Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Einstaklega vel hannaðar íbúðir með yfirbyggðum þaksvölum sem eykur notagildi og nýtur sólar frá morgni til sólarlags að kvöldi. Tvö baðherbergi eru í öllum íbúðum og allar þriggja herbergja með mismunandi skipulagi. Sérstæði í lokaðri bílageymslu með rafhleðslustöð. GRANDAVEGUR 42 A, B OG C F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG Inkasso-deild karla Víkingur Ó. – Þór...................................... 2:0 Grótta – Leiknir R.................................... 2:3 Staðan: Keflavík 4 3 1 0 10:2 10 Víkingur Ó. 4 3 1 0 6:1 10 Fjölnir 4 3 0 1 11:6 9 Njarðvík 4 2 1 1 5:5 7 Leiknir R. 4 2 0 2 9:7 6 Þór 4 2 0 2 7:6 6 Þróttur R. 4 1 1 2 9:9 4 Fram 3 1 1 1 5:5 4 Grótta 4 1 1 2 7:9 4 Afturelding 4 1 0 3 4:12 3 Haukar 4 0 2 2 4:7 2 Magni 3 0 0 3 3:11 0 2. deild karla Tindastóll – Dalvík/Reynir ...................... 1:2 Staðan: Selfoss 4 3 0 1 11:3 9 Víðir 4 2 1 1 8:8 7 KFG 3 2 0 1 5:2 6 Vestri 3 2 0 1 6:5 6 Völsungur 3 2 0 1 4:5 6 Dalvík/Reynir 4 1 2 1 5:5 5 Kári 3 1 1 1 6:4 4 ÍR 3 1 1 1 4:4 4 Leiknir F. 3 0 3 0 5:5 3 Fjarðabyggð 3 1 0 2 3:4 3 Þróttur V. 3 0 2 1 3:6 2 Tindastóll 4 0 0 4 1:10 0 Inkasso-deild kvenna ÍA – Grindavík .......................................... 0:0 Þróttur R. – Tindastóll............................. 4:2 Augnablik – Haukar................................. 0:1 Afturelding – ÍR....................................... 5:2 FH – Fjölnir.............................................. 2:0 Staðan: Þróttur R. 3 3 0 0 16:3 9 FH 3 2 1 0 9:5 7 Augnablik 3 2 0 1 5:2 6 ÍA 3 1 2 0 4:2 5 Afturelding 3 1 1 1 6:4 4 Grindavík 3 1 1 1 3:4 4 Haukar 3 1 0 2 2:3 3 Tindastóll 3 1 0 2 7:10 3 Fjölnir 3 0 1 2 1:5 1 ÍR 3 0 0 3 2:17 0 2. deild kvenna Fjarð/Hött/Leikn. – Sindri...................... 2:0 Frakkland Dijon – Toulouse...................................... 2:1  Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Dijon sem endaði í 18. sæti og fer í umspil um að halda sæti sínu í efstu deild. Svíþjóð Sundsvall – AIK ....................................... 1:1  Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leik- mannahópi AIK vegna meiðsla. Hvíta-Rússland BATE Borisov – Slutsk ........................... 3:0  Willum Þór Willumsson lék fyrstu 69 mínúturnar hjá BATE. Vináttulandsleikir kvenna Spánn – Kanada........................................ 0:0 Argentína – Úrúgvæ ................................ 3:1 KNATTSPYRNA KÖRFUBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Mótið fer í að þreifa fyrir sér með liðið, láta reyna á hvernig leikmenn blandast saman á leikvellinum og þróa leikkerfi og fleira í þeim dúr. Semsagt byrja á því að stilla saman strengina,“ sagði Benedikt Guð- mundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, spurður hvað hann sem nýtekinn við starfinu vill fá út úr sínu fyrsta móti með landsliðið en liðið tekur þátt í Smáþjóðaleikunum sem hefjast í Svartfjallalandi eftir helgina. „Þetta er fyrsta verkefnið okkar saman og þar af leiðandi þarf ég að læra inn á liðið og leita eftir svörum við spurningum sem brenna á mér sem nýjum þjálfar. Mótið er kær- kominn undirbúningur fyrir mig og leikmenn áður en undankeppni EM hefst í nóvember,“ sagði Benedikt ennfremur en íslenska landsliðið heldur út til Svartfjallands á morgun eins aðrir keppendur Íslands á leik- unum. „Vissulega er stefnan að því að ná góðum úrslitum úr öllum leikjunum en fyrst og síðast snýst þátttaka okkar um að leita að svörum við þeim spurningum sem brenna á mér.“ Íslenska landsliðið leikur fimm leiki á Smáþjóðaleikunum. Andstæð- ingarnir verða landslið Möltu, Lúx- emborgar, Mónakó, Kýpur og Svart- fjallalands sem verða með að þessu sinni. Leiknir verða fimm leikir á sex dögum en liðin sex verða saman í einum riðli á leikunum. Gaman að mæta Svartfellingum Landslið Svartfellinga er með þeim sterkari í Evrópu og tekur í næsta mánuði þátt í lokakeppni Evr- ópumótsins. „Það verður gaman að glíma við landslið Svartfellinga. Það er alltaf gaman að máta sig sterka andstæðinga. Af þeim leikjum lærir maður og mest og sér vel hvar mað- ur stendur,“ sagði Benedikt. Tólf konur skipa landsliðshópinn, þar af eru tveir nýliðar: Sigrún Björg Ólafsdóttir, Haukum, og Þór- anna Kika Hodge-Carr, Keflavík. Bryndís Guðmundsdóttir úr Kefla- vík er í landsliðinu að þessu sinni í fyrsta sinn í þrjú ár. Þykir afar kær- komið að hún gefi nú kost á sér í landsliðið á nýjan leik enda með reyndari og betri körfuknatt- leikskonum landsliðsins um árabil. „Helena Sverrisdóttir og Bryndís léku saman með yngri landsliðunum og þekkja vel hvor til annarrar. Þær koma með mikla þekkingu og reynslu inn í hópinn og hafa ákveðið hlutverk. Síðan eru nokkrir mjög ungir leikmenn í hópnum og aðrir sem eru á milli þeirra og hinna elstu. Ég er að reyna að búa til góða blöndu af leikmönnum sem ég von- ast til að muni ná vel saman þegar á hólminn er komið. Við erum að taka okkar fyrstu skref saman og lengri leið. Ég er spenntur að sjá hvernig við förum af stað,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sem ráðinn var landsliðsþjálfari fyrir nokkrum vik- um. Í hópnum eru auk þeirra sem áður en getið: Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli, Embla Kristínardóttir, Keflavík, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfelli, Hallveig Jónsdóttir, Val, Hildur Björg Kjartansdóttir, Celta Vigo, Sara Rún Hinriksdóttir, Kefla- vík, Thelma Dís Ágústsdóttir, Ball State og Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukum. Morgunblaðið/Eggert Landsliðið Þóra Kristín Jónsdóttir í leik gegn Bosníu seint á síðasta ári. Hún er í íslenska liðinu sem keppir á Smáþjóðaleikunum í næstu viku. Stilla saman strengina  Framundan eru fyrstu leikir kvennalandsliðsins undir stjórn nýs þjálfara  Fimm leikir á sex dögum  Kærkomið fyrsta skref fyrir undankeppni EM FRJÁLSÍÞRÓTTIR Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég er í hörkuformi um þessar mundir,“ sagði Hilmar Örn Jónsson, Íslandsmethafi í sleggjukasti, í gær en hann tryggði sér í fyrradag þátt- tökurétt í sleggjukasti á bandaríska háskólameistaramótinu í frjáls- íþróttum þegar hann kastaði allra karla lengst í Austurdeild undan- keppni háskólameistaramótsins. Þetta er þriðja árið í röð sem Hilmar Örn tryggir sér þátttökurétt á há- skólameistaramótinu. Hilmar Örn, sem keppir fyrir Uni- versity of Virgina, kastaði sleggj- unni 72,17 metra. Háskólameist- aramótið fer fram í Austin, Texas, eftir hálfan mánuð. Mótið hefur um langt árabil verið haldið í Eugene í Origon en vegna lagningar nýs vall- ar þar var mótið flutt til Austin. „Ég kem inn í mótið með þriðja besta árangurinn og er í hörkustuði. Svo það verður spennandi að sjá hvernig mér gengur,“ sagði Hilmar sem setti Íslandsmet í sleggjukasti í síðasta mánuði, 75,26 metra, og bætti þá 11 ára gamalt met Bergs Inga Péturssonar um 78 sentimetra. „Það var mjög sætt að ná loksins metinu. Ég hafði verið nærri metinu síðustu þrjú til fjögur ár en alltaf vantaði eitthvað uppá.“ Hilmar Örn segist fyrst og fremst hugsa um að ná góðum árangri á há- skólameistaramótinu og helst ná í verðlaun. Gott sæti skipti meira máli en Íslandsmetið. „Ég set bara allt í botn á háskólameistaramótinu og vonandi gengur mér vel.“ Hilmar Örn verður næstu vikuna við æfingar á æfingasvæði skólans, University of Virgina, áður en hann fer til yfir til vesturstrandar Banda- ríkjanna til Austin í Texas. „Þar fæ ég tvo æfingadaga áður en keppnin hefst. Ég hef áður keppt í Austin og þekki allar aðstæður vel auk þess sem mér gekk vel þar á sínum tíma. Þar af leiðandi líst mér vel á keppn- isstaðinn og hlakka til keppninnar.“ Hilmar Örn stundar nám í ensku og kynjafræði við University of Virgina. Hann lýkur BA-námi í des- ember. Hann verður ekki gjald- gengur í keppni fyrir skólann á haustönninni og mun einbeita sér að æfingum á lokaspretti námsins. Fjótlega eftir keppni á háskóla- meistaramótinu kemur Hilmar Örn heim til Íslands þar sem hann verð- ur fram á haust. „Ég stefni á að keppa talsvert í sumar og markið er meðal annars sett á þátttöku á heimsmeistaramótinu í frjáls- íþróttum sem fram fer í Doha í Kat- ar í lok september og í upphafi októ- bermánaðar,“ sagði Hilmar Örn Jónsson, Íslandsmethafi í sleggju- kasti, við Morgunblaðið í gær. Úrslit Hilmar Örn Jónsson ætlar sér stóra hluti á lokamótinu. „Ég set bara allt í botn“  Bestur í Austurdeild háskólanna Björgvin Stefánsson, framherji KR, gæti átt yfir höfði sér fimm leikja keppnisbann vegna ummæla sinna í lýsingu á leik Hauka og Þróttar R. í 1. deild karla í knattspyrnu á fimmtudag. Björgvin viðhafði kynþáttaníð og baðst afsökunar sam- dægurs. Fram kom hjá RÚV í gær að ummælin verða tekin fyrir af aganefnd KSÍ og verður það væntanlega næsta þriðjudag. KR, Haukar og Þróttur hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna máls- ins. Frekari umfjöllun um málið á mbl.is. Ummæli tekin fyrir Björgvin Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.