Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 13
Hér má sjá nýjasta
afsprengið af
verkstæðinu hjá
Daníel, stólinn
Metúsalem frá
Burstafelli.
Daníel setti
eftirfarandi texta
með mynd af stóln-
um á fésbókarsíðu sína:
„Ég endursmíðaði þenn-
an grip til að minnast
þessa handverks sem var
oftast unnið með fátækleg-
um smíðatólum sem þurftu
tíðar skerpingar. Stóllinn er
upphaflega smíðaður á
Burstafelli af Metúsalem
Metúsalemssyni en ártalið
er mér ekki kunnugt. Það
sem mér þótti fallegast við
þessa smíði var alúðin sem
lögð var við gripinn af
smiðnum þrátt fyrir að hann
væri með bitsljó smíðatól og
sennilega vanþurrkaðan hrávið.
Hann gefur sér tíma í að
veita stólnum fallegt strik sem
ekki hefur verið auðvelt að út-
færa. Samsetningarnar eru með
nót og tappa og veit ég ekki
hvernig hann hefur útfært þá
tækni.
Þetta er smíðatau af vönduðustu
sort og var mér mikill heiður að fá
að útfæra og smíða þennan stól.“
Metúsalem lagði alúð við smíðina þrátt fyrir bitsljó smíðatól
Mikill heiður að fá að útfæra
og smíða þennan stól
Á verkstæðinu Daníel
starfar í skapandi umhverfi
þar sem kennir ýmissa
grasa, þar eru ekki aðeins
smíðaverkfæri heldur líka
gínur og margar ljósakrónur.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
Morgunblaðið/Hari
Vandað til verka
Daníel pússar þrí-
fætta stólinn Metú-
salem sem hann er
með í smíðum.
„Húsgögnin eru smíðuð úr stöðluðum
stærðum eða þykktum úr sögunar-
myllu. Það er engu sóað í heflanir og
sögun nema að litlu leyti. Ég passa
einnig upp á að efnisafgangar sem má
nota séu límdir saman og notaðir í
smíðina. Með því að smíða hlutina vel
og útfæra þá þannig að það megi gera
við það sem bilar hafa stólarnir öðlast
endingu sem er lengri en það tekur
tréð að ná nýtingarstærð.“
Parabola
Keilir
Kapla
Hægt er að skoða öll afbrigði
stóla Daníels á Facebook:
Daníel Magnússon húsgögn
Ertu að tengja?
Fáið löggiltan rafverktaka til að
yfirfara og aðlaga raflögnina áður en
rafbíll er hlaðinn í fyrsta sinn.
• Hver tengistaðurmá einungis hlaða einn
rafbíl í einu
• Hver tengistaður skal varinnmeð
yfirstraumvarnarbúnaði semeinungis ver
þennan tiltekna tengistað
• Hver tengistaður skal varinnmeð
bilunarstraumsrofa (lekastraumsrofa) sem
einungis ver þennan tiltekna tengistað
• Bilunarstraumsrofinnætti að vera af gerð
B – þómá nota gerð A sé jafnframt notuð
viðbótarvörn
•Mannvirkjastofnunmælirmeð að ekki séu
notaðir hefðbundnir heimilistenglar til hleðslu
rafbíla
•Mannvirkjastofnunmælirmeð að til heima-
hleðslu rafbíla séu notaðar þar til gerðar
hleðslustöðvar eða iðnaðartenglar
• Stranglega er bannað að nota framlengingar-
snúru, fjöltengi eða önnur „millistykki“ við
hleðslu rafbíla
• Hleðslustrengirmega ekki liggja þar sem
þeir geta orðið fyrir hnjaski, t.d. yfir vegi,
gangstéttar eða stíga
• Ekki nota hleðslusnúru eða annan búnað
semhefur skemmst
Hleðsla rafbíla – hvað ber að hafa í huga