Morgunblaðið - 19.06.2019, Blaðsíða 8
Búist við farþegaleyfi fyrir vikulok
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Búist er við að prófunum á nýrri
ferju Eyjamanna, Herjólfi VI, verði
lokið í lok vikunnar og ferjan geti þá
fengið skráð farþegaleyfi. Þetta seg-
ir Guðbjartur Ellert Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Herjólfs ohf., í sam-
tali við Morgunblaðið. Þá segir hann
að búið sé að sækja um farþegaleyfi
fyrir ferjuna, og nú standi yfir ýms-
ar prófanir á skipinu, líkt og venja er
til þegar nýjar farþegaferjur eru
settar á sjó. „Ég geri ráð fyrir því að
þetta verði komið fyrir vikulokin.
Bæði haffærisskírteini og farþega-
leyfi,“ segir Guðbjartur.
Nýr Herjólfur lagðist að bryggju í
Vestmannaeyjum síðastliðið föstu-
dagskvöld eftir ferðalag frá Póllandi
og eru prófanir á ferjunni strax
hafnar, sem vita að stærstu leyti að
tveimur hlutum, að sögn Guðbjarts.
„Þetta er tvennt. Það eru annars
vegar sæti fyrir farþega og hins veg-
ar öryggisáætlun. Þ.e. hversu lang-
an tíma það tekur að rýma skipið af
þessum farþegum.“
Spurður hvort nýja skipið verði
háð einhverjum hlutlægum tak-
mörkunum, svo sem ákveðinni öldu-
hæð, segir Guðbjartur að svo sé
ekki. „Þetta er bara skip eins og
hvert annað. Öll skip hafa sínar tak-
markanir frá náttúrunnar hendi.
Það er engin regla sem gildir um
þetta skip frekar en önnur skip á Ís-
landi.“
Prófanir á Herjólfi standa nú yfir Haffærisskírteini líka komið fljótlega
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Nýr Herjólfur Við Heimaklett.
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Veldu öryggi
SACHS – demparar
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA
Illa rökstutt furðuplagg „hæf-isnefndar“ sem forsætisráð-
herra kom sér upp vegna S.Í. ber
með sér að vera óbrúklegt. Jón
Magnússon lögmaður telur fleira
koma til:
Benedikt Jó-hannesson
fyrrverandi for-
maður Viðreisnar
og fjármálaráð-
herra dró umsókn
sína um stöðu
seðlabankastjóra til baka og vís-
aði til þess að hæfisnefnd sem for-
sætisráðherra skipaði hefði ekki
þá burði, sem nauðsynlegt væri.
Full ástæða er til að taka undir
með Benedikt og fleira kemur til.
Hlutverk Seðlabanka Íslandser m.a. að hafa eftirlit af
ýmsu tagi með starfsemi fjár-
málafyrirtækja þ. á m. Lands-
bankans, svo sem reglum um
lausafé, bindiskyldu og gjaldeyr-
isjöfnuð. Þá stendur til að sam-
eina Fjármálaeftirlitið og Seðla-
bankann, þannig að nánast allt
eftirlit með bankastarfsemi við-
skiptabanka verður á höndum
seðlabankastjóra.
Formaður hæfisnefndarinnarvar skipuð Sigríður Bene-
diktsdóttir sem er bankaráðs-
maður í Landsbanka Íslands. Öll-
um ætti að vera það ljóst, að það
er í hæsta máta óeðlilegt að
bankaráðsmaður viðskiptabanka
taki þátt í vali á þeim sem á að
hafa eftirlit með starfsemi bank-
ans.
Draga verður í efa að hæfis-nefndin hafi það hæfi sem
hún hefði þurft að hafa til að það
væri hafið yfir allan vafa, að hún
væri óvilhöll. Það er ekki gott
þegar bankaráðsmaðurinn tekur
þátt í að velja þann, sem á að hafa
eftirlit með henni sjálfri.“
Jón Magnússon
Vanhæfisformaður
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Yfirkjörstjórn hefur sent frá sér
umsögn vegna kæru Vigdísar
Hauksdóttur, borgarfulltrúa Mið-
flokksins, um lögmæti borgar-
stjórnarkosninganna sem fram
fóru vorið 2018 og kæru Gunnars
Kristins Þórðarsonar, oddvita
Karlalistans í sömu kosningum.
Kæra Gunnars snýr að íhlutun
þáverandi meirihluta í Reykjavík-
urborg í aðdraganda kosninga.
Samkvæmt upplýsingum frá Evu
B. Helgadóttur, formanni yfirkjör-
stjórnar í Reykjavík, skilaði yfir-
kjörstjórn umsögn um kæruna í
gær til kærunefndar sem sýslu-
maðurinn á höfuðborgarsvæðinu
skipaði en í henni sitja hæstarétt-
arlögmennirnir Ásgeir Þór Árna-
son, Sigurður Jónsson og Hulda
Rós Rúriksdóttir.
Kærunefndin hefur viku til þess
að kveða upp úrskurð og má
vænta tíðinda af kærum vegna
borgarstjórnarkosninganna 2018
næstu daga eða í byrjun næstu
viku.
Lögmæti borgarstjórnar-
kosninga ljóst í næstu viku
Morgunblaðið/Eggert
Úrskurður Tíðinda er að vænta af kærum vegna borgarstjórnarkosninga.