Morgunblaðið - 25.06.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af
Ómar Ragnarsson skrifar:
Þrátt fyrir margskonar yfirlýs-ingar áratugum saman um
íbúalýðræði og
samráðsstjórnmál
hefur fólkið sem
býr í Skerjafirði
ekki mátt hafa
skoðanir á nær-
umhverfi sínu og
málefnum hverf-
isins.
Þetta gekk svo langt, að á tíma-bili stefndi í að eytt yrði
miklu fjármagni til þess að reisa
risavaxna hljóðmön meðfram
braut 13-31 til þess að vernda
íbúana fyrir því að heyra í flug-
vélum og sjá þær.
Þetta yrði gert vegna þess aðíbúarnir skyldu hafa þá skoð-
un, að þeir liðu fyrir umferðina
um flugvöllinn.
Það var ekki fyrr en íbúarnirbeittu sér eindregið gegn
þessari sóun á almannafé og settu
fram og fylgdu eftir þeirri óæski-
legu skoðun að mati yfirvalda, að
þeir vildu hafa ástandið óbreytt og
láta ekki byrgja fyrir það útsýni
til borgarinnar og fjallanna hand-
an Kollafjarðar, sem verið hafði
frá ómunatíð.
Þegar þetta gerðist hafði völl-urinn verið þarna í sex ára-
tugi og því höfðu allir, sem þar
áttu heima, vitað af því að hverju
þeir gengu þegar þeir settust þar
að eða bjuggu þar.
En það passaði alls ekki við þálöggiltu skoðun að fólk, sem
byggi nærri flugvöllum, hlyti að
vera og ætti að vera kvalið vegna
nábýlisins við þá.“
Ómar
Ragnarsson
Meina ekki
neitt með því
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Aðalfundur Faxaflóahafna sf., sem
haldinn var á föstudaginn, sam-
þykkti að arðgreiðslur ársins 2019
yrðu 50% af reglulegum hagnaði ár-
ið 2018 og 25% af óreglulegum
hagnaði eða alls 694,5 milljónir
króna. Hagnaður ársins 2018 var
1.076,8 milljónir króna.
Reykjavíkurborg er langstærsti
eigandi Faxaflóahafna sf. með
75,6% hlut og fær því stærstan
skerf af arðinum. Eins og fram kom
í frétt í Morgunblaðinu í fyrri mán-
uði taldi fjármálaskrifstofa borgar-
innar að svigrúm Faxaflóahafna sf.
til aukinna arðgreiðslna til eigenda
væri mikið. Argreiðslan nú er sú
langhæsta í sögu fyrirtækisins.
Hæst áður var hún árið 2017, eða
371 milljón.
Tillaga um arðgreiðsluna var
samþykkt á stjórnarfundi sl. föstu-
dagsmorgun. Fulltrúar Samfylking-
ar og Viðreisnar í Reykjavík,
fulltrúar Akraneskaupstaðar,
fulltrúi Borgarbyggðar og fulltrúi
Hvalfjarðarsveitar samþykktu hana
og bókuðu að hún væri „í góðu sam-
ræmi við ákvæði hafnarlaga og
undirstrikar að fyrirtækið hefur
alla fjárhagslega burði til að standa
undir tillagðri greiðslu sem er í
senn varfærin og ábyrg“.
Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks í
Reykjavík í stjórn Faxaflóahafna
féllust ekki á tillöguna enda gengju
arðgreiðslur lengra en tíðkast hef-
ur. Betur færi að sýna varfærni
enda væri framundan fyrirséður
samdráttur í efnahagslífinu og þá
um leið minnkandi tekjur.
sisi@mbl.is
Hafnirnar greiða myndarlegan arð
Morgunblaðið/RAX
Til hafnar Tekjur hafa aukist vegna
fjölgunar skemmtiferðaskipa.
Innkauparáð Reykjavíkur hefur
samþykkt heimild til framleng-
ingar á samningi við E. Her-
mannsson ehf., áður AFA JCDe-
caux Ísland ehf., um leigu og
rekstur á útisalernum í Reykjavík.
Umhverfis- og skipulagssvið hafði
óskað eftir heimildinni.
Um er að ræða 6 útisalerni í
miðborginni. Í greinargerð segir
að núgildandi samningur renni út í
lok júní og nauðsynlegt sé að
framlengja samninginn svo ekki
verði þjónustfall, eins og það er
orðað. Kostnaður til áramóta er
áætlaður 18 milljónir króna, með
virðisaukaskatti.
Fram kemur í greinargerðinni
að alls hafi verið greiddar krónur
417.821.976 í leigu fyrir salernin
frá árinu 2001. Sú fjárhæð upp-
reiknuð með byggingarvísitölu sé
rúmar 590 milljónir króna. Það
gera tæplega 100 milljónir króna
pr. salerni. Á móti kostnaðinum
kemur gjald sem notendur greiða.
Fyrir næstu áramót verði
„annaðhvort búið að vinna að nýju
salernisútboði, eða að fallið verði
frá þessari tilteknu þjónustu,“
segir í greinargerð skrif-
stofustjóra rekstrar og umhirðu
borgarlandsins.
Salernin eru mjög fullkomin.
Tryggt er að börn sem eru léttari
en fjórtán kíló geta ekki lokast
þar inni. Einnig opnast hurðin
sjálfkrafa eftir 15 mínútur. sis-
i@mbl.is
Kostnaður við úti-
salerni 590 milljónir
Borgin með sex salerni í miðborginni
Nýtt útboð eða fallið verði frá þjónustunni