Morgunblaðið - 03.06.2019, Qupperneq 24
Í KÖLN
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Sigurgleði leikmanna og þjálfara
HC Vardar frá Skopje var ósvikin
eftir að þeir fögnuðu ævintýralegum
sigri í Meistaradeild Evrópu í hand-
knattleik í Lanxess-Arena í Köln í
gær með því að leggja ungverska lið-
ið Veszprém, 27:24, í úrslitaleik. Sig-
urinn var líka fyllilega sanngjarn og
hreint ævintýralegur eftir margs-
konar skipbrot sem liðið hefur orðið
fyrir á undanförnum árum eftir að
auðugur Rússi, sem hafði ausið fé í
handknattleiksliðið, ákvað að draga
saman seglin.
Þetta var annar sigur Vardar í
Meistaradeildinni á þremur árum og
varð það þar með þriðja liðið til þess
að vinna deildina í tvígang eftir að
núverandi keppnisfyrirkomulag,
með úrslitahelgi, var tekið upp árið
2010. Hin tvö liðin eru Kiel 2010 og
2012 og Barcelona 2011 og 2015.
Hugsanlegt er talið að handknatt-
leikslið HC Vardar verði ekki svipur
hjá sjón á næsta ári því áfram halda
leikmenn að streyma frá því. Mark-
vörðurinn Dejan Milosavljev er á
leiðinni til Füchse Berlin og stór-
skyttan hávaxna Dainis Kristopans
leikur með Paris SG á næsta keppn-
istímabili. Fleiri hugsa sér til hreyf-
ings. Á undanförnum tveimur árum
hefur nærri tugur handknattleiks-
manna í fremstu röð yfirgefið félagið
vegna samdráttar. Til viðbótar hafa
minni spámenn einnig siglt sína leið
niður Vardar-fljótið og burt frá lið-
inu. Síðast hvarf stórskyttan Vuko
Borozan af sjónarsviðinu fyrir
nokkrum vikum. Einnig yfirgaf
þjálfarinn Raúl Gonzalez liðið fyrir
ári. Við tók annar Spánverji, Ro-
berto Carcia Parrondo, sem eitt sinn
stýrði kvennaliði félagsins með góð-
um árangri. Parrondo varð í gær
fjórði spænski þjálfarinn til þess að
stýra liði til sigurs í Meistaradeild-
inni og sennilega um leið eins þess
óvæntasta.
Baráttuandinn er hins vegar enn
fyrir hendi. Liðsheildin frábær og
menn standa þétt saman í lífsins
ólgusjó. Vardar sneri óvænt við tafl-
inu gegn Aroni Pálmarssyni og sam-
herjum í Barcelona á síðasta stund-
arfjórðungnum í undanúrslitum á
laugardaginn. Þeir voru sjö mörkum
undir þá gegn Barcelona en lögðu
ekki árar í bát fyrir en sigur var í
höfn. Sannkallaðir stríðsmenn sem
neita að gefast upp. „Uppgjöf er
ekki til í okkar bókum,“ sagði fyr-
irliðinn Stojanche Stoilov í samtali
við Morgunblaðið eftir sigurinn á
Barcelona. Enginn getur efast um
sannleiksgildi þessara orða fyrirlið-
ans.
Þetta var í fjórða sinn sem Veszp-
rém tapar úrslitaleik Meistara-
deildar og hefur aldrei unnið hana
þótt mikið hafi verið lagt í sölurnar.
Aron Pálmarsson fékk brons-
verðlaun með Barcelona eftir sigur á
Kielce, 40:35, í leiknum um þriðja
sætið fyrr í gær. „Mér var eiginlega
alveg sama um leikinn í dag. Það var
ekki að miklu að keppa. Ég hefði
helst viljað fljúga heim strax í gær-
kvöldi í stað þess að spila þennan
leik í dag,“ sagði Aron í samtali við
Morgunblaðið í gær. Ítarlegt viðtal
við hann er að finna á mbl.is/
handbolti
Stríðsmennirnir
gefast aldrei upp
Vardar Evrópumeistari í annað sinn
AFP
Sigurgleði Leikmenn HC Vardar fagna eftir sigurinn í Meistaradeildinni.
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019
Norðlingabraut 8
110 Reykjavík
S: 530-2005
Bíldshöfði 16
110 Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
600 Akureyri
S: 461-4800
&530 2000
www.wurth.is
Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur
Arvada flísjakki
• 100% prjónað pólýester
• Einstaklega þægilegir og flottir
flísjakkar með hettu og vösum
• Til í gulum og bláum lit
• Stærðir: XS - 3XL
Vnr: 1899 312
Verð: 8.900 kr.
HANDBOLTI
Meistaradeild karla
Undanúrslit í Köln:
Barcelona – Vardar Skopje ............... 27:29
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir
Barcelona.
Veszprém – Kielce................................ 33:30
Bronsleikur í Köln:
Barcelona – Kielce .............................. 40:35
Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyr-
ir Barcelona.
Úrslitaleikur í Köln:
Vardar – Veszprém .............................. 27:24
Þýskaland
B-deild:
Balingen – Hagen................................ 32:19
Oddur Gretarsson skoraði sex mörk fyr-
ir Balingen.
Elbflorenz – Lübeck-Schwartau ....... 32:28
Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði
fjögur mörk fyrir Lübeck-Schwartau.
Hamburg – Grosswallstadt ................ 38:27
Aron Rafn Eðvarðsson er frá keppni
vegna meiðsla og lék ekki með Hamburg.
Dessauer – Hüttenberg ...................... 30:25
Ragnar Jóhannsson var ekki í leik-
mannahópi Hüttenberg.
Balingen og Nordhorn hafa tryggt sér
sæti í 1. deild.
Umspil HM kvenna
Fyrri leikir:
Danmörk – Sviss................................... 35:22
Svíþjóð – Slóvakía................................. 33:18
Króatía – Þýskaland............................. 24:24
Austurríki – Ungverjaland.................. 23:41
Norður-Makedónía – Slóvenía ............ 30:33
Danmörk
Fyrsti úrslitaleikur:
Aalborg – GOG .................................... 30:33
Janus Daði Smárason skoraði fjögur
mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magn-
ússon var ekki með. Arnór Atlason er að-
stoðarþjálfari liðsins.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt
mark fyrir GOG.
Fyrsti bronsleikur:
Bjerringbro/Silkeborg – Skjern ....... 32:35
Björgvin Páll Gústavsson varði fjögur
skot í marki Skjern. Tandri Már Konráðs-
son skoraði ekki.
Íslendingar unnu til 19 gull-
verðlauna, 13 silfurverðlauna og 23
bronsverðlauna á Smáþjóðaleik-
unum í Svartfjallalandi. Anton
Sveinn McKee bar fána Íslands á
lokahátíðinni um helgina en hann
vann 4 gullverðlaun. Lúxemborg
vann 77 verðlaun (þar af 26 gull) og
Kýpur 64 en Ísland varð í 3. sæti.
Ísland vann sín verðlaun í frjáls-
um íþróttum (9 gull, 9 silfur, 8
brons), sundi (9 gull, 2 silfur, 10
brons), skotfimi (1 gull), júdó (1 silf-
ur og 3 brons), körfubolta (1 silfur
og 1 brons) og blaki (1 brons).
Ísland í 3. sæti á
verðlaunalista
Ljósmynd/ÍSÍ
Sigursæll Anton Sveinn McKee
með ein af gullverðlaunum sínum.
Gærkvöldið var súrsætt fyrir Rún-
ar Alex Rúnarsson. Lið hans Dijon
tryggði sér áframhaldandi veru í
efstu deild Frakklands í fótbolta
með 3:1-sigri á Lens í umspili, og
samanlagt 4:2-sigri í einvígi lið-
anna. Rúnar Alex gat hins vegar
ekki spilað þar sem hann meiddist í
upphitun, og markvörðurinn fór af
velli með tár á hvarmi.
Alex var einn þriggja markvarða
sem Erik Hamrén valdi í leikina við
Albaníu og Tyrkland á laugardag
og 11. júní, og gæti nú kallað í ann-
an markvörð í hans stað.
Kallar Hamrén á
markvörð?
Ljósmynd/Dijon
Áfram uppi Rúnar Alex Rúnarsson
er með samning við Dijon til 2022.
Valgarð Reinhardsson, Íslandsmesitari í fimleikum, hafn-
aði í sjötta sæti á gólfi á heimsbikarmótinu í Koper í Slóv-
eníu á laugardag. Hann hækkaði þá um tvö sæti frá und-
anúrslitunum. Valgarð er aðeins annar Íslendingurinn
sem afrekar það að komast í úrslit í karlaflokki á heims-
bikarmóti og sá fyrsti í gólfæfingum. Rúnar Alexand-
ersson komst í úrslit á bogahesti í Lyon árið 2004 og hafn-
aði þá í fjórða sæti.
Valgarð hafnaði í áttunda sæti í undanúrslitum með
einkunn upp á 13,750. Einkunnin í úrslitunum lækkaði
niður í 13,400 en þrátt fyrir það fór hann upp í sjötta sæti.
Valgarð er næst á meðal keppenda í Evrópuleikunum í
Minsk 22. og 23. júní.
Martin Bjarni Guðmundsson varð í 30. sæti í undanúrslitum á gólfi og Arn-
þór Daði Jónasson hafnaði einnig í 30. sæti á bogahesti. johanningi@mbl.is
Valgarð sjötti í Slóveníu
Valgarð
Reinhardsson
Óðinn Þór Ríkharðsson gæti orðið
danskur meistari í handbolta á
fimmtudag eftir að lið hans GOG
vann Aalborg 33:30 á útivelli í
fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíg-
inu. Samkvæmt reglum dönsku
deildarinnar dugar GOG jafntefli
á heimavelli til að vinna titilinn,
en vinni Aalborg mætast liðin
þriðja sinni á heimavelli Aalborg
9. júní.
Óðinn skoraði 1 mark í gær en
Janus Daði Smárason 4 mörk fyrir
Aalborg. Ómar Ingi Magnússon
var ekki með Aalborg.
Fagnar Óðinn
á fimmtudag?
Morgunblaðið/Hari
Úr horninu Óðinn Þór Ríkharðsson
skoraði eitt mark í gærkvöld.
Enski knattspyrnumaðurinn Gary
Martin mun leika með ÍBV út tíma-
bilið. Þetta staðfesti félagið á
heimasíðu sinni í gærkvöld.
Martin byrjaði tímabilið með Val
en lék aðeins þrjá deildarleiki með
liðinu, áður en samningi hans var
rift. Þar sem félagskiptaglugginn
er lokaður mun Martin ekki fá leik-
heimild með ÍBV fyrr en 1. júlí.
Gary Martin í
raðir ÍBV