Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Page 14
vissum af vorum við komnir til útlanda að upp- lifa drauminn.“ Mínus túraði um Evrópu og Bandaríkin í þrjú ár. Aðspurður um þennan tíma svarar Björn: „Hann er smá í móðu. Því eldri sem ég verð og fer að skilja hvað gekk á fer ég að muna betur. Þetta var ótrúlega mikil vinna, erfitt en gaman. Þegar fólk spyr mig í dag hvort ég sjái eftir einhverju segi ég alltaf nei. En bersýnilega myndi ég gera hlutina öðruvísi í dag. Kröfurnar voru snemma að við værum dálítið klikkaðir og ómeðvitað spiluðum við það hlutverk. Tíðarand- inn var annar. Þetta var standandi partí,“ segir hann og hlær. Ódauðlegur á þessum aldri Voruð þið reiðir ungir menn? „Já, algjörlega. Og eins klisjulegt og það hljómar, þá tókst okkur að beina reiðinni í það sem við vorum að gera; í performansinn og lagasmíðina. Við vorum með skýr takmörk hvað við vildum gera, sérstaklega með plötuna Hall- dór Laxness. Við vissum hvað við ætluðum að gera með þá plötu frá byrjun.“ Var þessi lífsstíll eins og í bíómyndunum? Líf í rútu, spilamennska, dóp og drykkja? „Já, nokkurn veginn. Það var alltaf næsti bær. Þótt maður vildi slaka á þá var alltaf geng- ið frá eftir gigg og keyrt að næsta bæ og alltaf nóg af fólki sem vildi vera með í partíinu þínu. Það var alltaf partí eftir tónleika, enda var ætl- ast til þess. Ég áttaði mig á því nokkuð snemma að þetta gæti ekki gengið endalaust. Maður borðaði líka óreglulega og var pottþétt illa nærður og hugsaði ekki vel um sig, enda ódauð- legur á þessum aldri. Við drukkum alveg ótæpi- lega.“ Í gegnum öll þessi ár í spilamennskunni, óreglu og ferðalög átti Björn alltaf sömu kær- ustuna, nú eiginkonu, sem stóð með honum gegnum þykkt og þunnt. „Ég og kona mín, Íris Dögg Einarsdóttir, er- um búin að vera saman í sautján ár. Hún byrj- aði með mér átján ára og ég 22 ára. Hún fer því í gegnum þennan tíma með mér og ég skil eig- inlega ekki hvernig þetta gekk hjá okkur. Við fórum mjög fljótlega að búa. Hún hefur alltaf náð að halda mér niðri á jörðinni og verið besti vinur minn og er það enn. Hún kom stundum með á túra en var mest heima, þannig að það var skrítinn tími og reyndi á sambandið.“ Bitinn í andlitið af kónguló Manstu einhverja góða sögu frá þessum túr- árum? „Ég man að við héldum tuttugu tónleika í Bretlandi og fórum svo beint til Bandaríkjanna án þess að hvíla okkur. Þar fengum við að vita að það væri ekki hótel í boði heldur áttum við að sofa í „vaninum“ eða á gólfinu hjá fólki sem gat reddað okkur gistingu. Ég svaf iðulega í bíln- um og í sófum hér og þar. Í eitt skiptið gisti ég í ógeðslegum sófa í einhverju partíi í suðurríkjunum. Ég man að það var ekkert í stofunni nema þrjú skítug surf-bretti og sófinn sem ég svaf í. Það var einnig risa- stórt gat í gólfinu af einhverjun ástæðum. Um nóttina var ég svo bitinn í andlitið af kónguló og spilaði restina af túrnum lítandi út eins og fílamaðurinn,“ segir hann og hlær. „Það var mikið svona; stjórn- leysi. Á Ítalíu til dæmis sváf- um við á geðsjúkrahúsi.“ Af hverju? „Það var bara ódýr- ara,“ segir hann og skellihlær. „Maður pældi ekki í þessu þá en þegar maður lítur til baka hugsar mað- ur hvað þetta var skrítið. Gaurinn við hliðina á okkur á geðsjúkrahúsinu safn- aði hlutum tengdum nasistum. Maður spurði ekkert af hverju. Ég man samt að ég setti spurning- armerki við það að við ættum bara að gista ein- hvers staðar í Bandaríkj- unum. Krummi eða Þröstur sváfu einhvern tímann undir bílnum af því það var fyndið. Maður var ekkert alltaf upp á sitt besta, en þetta var ótrúlega gaman.“ Horfði í spegil og hætti Ertu edrú í dag? „Já, í tíu ár,“ segir hann. „Mjög snemma á tímum Mínusar var ég far- inn að spyrja sjálfan mig af hverju ég gæti ekki drukkið eðlilega; hætt eftir tvo bjóra. Þetta bara ágerðist og konan mín var farin að setja mér stólinn fyrir dyrnar og segja mér að þetta væri ekki í lagi. Ég skil hana alveg núna og þarna vorum við komin með barn. En þegar ég drakk skildi ég hana ekki; fannst ég ekki vera að skemma neitt, mætti í vinnu og var dugleg- ur. En hún fékk bara nóg og sagðist vera að fara til Danmerkur. Ég reyndi að halda mér edrú en það gekk ekkert. Svo fékk ég upp- ljómum; gat ekki lengur verið að þykjast vera þessi duglegi maður en var svo í raun að fara þunnur með barnið í skólann.“ Björn hætti að drekka og flutti þá til Dan- merkur á eftir konunni sinni. Hann fór ekki í meðferð en hefur unnið mikið í sínum málum. „Ég var búinn að fá aðstoð frá vinum við meðvirkni og var búinn að læra inn á þetta og vinna í mér. Ég var alltaf að hreinsa einhver herbergi í hausnum á mér en það var alltaf sama rýmið sem ég gat ekki hreinsað. Á end- anum var það þetta; ég gat ekki hætt að drekka. Ég fékk bara nóg og fékk hjálp frá góð- um vinum. Það hvarflar ekki að mér að byrja aftur því ég veit hvar ég mun enda. En þetta var alveg erfitt.“ Hvar var botninn? „Ég var á B5 man ég í einkapartíi og ég fór inn á baðið í annarlegu ástandi og horfði á mig í speglinum og á þeirri stundu vissi ég að þetta væri orðið gott. Nú yrði ég að hætta. Ég fann það svo sterkt. Maður hafði oft hugsað það áð- ur, þetta er orðið gott, en alltaf haldið áfram. En í þetta sinn var það öðruvísi. Ég labbaði fram og hitti vin minn og sagði honum að ég væri hættur. Honum fannst það bara fyndið. Ég hringdi líka í konuna og sagði henni að ég væri hættur. Fyrsta árið héldu allir að ég væri að grínast, en síðan eru liðin tíu ár,“ segir hann og segist ekki sjá eftir þessari ákvörðun. Hann segir að sér líði miklu betur og kann betur að meta þær gjafir sem lífið færir honum og þá ábyrgð sem honum er falin. „Maður klárar hluti. Ég er að vinna í leikhús- inu og get þakkað það edrúmennskunni. Ég þakka líka umburðarlyndi konu minnar! Ég sá fyrir mér að það myndi allt fara í vaskinn en það gerðist sem betur fer ekki og nú eigum við von á okkar þriðja barni. Fyrir eigum við þrett- án ára stelpu og sjö ára strák. Það er gaman að hafa líf á heimilinu og ég er svakalega heima- kær. Síðustu tíu ár hafa verið þau bestu sem ég hef lifað.“ Lærði leiklist á dönsku Björn segist hafa gengið með leiklistardrauma í maganum allt frá barnæsku. Bróðir hans hafi sótt leiklistartíma sem unglingur í menntó og fékk Björn til að leika barnahlutverk í mennta- skólaleikritum. „Þetta heillaði mig rosalega en tónlistin tók yfir. Ég átti mér alltaf þennan draum en þorði ekki að segja frá því,“ segir Björn sem loksins lét verða af því að læra leiklist, og það í Dan- mörku. Þú ákvaðst sem sagt, nýorðinn edrú, að fara að læra leiklist, og það á dönsku? „Já, og ég kunni ekkert í dönsku,“ segir hann og brosir. „Ég bjóst ekki við að komast inn, en komst. Við tóku erfiðustu ár lífs míns, þetta var bara martröð,“ segir hann og hlær. „En þetta heflaði mig. Ég var auðvitað að fríka út af kvíða en þegar ég lít til baka sé ég hvað ég hafði gott af þessu. Teppinu var kippt undan mér og allt sem heitir öryggisnet var tekið frá mér. Ég var algjörlega einn; einn í bekknum sem var útlendingur. Framburðurinn þurfti að vera fullkominn. Svo skildu Danir ekki af hverju ég kom ekki með þeim á barinn að drekka.“ En var þetta ekki skemmtilegt líka? „Þetta var frábært. Ég eignaðist nýja vini og nýja sýn á lífið. Ég var alltaf að ögra sjálfum mér. Rokkhrokinn í mér var settur í aftursætið því ég var settur í svo fyndnar aðstæður í nám- inu, eins og að leika geit. Það þarf að brjóta mann niður til þess að hægt sé að byggja mann upp aftur,“ segir Björn og nefnir að hann hefði aldrei farið í svona einlægt blaðaviðtal áður en hann fór í leiklistina og hætti að drekka. „Þá hefði ég bara sagt að allt væri frábært,“ segir hann. „Maður vill alltaf gera betur og mig langar ekki að fela neitt. Ef ég er einlægur þá hef ég frá mörgu að segja. Ég hef ekki tíma í hitt, mig langar frekar að gefa eitthvað af mér.“ Ekki til heppni Eftir námið í Danmörku kom Björn heim með danskt leiklistarpróf upp á vasann, þá 33 ára gamall. Þá voru góð ráð dýr að næla sér í vinnu í leikhúsi. Björn dó ekki ráðalaus. „Ég hafði samband við vini mína, þá Vigni Rafn, Víking Kristjáns og Hjört Jóhann, og sagði þeim að ég þyrfti að gera lokaverkefni og spurði hvort þeir vildu gera eitthvað með mér. Þeir slógu til og við höfðum þrjár vikur til að æfa leikrit og smíða leikmynd. Við settum upp leikritið Lúkas og buðum öllum. Þeir unnu allir frítt og ég stend í þakkarskuld við þá, því Magnús Geir kom og sá leikritið og bauð mér í kjölfarið hlutverk í Jeppa á fjalli. Þetta var svakaleg vinna. Þetta var ekki bara heppni. Ef fólk skoðar söguna mína þá sér það að ég hef unnið fyrir öllu sem ég hef gert. Það er ekki til heppni,“ segir Björn sem nú er fastráðinn við Borgarleikhúsið. „Ég er rosalega glaður hérna, þetta er besta vinna sem ég hef haft og besta samstarfs- fólkið,“ segir hann. „Hjólin byrjuðu að snúast hjá mér þegar ég fékk hlutverk í Mávinum eftir Anton Tsjekov. Fyrir tilviljun er mér boðið á fund með erlendum leikstjóra sem heitir Yana Ross, en þá var ég búinn að vera að lausráðinn hér í ár. Félagi minn sagði mér að vera ekki með of miklar vænt- ingar; aðrir reyndari leikarar væru að sækjast eftir hlutverki hjá henni. Eftir tveggja tíma við- tal býður hún mér eitt aðalhlutverkið í Máv- inum. Það var unnið mikið með fortíðina og lék ég þar listamann sem var búinn að vera í erf- iðleikum með lífið. Við fórum svo með leikritið Björn er mikill fjölskyldu- maður og á tvö börn, þau Storm og Sölku. Von er á þriðja barninu í haust. ’ Ég eignaðist nýja vini ognýja sýn á lífið. Ég var alltafað ögra sjálfum mér. Rokkhrok-inn í mér var settur í aftursætið því ég var settur í svo fyndnar aðstæður í náminu, eins og að leika geit. Það þarf að brjóta mann niður til að hægt sé að byggja mann upp aftur. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.