Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 Verið velkomin í glæsilega sýningaríbúð Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali gudbjorg@manalind.is sími: 899 5533 Thelma Víglundsdóttir, löggiltur fasteignasali thelma@manalind.is sími: 860 4700 Glæsilegt nýtt, átta íbúða, fjölbýli með lyftu í vinsælu hverfi í Garðabæ. Íbúðir afhendast fullbúnar án gólfefna. Stærðir frá 122- 138 fm verð frá 63.9 millj. Öllum íbúðum fylgja rúmgóð stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar. www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020 Sölusýning Breiðakur 2-4 Garðabæ Nýjar þriggja og fjögurra herbergja íbúðir Laugardaginn 25. maí frá 13:00-14:00 Sunnudaginn 26. maí frá 13:00-14:00 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Félag atvinnurekenda mótmælir áformum um háar arðgreiðslur Faxaflóahafna til eigenda sinna, sem Reykjavíkurborg hefur lagt til. „Við mótmælum því að þjónustu- gjöld, sem eiga að standa undir eðli- legum rekstri og uppbyggingu hafnanna, séu þannig nýtt sem skattstofn af borgaryfirvöld- um,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags at- vinnurekenda, í samtali við Morgunblaðið. Blaðið sagði frá því í frétt á fimmtudaginn að í greinargerð Reykjavíkurborgar með ársreikn- ingi Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2018 væri bent á að svigrúm fyrirtækis- ins til aukinna arðgreiðslna til eig- enda væri mikið. Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Faxaflóa- hafna sf. með 75,6% hlut. Ólafur Stephensen bendir á að innflutningsfyrirtæki greiði drjúgan hluta af tekjum Faxaflóa- hafna í formi vörugjalda. Þeirrar gjaldtöku gæti að sjálfsögðu í verð- lagi innfluttra vara. Mikill meirihluti innflutnings til landsins komi í gegn- um Faxaflóahafnir. Gjaldskrá vöru- gjalda hafi hækkað um 17% frá árs- byrjun 2015, eða nærri 6 prósentustig umfram almennar verðlagshækkanir. „Úr því að borð er fyrir báru hjá Faxaflóahöfnum teljum við eðlilegra að sveitarfélögin sem eiga fyrir- tækið slái af gjaldskránni til að leggja sitt af mörkum til verðstöð- ugleika og auðveldi fyrirtækjum að standa undir launahækkunum vegna nýgerðra kjarasamninga,“ segir Ólafur. Hann segir að ríkisvaldið hafi lækkað skatta á fyrirtæki til að greiða fyrir farsælli niðurstöðu í kjaraviðræðum. Félag atvinnurek- enda sendi Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum erindi síðastlið- ið haust, þar sem þau voru hvött til að lækka álagningarprósentu fast- eignagjalda á atvinnuhúsnæði til að leggja jafnframt sitt af mörkum til stöðugleika á vinnumarkaði og í verðlagsmálum. „Skattbyrði fyrirtækja vegna fasteignagjalda hefur þyngst mjög undanfarin ár vegna gífurlegra hækkana fasteignamats, sem eiga sér sjaldnast nokkra samsvörun í af- komu eða greiðslugetu fyrirtækj- anna. Ýmis sveitarfélög brugðust við með lækkunum álagningarpró- sentu. Það olli okkur miklum von- brigðum að fá þvert nei frá Reykja- víkurborg, sem innheimtir hæsta lögleyfða fasteignaskatt á atvinnu- húsnæði eitt sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu,“ segir Ólafur. Að mati Félags atvinnurekenda geti sveitarfélögin ekki verið stikkfrí í því verkefni að tryggja verðstöðugleika í landinu. Mótmæla hærri arðgreiðslum  Félag atvinnurekenda telur óeðlilegt að Reykjavíkurborg noti þjónustugjöld Faxaflóahafna sem skattstofn  Sveitarfélögin geti ekki verið stikkfrí í því verkefni að tryggja verðstöðugleika í landinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gámastæður Sundahöfn er stærsta höfnin í innflutningi. Í fyrra fóru 352 þúsund gámaeiningar um Faxaflóahafnir. Ólafur Stephensen Afkoma Faxaflóahafna sf. árið 2018 var betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Tekjur námu kr. 3.955.421. Þar af voru vörugöld kr. 1.420.784. Reglulegar tekjur voru alls 134,4 milljónir umfram áætlun en rekstrarútgjöld voru 215,5 m.kr. undir áætluðum út- gjöldum. Auknar tekjur skiluðu sér aðallega vegna aukins um- fangs í skipakomum og stækk- andi skipa. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði varð því 349,9 m.kr. hærri en áætlað hafði verið eða 1.076,8 m.kr. Innflutningur í gegnum Faxa- flóahafnir var 2,7 milljónir tonna í fyrra og hafði vaxið um 200 þúsund tonn frá árinu 2016. Sundahöfn er sem fyrr tekjuhæsta hafnarsvæðið, en þar er megingátt flutninga á vörum til og frá Íslandi. „Á næstu árum er fátt sem bendir til annars en að Faxa- flóahafnir sf. geti áfram verið sjálfum sér nógar með rekstur, endurnýjun og nýfram- kvæmdir,“ segir m.a. í grein- argerð Gísla Gíslasonar hafn- arstjóra. Góð afkoma var árið 2018 FAXAFLÓAHAFNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.