Morgunblaðið - 03.06.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 03.06.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Greint varfrá því fyr-ir helgi að óháð nefnd sér- fræðinga, sem skipuð var af mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, hefði komist að þeirri niðurstöðu að þrír af helstu forvígismönnum að- skilnaðarsinna í Katalóníu- héraði, sem nú sitja í fang- elsi, væru í raun samviskufangar og að því bæri spænskum stjórnvöld- um að láta þá lausa þegar í stað. Þá ættu stjórnvöld á Spáni að greiða mönnunum bætur fyrir þann tíma sem þeir hafa setið inni. Um er að ræða þá Jordi Sanchez, fyrrverandi forseta héraðsþings Katalóníu, Jordi Cuixart, forseta Omnium, menningarstofnunar Kata- lóníuhéraðs, og Oriol Junq- ueras, sem var varaforseti Katalóníuhéraðs. Nefndin tók ekki afstöðu til máls sex annarra aðskilnaðarsinna, þar sem þeir vísuðu ekki máli sínu til mannréttindaráðsins, en allir níu eru meðal annars ákærðir fyrir að hafa staðið að „byltingu“, með gjörðum sínum í október 2017 þegar aðskilnaðarsinnar héldu um- deilda atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins. Niðurstöður skýrslunnar, sem ekki eru bindandi, eru að sönnu mikið áfall fyrir spænsk stjórnvöld, enda hafa þau fullyrt ítrekað að ekkert óeðlilegt sé við framgang réttvísinnar í málum kata- lónsku aðskilnaðarsinnanna, en þeir máttu sitja í fangelsi í nærri eitt og hálft ár áður en réttarhöld hófust í máli þeirra, auk þess sem vægast sagt vafasamt er að rétt sé að ákæra mennina fyrir „bylt- ingu“, sem felur í sér ofbeld- isbrot, fyrir friðsamlega stjórnmálabaráttu, þrátt fyr- ir að hún hefði getað falið í sér uppbrot Spánar. Spænsk stjórnvöld hafa brugðist við með því að mót- mæla niðurstöðunni, meðal annars með því að saka tvo af þeim fimm sem sitja í nefnd- inni um að eiga hagsmuna- tengsl við aðskilnaðar- sinnana í Katalóníu, en þau felast í því að mennirnir tveir hafi eitt sinn starfað með lög- fræðingi þremenninganna í alls óskyldu máli. Þá gagn- rýndu stjórnvöld í Madrid skýrsluhöfunda fyrir tíma- setningu sína, en réttar- höldum yfir aðskilnaðarsinn- unum á að ljúka eftir tæpar tvær vikur. Eitt af því for- vitnilega við þetta mál er kannski ekki síst sú stað- reynd að menn- irnir þrír voru all- ir kjörnir til setu á spænska þinginu í nýafstöðnum þing- kosningum, og fengu leyfi frá fangavist sinni til þess að sitja setningu þingsins. Þing- ið ákvað hins vegar í kjölfarið að staðfesta ekki kjörbréf þeirra, auk eins til viðbótar, þar sem þeir sætu inni. Þá var einum kjörnum öldunga- deildarþingmanni vísað frá á sömu forsendu. Þessi ákvörð- un gæti haft töluverða þýð- ingu, því að Pedro Sanchez, forsætisráðherra, þarf að minnsta kosti stuðning eða hlutleysi eins þingmanns frá þjóðernisflokkum Baska eða Katalóna til þess að mynda meirihluta á þinginu. Þá hefur Katalóníudeilan nú einnig leitt til þess, að öll- um væntanlegum Evrópu- þingmönnum landsins hefur verið meinað að sitja þingið þar til staðfest hefur verið hverjir hafa rétt til setu á því, en á meðal þeirra sem náðu kjöri var Carles Puigdemont, fyrrverandi for- seti héraðsins, en hann er nú í útlegð frá Spáni í Brussel. Spænskar reglur krefjast þess hins vegar að Evrópu- þingmenn sverji eið að stjórnarskrá Spánar á spænskri grund áður en þeir halda til þingsins, en ljóst má vera að Puigdemonts bíður fangelsisvist og réttarhöld, geri hann það. Öll þessi framganga hefur rýrt álit spænskra stjórn- valda, ekki síst erlendis en hefur einnig haft mikil áhrif innanlands. Katalóníudeilan litar nú nánast hvern einasta þátt spænskra stjórnmála, og víst er að harkan hefur ekki dugað til þess að laða þá, sem sóst hafa eftir aðskilnaði Katalóníuhéraðs frá Spáni, aftur til hollustu við ríkið. Það eru því allar líkur á að niðurstöður nefndarinnar verði enn frekara vatn á myllu aðskilnaðarsinna. Um leið hlýtur að aukast þrýstingurinn á Evrópu- sambandið að beita sér í þessu máli. Þar á bæ hafa menn gjarnan miklar áhyggj- ur af stöðu mála í ríkjum austar í álfunni eða utan hennar, en af einhverjum ástæðum þykir ekki stórmál í Brussel hvaða aðferðum stjórnvöld á Spáni beita í baráttu sinni gegn pólitísk- um andstæðingum. Katalóníumálið hefur ekki aukið hróður Spánverja} Deila í miklum hnút N ú er tilhlökkun í loftinu. Tími skólaslita og útskrifta hjá yngri kynslóðinni, skólavet- urinn að baki og allt sumarið framundan. Þessi upp- skerutími er öllum dýrmætur, ekki síst kennurum sem nú horfa stoltir á árangur sinna starfa. Ég hvet nemendur og foreldra til þess að horfa stoltir til baka á kenn- arana sína og íhuga hlutdeild þeirra og hlutverk í þeirri vegferð sem menntun er. Menntun er samvinnuverkefni og kennarar eru mikilvægir áhrifavaldar í lífi nemenda sinna. Kennarar eru líka hreyfiafl okkar til góðra verka og framfara í íslensku mennta- kerfi en starf og árangur kennara byggist á sjálfstæði þeirra og fagmennsku, næmi fyrir einstaklingnum og þeim ólíku leiðum sem henta hverjum nemenda til að byggja upp hæfni sína. Það eru virkilega ánægjulegar fréttir að umsókn- um í kennaranám hefur fjölgað verulega. Þannig fjölgaði umsóknum um framhaldsnám til kennslurétt- inda í leik- og grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands um 30% miðað við meðaltal síðustu fimm ára, samkvæmt upplýsingum frá Menntavísindasviði Há- skóla Íslands, og umsóknum í listkennsludeild Listaháskóla Íslands fjölgaði um 122% frá síðasta ári. Þetta eru að mínu mati góðar vísbendingar um að við séum á réttri leið. Kennarastarfið er enda spennandi kostur sem býður upp á fjöl- breytta starfsmöguleika og mikið starfs- öryggi. Fyrr í vor kynntum við aðgerðir sem miða að fjölgun kennara en í þeim felst meðal annars að frá og með næsta hausti býðst leik- og grunnskólakennaranemum á lokaári launað starfsnám. Þá geta nem- endur á lokaári meistaranáms til kennslu- réttinda á leik- og grunnskólastigi sótt um námsstyrk sem nemur alls 800.000 kr. til að sinna lokaverkefnum sínum samhliða launuðu starfsnámi. Enn fremur eru veitt- ir styrkir til að fjölga kennurum með sér- hæfingu í starfstengdri leiðsögn sem m.a. taka á móti nýjum kennurum sem koma til starfa í skólum. Umsóknum um slíkt nám hefur fjölgað um 100% milli ára, samkvæmt upplýs- ingum frá Háskóla Íslands. Öflugt menntakerfi er forsenda framfara og það kerfi er borið uppi af kennurum. Það er eftirtektar- verð gróska í íslenskum skólum þessi misserin og mikil og þörf umræða um skólastarf og hlutverk þess til framtíðar. Ég fagna því um leið og ég óska kenn- urum, nemendum og öðru skólafólki gleðilegs sum- ars. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Vor í menntamálum – uppskeran í hús Höfunder er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Það brautryðjandastarf sem unnið hefur verið með bresku ferðaskrif- stofunni Super Break hefur vakið at- hygli á Akureyri sem áfangastað ferðafólks í Evrópu. Nú hefur hol- lenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hafið leiguflug til vallarins og unnið er á fleiri mörkuðum í Evrópu. Markmiðið er að gera Akureyrar- flugvöll að alvörugátt fyrir erlenda ferðamenn með beinu áætlunarflugi frá Evrópu. Flugklasinn 66N, samstarfs- verkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu, sveitarfélaga, stofnana og fleiri hagsmunaaðila, hefur í nokkur ár unnið að því að kynna Akureyri sem nýjan áfangastað fyrir millilanda- flug. Breska ferðaskrifstofan Super Break hefur nú í tvo vetur skipulagt leiguflug til Akureyrar og hefur lýst því yfir að því verði haldið áfram næsta vetur. Fyrri veturinn voru erfiðleikar með lendingar á flugvell- inum og flugstöðin er í raun of lítil til að taka við farþegum úr heilli þotu. Í vetur voru farþegarnir látnir yfir- gefa vélina í hollum, til þess að þeir þyrftu ekki að bíða utandyra eftir skoðun vegabréfa. Hjalti Páll Þór- arinsson verkefnastjóri segir að framkvæmdin hafi eigi að síður gengið vel. Mikil ánægja sé meðal ferðaþjónustufólks og farþeganna. Flogið er tvisvar í viku þannig að gestirnir stoppa almennt stutt. Ferðaskrifstofan selur ferðapakka með flugi, gistingu á Akureyri, norð- urljósaferð og dagsferð í Mývatns- sveit og gestirnir geta síðan bætt við annarri afþreyingu. „Þetta hefur haft gríðarlega mikil áhrif hér, bæði á þjónustu- fyrirtæki svo og mannlíf hér í bæn- um. Hótel og afþreyingarfyrirtæki fá auknar tekjur á þessum tíma sem er rólegur í ferðaþjónustunni,“ segir Hjalti. Ólíkir farþegahópar Fyrir viku kom fyrsti hópurinn á vegum hollensku ferðaskrifstof- unnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í að selja ferðir á norðlægar slóðir. „Þeir sáu tækifæri til að gera eitt- hvað svipað hér,“ segir Hjalti. Transavia flýgur á vegum Voigt til Akureyrar vikulega fram í sept- ember. Farþegahópurinn er frá- brugðinn bresku gestunum. Farþeg- arnir kaupa flug og bílaleigubíl eða húsbíl og gistingu á mismunandi stöðum. Hjalti segir að margir fari hringinn og taki í það hálfan mánuð en aðrir einbeiti sér að Norðurlandi. „Við bindum miklar vonir við þetta samstarf. Jákvæðast er að Hollend- ingarnir horfa til lengri tíma, vilja byggja Akureyri upp sem áfanga- stað til framtíðar.“ Áætlað er að í ár komi um 6.500 farþegar með þessum ferðaskrif- stofum til Akureyrar og að minnsta kosti jafn margir á næsta ári. Þá bætist við vetrarflug frá Hollandi en á móti kemur að reiknað er með að færri ferðir verði frá bresku flug- völlunum en var í ár og þar af leið- andi færri farþegar. Hjalti sér fyrir sér aukningu á næstu árum og von- ast til að flug hefjist frá fleiri Evr- ópulöndum og að í fyllingu tímans þróist það út í beint áætlunarflug. Markmiðið er að koma á beinu áætlunarflugi Erfiðar aðstæður Bretarnir sem Super Break flytur til Akureyrar þurfa að yfirgefa flugvélina í hollum vegna þrengsla í flugstöðinni. Leiguflug til Akureyrar *Áætlað 2019 Flug Farþegar Bretland – vetur 28 4.500 Holland – sumar* 16 2.000 6.500 2020* Flug Farþegar Bretland – vetur 14-20 3.500 Holland – vetur 8 1.000 Holland – sumar 16 2.000 6.500 „Við sjáum að áhuginn á Ak- ureyri er að aukast og gaman að sjá frumkvæði heimamanna. Eftirtektarvert er hversu allir hafa staðið saman í að láta þetta flug ganga upp við þess- ar þröngu aðstæður,“ segir Sig- rún Björk Jakobsdóttir, fram- kvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, um möguleika á bættri aðstöðu í flugstöðinni. Fyrirtæki sem tengjast ferða- þjónustu, undir forystu KEA, hafa boðist til að byggja við flugstöðina og leigja ríkinu að- stöðuna. Sigrún segir ekki hag- kvæmt að byggja sérstaklega yfir millilandaflugið þar sem tæknin í flugstöðvum sé mjög dýr og þurfi að vera hægt að nýta hana fyrir alla starfsem- ina. Hún segir að Isavia sé að hefja vinnu með KEA og arki- tektunum um útfærslu á hug- myndunum í þessu ljósi, án þess að vilyrði hafi verið gefið um að tilboðinu verði tekið. Tekur Sigrún fram að ekki séu neinar fjárveitingar til stækk- unar flugstöðvar. Unnið er að útfærslu STÆKKUN FLUGSTÖÐVAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.