Morgunblaðið - 19.06.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, lokað um helgar í sumar Full búð af glæsilegum sundfötum Misty Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Almennt hefur aukning verið á ábúð lunda á landinu þó með einhverjum undantekningum. Þetta segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Nátt- úrustofu Suðurlands, sem hefur séð um hið árlega lundarall, sem nú stendur yfir, frá 2010. Erpur segir athyglisvert hversu snemma lundinn hafi verpt víða norðanlands og telur tilfærslu hafa orðið á varptíma. Til dæmis nefnir hann varp í Grímsey í Steingríms- firði þar sem lundarnir hafi byrjað að verpa upp úr 20. apríl sem telst óvenju snemmt en það er mánuði fyrr en vanalega. Ekki góðs viti að sjá ekki lunda Erpur segist vera spenntastur fyrir Breiðafirði og Vestmannaeyj- um, en hópur heldur til Eyja á morg- un til að kanna ábúðina þar. Erpur segist þó hafa nokkrar áhyggjur af varpinu í Vestmannaeyj- um. „Það var rosalega mikið af fugli þar í vor. Við höfum aldrei séð eins mikið af fugli frá því fyrir aldamót en nú hefur eiginlega ekkert sést undanfarnar tvær vikur,“ segir Erp- ur og bætir við að þar sem lundinn eigi að vera búinn að verpa á þessum tíma árs sé ekki góðs viti að ekki sjá- ist fugl í varpinu í svo langan tíma. „Þetta er vísbending um að eitthvað sé að. Þá eru fuglarnir stressaðir og þeir hafa ekki tíma til að hanga í varpinu og eru að reyna að komast sem mest í fæðu,“ segir Erpur. Í Elliðaey í Breiðafirði mældist ábúð 86%, sem er hæsta mæling Náttúrustofu Suðurlands á þeim stað til þessa. „Það er mjög mikil- vægt svæði því þarna er yfir hálf milljón para. Við erum að vona að síl- in fari að sýna sig þar,“ segir Erpur. Lundavarp fyrr á ferðinni í ár  Almenn aukning á ábúð lunda Morgunblaðið/Ómar Lundarall Skoðun á ábúð lunda heldur áfram í Eyjum á morgun. Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Flogið var af stað með mjaldrasyst- urnar Little Grey og Little White frá Kína í gærkvöldi og er koma þeirra á Keflavíkurflugvöll væntan- leg fyrir hádegi í dag. Flogið verður með mjaldrana beint frá Sjanghæ til Keflavíkur og er áætlað að flugið taki um 11 klukkustundir en ferða- lagið í heild sinni um 26 klukku- stundir. Á mánudag lá fyrir að rússnesk yfirvöld myndu gefa flutningsvél mjaldranna, Boeing 747-400 ERF, vöruflutningaþotu Cargolux, leyfi til að fljúga yfir lofthelgi Rússlands og stytti það áætlaðan flugtíma eilítið, að sögn Sigurjóns Inga Sigurðs- sonar, verkefnastjóra hjá sérverk- efnadeild TVG-Zimzen. Verða að treysta á veðrið Verkefnið er umfangsmikið að sögn Sigurjóns: „Bandaríski flug- herinn átti að vera í viðbragðsstöðu í dag, ef veðrið yrði slæmt myndi vél hersins fljúga með mjaldrana frá Keflavíkurflugvelli til Vestmanna- eyja,“ segir Sigurjón en ákveðið var í gærmorgun að taka þann mögu- leika af borðinu. „Við verðum bara að treysta á ís- lenskt veður,“ segir Sigurjón og kveðst bjartsýnn á að veðrið verði álíka gott og á undanförnum dögum. Mjaldrasysturnar, sem báðar eru 12 ára, koma alla leið frá sædýra- garðinum Changfeng Ocean World í Sjanghæ þar sem þær hafa skemmt almenningi síðan þær voru fangaðar við Rússland árið 2011. Þá voru þær einungis 2-3 ára gamlar en vera þeirra í Vestmannaeyjum gæti orðið löng þar sem mjaldrar geta náð 40- 50 ára aldri. Mjaldurinn var fyrsta hvalateg- undin sem veidd var gagngert í þeim tilgangi einum að hafa lifandi til sýn- is í búrum, að því er fram kemur í bókinni Hvalir eftir Sigurð Ægisson og Jón Baldur Hlíðberg, þar sem fjallað er um mjaldurinn. Mjaldur- inn, sem gjarnan er kallaður kanarí- fugl hafsins, getur synt aftur á bak og snúið höfðinu til, bæði fram og aftur og til beggja hliða. Hann er hjarðdýr og samanstanda hóparnir oft af 5 til 20 dýrum sem geta verið kýr og afkvæmi þeirra, ung og eldri, eða eingöngu fullorðnir tarfar. Little Grey og Little White verða einar í sjókvínni fyrst um sinn en fram hef- ur komið að pláss sé fyrir 12 hvali í kvínni og ekki hefur verið útilokað að fleiri bætist í hópinn. Mjaldrarnir munu búa í sérsmíð- aðri sjókví í Klettsvík í Vestmanna- eyjum, þar sem einn frægasti há- hyrningur heims, Keikó heitinn, dvaldi á árunum 1998 til 2002. Hann var endanlega látinn laus sumarið 2002 en drapst einu og hálfu ári síð- ar við Araviksfjord í Noregi, 27 ára að aldri. Dvelja í tönkum í nokkrar vikur Þegar Little Grey og Little White koma til Vestmannaeyja munu þær dvelja í tönkum í nokkrar vikur til aðlögunar áður en þær synda frjáls- ar í sjókvínni, að sögn Sigurjóns, þar sem aðstæðurnar í Klettsvík eru frá- brugðnar því sem þær eru vanar: „Mjaldrarnir fara í tanka og verða í sóttkví þar í nokkrar vikur. Vatnið verður líka temprað þar en þeir eru vanir 15-20 gráðum. Sóttkvíartíminn verður notaður til að kæla niður vatnið til að venja þá við aðstæð- urnar í Klettsvík,“ segir Sigurjón og bætir við að mikilvægt sé að mjaldr- arnir dvelji í sóttkvínni í 4 til 6 vikur. Góðgerðarsamtökin Sea Life Trust standa að flutningi mjaldr- anna í samstarfi við dýraverndunar- samtökin Whale and Dolphin Con- servation og afþreyingarfyrirtækið Merlin Entertainment, sem rekur meðal annars Legoland. Sjókvíin í Klettsvík er fyrsta opna griðasvæðið í heiminum sem ætlað er hvölum og gáfu sjávarútvegsráðuneytið og MAST leyfi fyrir komu hvalanna í júní 2017. Strembið ferðalag framundan Ferðalagið er mjöldrunum strembið og frestun komu þeirra í mars síðastliðnum ber þess merki. Þá álitu aðstandendur verkefnisins veðurskilyrðin of slæm til að hægt væri að flytja mjaldrana til sinna nýju heimkynna í sjókvínni í Kletts- vík í Vestmannaeyjum, þar sem Keikó dvaldi áður fyrr. Að loknu 11 klukkustunda flugi frá Sjanghæ þegar mjaldrarnir lenda hefst mikil vinna. Skipta þarf um vatn í báðum tönkum Little Grey og Little White, sem hvor um sig vega um 9 tonn, en hvor mjaldurinn vegur um eitt tonn. Þar að auki þarf flutningabíll sem kemur til með að flytja mjaldrana til Landeyjahafnar að fara í sóttkví um leið og mjaldr- arnir eru fluttir í tönkunum í bílinn. „Þetta er fyrsta verkefnið af þessu tagi sem við tökum að okkur. Þetta er búinn að vera langur og strangur undirbúningur sem hefur gengið vonum framar. Nú er bara að treysta á það að allt gangi eins og planið segir til um,“ segir Sigurjón, spurður um reynslu fyrirtækisins af flutningi á lifandi dýrum. Mikill öryggisviðbúnaður Mjaldrarnir verða fluttir með sér- útbúnum flutningabíl á vegum TVG- Zimzen og eru tankar þeirra búnir talstöðvar- og myndavélakerfi sem gerir þjálfurum kleift að vera í tal- stöðvarsambandi við mjaldrana. Þjálfararnir munu þá sitja hjá bíl- stjórunum og fylgjast með hreyf- ingum og hljóðum mjaldranna sem gefa eflaust til kynna líðan þeirra. Ekið verður með mjaldrana til Landeyjahafnar um Suðurstrandar- veginn og verða fjögur öryggisstopp á leiðinni þar sem stoppað verður og kíkt á mjaldrana. Mjaldrarnir koma til landsins í dag  Vestmannaeyja-mjaldrar væntanlegir til Eyja klukkan 17 í dag  Flogið beint frá Sjanghæ til Keflavíkur  Áætlað að ferðalagið frá sædýragarðinum til Vestmannaeyja taki um 26 klukkustundir Vestmannaeyjar Sjanghæ Ferðalag mjaldranna til Vestmannaeyja Mjaldrarnir lenda í Kefl avík kl. 08:40, fara þaðan til Landeyjahafnar og eru komnir til Vest- mannaeyja um kl. 17 Vélin fór í loftið í gær kl. 21.30 að íslenskum tíma K Í N A Mjaldrarnir yfi rgáfu sædýragarðinn í gær kl. 15 að íslenskum tíma og því er áætlað að ferðalagið taki um 26 klst. Ljósmynd/Cargolux Langt flug Ferðalagið til Keflavíkur ætti að taka 11 klukkustundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.