Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 Formaður bæjarráðs Seltjarn-arnesbæjar, Magnús Örn Guð- mundsson, bókaði á fundi ráðsins í vikunni and- stöðu við þátt- töku bæjarins í svokallaðri Borgarlínu. Benti Magnús á að hugmynd- irnar væru óraunhæfar, „ekki síst for- sendur um heildarkostnað við verkefnið, áætl- aða nýtingu og rekstrarkostnað“.    Þá benti hann á að bókunin væri ísamræmi við bókun sjálfstæð- ismanna á Seltjarnarnesi á bæj- arstjórnarfundi í mars í fyrra og stefnuskrá flokksins fyrir sveit- arstjórnarkosningar í fyrra.    Nauðsynlegt er fyrir Sjálfstæð-isflokkinn að kjörnir fulltrúar hans fylgi stefnu hans fast eftir og láti ekki aðra flokka ráða för. Þetta er ekki síst mikilvægt að hafa í huga í dag þegar flokkurinn heldur upp á 90 ára afmæli sitt.    Það þarf ekki að koma á óvart aðfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði Seltjarnarness skuli hafa bókað í gagnstæða átt og vilji fylgja Degi og félögumun í meirihlut- anum í Reykjavík eftir út í Borgar- línufenið.    Verði farið í þann leiðangurmunu milljarðatugir sökkva í framkvæmdir sem verða ekki að nokkru gagni en munu tefja bíla- umferð og þar með allan þorra almennings.    Borgarlínan er dæmi um málsem hefur fengið að ganga allt of langt og brýnt er að stöðva hið fyrsta til að afstýra slysi. Magnús Örn Guðmundsson Í samræmi við stefnuskrána STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslandsmótið í skák, Skákþing Ís- lands, hefst í Hofi á Akureyri í dag, laugardag. Bæjarstjórinn á Akur- eyri, Ásthildur Sturludóttir, mun setja mótið klukkan 15. Það stendur yfir í eina viku og verður loka- umferðin tefld 1. júní. Mótið er jafnframt opið og kallast því Icelandic Open. Það er liður í af- mælisdagskrá Skákfélags Akureyr- ar, sem stofnað var fyrir 100 árum og er hápunkturinn á þeirri dagskrá. Teflt er til minningar um Guðmund Arason, fyrrverandi forseta SÍ, en í ár eru 100 ár síðan hann fæddist. Fyrirtækið sem hann stofnaði, Guð- mundur Arason hf. (GA Smíðajárn), styður myndarlega við mótið. Þetta er í þriðja skipti sem Skáksamband Íslands er með opið mót í tengslum við Skákþingið. Þátttaka í mótinu er góð. Alls eru skráðir 64 keppendur, 15 erlendir og 49 Íslendingar. Tveir stigahæstu keppendur mótsins eru Ivan Soko- lov og Tiger Hillarp-Persson. Þeir geta eðli málsins samkvæmt ekki orðið Íslands- meistarar. Fimm íslenskir stórmeistarar taka þátt og má reikna með að baráttan um tit- ilinn standi á milli þeirra. Það eru: Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson. Bragi Þorfinnsson, Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétarsson, en sá síðastnefndi hefur Íslandsmeistaratitil að verja frá í fyrra. Mótið er jafnframt Íslands- mót kvenna og unglingameistaramót Íslands. Lenka Ptácníková tekur þátt. Eini atvinnustórmeistarinn sem ekki teflir er Hjörvar Steinn Grétarsson. Yngsti keppandinn er 10 ára og sá elsti 85 ára. Sá heitir Viktors Pupols og kemur frá Bandaríkjunum til að tefla. sisi@mbl.is »28 Skákþing Íslands hefst í dag Helgi Áss Grétarsson Þórunn Kristjánsdóttir Gunnlaugur Snær Ólafsson „Þetta hefur náttúrlega þau áhrif að tekjublaðið kemur ekki út um helgina eins og til stóð,“ segir Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri DV, spurður hvaða afleiðingar ákvörðun ríkisskattstjóra um að birta ekki álagningarskrá í maí hefur fyrir DV, en fjölmiðillinn hefur árlega gefið út tekjublað á grundvelli upp- lýsinga úr skránni. Hann segir þetta hafa lítil áhrif á tekjur blaðs- ins. „Við vissum að skatturinn væri að skoða þessi mál og vorum búin að setja upp plan B varðandi þau mál.“ Hann segir ekki liggja fyrir hvaða ákvörðun verður tekin í framhald- inu hjá Ríkisskattstjóra, en bundn- ar séu vonir við að hægt verði að gefa út tekjublað þegar álagning- arskrá verður birt. „Kannski kemur þetta út í ágúst ef leyft verður að birta þessar upplýsingar þá.“ Trausti Hafliðason, ritstjóri Við- skiptablaðsins og Frjálsrar versl- unar, sagði í samtali við mbl.is í gær að enn ætti eftir að koma í ljós hvort tekjublað Frjálsrar verslunar yrði gefið út og að ótímabært væri að segja til um það á meðan ríkisskatt- stjóri væri enn með málið til skoð- unar. Vita ekki hvað má birta Ekki er vitað hvaða upplýsingar er heimilt að birta í álagningarskrá, en lög kveða á um að skráin skuli vera aðgengileg almenningi. „Þegar við rýndum í úrskurð stjórnar Per- sónuverndar, skoðuðum lagaheim- ildir okkar og framkvæmdina sáum við að við þyrftum að eyða ákveðinni óvissu svo við getum endanlega ákveðið hvaða upplýsingar verða í álagningarskránni. Hvað við meg- um setja í hana,“ segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri. Þá er unnið út frá því að álagningarskrá verði birt í ágúst. „Listinn mun ekki birtast. Það er ekki hlutverk ríkisskattstjóra að birta slíkar upplýsingar,“ var haft eftir Snorra á mbl.is í gær, en stofn- unin telur að sú hefð að senda fjöl- miðlum lista með upplýsingar um þá sem greiða mest í skatt samkvæmt álagningarskrá samræmist ekki ákvæðum um persónuvernd og frið- helgi einkalífs. Var ákvörðunin tek- in í kjölfar þess að Persónuvernd gaf út álit um vefinn Tekjur.is á síð- asta ári. Birta ekki hverjir greiða mestan skatt  RSK setur álagningarskrá á bið Flott og vönduð ferðataska frá Herschel . Taskan er einstaklega létt og er búin 4 tvöföldum hjólum sem snúast í 360 gráður, TSA lási og skilrúmi. Verð frá 26.995 4 stærðir 5 litir ERTU AÐ FARA Í FERÐALAG? Erummeð frábær tilboð, 20% afsláttur af öllum ferðatöskum og bakpokum frá Herschel Supply Co. Tilvalin útskriftargjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.