Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Blaðsíða 2
Um hvað fjallar Litla hafmeyjan? Við búum til okkar eigin útgáfu af sögu um hafmeyjar og marbendla sem er ekki hin sígilda saga H.C. Andersen. Við fléttum inn í söguna ýmis ævintýri og þá aðallega söguna um Hlina kóngsson ásamt öðrum. Við þetta verður til glæný saga með alls- konar sögupersónum. Við höfum lagt mikið uppúr því að sýningin höfði til allra, bæði barna og fullorðinna. Hvert munuð þið fara í sumar? Við munum fara um allt land, vera að í allt sumar og það er varla staður sem við heimsækjum ekki. Sjálfur hef ég ekki leikið utandyra áður svo það er spennandi verkefni að takast á við það. Ég hlakka mikið til og það er góð stemning í öllum hópnum. Munu sýningar fara fram óháð veðri í sumar? Já, við sýnum í öllum veðrum og það gerist varla að sýningar séu felldar niður. Ef stormviðvörun er gefin út á svæðinu getur verið að við færum okkur inn en vel getur verið að við sýnum í hellirigningu. Annars ætlum við bara að taka þessu með ró og höfum fulla trú á sólríku sumri. Hvernig er að leika hafbúa? Það getur verið erfitt þar sem fæturnir eru alltaf fastir saman. Eins er uppsetningin á sýningunni krefjandi þar sem hún gerist að mestu neðansjávar og upp kom sú hugmynd að sýna í sundlaugum landsins en ekkert varð úr því. Morgunblaðið/Eggert ÁRNI BEINTEINN ÁRNASON SITUR FYRIR SVÖRUM Í öllum veðrum Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2019 Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. 15% afsláttu r af 100g og 150 g Voltare n Gel www.apotekarinn.is - lægra verð Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Geturðu hringt í mig eftir svona klukkutíma? Ég er í sundi.“Þannig komst viðmælandi minn að orði fyrir nokkrum vikum.Maður lendir reglulega í því að fólk sé niðursokkið þegar hringt er í það, enda þótt það svari, en þetta er í fyrsta sinn á löngum ferli hér á blaðinu að ég næ beinu sambandi við mann sem er í sundi. Ekki kom fram hvort mað- urinn var í miðri lauginni en eins og tækninni er komið á þessari öld fantasíu og framfara er alls ekki hægt að útiloka það. Mögulega var hann bara sultu- slakur á baksundi, með blútúþ í eyranu. Eins og iðnaðarmennirnir. Ég gef mér alltént að hann hefði átt erf- iðara með mál á skrið- eða flugsundi. Tæknin lætur ekki að sér hæða. Breski háðfuglinn Tracey Ullman kynnti stórkostlega græju fyrir áhorfendum í þætti sínum í Ríkis- sjónvarpinu á dögunum; unglings- ígildið. Um var að ræða lítið píra- mídalaga tæki sem hefur þann tilgang að lina fráhvörf foreldra eftir að börnin þeirra flytja að heiman. Þegar söknuðurinn eftir hjartagull- unum verður óbærilegur kveikir maður bara á tækinu og það lætur mann hafa það óþvegið. „Nei, ég nenni því ekki!“ „Ég tek til á morg- un!“ „Get ég fengið fimmþúsundkall?“ „Drullaðu þér út!“ „Ertu að ganga gegnum tíðahvörf eða eitthvað? Daaaaaaa!“ Ef græjan nennir þá yfirhöfuð að svara. Allt eins og maður á að venjast. Annars er ég kominn á næfurþunnan ís hérna; við tæknin höfum nefnilega átt álíka mikla samleið gegnum tíðina og rjómaís og grænar baunir. Ég meina, það er korter síðan ég lagði samlokusímanum! Í gærmorgun sat Snorri tæknimaður í sætinu mínu hérna í Hádegismóum og ég stóðst ekki mátið og laug því að vinnufélögunum að við kumpánar hefðum skipt um hlut- verk. Mannskapurinn fölnaði og blánaði á víxl enda sá hann fram á flóknari tíma. Enginn hafði að vísu efasemdir um að Snorri væri þess umkominn að skrifa í blaðið en þegar kom að því að draga í huganum upp mynd af mér inn- an um snúrur, vélar og örflögur þá fylltist hópurinn ómengaðri skelfingu. Gefum hirðhönnuði Sunnudagsblaðsins orðið: „Aaaaaalmáttugur!“ Hringdu seinna, ég er í sundi! Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Þegar söknuðurinneftir hjartagullunumverður óbærilegur kveikirmaður bara á tækinu og það lætur mann hafa það óþvegið. Sandra Pétursdóttir Mér fannst þau standa sig rosalega vel. Mjög ánægð með þau. SPURNING DAGSINS Hvað fannst þér um fram- göngu Hat- ara í Euro- vision um helgina? Alex Gíslason Hataði það! Jón Pétur Mér fannst þau mjög góð. Rúnar Árnason Mér fannst ekki neitt um þau. Ég fylgist ekkert með Eurovision. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Íris Dögg Einarsdóttir Leikhópurinn Lotta, með Árna Beintein innanborðs, sýnir Litlu hafmeyjuna í allt sumar. Frumsýnt var 25. maí og sýnir hópurinn um allt land. Miða á sýninguna má nálgast á tix.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.