe í Reykjavík kl. 22 og sú seinni á Græna hattinum á Akureyri, einnig kl. 22. Flutt verða öll þekktustu lög Radiohead af yfir 30 ára ferli hljómsveitarinnar og ætti þar að vera af nógu að taka þar sem breiðskífur hennar eru nú orðnar níu talsins. Hljómsveitin sem hefur verið sett saman af þessu tilefni er skipuð tónlist- armönnum sem eiga það sam- eiginlegt að hafa mikið dá- læti á Radio- head. Þeir eru Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Franz Gunn- arsson, Þor- björn Sigurðs- son, Hálfdán Árnason og Skúli Gíslason. Tvær Radiohead-rokkmessur Eyþór Ingi Gunnlaugsson Fjöllistahópurinn Hatari mun troða upp í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun, laugardag, en hópurinn hefur ákveðið að flakka landshorna á milli eftir að hafa landað tíunda sæti í Eurovision. „Hatari býður Vestfirðingum og gestum þeirra að umfaðma enda- lokin dansandi í Edinborgarhúsinu – enda lífið tilgangslaust,“ segir í tilkynningu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðasala fer fram á tix.is Hatari kemur fram í Edinborgarhúsinu Frægðarför Hatari í Eurovision söngva- keppninni í Tel Aviv í síðustu viku. Morgunblaðið/Eggert BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Lau 25/5 kl. 13:00 aukas. Sun 2/6 kl. 19:00 38. s Mán 10/6 kl. 19:00 42. s Sun 26/5 kl. 19:00 35. s Mið 5/6 kl. 19:00 39. s Fim 13/6 kl. 19:00 43. s Mið 29/5 kl. 19:00 36. s Fim 6/6 kl. 19:00 40. s Fös 14/6 kl. 19:00 44. s Fim 30/5 kl. 19:00 37. s Fös 7/6 kl. 19:00 41. s Sun 16/6 kl. 19:00 45. s Stundum ég þarf að vera svolítið óþekk! Elly (Stóra sviðið) Fös 24/5 kl. 20:00 216. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar! Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 24/5 kl. 20:00 19. s Fim 6/6 kl. 20:00 21. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas. Fim 30/5 kl. 20:00 20. s Fös 7/6 kl. 20:00 22. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Bæng! (Nýja sviðið) Sun 26/5 kl. 20:00 8. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s Fim 6/6 kl. 20:00 Lokas. Alltof mikið testósterón Sýningin sem klikkar (Stóra sviðið) Lau 25/5 kl. 20:00 43. s Lau 1/6 kl. 20:00 aukas. Aðeins örfáar sýningar. Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 26/5 kl. 13:00 Sun 2/6 kl. 13:00 Lau 8/6 kl. 13:00 Sun 26/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 2/6 kl. 16:00 Lau 8/6 kl. 16:00 Auka Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fös 31/5 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Loddarinn (Stóra Sviðið) Fös 24/5 kl. 19:30 8.sýn Mið 29/5 kl. 19:30 9.sýn Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna Hárið (Stóra sviðið) Fös 14/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30 Áhugasýning ársins 2019 Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Fös 24/5 kl. 19:30 Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið) Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.