Morgunblaðið - 19.06.2019, Blaðsíða 32
Með Punktum og peningum
getur þú nýtt Vildarpunkta
Icelandair upp í hvaða flug sem
er. Líttu inn á vefinn okkar og
lækkaðu verðið á ferðinni þinni.
airicelandconnect.is
Settu punktinn
yfir ferðalagið
Norðurlandahúsið í Þórshöfn í Fær-
eyjum opnaði sýningu á verkum eft-
ir Ragnar Kjartansson á laugardag-
inn, 15. júní. Sýningin ber titilinn
Nøkur verk og stendur yfir til 18.
ágúst. Á henni má sjá verkin „Nur
wer die Sehnsucht kennt“ og „A lot
of Sorrow“, 15 teikningar úr röðinni
Omnipresent Salty Death og vídeó-
verkið „Satan is Real“.
Sýning á verkum
Ragnars í Færeyjum
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 170. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Breiðablik er aftur komið á topp
Pepsi Max-deildar karla í knatt-
spyrnu eftir 3:1 sigur gegn Stjörn-
unni í Garðabænum í gærkvöld eftir
að hafa lent undir í leiknum. KR-
ingar geta endurheimt toppsætið í
deildinni í kvöld en með sigri gegn
Val á heimavelli ná þeir eins stigs
forskoti á Kópavogsliðið. »27
Breiðablik aftur
komið í toppsætið
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
„Fyrir mér var þetta
alltaf hrikalega spenn-
andi kostur. Það má
alveg kalla Kais-
erslautern sofandi
risa og ég held að
flestir viti að þetta
félag á ekki heima í
þessari deild. Nú
tekst ég á við nýja
áskorun sem ég er
mjög spenntur fyr-
ir,“ segir bolvíski
markakóngurinn
Andri Rúnar Bjarna-
son, sem er genginn í
raðir þýska C-deildar-
liðsins Kaiserslautern
frá sænska liðinu
Helsingborg. »25
Áskorun sem ég er
mjög spenntur fyrir
hafi smíðakunnáttan komið sér vel.
„Þegar ég var á Patró dreif ég í að
smíða grindverk utan um prestsbú-
staðinn. Smiður úr þorpinu kom þá
til mín og við tókum spjall saman.
„Þú ert nú bara líklegur við þetta“,
sagði hann og kannski var þetta
með öðru kveikjan að því að ég fór
að hugsa meira um frekara nám.“
Hann var með skepnur í Odda og
segist þá meðal annars hafa inn-
réttað gripahús. Hann hafi kennt í
Grunnskólanum á Hellu í sjö ár og
verið smíðakennari síðasta vet-
urinn. „Þessi smíðaárátta hefur
læðst að mér úr ýmsum áttum,“
segir hann og leggur áherslu á að
gott sé að sökkva sér ofan í smíðar,
þegar annað, eins og til dæmis nám
eða vinna, sé íþyngjandi. „Það er
eins og ein tegund álags eða fyrir-
hafnar leysi aðra af hólmi. Svo má
ekki gleyma því að Jesús og Jósef
voru smiðir og stundum er gaman
að rifja það upp að smíðarnar eru
ekki fjarlægar guðspjöllunum.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sr. Sigurður Jónsson, sóknar-
prestur í Áskirkju í Reykjavík und-
anfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsa-
smíði í kvöldskóla Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti á dögunum.
„Ég held því fram að það sé mjög
gott fyrir alla, og ekki síst presta,
sem fást við andleg viðfangsefni, að
hafa eitthvert handverk að að
hverfa,“ segir hann og bætir við að
handverkinu fylgi mikil hvíld.
„Ég er úr sveit og þar þurfti ég
að geta rekið saman fjárhús-
grindur og gert við girðingar og í
seinni tíð hefur blundað í mér að
læra betur til þessara verka, læra á
trésmíðavélarnar og geta orðið
meira sjálfbjarga, fækka þumal-
puttunum,“ segir Sigurður um
ástæður þess að hann fór í námið.
„Svo stendur til að byggja sumar-
bústað og ekki er verra að geta
reist hann sjálfur.“
Sveinsprófið aukaatriði
Námið hófst 2013. Sigurður tók
einn til tvo áfanga á önn nema hvað
tvö ár duttu út. Hann segist hafa
haft mikla ánægju af náminu en
bendir á að hann þurfi að fá 72
vikna samning til þess að ljúka
sveinsprófi. „Kennararnir sögðu
reyndar að ég væri búinn að vera
svo lengi við störf hjá meist-
aranum, það er frelsaranum, að
sveinsprófið væri aukaatriði.“
Sigurður varð stúdent frá FB
1982. Hann segir að þá hafi mynd-
og handmennt verið skylduáfangi
til stúdentsprófs úr máladeild. Um
smíðaáfanga hafi verið að ræða og
þar hafi hann smíðað forláta bóka-
hillu, sem hann eigi enn. „Þá hafði
ég þegar gert það upp við mig að
fara í guðfræði og ekki hvarflaði að
mér að söðla um og læra þetta þó
ég hafi haft afskaplega gaman af
smíðinni.“ Að loknu guðfræðinám-
inu var Sigurður prestur á Pat-
reksfirði og í Odda á Rangárvöllum
í samtals 18 ár, þar af þrjú fyrstu
árin fyrir vestan. Hann segir að þá
Smíðar eru ekki fjar-
lægar guðspjöllum
Sr. Sigurður Jónsson útskrifaðist úr húsasmíði
Hagleiksmaður Sr. Sigurður Jónsson við lespúlt eftir hann.