Morgunblaðið - 25.06.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 25.06.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Fyrningar óskilorðsbundinna dóma hafa einungis verið fimm það sem af er ári, en síðustu ár hafa fyrningar verið um og yfir 30 árlega. „Ég er ákaflega ánægður með þetta en í mínum huga er það ein af grunnstoðum réttarríkisins að refs- ingar séu fullnustaðar,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Það hefur verið vandamál alveg frá efnahagshruni að við höfum ekki náð að fullnusta allar refsingar en núna erum við loksins farin að sjá ár- angur með mikilli innspýtingu ríkis- valdsins í þennan málaflokk.“ Fleiri rými og úrræði Þeir einstaklingar sem ekki hafa sinnt boðun í fangelsi mega nú búast við því að sæta handtöku lögreglu. „Við viljum komast hjá því þannig að ég var að hvetja þetta fólk til þess að setja sig í samband við okkur og skipuleggja fangelsun vegna þess að það verða gefnar út handtökubeiðnir á alla þá sem ekki hafa mætt og er búið að gera í vissum tilvikum.“ Páll segir ýmislegt valda því að fyrningum hafi fækkað svo mikið. „Við erum með fleiri fangelsisrými en áður, en það er jafnframt búið að breyta lögum um fullnustu refsingar þannig að það er hægt að fullnusta fleiri refsingar með samfélagsþjón- ustu til dæmis. Önnur úrræði hafa sömuleiðis verið tekin upp eins og ökklabönd eða rafrænt eftirlit svo það er verið að vinna í þessu á öllum sviðum,“ segir hann. Þá er einnig sérstakt átaksverk- efni í gangi. „Þar sem teymi vinna í því að fara markvisst yfir þessa lista og tryggja að einstaklingar skili sér inn með góðu eða illu svo refsingar fyrnist ekki,“ segir Páll. Hann segir þó að ákjósanlegast væri að engir dómar myndu fyrnast. „Það er og verður markmiðið hjá okkur. Jafnframt stefnum við á að fullnusta komi í beinu framhaldi af dómsuppkvaðningu. Það er mjög stórt atriði í réttarríkinu sem við bú- um í, til þess að refsingarnar þjóni tilgangi sínum þá verði þær fullnust- aðar í beinu framhaldi af dómsupp- kvaðningu.“ Þetta þarf að bæta, að sögn Páls. „Sumir hafa beðið lengi. Það skýtur skökku við að boða mann í fangelsi sem hugsanlega hefur snúið af braut afbrota og hefur í nokkur ár verið að taka til í lífi sínu, kannski að mennta sig og kominn í vinnu og svo fram vegis og þá þarf viðkomandi að fulln- usta refsinguna mörgum árum seinna. Það er mjög öfugsnúið og á ekki að vera þannig. Við höfum verið að bregðast við þessu og stjórnvöld sömuleiðis.“ 28 3 6 9 20 35 32 35 35 5 Fjöldi fyrninga óskilorðsbundinna refsinga 2009 til 2018 og það sem af er ári 2019 40 35 30 25 20 15 10 5 0 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Heimild: Fangelsismálastofnun 2 Það sem af er ári Færri fangelsis- dómar fyrnast  Fleiri fangelsisrými og ný úrræði Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Á góðum skipum með traustri og góðri áhöfn er þetta starf ævintýrið eitt, ekki síst á dögum eins og núna þegar er sól og blíða og sjórinn hér á sundinu milli lands og Eyja speg- ilsléttur. Það er fínt að enda ferilinn svona,“ segir Ívar Gunnlaugsson, skipstjóri á Herjólfi. Frá liðnu hausti – og einnig fyrr á árum – hef- ur hann verið skipstjóri á Vest- mannaeyjaferjunni, skipinu sem tekið verður úr þjónustu þegar ný ferja, sem kom til landsins um dag- inn, fer í áætlunarsiglingar. Þar með lýkur sjómannsferli Ívars sem spannar 52 ár. Viðvaningur og bátsmaður Ívar var sextán ára þegar hann réð sig sem háseta á síldarbátinn Ot- ur frá Stykkishólmi. Eftir stutt út- hald þar munstraðist hann svo á Dettifoss, hvar Þóarinn Ingi Sig- urðsson móðurbróðir hans var skip- stjóri. „Ég byrjaði sem þilfars- drengur, eins og starfið var kallað,“ segir Ívar. „Sem slíkur var ég til að- stoðar í messanum, sá um uppvaskið, þreif vistarverur og var á dekkinu að skrapa og mála þegar stund gafst. Síðan hreinlega vann ég mig upp; var viðvangur, háseti og bátsmaður og eftir Sjómannaskólann stýrimaður á öllum stigum og loks skipstjóri,“ seg- ir Ívar. Ævintýri á Gullfossi Nánast allan sinn sjómannsferil hefur Ívar verið hjá Eimskip – utan nokkur misseri hjá Ríkisskipum fyrir um þrjátíu árum. „Mér telst til að ég hafi verið á um það bil fimmtíu skip- um. Mest hef ég verið í millilanda- siglingum, var meðal annars á Gull- fossi 1969-1970 þegar siglt var frá Íslandi til Hamborgar, Leith í Skot- landi og Kaupmannahafnar. Sá tími er sveipaður ævintýraljóma í margra huga sem ég skil vel. Annars hef ég mest verið í fraktsiglingum og í þeim finnur maður vel hvernig þjóð- arbúskapurinn gengur. Mest er flutt út af fiski og áli og þegar gott verð fæst fyrir þær afurðir eykst innflutn- ingur á neysluvörum,“ segir Ívar. „Breytingarnar eru annars mikl- ar. Þegar ég var á gamla Dettifossi árið 1968 voru 32 í áhöfn. Núver- andi skip með þessu nafni er er 14.600 tonn og skipverjar eru 13. Siglingatæki í dag eru líka allt önn- ur en var. Árið 1977 fengum við í skipin lórantæki sem við gátum staðsett okkur með hér á hafinu með hljóðmerkjum. Síðar komu svo GPS-tækin og síðan hefur hvað rek- ið annað,“ segir Ívar sem lengi var í strandsiglingum á Mánafossi og sigldi þá í hafnir í afskekktum byggðum landsins. Frá 2006 til 2012 var hann skipstjóri á Herjólfi og kom svo aftur inn síðasta haust. List í Landeyjahöfn „Maður er stundum órólegur á Herjólfi ef eitthvað er að veðri, því ábyrgðin sem fylgir því að vera skipstjóri með 400 farþega um borð er mikil. Sérstaklega gildir þetta um Landeyjahöfnina, að sigla þang- að inn er stundum heilmikil list og ekkert má bera út af,“ segir Ívar – sjómaður í hálfa öld og rúmlega það. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skipstjóri Ívar Gunnlaugsson í brúnni á Herjólfi. Sjómannsferillinn á stórskipum er langur og margt hefur gerst. Þilfarsdrengurinn í land  Ívar Gunnlaugsson í síðustu ferðunum á gamla Herjólfi  Hættir eftir 52 ár á sjó  Hefur verið á fimmtíu skipum Eyjólfur Árni Rafnsson, for- maður Samtaka atvinnulífsins, segir að í augum SA sé sjálfstæði lífeyrissjóðanna grundvallaratriði. Þetta sagði Eyjólfur Árni þegar Morgun- blaðið spurði hann í gær hvaða skoðun SA hefði á því að VR hefði skipt út fjórum stjórnarmönnum sínum í Lífeyr- issjóði verslunarmanna, afturkallað umboð þeirra og tilnefnt fjóra nýja stjórnarmenn í þeirra stað, vegna þess að stjórnin hafði ákveðið að hækka breytilega vexti verð- tryggðra sjóðfélagalána um 0,2%. „Við hjá Samtökum atvinnulífsins höfum enga skoðun á því hvaða stjórnarmenn aðrir aðilar skipa inn í stjórnir lífeyrissjóða,“ sagði Eyjólf- ur Árni. Hann segir að SA leggi áherslu á það hvert hlutverk lífeyrissjóða sé. „Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta með sem bestum hætti inneign sjóð- félaga til þess að greiða þeim ein- staklingum sem í hlut eiga eftirlaun þegar að því kemur,“ sagði Eyjólfur Árni. agnes@mbl.is Segir sjálfstæði sjóð- anna grundvallaratriði Eyjólfur Árni Rafnsson Farice ehf., sem rekur sæstrengina Farice og Danice, hefur lokið tveimur umbótaverkefnum í Bret- landi í þeim tilgangi að auka öryggi fjarskiptasambanda Íslands við um- heiminn. Verkefnin fólust í því að fjölga landleiðum frá landtökustað Farice-1 í Skotlandi til afhending- arstaðar í London og að taka í notk- un nýjan afhendingarstað í Slough, vestur af London. Landleiðir sæstrengsins frá Skot- landi til London hafa að mestu ver- ið tvöfaldar. Þær hafa verið taldar veikustu hlekkir fjarskiptakerfis fyrirtækisins. Farice hefur nú sam- ið við fjarskiptafyrirtækið BT Wholesale um að tengja tvær nýjar leiðir frá landtökustað til afhend- ingarstaða. Auk bætts öryggis eru samningarnir hagkvæmari en þeir eldri, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Notaður hefur verið einn afhend- ingarstaður í London. Til þess að dreifa áhættu hefur Farice bætt við nýjum afhendingarstað, í Slough vestur af London, hjá Equinix sem er eitt stærsta hýsingarfyrirtæki heims. helgi@mbl.is Öruggara samband við Evrópu Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.