Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Side 15
til Kína, Finnlands og Póllands og þannig byrj- aði það að ég fékk að leika almennilega. Svo kom Njála, Elly og Blái hnötturinn í kjölfarið. Ég stend í smá þakkarskuld við hana og auðvit- að leikhúsið. En svona var það, það traust sem hún sýndi mér kom þessu af stað,“ segir Björn. Datt á andlitið á steingólf Síðustu tvö ár hafa verið annasöm hjá Birni og hefur hann verið í vinsælum verkum sem farið hafa fram úr björtustu vonun, eins og Njálu, Rocky Horror, Matthildi og Elly. „Það eru for- réttindi að vinna með þessu fjölhæfa fólki í þessum sýningum, eins og í Elly. Það er ótrú- legt að upplifa það á hverju kvöldi. Fólk spyr hvort það sé stundum leiðinlegt eftir 200 sýn- ingar en það er það alls ekki. Það verður bara skemmtilegra ef eitthvað er,“ segir hann. Björn hefur einnig leikið í nokkrum bíómynd- um og í sjónvarpsþáttum. „Ég lék í kvikmynd- inni Austur og slasaðist illa í tökum á þeirri mynd. Meðleikari minn missti mig óvart á stein- gólf og ég rotaðist og fékk heilahristing. Ég var næstum dáinn. Þetta var fáránlegt. Þetta gerð- ist í senu þar sem hann heldur á mér; ég var í haldi. Ég var með koddaver á höfðinu og hann labbaði niður tröppur og misstígur sig. Hann missir mig fram fyrir sig þannig að ég dett með andlitið beint á steingólfið. Ég var frá í heila viku,“ segir Björn. „Eftir á upplifði ég svo sérkennilegan hlut; jamais vu sem er öfugt við deja vu. Þetta gerist þegar maður fær höfuðhögg. Stuttu eftir slysið var ég í bílnum og Abba hljómar í útvarpinu. Heilinn í mér sagði mér að þetta væri í fyrsta sinn sem ég heyrði Abba. Íris kemur inn í bílinn og ég var alveg heillaður af laginu og segi henni að hlusta. Ég sagði henni að þetta væri geð- veikt lag! Sem mér fannst ég ekki hafa heyrt áður,“ segir hann og hlær. Björn lék líka í Rétti þar sem hann lék ill- menni og einnig lék hann sprautufíkil í Lof mér að falla. „Ég lék líka aðalhlutverk í Rökkur, sem var gay-thriller. Svo leik ég í mynd sem er að koma út, Agnes Cho, en þar leik ég lítið hlut- verk.“ Björn er enn að sinna tónlistinni og er sem stendur í hljómsveit sem heitir Skepna ásamt þeim Halli Ingólfsyni og Herði Inga Stef- ánssyni. Platan Dagar heiftar og heimsku kem- ur út í júní en Björn ætlar að hvíla sig á tónlist- inni eftir það. „Ég hreinlega get ekki verið í hljómsveit og í fullri vinnu í leikhúsinu þannig að ég ætla að spila á útgáfutónleikunum sem verða á Hard Rock 14. júní og mögulega eitthvað meira í sumar og sjá svo til með framhaldið.“ Upplifði einkenni kulnunar Leiklistin hefur verið líf Björns undanfarin ár en álagið hefur tekið sinn toll. „Hlutverkin eru miserfið og misstór og svo er maður auðvitað misupplagður. Þessi vetur hefur tekið aðeins á og veturinn þar á undan líka, þá var ég í mörgum sýningum, Bláa hnett- inum, Elly, Himnaríki og helvíti og að æfa Rocky Horror. Það voru stundum tvær sýn- ingar á dag og svo þurfti ég að læra texta fyrir Rocky Horror. Oft þegar ég mætti á æfingar á Rocky Horror fannst mér allir vera komnir fram úr mér,“ segir Björn. „Ég upplifði einkenni kulnunar í vetur; ég vann yfir mig. Ég þekki ekkert annað en að vinna og vinna, sýna og sýna. Ég krassaði bara,“ segir hann. „Ég hef yfirleitt endalausa orku og er svaka- lega ör að eðlisfari. Svo um jólin fékk ég jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma og var í fríi í þrjár vikur. Þá var eins og líkaminn væri samt alltaf í start- holunum að hann ætti að fara að sýna og það end- aði með því að ég hætti að sofa. Eftir jólafríið þeg- ar ég mætti til vinnu hafði ég ekki sofið í þrjá sólarhringa. Ég upplifði mig eins og ég væri full- ur; var í mjög skrítnu ástandi. Ég talaði við Berg Þór Ingólfsson sem var að leikstýra mér í Matt- hildi og lagði spilin á borðið. Hann tók mér vel, enda mikill vinur minn og mannvinur. Ég fór svo til læknis og segi það án ótta að ég þurfti að leita mér hjálpar. Mér líður mun betur í dag eftir að hafa tekið á þessu og er orðin meðvitaðri um hvert ég á að beina orkunni. Ég er núna mjög spenntur fyrir því sem koma skal.“ Settið birtist áratug síðar Við förum að slá botninn í samtalið en áður en ég kveð þennan fjölhæfa listamann þarf ég að heyra sögu sem sem ég hafði fengið veður af. Það hefur viljað þannig til að Björn hefur glatað tveimur dýrmætum trommusettum á lífsleið- inni. Annað var talið hafa eyðilagst í eldi. Á skemmtistaðnum Batteríinu spilaði Björn eitt föstudagskvöld í mars árið 2009. „Við höfðum spilað þar á föstudegi og ég fékk að geyma dótið mitt þar. Staðurinn brann svo á mánudegi, en ég var farinn út til Danmerkur þar sem ég bjó. Mér var tjáð að settið væri brunnið til kaldra kola. Þetta var geggjað sett; Mínus-settið mitt. Ég var ekki tryggður af því ég bjó í Danmörku,“ segir Björn og segist að vonum hafa verið svekktur. „Ég syrgði þetta sett og loka svo á það; fer bara í skólann og gefst nánast upp á músíkinni. Svo gerist það núna fyrir viku að vinur minn hringir og segir vin sinn vera með sett sem ég eigi. Ég vissi ekkert um hvað hann var að tala. Hann sýnir mér mynd af settinu og þar var settið komið! Hann hafði hirt það eftir brunann, þrifið það og er fyrst núna að láta mig hafa það. Meira en áratug síðar!“ Af hverju lét hann þig ekki hafa það fyrr? „Ég hef ekki hugmynd!“ Þetta var ekki eina settið sem Björn glataði því öðru setti sem hann erfði eftir pabba sinn var því miður hent. „Það sett var Ludwig-sett frá 1965, eins og Ringo átti. Ég var að gera það upp, tók það allt í sundur og var að panta varahluti. Ég var með það úti í Danmörku og hafði fengið að geyma það í leiklistarskólanum á efri hæð. Það var mjög veikur skólastjóri sem var síðar rekinn sem lét henda því á haugana. Þetta er auðvitað bara hlutur en þarna áttar maður sig á því hvað sumir hlutir geta tengst manni. Þetta var teng- ingin mín við pabba og ég var búinn að spila á þetta sett um allan heim með Mínus. Ég brotn- aði alveg niður,“ segir hann. Eiginkonan Íris Dögg tók þá til sinna ráða og gaf eiginmanninum nýtt trommusett og tók hann gleði sína á ný. „Konan mín, eins æðisleg eins og hún er, gaf mér sett sem líkist þessum tveimur settum,“ segir hann og brosir breitt. Ljósmyndir/Íris Dögg Einarsdóttir Leikarar í Elly þau Björn, Hjörtur Jóhann Jónsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Björgvin Franz stilla sér upp fyrir mynd baksviðs. „Ég var á B5 man ég í einkapartíi og ég fór inn á baðið í annarlegu ástandi og horfði á mig í speglinum og á þeirri stundu vissi ég að þetta væri orðið gott. Nú yrði ég að hætta. Ég fann það svo sterkt,“ segir Björn, sem hefur nú verið edrú í áratug. 26.5. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.