Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is mánudaginn 27. maí, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Listmunauppboð nr. 115 Forsýning á verkunum fimmtudag til mánudags Jóhann Briem fimmtudag og föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16 og mánudag 10–17 „Þetta ætti að ganga vel því ég verð með straum- inn og vindinn í bakið,“ sagði Veiga Grétars- dóttir í gær áður en hún lagði af stað á kajak frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur, um 50 km leið. Hún lagði upp frá Ísafirði þriðjudaginn 14. maí og ætlar að róa rangsælis í kringum landið á um tveimur til fjórum mánuðum. Ferðin hefur gengið mjög vel, að sögn Veigu. Veðrið hefur almennt verið gott og vindar og straumar hagstæðir. „Reyndar var mjög erfitt að róa frá Rauðasandi yfir á Siglunes með vindinn í fangið alla leiðina og sama má segja um síðustu tíu kílómetrana áður en ég kom að Flatey.“ Veiga segir að flestir hafi róið hringinn á tveimur til þremur mánuðum. „Það er svo erfitt að segja til um hvað þetta tekur langan tíma, því margt spilar inn í,“ segir hún og bætir við að hún gisti allar nætur í landi og nauðsynlegt sé að auki að taka hvíldardaga reglulega. „Ég fer í land á tíu til fimmtán kílómetra fresti til þess að borða og létta á mér og ég hef mest róið 50 kílómetra á einum degi.“ Veiga hefur haldið tvo fyrirlestra af átta á leiðinni þar sem hún ræðir um það sem hún hefur gengið í gegnum. Hún er transkona og reyndi að taka líf sitt þegar hún gekk í gegnum kynleið- réttingarferlið. Því valdi hún að safna áheitum fyrir Píeta-samtökin meðan á ferðinni stendur. Örlygur Sigurjónsson fylgdi henni eftir á öðr- um kajak til Stykkishólms og Óskar Páll Sveins- son vinnur að heimildarmynd um ferðina. steinthor@mbl.is Kajakróður Veigu Grétarsdóttur frá Ísafirði rangsælis í kringum Ísland fer vel af stað Heppin með veður til þessa Ljósmynd/Óskar Páll Sveinsson Kajakræðari Veiga Grétarsdóttir á leið frá Hænuvík yfir í Látravík. Sjór var stilltur en hún fann fyrir haföldu á leið fyrir Bjarnarnúp. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Ekki eru til nein gögn um það hvaða forstjórar ríkisstofnana fengu aft- urvirka launahækkun með ákvörðun kjararáðs árið 2011. Sagðist kjara- ráð ætla að tilkynna hverjum og ein- um með bréfi hvaða hækkun þeir myndu fá, en bréfin voru aldrei send. Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Eina launahækkunin sem vitað er um er 214 þúsund króna hækkun mánaðarlauna forstjóra Landspítal- ans, en hann greindi frá því sjálfur í forstjórapistli á vef spítalans í júlí á síðasta ári að hann hefði 33 fleiri yfirvinnueiningar en þær eitt hundrað sem hann fékk samkvæmt úrskurði ráðsins árið 2010. Tilkynnt með bréfi Í úrskurði kjararáðs frá 21. des- ember 2011, sem birtur var á vef þess, var sagt frá því að ákvörðun um launahækkanir yrði tilkynnt hverjum og einum með bréfi, en ekki fylgdi ákvörðuninni neinn rök- stuðningur. Var síðasta haust farið þess á leit við fjármálaráðuneytið að fá afhentar fundargerðir kjararáðs. Í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefnd- ar upplýsingamála varð ráðuneytið við beiðninni, en afhenti ekki eldri fundargerðir en aftur til ársins 2015 þar sem úrvinnsla beiðninnar þótti of umfangsmikil. Var þá óskað eftir stakri fund- argerð frá fundi ráðsins í desember 2011 og varð ráðuneytið við þeirri beiðni. Í þeirri fundargerð kemur aðeins fram að „ákvörðun kjararáðs um mánaðarlaun og einingafjölda verður birt með bréfum sem send verða hverjum og einum“. Beðið svars Er þetta orðrétt sama orðalag sem er að finna í úrskurði ráðsins og er því með öllu óljóst hverjir fengu afturvirka launahækkun samkvæmt úrskurði ráðsins eða um hversu mikla hækkun er um að ræða. Jafn- framt er þar enginn rökstuðningur. Var fjármálaráðuneytinu því send fyrirspurn á ný í apríl sl. og óskað eftir því að fá afrit af öllum fylgi- gögnum umrædds fundar og ekki síst afrit af þeim bréfum sem kjar- aráð segist hafa sent hverjum og einum. Þann 6. maí tilkynnti ráðu- neytið að enn væri verið að skoða erindið og að gert væri ráð fyrir því að svar myndi berast fyrir 23. maí og að skýring tafanna væri að gögn- in væru ekki nema að hluta til á raf- rænu formi og eru frá öðru stjórn- valdi sem tefur vinnslu málsins. Síðdegis í gær barst síðan svar frá ráðuneytinu þar sem segir: „Ráðuneytið hefur kannað gögn sem stafa frá kjararáði og liggur fyrir að engin fylgiskjöl eru með til- vísaðri fundargerð. Þá liggur einnig fyrir að bréf voru ekki send ein- staklingum sem undir ráðið heyrðu, þrátt fyrir fyrirætlan þar um í fund- argerðinni.“ Í lögum sem voru í gildi um störf kjararáðs segir að ráðið „skal birta ákvarðanir sínar og úrskurði og ástæður fyrir þeim opinberlega með skipulegum og aðgengilegum hætti.“ Jafnframt var ráðinu skylt að „skilgreina samanburðarhópa og birta í úrskurði sínum tölulegar upplýsingar um laun og launaþróun þeirra“ við endurmat launasetning- ar einstakra hópa. Reynt var í gær að ná tali af Jón- asi Þór Guðmundssyni, fyrrverandi formanni kjararáðs, til þess að leita skýringa á málinu en án árangurs. Launahækkanir kjararáðs ráðgáta Morgunblaðið/Þórður Fjármálaráðuneytið Svar barst loksins um kjararáð en ansi rýrt í roðinu.  Engin gögn eru til um launahækkanir forstjóra ríkisstofnana árið 2011 Engar upplýsingar í fund- argerð eða úrskurði  Sagðist tilkynna hverjum og einum ný kjör með bréfi, en bréfin voru aldrei send Seðlabanki Ísland hefur greint frá því að boðuð skýrsla um 500 millj- óna evra lánið sem bankinn veitti Kaupþingi sama dag og neyðarlögin voru sett árið 2008 verði birt á mánudaginn. Í skýrslunni er einnig ætlunin að varpa ljósi á sölu Seðla- bankans á FIH-bankanum í Dan- mörku en neyðarlánið var veitt gegn allsherjarveði í bankanum á sínum tíma. Skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015 og hefur útgáfu hennar ítrek- að verið frestað. Í viðtali sem birt var við Má Guðmundsson seðla- bankastjóra í ViðskiptaMogganum 20. mars síðastliðinn kom fram að skýrslan myndi koma út 30. apríl. Í síðustu tilkynningu frá bankanum var útgáfudagur skýrslunnar sagð- ur 14. maí. Neyðarlán upp- lýst á mánudag  Skýrslan verið í vinnslu frá 2015 Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.