Morgunblaðið - 25.05.2019, Page 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þó einstöku verk eftir Sölva Helgason hafi
verið sýnd hér og hvar í gegnum tíðina og nokk-
ur verk eftir hann séu hluti af grunnsýningu
Þjóðminjasafnsins, þá er þetta í raun fyrsta yf-
irlitssýningin á verkum hans í virðulegri lista-
stofnun. Sölvi hefði orðið voðalega glaður með
þessa sýningu,“ segir Harpa Björnsdóttir,
sýningarstjóri sýningarinnar Blómsturheima
sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í dag kl.
16. Á sýningunni getur að líta alls 58 verk eftir
Sölva Helgason, þar af 40 myndir sem eru í
eigu Þjóðminjasafns Íslands, Landsbókasafns
Íslands, Akureyrarbæjar og í einkaeigu. Til tíð-
inda telst að á sýningunni eru sýnd 18 áður
óþekkt verk eftir Sölva sem varðveist hafa í
Danmörku og nú eru sýnd í fyrsta sinn opin-
berlega. Í aðdraganda sýningarinnar bárust ís-
lensku þjóðinni umrædd verk að gjöf frá Ingrid
Nielsen í Danmörku.
Spurð hvernig verkin hafi fundist í Dan-
mörku rifjar Harpa upp að Íslendingur hafi hitt
Dana á bar í Kaupmannahöfn. „Daninn tjáði Ís-
lendingnum að í hans fjölskyldu væru til mjög
sérstakar myndir og Íslendingnum fannst af
lýsingu myndanna líklegast að um væri að ræða
myndir eftir Sölva,“ segir Harpa og segir að Ís-
lendingurinn hafi í framhaldinu látið hana vita
af þessu. „Þessi saga er til merkis um að það er
ekki svo slæmt að skreppa stundum á bar og
spjalla við bláókunnugt fólk. Ef það skilar 18
óþekktum myndum eftir Sölva þá er það alveg
þess virði,“ segir Harpa kímin.
Skildi hvers virði myndirnar voru
Spurð hvernig myndirnar rötuðu upphaflega
til Danmerkur segir Harpa á að amma Ingrid
Nielsen hafi komið til Íslands 1905 til að starfa
sem kennslukona hjá kaupmanninum á Sauð-
árkróki. „Þegar hún kom aftur til Danmerkur
1912 hafði hún þessar myndir með sér ásamt
ýmsum öðrum gripum, svo sem eins og sauð-
skinnsskó. Það er ómögulegt að vita hvernig
þessar myndir enduðu hjá henni, en maður veit
þó að hún hefur haft auga fyrir þeim og skildi
hvers virði þær voru.“
Aðspurð segir Harpa fundinn stækka hið
listræna lífsverk Sölva. „Það eru auðvitað til
um 130 verk eftir Sölva í Þjóðminjasafninu og
einnig eru verk hans í Landsbókasafninu auk
þess sem verk leynast hér og hvar, bæði í
einkaeigu og á héraðs- og byggðasöfnun. En
myndirnar frá Danmörku hafa verið varð-
veittar ofan í skúffu öll þessi ár og hafa því ekki
upplitast vegna sólarljóss eða skemmst vegna
annarra þátta.“ Harpa bendir á að eitt af því
sem sé mjög áhugavert við Sölva sem listamann
sé allur sá texti sem í myndunum leynist.
„Flestar mynda Sölva eru smáar sem skýrist af
þeirri staðreynd að pappír var munaðarvara á
hans tíma og ekki alltaf auðfenginn. Hann nýtti
allt sem hann komst yfir af lausum blöðum. Oft
er smávægis texti á framhlið myndanna, en
færri vita af því að bakhliðar margra mynda
eru þaktar örsmárri handskrift,“ segir Harpa
og tekur fram að gestum sýningarinnar gefist
tækifæri til að sjá bakhliðar nokkurra slíkra
mynda.
„Sölvi var sískrifandi, bæði sagnfræðilega
texta, ljóð og hugleiðingar um trúmál,“ segir
Harpa og rifjar upp að hún hafi fyrst fyrir al-
vöru farið að rýna í skrif Sölva þegar hún setti
upp sýningu með nokkrum verka hans í Safna-
safninu árið 2011. „Mér fannst svo spennandi
að skoða hvað hann væri að skrifa og um hvað
hann væri að hugsa. Ég heyrði rödd hans fyrir
mér, en hann skrifar eftir orðanna hljóðan og
virðist hafa verið pínulítið flámæltur.“ Harpa
segir að í skrifum sínum hafi Sölvi líka skamm-
ast út í þá sem dæmdu hann til hýðingar og
betrunarvistar vegna brota hans á vistarband-
inu sem var við lýði fyrr á öldum.
Landskunnur flakkari og listamaður
„Sölvi Helgason, eða Sólon Íslandus eins og
hann kallaði sig líka, fæddist í Skagafirði 1820
og lést í sömu sveit 1895. Á 75 ára ævi ferðaðist
hann margsinnis um þvert og endilangt Ísland.
Hann er tvímælalaust einn af áhugaverðustu
alþýðulistamönnum sem þjóðin hefur alið,
heillandi utangarðsmaður í lífshlaupi sínu og
listsköpun. Landskunnur flakkari, fræðimaður
og listamaður,“ segir Harpa og bendir á að sí-
fellt flakk Sölva hafi lagst illa í yfirvöld þar sem
það braut gegn vistarbandinu, sem fyrirskipaði
að hver jarðnæðislaus maður skyldi vera í
vinnumennsku og voru allar ferðir utan við-
komandi sveitar háðar sérstöku leyfi yfirvalda.
„Sölvi barðist með sínum sérstaka hætti
gegn vistarbandinu og áskildi sér ferðafrelsi í
trássi við gildandi lög. Hann taldi að iðn sín, þ.e.
listin, væri fullgild ástæða til að fá að ferðast
frjáls,“ segir Harpa og tekur fram að þeirri
staðföstu skoðun hans hafi ekki verið haggað
þrátt fyrir ítrekaðar refsingar yfirvalda. „Sölvi
fékk útrás fyrir gremju sína í garð yfirvalda
jafnt í skrifum sínum og myndum,“ segir
Harpa, en á sýningunni má sjá skrípamyndir af
þeim sýslumönnum sem dæmdu Sölva á sínum
tíma. Innt eftir því hvort hún hafi verið áhuga-
manneskja um list Sölva lengi svarar Harpa því
játandi. „Mjög lengi. Alveg síðan ég var í
Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Þá var ég
svo heppin að ég sá nokkrar myndir sem Sig-
rún Eldjárn fékk lánaðar hjá pabba sínum á
Þjóðminjasafninu til að sýna okkur þegar hún
hélt erindi um Sölva. Myndirnar brenndu sig á
sjónhimnuna mína og ég gleymdi þeim aldrei.
Sum verk gera það og þá veit maður að um er
að ræða alvöru list.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Stækkar hið listræna lífsverk Sölva
Blómsturheimar –
yfirlitssýning á verkum
Sölva Helgasonar
Sýningarstjóri
Harpa Björnsdóttir
heillaðist ung af
myndum Sölva
Helgasonar.
Kammerhópurinn Camerarctica
kemur fram á 15.15-tónleikum í
Breiðholtskirkju í dag, laugardag, kl.
15.15. Yfirskrift tónleikanna er
Örlagafugl, en öll verkin á tónleik-
unum eiga það sameiginlegt að hafa
einhverja skírskotun í þjóðlög eða
þjóðararf. „Á dagskránni er kammer-
verkið Örlagafugl fyrir klarinettu og
strengi eftir Þorkel Sigurbjörnsson
en sá fugl truflaði Egil Skallagríms-
son þegar hann hóf að yrkja Höfuð-
lausn sína í Jórvík á Englandi forðum
daga. Einnig verður flutt verkið
Quartettino eftir ungverska tón-
skáldið Rezsö Kókai sem er innblásið
af þjóðlegum stefjum, einleiks-
klarinettuverkið From Galloway eftir
James MacMillan sem byggist á
skosku þjóðlagi og að síðustu verður
frumfluttur hér á landi nýr kvintett
fyrir klarinettu og strengi eftir ástr-
alska tónskáldið Ian Munro, Songs
from the bush. Verkið hefur hlotið
frábærar viðtökur í Ástralíu og víðar
þar sem tónskáldið töfrar fram ástr-
alskan hljóðheim litaðan bæði af tón-
list og hljóðheimi frumbyggja, þjóð-
lögum og fleiru. Tónleikarnir taka um
klukkutíma,“ segir í tilkynningu.
Camerarctica samanstendur af
hljóðfæraleikurunum Ármanni
Helgasyni klarinettuleikara, Hildi-
gunni Halldórsdóttur og Bryndísi
Pálsdóttur fiðluleikurum, Guðrúnu
Þórarinsdóttur víóluleikara og Sig-
urði Halldórssyni sellóleikara. „Tón-
listarhópurinn Camerarctica hefur
starfað frá árinu 1993, en um það
leyti komu hljóðfæraleikararnir heim
frá námi við tónlistarháskóla erlend-
is. Félagar hópsins hafa meðal annars
leikið með Sinfóníuhljómsveit
Íslands, kennt hljóðfæraleik við tón-
listarskólana á höfuðborgarsvæðinu
og komið víða fram sem einleikarar.
Camerarctica hefur vakið sérstaka
athygli og hlotið lofsamlega dóma
fyrir flutning sinn á verkum Mozarts
á árlegum kertaljósatónleikum í
kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og á
strengjakvartettum Shostakovitsj og
Bartóks á tónleikum Kammermúsík-
klúbbsins í Reykjavík,“ segir í til-
kynningu.
Camerarctica í
Breiðholtskirkju
Tónar Nótur að hluta þeirra verka
sem flutt verða á tónleikunum.
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600
Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 |
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Taktu bílinn með
til Færeyja eða
Danmerkur
Bókaðu
núna og
tryggðu
þér pláss
FÆREYJAR
2 fullorðnir með fólksbíl
verð á mann frá
ÍSK 16.600
Vikulegar siglingar
allt árið til Færeyja
og Danmerkur
DANMÖRK
2 fullorðnir með fólksbíl
verð á mann frá
ÍSK 30.750