Morgunblaðið - 19.06.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.06.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is MÁLA Í SUMAR? VITRETEX á steininn. HJÖRVI á járn og klæðningar. var það hið fullkomna andsvar að mæta í Garðabæinn og hirða þrjú stig með öflugri frammistöðu. Stjarnan í frjálsu falli Garðbæingar voru í harðri titil- baráttu í fyrra áður en þeir lutu í lægra haldi fyrir Völsurum. Margir lykilmenn í Stjörnunni eru komnir á seinni ár ferilsins og þá var félagið ró- legt þegar félagsskiptaglugginn var opinn. Garðbæingum var það í lófa lagið að fylgja eftir árangrinum í fyrra með nýjum og ferskum leik- mönnum en félagið virðist hafa sofn- að á verðinum. Stjarnan hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm deild- arleikjum sínum og gæti verið átta stigum frá toppnum, vinni KR leik sinn í kvöld. Innkoma Arons skaut Breiðabliki á toppinn  Maður leiksins skoraði frá hornfánanum Heimamenn koðnuðu niður Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Grannaslagur Sölvi Snær Guðbjargarson og Guðjón Pétur Lýðsson í baráttunni í Garðabænum í gærkvöld. Í GARÐABÆ Kristófer Kristjánsson kristofer@mbl.is Breiðablik endurheimti toppsætið í efstu deild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, með því að leggja Stjörnuna að velli, 3:1, á Samsung- vellinum í Garðabæ í gærkvöldi. Leikurinn var sá fyrsti í níundu um- ferðinni og getur KR því skotist aftur á toppinn áður en umferðin er úti. Stjarnan hefur átt ansi slitróttu gengi að fagna undanfarið en það var þó ekki að sjá á Garðbæingum fram- an af í gærkvöldi. Heimamenn léku af krafti og uppskáru verðskuldað mark snemma í síðari hálfleik en það skor- aði Ævar Ingi Jóhannesson eftir darraðardans inni í vítateig Blika. Skömmu síðar fór Ævar Ingi af velli ásamt Sölva Snæ Guðbjargarsyni en þeir voru tveir af sprækari mönnum Stjörnunnar. Á sama tíma gerðu Blikar sína fyrstu skiptingu er Aron Bjarnason kom inn fyrir Andra Rafn Yeoman og átti það útspil Ágústs Gylfasonar þjálfara eftir að ríða baggamuninn. Aron óðstöðvandi Blaðamaður rak upp stór augu þegar hann sá nafn Arons á vara- mannabekknum á leikskýrslu en hann hefur verið einn besti leikmaður mótsins til þessa. Með innkomu hans færðu gestirnir sig upp á skaftið og Aron sjálfur jafnaði metin á 66. mín- útu með glæsilegu og ótrúlegu skoti við hornfánan og gerði varn- armönnum Stjörnunnar ítrekað skrá- veifu með snerpu sinni og tilþrifum á vinstri kantinum. Það var svo Guðjón Pétur Lýðsson sem kom Blikum yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu áður en Aron lagði upp á Alexander Helga Sigurðarson í uppbótartíma sem rak smiðshöggið á sigurinn. Eftir súrt tap gegn Fylki í síðustu umferð 1:0 Ævar I. Jóhannesson 49. 1:1 Aron Bjarnason 66. 1:2 Guðjón P.Lýðsson 78. 1:3 Alexander H. Sigurðarson 90. I Gul spjöldElfar Freyr Helgason, Damir Muminovic (Breiðabliki), Baldur Sig- urðsson (Stjörnunni). Dómari: Þorvaldur Árnason, 7. Áhorfendur: Á að giska 850. Stjarnan – Breiðablik 1:3 M Alex Þór Hauksson (Stjörnunni) Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjörnunni) Ævar Ingi Jóhannesson (Stjörnunni) Arnar Sveinn Geirsson (Breiðabliki) Aron Bjarnason (Breiðabliki) Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðabliki) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki) Dregið var í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar og Evrópu- deildarinnar í knattspyrnu í gær. Ís- landsmeistarar Vals voru eina ís- lenska liðið í pottinum í Meistara- deildinni og þeir mæta Maribor, sem er sigursælasta félag í sögu Slóveníu og hefur alls orðið meistari 15 sinn- um. Maribor sló FH úr leik í þriðju umferð undankeppninnar fyrir tveimur árum, en fyrri leikurinn fer fram að Hlíðarenda 9. eða 10. júlí og útileikurinn fer fram 16. eða 17. júlí. Í undankeppni Evrópudeild- arinnar dróst Breiðablik gegn liði Vaduz frá Liechtenstein. Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði Blika, lék með Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni árið 2009 ásamt Guðmundi Stein- arssyni, aðstoðarþjálfara Breiða- bliks. Fyrri leikurinn fer fram í Kópavogi. KR mætir Molde frá Nor- egi og byrjar á útileik og þá mætir Stjarnan eistneska liðinu Levadia Tallinn og byrjar á heimaleik. Leik- irnir í undankeppni Evrópudeild- arinnar fara fram 11. júlí og þeir síð- ari 18. júlí. Morgunblaðið/Eggert Evrópukeppni Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði Blika, spilaði með Vaduz. Blikar halda á slóðir fyrirliða og þjálfara  Rasmus Lauge, leikstjórnandi danska landsliðsins og nýkrýndur þýskur meistari með Flensburg, hefur verið útnefndur handboltamaður árs- ins í Danmörku annað árið í röð. Lauge fékk 50% atkvæðanna, stórskyttan Mikkel Hansen varð annar með 29% og markvörðurinn Niklas Landin varð þriðji með 5%. Lauge yfirgefur Flens- burg í sumar og gengur í raðir ung- verska meistaraliðsins Veszprém.  Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, fer upp um 247 sæti á heimslistanum í golfi eftir sigurinn á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi sem var hluti af Nordic Golf- mótaröðinni. Guðmundur er í 749. sæti á heimslistanum og er efstur Ís- lendinga á honum. Næstur á eftir hon- um er Skagamaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson sem er í 1.286. sæti.  Spænski miðjumaðurinn Juan Mata og Manchester United hafa náð sam- komulagi um nýjan samning en núgild- andi samningur leikmannsins rennur út um næstu mánaðamót. Breskir fjöl- miðlar greindu frá því gær að Mata og forráðamenn United hefðu náð sam- komulagi um nýjan samn- ing og er reiknað með að hann muni gilda til ársins 2021. Mata kom til United frá Chelsea fyrir fimm árum. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.