Morgunblaðið - 03.06.2019, Side 25

Morgunblaðið - 03.06.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019 Liverpool frá Englandi er Evrópumeistari í knattspyrnu karla í sjötta sinn eftir 2:0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fór á Wanda Metropolitano leikvang- inum í Madríd. Liverpool stendur nú eitt sem þriðja sigursæl- asta lið keppninnar frá upphafi með sex titla, á eftir AC Milan með sjö og Real Madrid með 13. Þá var þetta fyrsti stóri titill félagsins eftir 14 ár sem mörg hver hafa verið ansi erfið. Leikurinn sjálfur var ekki sérlega skemmti- legur. Liverpool fékk vítaspyrnu eftir aðeins 22 sekúndur þegar Moussa Sissoko, leikmaður Tottenham, handlék knöttinn innan teigs. Egyptinn Mohamed Salah steig á vítapunktinn og þrumaði knettinum beint í markið, staðan strax orðin 1:0. Við tóku langdregnar mínútur í svitakófinu í spænsku höfuborginni. Leik- mönnum Tottenham gekk lítið sem ekkert að at- hafna sig og gátu stórstjörnur liðsins ekki skilað sínu þegar á reyndi. Hetja Lundúnaliðsins í und- anúrslitunum, Lucas Moura, var sprækastur manna eftir að hann kom inn af varamanna- bekknum í síðari hálfleik en ekki tókst hvít- klæddum að jafna úr þeim hálffærum sem þeir fengu í síðari hálfleik. Ekki hjálpaði að stór- stjarnan Harry Kane var skugginn af sjálfum sér. Enski framherjinn er nýstiginn upp úr meiðslum og ekki ólíklegt að hann hafi hreinlega ekki verið klár í slaginn. Að sama skapi hefur hann reynst Tottenham dýrmætur undanfarin ár og var því allt gert til að koma honum í leik- stand. Það reyndist hættuspil sem misheppn- aðist hrapallega. Það féll svo að lokum í skaut hetju Liverpool úr undanúrslitunum, Divock Origi, að koma inn af bekknum og innsigla sig- urinn með öðru marki á 87. mínútu. Liverpool sigurvegari á ný Undir stjórn Jürgen Klopp hefur lið Liverpool spilað leiftrandi sóknarbolta og komist í hvern úrslitaleikinn á fætur öðrum undanfarin ár en alltaf án árangurs. Eftir ótrúlegt tímabil í úr- valsdeildinni nú í vetur þar sem Liverpool hrein- lega gat ekki komist nær Englandsmeistaratitl- inum án þess að vinna hann virtist það óvinnandi vígi fyrir þetta lið Liverpool að brjóta ísinn þar til um helgina. Ætti nú engan að undra ef þetta reynist upphafið að nýrri valdatíð liðsins frá Bítlaborginni. kristoferk@mbl.is Verðlaunasafnið stækkar  Erfiði Klopps bar loks ávöxt  Tottenham koðnaði niður á ögurstundinni AFP Sigurför Liverpoolmenn mættir með verðlaunagripinn heim til Englands þar sem þeim var vel fagnað. Hans Viktor Guðmundsson sendi Fjölni á topp 1. deildarinnar í fót- bolta, Inkasso-deildarinnar, þegar hann skoraði nokkrum mínútum fyrir leikslok í 1:0-sigri á Njarðvík. Fjölnismenn eru því efstir eftir fimm umferðir en þeir hafa unnið fjóra leiki og eru tveimur stigum á undan Keflavík og Víkingi Ó. Þórsarar eru skammt undan eftir mikilvægan 2:0-sigur á Þrótti R. í gær. Alvaro Montejo, sem skoraði 16 mörk í fyrra, kom Þór yfir og Sigurður Marinó Kristjánsson skor- aði í lokin. Fjölnismenn einir á toppnum Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Hetjan Hans Viktor, hér í leik gegn Magna, skoraði gegn Njarðvík. Afar óvænt úrslit urðu í 16-liða úr- slitum bikarkeppni kvenna í fót- bolta um helgina þegar Fylkir vann 1:0-sigur á Íslands- og bikarmeist- urum Breiðabliks. Kristín Þóra Birgisdóttir skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik og þung sókn Blika- kvenna dugði ekki til. Fylkir, sem þá lék í 1. deild, komst óvænt í und- anúrslit bikarsins í fyrra. Ásamt Fylki eru komin í 8-liða úrslitin lið HK/Víkings, KR, Sel- foss, ÍA, Þórs/KA, Vals og Tinda- stóls sem er eina liðið úr 1. deild sem enn er í keppninni. Meistararnir úr leik í Árbænum Morgunblaðið/Hari Áfram Fylkiskonur fögnuðu ákaft sigurmarkinu gegn Breiðabliki. Kolbeinn Sigþórsson sneri aftur út á völlinn eftir meiðsli og spilaði síðustu 20 mínúturnar í 2:0-sigri AIK á Hamm- arby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Þetta var annar leikur Kolbeins fyrir AIK en þrátt fyrir meiðsli und- anfarið var hann á föstudag valinn í íslenska landsliðið sem mætir Albaníu í undankeppni EM á laugardaginn kl. 13. Viðar Örn Kjartansson, sem einnig er í íslenska lands- liðshópnum, lék allan leikinn fyrir Hammarby en náði ekki að bæta við mörkin 5 sem hann hefur skorað á leiktíðinni. AIK er eftir sigurinn í 3. sæti með 24 stig og leik til góða á topplið Malmö sem er með 30 stig. Arnór Ingvi Trausta- son, þriðji landsliðsmaðurinn, lék allan leikinn fyrir Malmö í 1:0-útisigri á ný- liðum Helsingborgar í gær. Andri Rúnar Bjarnason lék sömuleiðis allan leik- inn fyrir heimamenn sem eru með 10 stig í þriðja neðsta sæti. Í sænsku 1. deildinni skoraði Óttar Magnús Karlsson sigurmark Mjällby í 1:0-sigri á Jönköping. Þeir Gísli Eyjólfsson komu inn á sem varamenn. Náði að spila fyrir landsleiki Kolbeinn Sigþórsson Martin Hermannsson fór fyrir sínum mönnum í Alba Berlín á lokakaflanum í 100:93-sigri á Oldenburg á úti- velli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum þýsku 1. deild- arinnar í körfubolta. Eftir að Oldenburg hafði minnkað muninn í 86:83 setti Martin niður mikilvæga þriggja stiga körfu, víti skömmu síðar, og Alba komst í 94:83 þegar mínúta var eftir. Þar með var sigurinn í höfn. Martin var næststigahæstur í Berlínarliðinu með 15 stig en hann gaf einnig 3 stoðsendingar á þeim 23 mín- útum sem hann spilaði. Liðin mætast aftur á miðvikudag en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin. Haukur Helgi Pálsson hafði hægt um sig í sóknarleik Nanterre þegar liðið tapaði 91:72 gegn Lyon í fyrsta leik liðanna í undan- úrslitunum um franska meistaratitilinn. Haukur skoraði 3 stig og gaf 1 stoðsendingu auk þess að taka 3 fráköst í leiknum. Liðin mætast að nýju, aftur í Lyon, annað kvöld. Vinna þarf þrjá leiki. Martin góður í undanúrslitum Martin Hermannsson Þýskaland Undanúrslit, fyrsti leikur: Oldenburg – Alba Berlín .................. 93:100  Martin Hermannsson skoraði 15 stig og gaf þrjár stoðsendingar á 23 mín hjá Alba.  Staðan er 1:0 fyrir Alba Berlín en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. Frakkland Undanúrslit, fyrsti leikur: Lyon-Villeurbanne – Nanterre ......... 91:72  Haukur Helgi Pálsson skoraði þrjú stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu fyrir Nanterre á 20 mínútum.  Staðan er 1:0 fyrir Lyon-Villeurbanne en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. Argentína 8-liða úrslit, þriðji leikur: Regatas – Instituto de Cordoba......... 94:88  Ægir Þór Steinarsson skoraði fimm stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsend- ingar á 23 mínútum fyrir Regatas.  Cordoba er 2:1 yfir en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. KÖRFUBOLTI Svíþjóð AIK – Hammarby .................................... 2:0  Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 70. mínútu hjá AIK.  Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn með Hammarby. Helsingborg – Malmö.............................. 0:1  Andri Rúnar Bjarnason lék allan leikinn með Helsingborg.  Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn með Malmö. Eskilstuna – Norrköping........................ 0:2  Guðmundur Þórarinsson lék fyrsta klukkutímann með Norrköping. B-deild: Mjällby – Jönköping................................ 1:0  Gísli Eyjólfsson kom inn á hjá Mjällby á 61. mínútu og Óttar Magnús Karlsson á 79. mínútu. Óttar skoraði sigurmarkið. Noregur B-deild: Aalesund – Ull/Kisa ................................ 1:0  Aron Elís Þrándarson skoraði sigur- mark Aalesund og fór af velli í uppbótar- tíma. Daníel Leó Grétarsson lék fyrstu 70 mínúturnar, Hólmbert Aron Friðjónsson leysti Aron Elís af hólmi. Sandefjord – Sogndal.............................. 0:3  Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með Sandefjord en Emil Pálsson er meiddur. Start – Skeid............................................. 2:0  Aron Sigurðarson lék allan leikinn og skoraði fyrra mark Start og Kristján Flóki Finnbogason lék síðustu 25 mínúturnar. Jóhannes Harðarson er þjálfari liðsins. Vináttulandsleikir kvenna England – Nýja-Sjáland.......................... 0:1 Noregur – Suður-Afríka .......................... 7:2 Vináttulandsleikir karla Tyrkland – Úsbekistan ............................ 2:0 Frakkland – Bólivía.................................. 2:0 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.