Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Síða 17
viðræðum“ hans og var hrópandi ill meðferð á honum veigamikill þáttur í því að atkvæðagreiðslan tapaðist. En niðurlægjandi meðferðin sem hann mátti þola var þó eins og himnaríkisparadísarsæla hjá því sem eftirmaðurinn Theresa May fékk hjá ESB-klíkunni. Sú var nú látin svitna. En í öllum tilvikum kyssti hún á vöndinn eins og væri hann prins í álögum. „Þeirri vorum við verstir sem unni okkur mest“ gæti sá góðglaði í Brussel sagt við tuskuna, starfsbróður sinn, þegar þeir gera nú upp sitt ógnarklúður og ákveða hverjum öðrum þeir eigi að kenna um það. Einkunnagjöfin En hvað segja hinar talandi stéttir í Bretlandi um Theresu May og ræðuna sem hún flutti í tilefni af sínu pólitíska andláti. Boris Johnsons, sem talinn er líklegasti arftaki henn- ar, þótt ekki megi útiloka óvenjulega atburðarás þegar hann á í hlut, sagði að „yfirlýsing May hefði einkennst af ríkulegum virðuleik og hann þakkaði henni þolgæð- islega þjónustu við bresku þjóðina og Íhaldsflokkinn“. Þannig að hann slapp vel frá því. Hann bætti því reyndar við að yrði hann kjörinn leiðtogi flokksins yrðu Bretar farnir úr ESB fyrir lok október. Aðrir þeir sem tjáðu sig þurftu ekki að fara eins gætilega og Boris Johnson. Tebbit gamli lávarður, einn nánasti samherji frú Thatcher, sagði „að May hefði verið forsætisráðherrann sem engin eftirspurn hefði verið eftir og henni hefði mistekist þar sem hún hefði ekki grænan grun um hvað fælist í því að stjórna landi. Asa Bennet blaðamaður benti á „að May hefði getað komist hjá að klúðra brexit hefði hún beitt samnings- hörku sinni gegn viðsemjendunum í ESB en ekki ein- göngu gegn eigin þingmönnum“. Þessi seinasta um- sögn er reyndar eins og klippt út úr væntanlegri umsögn um framgöngu íslenskra ráðherra um þessar mundir. Andrew Lillico, hagfræðingur og sérfræðingur evr- ópskum efnahagsmálum, segir: „Hinn bitri sannleikur er að Theresa May var hræðilegur forsætisráðherra og án hennar erum við í miklu betri málum.“ Og Iain Duncan Smith, þingmaður og fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði: „Mér þykir fyrir því, frú May, en „málamiðlun“ verður óhreint orð, þegar það felur í sér svik við ákvörðun þjóðarinnar um brexit.“ Nigel Farage, sem spáð er sigri í ESB-kosning- unum, segir: „May er versti forsætisráðherra Bret- lands og mistök eru helsta einkenni arfleifðar hennar.“ En þjóðin? Þetta segja stjórnmálamenn og skýrendur. En þjóðin tekur enn fastar á með sínum hætti því að meira en 70 prósent fagna brottför hennar í nýjum könnunum, en aðeins um 16% draga enn hennar taum. Hér heima er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar á móti „orkupakkanum“ í könnunum og stjórnmálamenn komnir niður í 20% fylgi tala niður til þessa fólks og gefa því langt nef. Langt nef var helsta stjórntæki Theresu May. Skrítið að íslenskir stjórnmálamenn telji snjallt að sækja um einkaleyfi fyrir sig á því tæki. Kannski reynist það betur hér en þar. En það er fjarri því að vera víst. Varla áhættunnar virði. Morgunblaðið/Hari ’ Asa Bennet blaðamaður benti á „að May hefði getað komist hjá að klúðra brexit hefði hún beitt samningshörku sinni gegn viðsemjendunum í ESB en ekki eingöngu gegn eigin þingmönnum“. Þessi seinasta umsögn er reyndar eins og klippt út úr væntanlegri umsögn um framgöngu íslenskra ráðherra um þessar mundir. 26.5. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.