Morgunblaðið - 25.06.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 25.06.2019, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 5. J Ú N Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  147. tölublað  107. árgangur  MÆÐGUR ÚTSKRIFUÐUST SAMTÍMIS ÍSLAND ER ENGU LÍKT ÍVAR HEFUR VERIÐ 52 ÁR Á SJÓNUM DURAN DURAN Í HÖLLINNI 36 BYRJAÐI 16 ÁRA 6STUDDU HVOR AÐRA 11 Þriggja ára framboð » Fjárfestir sem Morgunblaðið ræddi við telur það taka þrjú ár að selja þær 350 nýju íbúðir sem séu í sölu í miðborginni. » Við þá áætlun horfði hann til sölu síðustu áratuga. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Þá telur Magnús Árni Skúlason, sérfræðingur hjá Reykjavík Econo- mics, líkur á stórauknu framboði notaðra íbúða í miðborginni vegna samdráttar í ferðaþjónustu. Áhrifin af því séu mögulega mjög vanmetin. Fjárfest hefur verið fyrir tugi milljarða í hundruðum nýrra íbúða í miðborginni síðustu misseri. Horft er til vaxtaákvörðunar hjá Seðlabanka Íslands á morgun. Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsfólks fjármálafyrir- tækja, segir þunga skattbyrði þrengja að svigrúmi banka til að lækka vexti af útlánum. Aukagjöld á banka, á borð við bankaskatt og fjár- sýsluskatt, verði ekki greidd af „neinum öðrum en viðskiptavinum bankanna“. „Þessir skattar voru samtals rúmir 10 milljarðar 2018.“ Titringur á íbúðamarkaði  Sérfræðingar segja væntingar um verð lúxusíbúða í miðborginni vera brostnar  Skattlagning sögð þrengja að svigrúmi bankanna til að lækka vexti íbúðalána MMeðalverð seldra … »10 Morgunblaðið/Frikki Hagaskóli Glaðir nemendur. „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í slæmum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykja- víkurborg frest til 1. október til að bæta úr lélegum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga,“ segir Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sem gagnrýnir forgangs- röðun borgaryfirvalda. Hún segir nemendur og starfsfólk kvarta yfir slappleika, höfuðverk, auknu mí- greni og annarri vanlíðan vegna ástandsins í skólanum. Ingibjörg segir það vonbrigði að meirihluti borgarstjórnar skyldi ekki mæta betur undirbúinn á fund borgar- stjórnar 4. júní í umræðu sem fram fór að frumkvæði Kolbrúnar Bald- ursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, um ástand skólahúsnæðis og byggingar- og viðhaldsþörf skóla. Ingibjörg sem sendi borgarstjóra beiðni um fund í gegnum vef borg- arstjórnar fyrir fimm vikum hefur enn ekki fengið svar. Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir að borgarstjóri neiti borgarfulltrú- um um aðgang að skýrslu sem sýni stöðu fimm skóla í Reykjavík. »4 Mikil vanlíðan í Hagaskóla  Vinnueftirlitið komið í málið  Skólastjóri fær engin svör Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Gert er ráð fyrir vætu á höfuðborg- arsvæðinu næstu daga en yfirleitt björtu fyrir austan. Er því vissara fyrir skokkara og ferða- fólk í miðbæ Reykjavíkur að klæða sig betur eða að minnsta kosti að hafa með sér vatnsheldar yf- irhafnir. Ekki þarf þó að kvarta undan kulda. Margbrotið mannlíf að sjá í miðbæ Reykjavíkur Morgunblaðið/Eggert Höfuðborgarbúar og gestir þurfa að búa sig undir einhverja vætu næstu daga  Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síð- ustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega. „Ég er af- skaplega ánægð- ur með þetta en í mínum huga er það ein af grunn- stoðum réttarríkisins að refsingar séu fullnustuðar,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Ástæðan fyrir þessum árangri er að fleiri fangels- isrými eru nú í landinu. Þá er búið að breyta lögum þannig að hægt er að taka út refsingu með samfélags- þjónustu í meira mæli. »6 Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár Páll Winkel Alls bárust 336 kvartanir og skyld erindi varðandi heilbrigðisþjónustu til embættis landlæknis á síðasta ári og fjölgaði þeim um 59 á milli ára. Flestar kvartanir vörðuðu lækna en þar á eftir komu kvartanir vegna hjúkrunarfræðinga og tannlækna. Embætti landlæknis telur tvær skýringar vera á fjölgun kvartana. „Í fyrsta lagi vegna þess að fólk er orðið meðvitaðra um rétt sinn og í öðru lagi er þetta betri skráning hjá okkur,“ segir Dagrún Hálfdánar- dóttur, sviðsstjóri á sviði eftirlits og gæða hjá embætti landlæknis. Í ársskýrslu embættis landlækn- is, sem kom út fyrir helgi, kemur jafnframt fram að árið 2018 voru samtals rúmlega tíu þúsund óvænt atvik skráð í íslenskri heilbrigðis- þjónustu sem er heldur fleiri en árið 2017. Skráðum alvarlegum óvænt- um atvikum hefur fjölgað stöðugt á liðnum árum. Þau voru 45 á síðasta ári en árið 2017 voru þau 29. Þessi umtalsverða fjölgun er rakin til bættrar skráningar hjá embættinu fremur en raunaukningar á óvænt- um alvarlegum atvikum í heilbrigð- iskerfinu. »11 Kvörtunum til land- læknis fjölgaði í fyrra  Sala á borðviftum hefur marg- faldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið al- ræmda lúsmý. Flugan getur ekki athafnað sig nema í koppalogni og hægur andvari frá viftu getur kom- ið í veg fyrir bit í hendur eða fætur sem standa undan sæng að nóttu. Samkvæmt upplýsingum frá Byko er sala á viftum tífalt meiri en undanfarin ár. Salan í Húsasmiðj- unni er tvöföld. Í verslun Heim- ilistækja hefur viftusalan stórauk- ist og búið að selja um 1.000 viftur. Sums staðar eru viftur uppseldar en víða er von á aukasendingum til að bæta úr brýnni þörf. »4 Gustur Borðvifturnar eru uppseldar í mörgum verslunum en von á viðbót. Sala á viftum marg- faldast vegna lúsmýs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.