Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 Sýning ljósmyndarans Stuarts Richardson, A Matter of Entropy, verður opnuð í sýningarsalnum Ramskram að Njálsgötu 49 í dag, laugardag, klukkan 17. Stuart, sem hefur verið búsettur hér á landi um árabil, sýnir röð ljósmynda af gömlum húsum sem hafa verið flutt til á höfuðborgar- svæðinu og fundinn staður á yfir- gefnum lóðum. Í tilkynningu um sýninguna og myndröðina bendir Stuart á að hundrað ára gömul hús njóti frið- unar hér á landi. Hins vegar fái framkvæmdaaðilar leyfi til að flytja þau til og það sé iðulega gert og hefur hann myndað nokkr- ar slíkar byggingar á nokkurra ára tímabili, þar sem þær standa og grotna á stundum niður. Hann tekur sem dæmi hús sem stóð við Laugaveg 74. Framkvæmdaaðilar ætluðu að auka byggingamagn lóð- arinnar og fluttu árið 2007 gamla húsið út á Granda en þeim var skylt að nota það sem fremsta hluta nýju byggingarinnar. Þess í stað hafi þó verið byggð ný fram- hlið, eins og gamla húsið, sem lét sífellt meira á sjá úti á Granda og var að lokum eytt síðastliðið haust. Stuart spyr, um hvað verndun bygginganna snúist þá. Ljósmynd/Stuart Richardson Á stæði Eitt húsanna sem Stuart Richardson hefur fylgst með. Verndaðar byggingar en standa vanhirtar Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Hátíðin var fyrst haldin árið2016, þá undir nafninuReykjavík Deathfest, og var þá um eitt kvöld á Gauknum að ræða, þar sem hin bandaríska Cephalic Carnage lék ásamt íslensk- um sveitum. Hátíðinni óx svo fiskur um hrygg næstu tvö árin og í ár var ákveðið að víkka fókusinn enn frek- ar og „endurmarka“. Í stað þess að meginþorri hljómsveitanna væri af dauðarokkskyni, eins og nafnið bar með sér, skýlir Reykjavik Metalfest alls kyns afbrigðum af öfgarokki, eitthvað sem maður fann rækilega fyrir þá þrjá daga sem hún stóð yfir (og var hún meira að segja ögn lengri, eins og ég mun koma að seinna í þessum pistlingi). Tónleikar voru á fimmtudegi til laugardags á Gauknum. Mæting var með eindæmum góð og stemningin í senn nærandi og ljúf. Það er fátt sem slær það út að hitta sína líka, njóta tónlistar með þeim og spjalla. Ég hitti marga góða félaga frá fornri tíð, bræður og systur í málmi sem maður hittir auðvitað alltof sjaldan. Svartar verur voru uppi um alla veggi, kynslóðabilið breitt og pláss fyrir alla. Hugsað var fyrir öllu, varningur var m.a. til sölu, boð- ið var upp á sérstaka þungarokks- göngu um Reykjavík og Veganæs, veganstaðurinn góðkunni sem er inni á Gauknum, bauð upp á „black- metal“ borgara. Einnig var keyrður ráðstefnuhluti, þar sem hags- munaaðilar úr ólíkum áttum ræddu stöðu íslensks þungarokks út frá margvíslegum vinklum. Erlendar merkissveitir eins og Svart Crown, Benighted og Deme- lich glöddu mannskapinn, sem og Hamferð frá Færeyjum sem maður telur varla sem erlenda! Baðstofu- rokkið þeirra (nafn sem lýsa skal ljúfri og þægilegri stemningunni í tónlist þeirra, þó dökk sé) var stór- kostlegt og ég hvet fólk til að tékka á þessari eðalsveit. Íslensku sveit- irnar ollu þá ekki vonbrigðum. Þið getið ímyndað ykkur hversu ynd- islegt það var að sjá Forgarð helvít- is á fullu spani, þeir eiginlega rústuðu hátíðinni á fyrsta degi. Kjaftshögg. Andavald var magnað, seiðandi en um leið illúðlegur svart- málmur. Beneath, með sitt tækni- bundna dauðarokk, fór þá mikinn en um sönginn sá sjálfur Gísli Sig- mundsson, einn skipuleggjenda og fyrrum leiðtogi Sororicide. Svarti- dauði, ein helsta svartþungarokks- sveit landsins í dag, en sú sena er ógurleg, fór þá á kostum. Gríðar- keyrsla og grimmd. Það var síðan Napalm Death, ein áhrifaríkasta öfgarokkssveit allra tíma, sem lék á lokakvöldinu. Hví- líkur fengur að fá þessa meistara til landsins, og fólk nýtti tækifærið og „pytturinn“ fyrir framan sviðið ólg- aði. Hátíðinni var þjófstartað á mið- vikudeginum er myndin Lords of Chaos var sýnd í Bíó Paradís. Henni var svo slitið, formlega, á sunnudeg- inum á sama stað en þá var heimild- armyndin Slave to the Grind sýnd, mynd um „grind-core“ stefnuna svo- kölluðu sem Napalm Death átti rík- an þátt í að móta. Shane Embury, bassaleikari sveitarinnar, sat fyrir svörum eftir sýningu. Það er eðlilega erfitt að draga fimm daga hátíð saman í 500 orða pistli. Eftir stendur að hér er eitt- hvað gott að vaxa, andinn er með því móti eins og ég nefndi hér fyrr. Aðstandendur eru metnaðarfullir, það veit ég, og allur rekstur hennar og viðmót þess kjarna sem að hátíð- inni stendur er hreinlega til fyrir- myndar. Megi hátíðin ganga sem lengst. Áfram þungarokk! Ljósmyndir/Halldór Ingi „Kjaftshögg“ „Þið getið ímyndað ykkur hversu yndislegt það var að sjá Forgarð helvítis á fullu spani, þeir eig- inlega rústuðu hátíðinni á fyrsta degi,“ skrifar höfundur hrifinn um framlag þessarar öflugu hljómsveitar. Þrír dagar af þunga- rokki … og ögn meira Þungarokkshátíðin Reykjavik Metalfest fór fram um síðustu helgi og var mikið um dýrðir, dáðir og níð- þunga bárujárnstónlist. Dauðarokk Um sönginn í hljómsveitinni Beneath „sá sjálfur Gísli Sig- mundsson, einn skipuleggjenda og fyrrverandi leiðtogi Sororicide.“ »Mæting var með eindæmum góð og stemningin í senn nær- andi og ljúf. Það er fátt sem slær það út að hitta sína líka, njóta tónlistar með þeim og spjalla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.