Morgunblaðið - 03.06.2019, Síða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019
Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is
STIMPILPRESSUR
Loftpressur af öllum
stærðum og gerðum
Mikið úrval af aukahlutum
Á Íslandi má
framleiða mörg þús-
und megavött af raf-
orku með vindmyll-
um án verulegra
umhverfisáhrifa ann-
arra en sjónmeng-
unar og slíkra
áhrifa. Fram-
leiðslukostnaður
vindorku hefur
lækkað svo mikið undanfarin ár að
hann nálgast kostnaðinn við vatns-
orku og jarðvarma. Góðum virkj-
anakostum í vatnsafli og jarð-
varma fer fækkandi og því er
kærkomið að margir staðir á land-
inu henta vel fyrir vindorkugarða.
Þegar er kominn fram áhugi á
að framleiða hér um 1000 MW af
rafmagni með vindorku og ljóst að
áhuginn mun bara vaxa. Útlit er
fyrir að auðveldlega verði hægt að
fullnægja fyrirsjáanlegri innlendri
eftirspurn eftir raforku til langrar
framtíðar og auk þess ætti að
verða nóg eftir til útflutnings um
sæstrengi ef til kemur.
Hér er um risastórt mál að
ræða fyrir þjóðina og því mikil-
vægt að horfa strax á stóru mynd-
ina og marka framsækna orku-
stefnu. Hér eru nokkur atriði í því
sambandi.
Skilgreina þarf umhverfis- og
auðlindagjald fyrir orkufram-
leiðslu hvort sem er með vatni,
hita eða vindi. Í Noregi er þegar í
dag lagt á auðlindagjald sem nem-
ur um þriðjungi af hagnaði orku-
framleiðenda. Reglur EES kalla
nú á samræmt auðlindagjald, og
hefur það verið til athugunar í
starfshópi ráðuneyta í nokkur ár
og mikilvægt að fá álit hans sem
fyrst. Í tilfelli vindorku ætti að
vera um að ræða umhverfisgjald
fyrir aðgang að þeim takmörkuðu
gæðum að fá heimild til að setja
upp vindorkugarða þrátt fyrir þá
sjónmengun og önnur áhrif sem
þeir hafa. Umhverfis- og auðlinda-
gjaldið mun geta numið a.m.k.
tugum milljarða króna á ári.
Gera þarf rammaáætlun og
skipuleggja vindorkugarða. Skil-
greina þarf heppilegustu svæðin á
landinu fyrir vindorkugarða út frá
umhverfissjónarmiðum og teng-
ingum við orkuflutningskerfi
Landsnets. Taka þarf tillit til
mögulegrar tengingar við raf-
orkukerfi Evrópu um sæstreng.
Margir landeigendur, t.d. sveit-
arfélög, munu vilja að þeirra land
verði skilgreint sem heppilegt
svæði vegna teknanna sem vænta
má. Mikilvægt er að eignarhald
Landsnets sé sem mest óháð
orkuframleiðendum til að minnka
hættu á því að einum sé hyglað
umfram annan, eins og reglur
orkupakka þrjú kveða á um, þótt
undanþága hafi fengist frá því.
Vatnsaflsvirkjanirnar okkar
nýtast vel til að jafna sveiflur í
framleiðslu vindorkuvera. Með til-
komu verulegrar vindorkufram-
leiðslu og með því að stórauka afl
vatnsaflsvirkjananna, sem kostar
brot af meðalaflkostnaði nýrra
virkjana, má spara vatn í miðl-
unum þegar vindorkan er á fullu
en nýta það þeim mun betur þeg-
ar hægir á vindinum. Tenging við
orkukerfi Evrópu í framtíðinni
nýtist ef til kemur líka til að jafna
út sveiflur.
Mikilvægt er að koma á inn-
lendum uppboðsmarkaði rafmagns
þar sem verð er að breytast á
hverri klst. eða innan klst., til að
stýra álagi á raforkukerfið, og
ofangreindu samspili breytilegs
vinds og vatns. Þá er unnt að nýta
betur þá raforku sem er til staðar,
auk þess sem slíkur markaður er
skilvirk leið til virkra viðskipta og
að leiða fram raunverð orkunnar á
hverjum tíma. Hönnun markaðar-
ins þarf að taka mið af sérstöðu ís-
lenska raforkukerfisins og beita
þarf viðurkenndum samkeppnis-
sjónarmiðum til að efla virkni
orkumarkaðarins.
Kanna þarf kosti og galla,
kostnað og ábata sæstrengja til
fulls. Ef þeir reynast raunhæfir og
hagkvæmir, eins og margt bendir
til, mun verðmæti hérlendra orku-
auðlinda aukast. Svipað og gerðist
með sjávarútvegsauðlindina þegar
við fórum að geta flutt aflann út
ferskan. Lítið er kvartað undan
háu fiskverði því fólk veit að hátt
heimsmarkaðsverð á fiski hefur
skapað efnahagslegar framfarir á
Íslandi. Svipað mun gilda um raf-
orkuna ef útflutningur verður fær.
Vegna þess hversu fjárfrek og
áhættusöm lagning sæstrengs er
er takmarkaður vilji til að opinber-
ir aðilar standi að verkefninu að
öðru leyti en mögulega að heimila
það og gera viðeigandi ráðstafanir
innanlands. Hins vegar ef einka-
aðilar myndu vilja leggja í áhætt-
una við sæstreng og njóta þá arð-
seminnar ef vel gengur kæmi til
greina að bjóða verkefnið út al-
þjóðlega, sem einkaframkvæmd.
Hugsanlega mætti hafa ákvæði um
að verkefnið borgaði „tengigjald“
til að fjármagna nauðsynlegar
framkvæmdir Landsnets við að
flytja orkuna að landtökustað
strengsins. Þá kemur sér vel að
hér gildi samevrópskar reglur
bæði um flutninginn og orkumark-
aðinn.
Þjóðhagslegur ábati vegna beisl-
unar vindorkunnar og hækkunar
raforkuverðs, ef til tengingar við
raforkumarkað Evrópu kemur,
getur, orðið gríðarlega mikill.
Raforkuútgjöld meðalheimilis
munu aukast lítillega, segjum um
10.000 kr. á ári, en þjóðhagslegur
ábati gæti hins vegar numið um
einni milljón króna á ári, mælt á
heimili. Tekjur ríkis og sveitar-
félaga munu aukast um marga
tugi milljarða króna á ári og verða
a.m.k. álíka miklar og af stærstu
atvinnugrein þjóðarinnar, ferða-
þjónustunni.
Það er því ekki eftir neinu að
bíða að móta framsækna orku-
stefnu til framtíðar og hefjast
handa við aðgerðir. Ekki mun af
veita því hér skortir fé í heilbrigð-
iskerfið, samgöngur og nánast öll
verkefni sameiginlegu sjóðanna.
Framsækin
orkustefna getur
skilað miklu
Eftir Guðjón
Sigurbjartsson
og Egil Benedikt
Hreinsson
» Tekjur ríkis og
sveitarfélaga munu
aukast um marga tugi
milljarða króna og verða
a.m.k. álíka miklar og
af ferðaþjónustunni.
Egill Benedikt
Hreinsson
Höfundar eru viðskiptafræðingur
og fv. fjármálastjóri Rafmagnsveitu
Reykjavíkur.
gudjonsigurbjartsson@gmail.com
Guðjón
Sigurbjartsson
Sjálfstæðisfélag
Garðabæjar var stofn-
að 3. júní 1959 og fagn-
ar því 60 ára afmæli í
dag. Stofnfélagar voru
124. Frá upphafi hefur
markmið félagsins ver-
ið að berjast fyrir þjóð-
legri og víðsýnni fram-
farastefnu með
hagsmuni allra að leið-
arljósi. Grundvöllur
stefnunnar er frelsi, sjálfstæði þjóð-
ar og einstaklings ásamt jöfnun
rétti allra þjóðfélagsþegna.
Sjálfstæðisflokkurinn bauð fyrst
fram í sveitarstjórnarkosningum í
Garðahreppi árið 1966 og hlaut
meirihluta atkvæða. Síðan þá hefur
Sjálfstæðisflokkurinn verið óslitið í
meirihluta í sveitarstjórn Garða-
hrepps og síðar Garðabæjar. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur verið traust
kjölfesta í rekstri sveitarfélagsins
sem sést á þeim árangri sem
Garðabær hefur náð.
Kynjahlutföllin jafnast
Fyrsti formaður Sjálfstæðisfélags
Garðabæjar var Jóhann Eyjólfsson
heitinn. Frá stofnun félagsins hafa
þrjátíu formenn verið yfir félaginu
og tugir manna setið í stjórninni.
Ef horft er til kynjahlutfalla þá
hafa tuttugu og þrír karlar og sjö
konur gegnt formennsku. Fyrsta
konan til að gegna formennsku var
Ólöf Sigurðardóttir heitin sem kos-
in var formaður árið 1993. Síðustu
tuttugu árin hafa kynjahlutföllin
jafnast því á þeim tíma hafa sex
konur gegnt formennsku og fjórir
karlar. Það er fagn-
aðarefni.
Öflugt félagsstarf
Sjálfstæðisfélagið í
Garðabæ hefur ávallt
staðið fyrir öflugu fé-
lagsstarfi. Félagið
hefur verið ötult við
að halda fundi þar
sem íbúum Garða-
bæjar gefst tækifæri
til að hlýða á áherslur
kjörinna fulltrúa og
koma sínum ábend-
ingum á framfæri. Í haust réðst
stjórn félagsins í miklar endur-
bætur á félagsheimilinu á Garða-
torgi. Veggir voru teknir niður og
rýmið með þeim hætti opnað, skipt
var um gólfefni, húsnæðið var mál-
að og fleira mætti nefna. Félags-
heimilið nýtist nú enn betur fyrir
félagsstarfið og er mikil ánægja
meðal félagsmanna með endurbæt-
urnar.
Í vetur hefur félagið staðið fyrir
fundum þar sem fjölbreytt málefni
hafa verið tekin fyrir með ráðherr-
um, þingmönnum, kjörnum bæjar-
fulltrúum og öðrum. Auk þess að
halda laugardagsfundi eins og gert
hefur verið undanfarin ár, ákvað
stjórnin að bjóða upp á fundi á
þriðjudagskvöldum kl. 18.30. Með
þessum fundartíma vildi stjórnin ná
til yngra fólks. Fundirnir hafa feng-
ið jákvæðar viðtökur og hafa mál-
efni bæjarfélagsins verið í brenni-
depli. Ánægjulegt hefur verið að sjá
fólk á ólíkum aldri koma og taka
þátt í málefnalegum umræðum.
Bæjarfulltrúar flokksins hafa verið
kappsamir við að mæta á fundina
og hafa gagnlegar umræður átt sér
Sjálfstæðisfélag
Garðabæjar 60 ára
Eftir Sigþrúði
Ármann » Sjálfstæðisfélag
Garðabæjar leggur
áherslu á öflugt fé-
lagsstarf og uppbyggi-
legar umræður meðal
íbúa Garðabæjar og
kjörinna fulltrúa.
Sigþrúður Ármann
stað. Auk laugardags- og
þriðjudagsfunda hefur félagið stað-
ið fyrir vinsælum viðburðum. Má
þar nefna hið rómaða jólakakó í
upphafi aðventunnar og hina árlegu
páskaeggjaleit þar sem fjölskyldur
fjölmenna og eiga saman gleðiríkar
stundir.
Þakkir til félagsmanna,
afmælishátíð á fimmtudag
Fyrir hönd stjórnar Sjálfstæðis-
félagsins vil ég þakka öllu því góða
fólki sem lagt hefur sitt af mörkum
fyrir félagið og félagsmönnum öll-
um fyrir þeirra þátttöku í þau 60 ár
sem félagið hefur verið starfrækt.
Haldið verður upp á afmæli félags-
ins fimmtudaginn 6. júní nk. kl.
17.30 í félagsheimilinu að Garða-
torgi 7. Þangað er öllum boðið.
Sjálfstæðisfélag Garðabæjar mun
hér eftir sem hingað til bjóða upp á
metnarfullt félagsstarf og vera vett-
vangur fyrir uppbyggileg skoðana-
skipti meðal íbúa Garðabæjar og
kjörinna fulltrúa og stuðla áfram að
jákvæðum framförum í hina sterka
sveitarfélagi sem Garðabærinn er.
Sigþrúður Ármann, formaður
Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ.
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisfélags Garðabæjar.