Morgunblaðið - 03.06.2019, Side 19

Morgunblaðið - 03.06.2019, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019 ✝ ErlendínaKristjánsson fæddist í Jóhann- esarborg í Suður- Afríku 18. febrúar 1969. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 25. maí 2019. Foreldrar Er- lendínu voru hjón- in Hilmar A. Krist- jánsson, f. 15. október 1935, og Aletta Maria Kristjánsson, f. 25. apríl 1936, d. 22. apríl 2002. Systkini hennar eru Hilmar Ágúst, f. 19. júní 1964, maki Guðfinna Magney Sævarsdóttir, f. 3. maí 1976; Letitia, f. 30. ágúst 1964, og Christien, f. 18. febrúar 1971. Fyrri sambýlismaður Er- lendínu var Örn Hafsteinn Baldvinsson, f. 28. mars 1964, sonur hjónanna Baldvins Helgasonar, f. 4. október 1938, d. 29. ágúst 2001, og Sigríðar B. Dagsdóttur, f. 13. september 1942. Börn Erlendínu og Arnar Hún settist aftur á skólabekk við Háskóla Íslands og lauk BA- og M. Paed-prófi ásamt uppeldis- og kennslufræði frá HÍ. Síðar lauk hún meist- araprófi í lögfræði frá Háskól- anum í Reykjavík. Fljótlega eftir komuna til Íslands fór hún að þjálfa listdans á skaut- um hjá Skautafélagi Reykja- víkur og síðar hjá Skautafélag- inu Birninum. Um tíma gegndi hún starfi skautastjóra Bjarn- arins og sat lengi í stjórn Skautasambands Íslands. Þá gegndi hún margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir skauta- hreyfinguna um árabil. Kennsluferill Erlendínu hófst í MH, en þar kynntist hún Guð- mundi, eftirlifandi sambýlis- manni. Síðar starfaði hún sem aðjúnkt við HR og HÍ og kenndi aðallega viðskipta- og lagaensku. Hún hélt einnig fjölmörg námskeið úti í at- vinnulífinu þar sem stærstu viðskiptavinirnir voru Arion banki, lyfjafyrirtækið Aktavis og fræðslufyrirtækið Pro- mennt. Enn fremur starfaði hún að hluta við lögfræðiráð- gjöf hjá ferðaskrifstofunni Ice- land Travel. Útför Erlendínu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 3. júní, klukkan 15. eru Alexander Hilmar, f. 17. sept- ember 1996, og Elizabeth Tinna, f. 3. febrúar 1998. Seinni sambýlis- maður Erlendínu er Guðmundur Edgarsson, f. 11. ágúst 1965, sonur hjónanna Edgars Guðmundssonar, f. 16. október 1940, og Hönnu Matthildar Eiríks- dóttur, f. 26. júlí 1941. Dóttir Erlendínu og Guðmundar og sammæðra hálfsystir Alexand- ers og Elizabeth Tinnu er Vic- toria Hekla, f. 3. janúar 2010. Erlendína lauk lögfræðiprófi frá Randse Afrikaanse Uni- versiteit í Jóhannesarborg 1991 og starfaði þar sem lög- fræðingur í sakamálum fyrstu misserin eftir útskrift. Einnig starfaði hún við þjálfun í list- dansi á skautum, en áður hafði hún stundað þá íþrótt af kappi. Hún fluttist svo ásamt fjöl- skyldu til Íslands árið 1992. Það var gleðilegt og lærdóms- ríkt að kynnast Erlendínu, mág- konu minni til 15 ára. Hún var drifin áfram af gleði og bjartsýni og fannst lífið fullt af tækifærum og dásamlega spennandi. Hún kenndi börnum sínum þremur, jafnt sem öðrum sem voru í kring- um hana á hverjum tíma, að allt er gerlegt sem maður leggur sig fram við að framkvæma. Hún var ávallt með marga bolta á lofti og naut þess að nýta tímann til hins ýtrasta. Meðfram fullri kennslu og hlutastarfi hjá Iceland Travel síð- ustu ár hélt hún enskunámskeið um allan bæ sem allir létu vel af. Ég varð þess aðnjótandi að sitja eitt slíkt námskeið þegar ég starf- aði um tíma í banka. Þar var fag- mennskan í fyrirrúmi og ég var stolt af mágkonu minni. Það var leitað til Erlendínu á öllum vígstöðvum. Hún kveið engu né kvartaði, heldur gladdist hún yfir hverju því verkefni sem hún fékk í hendur. Hún var stoð og stytta fyrir systkini sín og hef- ur annast föður sinn af kostgæfni í hans veikindum. Í gegnum árin höfum við átt margar ánægjulegar stundir með Erlendínu. Við áttum saman eft- irminnilegar vikur í Portúgal þar sem við fórum saman þrjár fjöl- skyldur í sumarfrí. Síðar kynnti hún fjölskyldu okkar fyrir Can- nes og þar áttum við saman æv- intýralegar stundir. Elsku Alli, Lizzy, Vicky og Gummi bróðir. Ég veit að missir ykkar er mikill en tíminn læknar víst öll sár, því verðum við að trúa. Svava Liv Edgarsdóttir. Elsku Erlendína. Okkur langar að þakka þér innilega fyrir þann tíma sem þú áttir með okkar fjölskyldu. Takk fyrir allar þær rausnarlegu veisl- ur sem okkur var boðið í, en þitt líf var ein stór veisla og það af dýrustu gerð. Það sem einkenndi þína per- sónu var dugnaður, drifkraftur og gleði. Það var aldrei nein logn- molla í gangi. Allt var gert af heil- um hug og dæmið klárað með glæsibrag. Þótt ævi þín hafi verið stutt þá er óhætt að segja að eftir þig liggi tvö til þrjú vel unnin ævistörf. Þín verður ávallt sárt saknað. Að lokum viljum við votta börnum þínum og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Edgar Guðmundsson, Hanna Eiríksdóttir og Jón Viðar Edgarsson. Mig langar með nokkrum orð- um að minnast elskulegrar vin- konu minnar Erlendínu. Við kynntumst í Egilshöll þegar hún var skautakennari Dóru Lilju, dóttur minnar, fyrir um átta ár- um. Hún var hress, hreinskilin, ákveðin og drífandi. Ég fór í nokkrar ferðir með henni með skautafélaginu Birninum þar sem hún var þjálfari og ég fararstjóri. Það var síðan fyrir tveimur og hálfu ári að við kynntumst mun betur. Þá hitti ég hana í Egilshöll þegar við vorum að horfa á yngri dætur okkar æfa fimleika, en dætur okkar eru núna báðar á 9. ári. Þá fannst mér hún svo ólík sjálfri sér og spurði hana hvort hún væri veik. Frá þeirri stundu hófst vegferð okkar saman þegar hún sagði mér frá því að hún væri búin að fara í skurðaðgerð og biði úrskurðar um það hvort hún væri með krabbamein. Ég bauðst til að fara með henni til læknisins ef hún vildi og þáði hún það. Því miður fengum við margar erfiðar fréttir í læknisheimsóknum sem síðar komu en við börðumst sam- an ásamt öðrum. Við gerðum allt til þess að hún þyrfti aldrei að bíða eftir rannsóknum, læknis- heimsóknum eða lyfjameðferð- um. Hún mátti engan tíma missa. Á þessum tíma urðu stelpurnar okkar nánar vinkonur og við líka. Það var margt sem ég lærði af henni, t.d. eljusemi og lífsgleði. Einnig að njóta stundarinnar og taka skyndiákvarðanir og þá staðreynd að „lífið er núna“. Við höfum umgengist mikið fjölskyld- urnar, farið í ferðalög, m.a. til Vestmannaeyja, í tjaldferðalag og fleira. Í kringum Erlendínu var alltaf gaman og ævintýralegt. Ég minnist t.d. þess þegar við fórum í pílukeppni, leituðum að pysjum, sátum við varðelda, leituðum að páskaeggjum, tókum víkinga- klappið og nágrannarnir horfðu forviða á okkur inn um gluggann. Ég hef aldrei séð neinn berjast eins hetjulega við krabbamein og hana í starfi mínu sem hjúkrunar- fræðingur. Hún var dýrmætur vinur, elskaði lífið umkringd fjöl- skyldu, vinum og dýrum. Var allt- af til staðar þegar mig vantaði hjálp með börnin. Hún var svo góð við börnin mín og Ondrej, au-pairinn okkar. Mig langar sér- staklega að þakka Helga Sigurðs- syni og Jórunni Atladóttur lækn- um, starfsfólki krabbameins- deildar, heimaþjónustu Heru og líknardeild í Kópavogi fyrir alla veitta hjálp. Elsku vinkona mín, ég mun sakna þín mikið. Ég veit að við munum hittast á himnum og þá verður glatt á hjalla. Ég mun gera mitt besta til að fylgjast með þínu fólki elsku vinkona. Elsku Alli, Lizzy, Vicky, Gummi, Örn, ættingjar og vinir, ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og megi Guð styrkja okkur öll. Ásdís Margrét Rafnsdóttir. Erlendína var einstakur kenn- ari og mikilvirkur. Á 15 ára tíma- bili, á árunum 2004 til 2018, kenndi hún 13 mismunandi nám- skeið í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík (HR), sem snerust um viðskiptaensku í öllum mögu- legum afbrigðum, sem og í fram- sögn og uppbyggingu enskunnar. Flest þeirra kenndi hún oftar en einu sinni. Á sama tíma kenndi hún í lagadeild skólans og fjölda námskeiða í atvinnulífinu. Á öll- um þessum kennsluönnum sínum lagði Erlendína sig í framkróka við að beita ávallt bestu kennslu- aðferðum, ná til nemenda og virkja þá í kennslunni. Þótt Er- lendína væri oft á fleygiferð, enda verkefni og áhugamál dreifð víða, hafði hún jafnan tíma til að ræða við okkur um kennslufræði, hvernig best væri að kenna og hvað nemendum væri fyrir bestu. Erlendína var sterkur per- sónuleiki, ákveðin og hreinskipt- in. Hún var glaðleg og fjörleg í framkomu og talaði með örlitlum viðkunnanlegum suðurafrískum hreimi. Með henni er fallinn frá mikilsmetinn kennari og góður samstarfsmaður til margra ára. Hennar er sárt saknað í Háskól- anum í Reykjavík. Við vottum Guðmundi, börnum og fjölskyldu dýpstu samúð. Fyrir hönd starfsmanna í við- skiptadeild HR, Friðrik Már Baldursson, forseti Auður Arna Arnardóttir, forstöðumaður MBA-náms, Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc-náms, Þorlákur Karlsson, fyrrverandi forseti. Það er með sorg í hjarta sem við setjum saman þessa kveðju til okkar kæru Erlendínu sem við vorum svo lánsöm að fá að kynn- ast. Erlendína skipaði stóran sess í starfi Opna háskólans í HR, bæði sem kennari og samstarfs- kona. Það má með sanni segja að Erlendína hafi verið kennari af lífi og sál. Það sem einkenndi hana var að hún var í sífellu að leita leiða til að þróa kennslu og námsefni. Hún lét sér annt um nemendur sína, bæði faglega og persónulega. Erlendína hafði já- kvæða sýn á lífið og veitti okkur starfsfólki Opna háskólans í HR oft innblástur sem var og verður okkur kærkominn um ókomna tíð. Við vottum fjölskyldu Erlend- ínu innilega samúð á þessum erf- iðu tímum. Starfsfólk Opna háskólans í HR Ásdís, Eyþór, Halla, Ingibjörg, Linda, Lýdía, Sandra, Sif og Sigurlaug. Erlendína Kristjánsson kom eins og stormsveipur í ensku- deildina fyrir um 20 árum. Hún var þá nýflutt til Íslands frá Suð- ur-Afríku. Erlendína lét strax til sín taka, fyrst sem nemandi og síðar sem kennari við deildina okkar. Hún var öflug og bar með sér mikla og jákvæða orku. Erlend- ína var brautryðjandi á sviði fag- tengdrar tungumálakennslu og kenndi alla tíð vinsæl námskeið í laga- og viðskiptaensku og var einn aðalkennara námsbrautar í akademískri ensku sem hún tók þátt í að þróa. Hennar sérgrein var námsaðferðir í tungumála- námi. Erlendína var ástsæll kennari og mikil fyrirmynd nemenda sinna. Erlendína átti auðvelt með að starfa með öðrum, og samstarf við hana var skemmtilegt og gef- andi. Erlendína var afar kraftmikil og þróttmikil kona. Við sam- starfsfélagar hennar fylgdumst með baráttu hennar í veikindun- um úr fjarlægð, við vonuðum innilega og trúðum því að hún myndi sigrast á þeim, þannig var skaplyndi hennar og kjarkur. Hún lét aldrei bilbug á sér finna og alltaf var stutt í brosið hennar fallega. Það eru fáir háskólakenn- arar sem utan fræðanna eiga einnig feril sem glæsileg skauta- drottning, en hann átti Erlend- ína. Við þökkum fyrir farsælt sam- starf og þann mikla stuðning sem Erlendína lagði til kennslu tungumála í deildinni. Við kveðj- um Erlendínu með mikilli þökk og virðingu. Mikill er missir sam- starfsmanns okkar, Guðmundar Edgarssonar, barnanna þriggja, Alexanders, Elizabetar og Vikt- oríu og fjölskyldunnnar allrar. Við vottum þeim okkar dýpstu samúð í þeirra miklu sorg. Fyrir hönd mála- og menning- ardeildar Háskóla Íslands Oddný G. Sverrisdóttir, Birna Arnbjörnsdóttir. Erlendína Kristjánsson ✝ Sverrir Andr-ésson var fædd- ur 30. mars 1930 á Bergþórugötu 3 í Reykjavík. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands 20. maí 2019 Foreldrar hans voru Halldóra Hans- dóttir, f. 14.8. 1905, d. 22.7. 1997, frá Fitjakoti og Andrés Guðbjörn Sigurðsson, f. 20.8. 1900, d. 19.12. 1952, sjómaður í Reykjavík. Halldóra giftist 6.3. 1932 Ingvari Jónssyni bónda í Þrándarholti, f. 8.9. 1898, d. 25.8. 1980, sem gekk Sverri í föð- urstað. Sverrir ólst upp hjá móð- ur sinni og fósturföður í Þránd- arholti, Gnúpverjahreppi, í átta systkina hópi. Hálfsystkini Sverris eru: Steinþór, f. 23.7. 1932, d. 16.2. 1995, Guðlaug, f. 23.10. 1933, d. 2.4 1947, Stein- unn, f. 13.10. 1934, d. 26.1. 2019, Esther, f. 31.10. 1935, d. 23.1. 1986, Rannveig, f. 26.3. 1937, d. 23.3. 1975, Þrándur, 16.2. 1943, isson, börn: a. Sverrir, kvæntur Karitas Ottesen, b. Sævar Ingi, c. Steinar, maki Rebekka Lind 4. Sævar, f. 1963, eiginkona Auður Svala Heiðarsdóttir, börn: a. Heiðrún Ósk, maki Gylfi b. Birta Sif. 5. Inga Dóra, f. 1964, maki Hermann Þór Kristinsson, börn Ingu Dóru og Guðmundar Krist- ins Óskarssonar: a. Helga Lillian, maki Jens b. Lena Rut, maki, Einar c. Helena, maki Sindri d. Linda, maki Haukur. Barna- barnabörnin eru 23 talsins. Sverrir gekk í Ásaskóla 1940- 1944 og Héraðsskólann á Laugarvatni 1949 og 1950. Sverrir lærði húsgagnasmíði á Laugarvatni 1951-1955, húsa- smíði hjá Trésmiðju KÁ 1962- 1964. Hann var í Iðnskólanum á Selfossi á sama tíma þar lærði hann iðnteikningar í húsasmíði. Sverrir fékk meistarabréf í hús- gagnasmíði 2.12. 1965 og í húsa- smiði 17.1. 1969. Sverrir stofnaði Bílasölu Selfoss 16.5. 1964 og rak til ársins 2000. Sverrir söng með Karlakór Selfoss, var í Lúðrasveit Selfoss, félagi í Fornbílaklúbb Selfoss og Frímúrarareglunni. Útför Sverris fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 3. júní 2019, klukkan 14. og Guðlaug, f. 19.12. 1946. Hinn 25. febrúar 1956 giftist Sverrir Lillian Kristínu Sö- berg, f. 25.9. 1933, d. 3.6. 2016. Börn Lillian af fyrra hjónabandi: 1. Sig- urður Reynir, f. 1951, sem Sverrir gekk í föðurstað, börn hans: a. Vern- harður Reynir, kvæntur Ingi- björgu, b. Þórmundur, kvæntur Margréti, c. Stefán Jökull, kvæntur Steinunni, d. Christian, e. Lisa Katríne, f. Jakob. 2. Pia, f. 1952, eiginmaður hennar er Frank, börn: a. Bjarke, kvæntur Leu, b. Sidsel Kristin. 3. Sveinn, f. 1953, börn: a. Benedikt, b. Skarphéðinn kvæntur Rebecu, c. Irena, d. Karin, e. Oliver. Saman eignuðust Sverrir og Lillian fimm börn. 1. Þórir, f. 1956. 2. Bragi, f. 1958, eiginkona Svava Davíðsdóttir, börn: a. Kristín Arna, maki Vicent. b. Davíð Örn, c. Aron. 3. Linda, f. 1960, eiginmaður Sigurjón Reyn- Í dag kveð ég í hinsta sinn ekki bara pabba minn heldur líka einn af bestu vinum mínum og frábær- an veiðifélaga. Ég hef alltaf verið mikil pabbastelpa og veiðiferð- irnar okkar saman voru miklar gæðastundir, sérstaklega þegar við vorum að veiða á æskuslóðum hans. Þá rifjaði hann oft upp sög- ur sem gerðust í sveitinni í gamla daga og naut ég þess að hlusta á hann. Ég átti og á það til að fá ýmsar hugmyndir. Sama hversu fáránleg hugmynd mín var þá var pabbi alltaf tilbúinn að hlusta á mig og hjálpa mér að hrinda henni í framkvæmd; hann vissi að það yrði að gerast hratt og helst í gær. Þolinmæðina fékk ég því miður ekki í arf frá pabba. Hann var þúsundþjalasmiður, þeir voru ófáir fornbílarnir sem hann gerði upp í skúrnum hjá sér, Thomsen- bíllinn smíðaður frá grunni. Nokkra jarðskjálftaherma smíð- aði hann og sá síðasti kláraðist á þessu ári. Ég leyfi mér að full- yrða að fáir geti leikið það eftir. Pabbi talaði ekki mikið um til- finningar sínar en hafði oft orð á því, sérstaklega í seinni tíð, hversu heppinn hann væri með börnin sín og að hafa þau öll svona nálægt sér. Samheldni fjöl- skyldunnar er vel lýst með föstu- dagsvöfflukaffi í Bakkatjörninni þar sem við systkinin hittumst ásamt okkar fjölskyldum, mikið hlegið og spjallað um líðandi stundir. Slíkar minningar eru forréttindi. Hamingjan felst ekki í auðæfum. Hamingjan felst í því að eiga fjölskyldu sem heldur saman í blíðu og stríðu. Við systk- inin vorum svo lánsöm að eiga yndislega og ástríka foreldra sem voru alltaf til staðar fyrir okkur. Við gerðum líka allt sem við gát- um fyrir þau. Það er svo dýrmætt að geta yljað sér við það þegar minningarnar streyma að. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku pabbi minn. Inga Dóra Sverrisdóttir. Sverrir Andrésson var afi minn og fyrir það er ég þakklát. Hann var nefnilega bara alveg eins og mér finnst að afar eigi að vera. Þegar ég var lítil náði hann að skapa andrúmsloft öryggis og þægilegheita í kringum sig. Það var aldrei neinn asi á afa en samt var hann alltaf að gera eitthvað. Fyrir mér var hann maður fárra orða og hann lét ömmu sjá um til- finningatal en var samt einhvern veginn alltaf til staðar. Ég fór í margar skemmtilegar veiðiferðir með honum og ömmu upp á há- lendi Íslands og það var hann sem kenndi mér að veiða. En það sem var kannski það mikilvæg- asta og besta við Sverri afa fyrir mig persónulega er hversu mikill fjölskyldumaður hann var. Þegar maður á unga foreldra fá ömm- urnar og afarnir oft stærra hlut- verk og ég er svo ótrúlega heppin að hafa átt bestu afa og ömmur í heimi að. Afi Sverrir fylgdist vel með hverjum og einum afkom- enda sinna (mun betur en maður áttaði sig á) og passaði sig að hafa alveg á hreinu hvað hver og einn væri að gera og hvernig gengi. Dyrnar að heimili ömmu og afa voru ávallt galopnar og fyrir mig var það og verður ómetanlegt. Í seinni tíð var svo ákveðið að hafa fjölskyldukaffi á föstudögum og þá voru bakaðar vöfflur og þeir mættu sem gátu þann föstudag- inn. Þetta var skemmtilegur sið- ur og afi hélt honum fram á síð- asta dag þó svo að hann gæti lítinn þátt tekið í samræðum vegna þess að heyrnin var orðin dauf. En hann gerði það fyrir okkur, fjölskylduna sína, svo að við hefðum ástæðu til þess að hittast. Það er svo mikið sem er hægt að læra af afa Sverri um það hvernig maður á að vera góð manneskja og hvað er mikilvægt í þessu lífi. Ég mun í gegnum lífið minnast hans og ömmu og reyna að tileinka mér þó ekki væri nema bara helming af því góða vega- nesti sem þau hafa gefið mér. Takk fyrir mig og hvíl í friði elsku afi minn. Kristín Arna Bragadóttir. Elskulegi afi okkar hefur nú kvatt þennan heim. Orð fá því ekki lýst hvað okkur þykir vænt um afa, enda var hann einstakur maður. Hann var bæði gestrisinn, ósérhlífinn, handlag- inn, iðinn en umfram allt ættræk- inn og mikill fjölskyldumaður. Afi var ætíð mjög áhugasamur um lífsviðburði okkar, stóra sem smáa. Það var alltaf stutt í húm- orinn og kímnina og hann átti bjartsýnina sameiginlega með ömmu. Mikið sem það var alltaf gott að koma til þeirra út á Bak- katjörn, enda eyddum við syst- urnar ófáum stundum þar í gegn- um árin. Okkur eru líka minnisstæðir hinir mörgu veiðitúrar sem farið var í, og alltaf var afi sá sem veiddi mest. Afi sat aldrei auðum höndum og það var alltaf gaman að sjá hvað hann hafði fyrir stafni í skúrnum en það gat verið allt frá því að gera upp gamla bíla upp í að smíða jarðskjálftahermi. Elsku afi, þökkum þér fyrir all- ar samverustundirnar. Það er gott að vita að amma tekur á móti þér. Blessuð sé minning þín. Helena, Helga Lillian, Lena Rut og Linda Guðmundsdætur. Sverrir Andrésson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.