Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 44
AFP
Leikarar Bandaríski leikarinn Sylvester Stallone og
spænska leikkonan Paz Vega stilla sér upp fyrir mynd.
Spennan magnast þar sem alþjóðlega kvikmyndahátíðin
í Cannes í Suður-Frakklandi nær hámarki nú um helgina
því þá verða aðalverðlaun hátíðarinnar veitt. Hátíðin hef-
ur staðið yfir frá 14. maí og lýkur í dag, laugardag. Að
þessu sinni heiðrar hátíðin minningu frönsku kvik-
myndagerðarkonunnar Agnès Varda sem lést í mars síð-
astliðnum.
Í dag kemur í ljós hvaða kvikmynd hlýtur hinn virta
Gullpálma. Tuttugu og ein kvikmynd frá fjölda landa
keppir um verðlaunin. Leikstjórinn Céline Sciamma hef-
ur vakið athygli fyrir kvikmynd sína Portrait of a Wom-
an on Fire og þykir mörgum hún sigurstrangleg.
Franski leikarinn Alain Delon hlaut heiðursverðlaun
Gullpálmans í ár. Þess má geta að íslenska kvikmyndin
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálsson var frumsýnd á
hátíðinni og hefur fengið ágætar viðtökur. Ingvar E. Sig-
urðsson var valinn besti leikarinn í Critics‘ Week-
dagskránni fyrir hlutverk sitt í myndinni.
Sigurstrangleg Franski leikstjórinn Celine Sciamma (fyrir miðju) ásamt aðalleikkonum Portrait of a Woman on Fire.
Dregur til tíðinda í Cannes
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
SALURINN.IS
6. júní kl. 17
Guitar Islancio
Frítt inn
Sumarjazz
GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is
www.gimli.is
Við vitum hvað þín
eign kostar Um eitt hundrað myndverk eftir ís-lenska listamenn nokkurra kynslóða
verða boðin upp hjá Gallerí Fold við
Rauðarárstíg á mánudagskvöldið
kemur. Verkin verða sýnd í gall-
eríinu kl. 11 til 16 í dag, laugardag,
og kl. 12 til 16 á morgun.
Í tilkynningu frá Fold segir að
boðið verði upp gott úrval abstrakt-
verka eftir kunna listamenn á borð
við „Nínu Tryggvadóttur, Þorvald
Skúlason, Kristján Davíðsson, Karl
Kvaran og fleiri ásamt geometrísku
verki eftir Valtý Pétursson en slík
verk hafa verið afar eftirsótt“.
Þá verða boðin upp mörg verk
eftir „gömlu meistarana, m.a. átta
verk eftir Jóhannes Kjarval, bæði
vatnslitamyndir og olíumálverk. Ein
myndanna er frá skólaárum hans og
er sérstök að því leyti að prófess-
orinn hefur sett krossa yfir þá hluta
sem hann gerði athugasemdir við.
Ýmsar aðrar perlur er að finna á
uppboðinu og má þar nefna sér-
staklega verk eftir Braga Ásgeirs-
son, Jóhann Briem, Gerði Helga-
dóttur, Louisu Matthíasdóttur og
verk úr Gullfossseríu Karólínu Lár-
usdóttur. Afar sjaldgæft er að verk
eftir Gerði sé boðið til sölu en
aðeins þrjú verk eftir hana hafa
verið seld á uppboðum á síðustu
þremur áratugum,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Þá er á uppboðinu úrval verka
eftir samtímalistamenn á borð við
Húbert Nóa, Sigurð Guðmundsson,
Rósku og Birgi Andrésson.
Abstrakt í góðum félagsskap
Verðmætt Verk eftir Jóhann Briem
sem boðið verður upp á mánudag og
er metið á 3 til 3,5 milljónir kr.
Fjölbreytileg
verk boðin upp hjá
Gallerí Fold
Í nýútkominni bók
sinni fer Katarina
Frostenson, fyrrver-
andi meðlimur
Sænsku akademíunn-
ar (SA), hörðum orð-
um um SA, Dagens
Nyheter og konurnar
sem sökuðu eigin-
mann hennar, Jean-
Claude Arnault, um
kynferðisofbeldi. Bókin, sem nefnist
K, vísar að sögn Frostenson ekki að-
eins til fornafns hennar heldur einn-
ig kærleika, kapals, krísu og kafka-
ískra réttarhalda, en Arnault var í
lok síðasta árs dæmdur í fangelsi fyr-
ir nauðgun. Bókin er skrifuð í dag-
bókarformi og hefst þegar 18 konur
saka Arnault um kynferðisofbeldi í
Dagens Nyheter síðla árs 2017 og
lýkur þegar Frostenson hættir í SA
2019. Höfundur sakar konurnar um
öfund og athyglissýki ásamt því að
ímynda sér ofbeldið sem þær lýsa.
Frostenson hefur ekki tjáð sig op-
inberlega um málefni Arnault síð-
ustu tvö árin og hyggst ekki veita
nein viðtöl vegna útgáfu bókarinnar.
Rýfur þögnina
Katarina
Frostenson
Norski þýðandinn Tone Myklebost hlaut á fimmtudag
þýðendaverðlaun Det skjønnlitterære oversetterfonds á
Norsku bókmenntahátíðinni, fyrir framlag sitt til þýð-
inga á íslenskum skáldskap. Hún hefur meðal annars
þýtt verk eftir Jón Kalman Stefánsson, Gerði Kristnýju
og Einar Má Guðmundsson, auk verka eftir nóbels-
skáldið Halldór Laxness. Í umsögn valnefndar er lögð
áhersla á mikilvægi miðlunar Myklebost á íslenskum
bókmenntum til Norðmanna en hún hefur þýtt íslensk
verk í hátt í 30 ár. Þá er Tone sögð ein afar fárra sem
hafa þá færni að geta snúið flóknum og metnaðarfullum
íslenskum bókmenntatextum á lipra norska tungu. Myklebost var einnig
sæmd hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf sín árið 2017.
Þýðandinn Tone Myklebost verðlaunuð
Tone Myklebost
Dagblaðinu Sydney’s Daily Telegraph hefur verið gert
að greiða ástralska leikaranum Geoffrey Rush tæpar
þrjár milljónir dollara í miskabætur fyrir ærumeiðingar
í hans garð. Dagblaðið hafði blásið upp fréttir þess efnis
að leikarinn hefði gerst sekur um ósæmilega hegðun
gagnvart mótleikkonu sinni Eryn Jean Norvill í uppsetn-
ingu á verkinu Lé konungi. Dómari sakar dagblaðið um
kæruleysislegt ábyrgðarleysi í umfjöllun sinni um leik-
arann. Um er að ræða hæstu fjárhæð sem greidd hefur
verið eftir dómsúrskurð um ærumeiðingar í Ástralíu.
Upphæðin er miðuð við tekjutap Rush vegna málsins.
Geoffrey Rush greiddar miskabætur
Geoffrey Rush
Bandarískir fjölmiðlar greina frá
því að kvikmyndaframleiðandinn
Harvey Weinstein og fyrrverandi
stjórnarmenn í fyrirtæki hans hafi
með aðkomu saksóknaraembætt-
isins í New York-borg náð samn-
ingum um að greiða 44 milljónir
dala, nærri 5,5 milljarða króna, í
bætur til kvenna sem sakað hafa
framleiðandann um áreitni og kyn-
ferðisbrot og hugðust höfða gegn
honum einkamál. Munu þær falla
frá málaferlunum.
Weinstein er eftir sem áður
ákærður fyrir kynferðisbrot gegn
tveimur konum, en um áttatíu kon-
ur til hafa sakað hann um að hafa
brotið á sér og samkvæmt The
New York Times er í mörgum til-
vikum um áreitni að ræða, ekki op-
inber refsiverð brot, en engu að síð-
ur geta þær höfðað einkamál.
Blaðamenn segja að útkoma við-
ræðna við konurnar um bætur
muni skipta miklu um það hvort og
þá hvernig Weinstein verður
dæmdur.
Upphæð sjóðsins sem verður
handbær til bótagreiðslna er meira
en helmingi lægri en áður hafði
verið lagt til í viðræðum milli fjár-
festa sem höfðu í fyrra áhuga á að
kaupa framleiðslufyrirtæki fram-
leiðandans, Weinstein Company.
Samningaviðræðum var þá slitið á
síðustu metrunum en áætlað var að
greiða þyrfti konunum sem ásök-
uðu Weinstein um 90 milljónir dala.
Framleiðandinn Harvey Weinstein með lögfræðingum við réttarsal.
5,5 milljarðar í
bætur til kvenna
Weinstein og stjórnarmenn greiða
AFP