Morgunblaðið - 25.06.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.06.2019, Qupperneq 14
FRÉTTASKÝRING Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Það hefur aldrei mátt aka bif-reið undir áhrifum áfengis.Í nýjum umferðarlögum erengin breyting þar á. Breytingarnar sem taka gildi um ára- mót eru þær, að refsimörk eru enn miðuð við 0,5 prómill en menn teljast ekki hæfir til að stjórna ökutæki eða teljast geta stjórnað ökuræki örugg- lega ef vínandamagn er á milli 0,2 til 0,5 prómill. Eftir einn ei aki neinn á jafnvel við í dag og eftir áramót þegar nýju lögin taka gildi. Minnkandi leyfi- legt hlutfall áfengismagns í blóði sendir þau skilaboð að það eigi aldrei að blanda saman áfengisnotkun og akstri ökutækja,“ segir Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem bendir á að breytingar á um- ferðalöggjöfinni séu til þess hugsaðar að auka umferðaröryggi og bæta um- ferðarmenningu. Helgi segir að breytingar hafi verið gerðar á frum- varpinu á síðustu dögunum áður en það var samþykkt sem lög. Refsi- mörkin séu enn þau sömu, þ.e. 0,5 prómill. Áður hafi ökumenn ekki ver- ið taldir hæfir til aksturs ef vín- andamagn fór yfir 0,29 prómill en það hafi verið fært niður í 0,2 prómill. Fari ökumenn yfir það viðmið er þeim gert að hætta akstri strax og málið skráð í málaskrá samkvæmt vinnulagi. „Við erum sáttir við allar breyt- ingar sem leiða til góðs. Það er gömul og ný saga að við breytingar á löggjöf þarf að fara í kerfisbundna skoðun hvað þýðingu lögin hafa. Einnig þarf að fara yfir hvað þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu á síðustu dögum þingsins þýði í auknum kostn- aði lögregluembættisins,“ segir Helgi og bætir við að sektir vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs renni allar til rík- issjóðs enda væri það óeðlilegt að sektirnar rynnu til lögreglu sem sér um að leggja þær á. Eftir einn ei aki neinn Rannsóknarstofa í lyfja- og eit- urefnafræði, sem heyrir undir lækna- deild Háskóla Ísland sér m.a. um þjónusturannsóknir á sviði rétt- arefnafræði fyrir lögreglu- og dóms- yfirvöld. Öll blóðsýni sem tekin eru vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkiefna eru rannsökuð á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræðum. Kristín Magn- úsdóttir, sviðsstjóri á Rannsókna- stofu í lyfja og eiturefnafræðum við Háskóla Íslands segir nýju lögin skýr skilaboð um að ekki megi drekka áfengi og aka bifreið en það hafi eldri lög einnig gert. Að sögn Kristínar mælir Rann- sóknastofa í lyfja og eiturefnafræðum magn etanóls sem sé áfengi, í blóði ökumanna sem grunaðir eru um akst- ur undir áhrifum áfengis. Sterkt áfengi t.d. vodki og viský innihalda meira en 20% af etanóli á meðan et- anólstyrkur í léttvíni sé algengur frá 12 til 14,5%. „Drykkir og vörur þar sem et- anólmagn mælist undir 2,25% eru tal- in matavara. Innihald etanól í pilsner er 0 til 2,25% og fellur því pilsner und- ir þá skilgreiningu að vera matvara en ekki áfengur drykkur. Maltöl inni- hélt áður fyrr etanóli en það var fjar- lægt úr drykknum fyrir nokkrum ár- um,“ segir Kristín sem bendir á að almennt þufi fólk ekki að vera hrætt við að drekka pilsner. Í einstaka til- fellum þar sem einstaklingur er mjög smávaxinn gæti magn pilsners hugs- anlega mælst 0,2 prómill í stuttan tíma en áfengismagnið ætti örugg- lega að vera farið úr líkamanum í síð- asta lagi klukkustund eftir að hans var neytt. Morgunblaðið/Júlíus Eftirlit Ef ökumaður mælist með 0,2 prómill alkóhóls í blóði ber honum að hætta akstri strax. Ökumaður á myndinn fellur ekki undir þann flokk. Pilsner ekki talinn áfengi heldur matvara 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vestur-landabúareru dálítið hortugir gagnvart venjum og siðum annarra þjóða, sem fylgja ekki þeim lín- um sem reglustikur Vesturlanda hafa dregið. Þannig er látið eins og reglur lýðræðisins hafi lengi ver- ið höggnar í grjót á helstu „menningarsvæðum heims,“ sem eru þó ekki mjög fjölmenn. Þær eru þó í rauninni nýtilkomanr. Á fjórða áratug síðustu aldar var öll Evrópa komin undir hæla einræðis. Rússneski hluti hennar undir vinstrifótarhæl Stalíns og vesturhlutinn undir hægrifót- arhæla Hitlers og Mússolinis og það sem upp á vantaði passaði Franco, þó af meira umburð- arlyndi en þeir gæsagangsmenn. Bretar sem fengu loks forystu sem dugði gáfu lýðræðisvonum fótfestu á eyju sinni sem hélt þar til árásir á Perluhöfn ýttu við Bandaríkjamönnum svo þeir störtuðu hervélum sínum svo að bjartar vonir lýðræðisins vökn- uðu. En þarna munaði litlu og undrastutt er síðan mannkynið horfðist í augu við miskunn- arlaust alræðið. Ísrael er eitt um lýðræðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þar drógu íslenskir unglingar á söng- ferðalagi undir fararstjórn „RÚV“ upp tvo fána og þóttust góðir. Annar var flagg samkyn- hneigðra en hinn ríkis Palestínu. Þar liggur 10 ára fangelsi við iðk- un samkynhneigðar! Í tísku er nú að hafa andúð á Erdogan, forseta Tyrklands, enda hefur hann gengið hart fram eftir að hans eigin her reyndi að ræna völdum og sprengja forsetann. Forset- inn tók þessu ekki vel og hefur í framhaldinu látið andstæðinga og meinta andstæð- inga finna fyrir því. Hann hlaut að taka á valdaræningjum hers- ins, nema hvað. En hann finnur andstæðinga víðar, hvort sem það er í hópi blaðamanna, dóm- ara eða kennara og þeir kenna valds hans og kynnast fangels- unum. Forsetinn hófst til valda sem borgarstjóri í Istanbul og gat sér gott orð þar og þótti víðsýnn og frjálslyndur þá. Honum sárnaði þegar flokkur hans missti meiri- hluta í borginni naumlega og krafðist endurkosninga. At- kvæðamunurinn var sáralítill og gat réttlætt endurtalningu eða eftir atvikum nýjar kosningar. Innanlands sem utan óttuðust margir þessa tilburði og að Er- dogan myndi neyta aflsmunar til að tryggja sér „rétta“ nið- urstöðu. Ekki skal tekin afstaða til þess hverjir séu æskilegir stjórn- endur Istanbul, Erdogansmenn eða hinir. En á kvöldi kjördags fengu atkvæðin að koma óáreitt upp úr kössunum. Andstæðingar Erdogans unnu og með afger- andi meirihluta. Og frambjóð- andi Erdogans birtist strax og óskaði sigurvegaranum til ham- ingju. Það var gott merki. Margir óttuðust að afli yrði beitt í Ist- anbul. Það gerðist ekki og ýtir undir góðar vonir} Lýðræðið hélt Heimsmeistara-mótið í knatt- spyrnu kvenna fer nú fram í Frakk- landi. Keppnin hef- ur til þessa boðið upp á margt af því besta sem fylgir íþrótt- inni, líkt og heimsmeist- aramótum sæmir. Fyrirmæli um notkun svonefndrar mynd- bandsdómgæslu, stundum nefnd VAR-sjá, hefur hins veg- ar varpað nokkrum skugga á framkvæmd mótsins. Þannig hefur tækninni ekki einungis verið beitt til þess að veita umdeildar vítaspyrnur, heldur hafa dómarar nú einnig farið að nota tæknina til að sjá hvort markverðir liðanna hafi stigið af marklínunni áður en þær spyrnur eru teknar. Sam- kvæmt bókinni á þá að láta end- urtaka spyrnuna ef ekki var skorað mark úr spyrnunni, og um leið fær markvörðurinn að líta gult spjald fyrir „brot“ sitt. Þetta væri svo sem ekki vandamál, nema fyrir þær sak- ir, að myndbandsdómgæslan hefur gripið nokkra markverði, sem reynst hafa verið farnir af línu sinni sekúndubroti áður en spyrnt var, svo munaði sentimetr- um. Þannig er regla, sem ætlað var að koma í veg fyrir að markverðir reyni að loka markinu með því að fara langt framfyrir marklínuna áð- ur en spyrnt er, farin að ganga gegn anda knattspyrnunnar, þar sem VAR-sjáin gefur engin skekkjumörk og ekkert svig- rúm. Nú hefur FIFA gefið út, að ekki verði spjaldað fyrir brot á reglunni ef útkljá þarf úrslit leikja með vítaspyrnukeppni. Sú breyting var líklega nauð- syn, þar sem annars hefði verið hætt við að markverðir beggja liða hefðu einfaldlega verið sendir í leikbann fyrir það eitt að bregðast við örlítið of snemma. Myndbandsdómgæsla getur mögulega haft í för með sér kosti fyrir knattspyrnuna, ef henni er beitt á réttan veg. Það er hins vegar erfitt að sjá, að það sé góð þróun fyrir íþróttina ef hugmyndin er að beita henni á þann veg, sem sést hefur á þessu heimsmeistaramóti. Tæknin á að vera þjónn en ekki herra}VAR-hugaverð þróun F riður á vinnumarkaði án efa einn mikilvægasti árangur ríkisstjórn- arinnar þegar litið er yfir nýaf- staðinn þingvetur. Margir töldu að hörð átök og verkföll yrði stærsta áskorun ríkisstjórnarinnar, sem hún var að vissu leyti, en niðurstaðan var sú að gerðir voru samningar á traustum grunni, með lækkun tekjuskatts og mikilvægari hagvaxt- artengingu sem samþættar hagsmuni atvinnu- rekenda og starfsmanna enn frekar. Það var líka ánægjulegt að sjá hve sterkur samhljómur var um mikilvægi skattalækkana við gerð samninganna og það skilaði sér í skýrum áformum um lægri tekjuskatt. Þá var með samningunum lagður grunnur að vaxtalækk- unum sem við sjáum strax merki um. Þessu hefur einnig verið fylgt eftir með framlengingu á skattfrjálsa séreignarsparnaðarúrræðinu. Allt er þetta í góðu samræmi við stefnu Sjálfstæð- isflokksins, skattalækkanir og það að stuðla að fjárhags- legu sjálfstæði einstaklinga með séreignarstefnunni. Fyrrnefndar skattalækkanir koma til viðbótar við þær skattalækkanir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur áður staðið að með lækkun lægsta þreps tekjuskatts og því að afnema áður miðþrepið. Þá hefur auðlegðarskattur verið afnuminn, tryggingargjald lækkað og tollar og vörugjöld afnumin. Við gerum okkur þó fulla grein fyrir því að verk- efninu um skattalækkanir er hvergi nærri lokið og verður líkast til aldrei. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt sitt af mörkum með málum um lækkun erfðafjárskatt, af- nám stimpilgjalda o.fl. og það bíður fram á næsta þing. Það er þó rétt að minna á að við höfum náð árangri og ætlum að lækka skatta enn frekar, s.s. bankaskatt, tryggingargjald, lækka tekjuskatt frekar og þannig mætti áfram telja. Við stöndum framarlega á fjölmörgum svið- um en við verðum að gera betur þegar kemur að umhverfi fyrirtækja. Ég fjallaði um mik- ilvægi einfaldara regluverks hér á sama vett- vangi fyrir skömmu og það er ánægjulegt að ráðherrarnir tveir í atvinnuvegaráðuneytinu hafa sett slíka vinnu af stað. Ísland á að geta hreykt sér af því að vera meðal fremstu þjóða í umhverfi fyrirtækja sem mun stuðla að fleiri störfum, lægri verðum og auknum tekjum. Þannig mun stefna Sjálfstæðisflokksins ýta undir framfarir, nýsköpun, tækniþróun og vexti atvinnulífsins í víðu samhengi. Það mætti segja að það að halda aftur af vexti og afskiptum hins opinbera sé álíka mikilvægt og að lækka skatta. Það er ábyrgð að sitja í ríkisstjórnarsamstarfi, þar þarf oft að mætast á miðri leið og gera málamiðlarnir. Sjálf- stæðisflokkurinn mun samt ekki gefa eftir mikilvægu stefnu sína um öflugt atvinnulíf, frjálsara samfélag og framtaksmátt einstaklinganna. Það eru þessir þættir sem munu auka lífsgæði hér á landi, ekki vöxtur hins op- inbera. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Mikilvægur árangur Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Við undirbúning og gerð frumvarps til nýrra umferðarlaga, sem lagt var fram á 138. löggjafarþingi, leitaði nefnd samgönguráðherra álits þeirra Jakobs Kristinssonar dósents og Kristínar Magnúsdóttur, deildarstjóra hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, um hver yrðu áhrif þess að lækka leyfilegt hámark áfengis í blóði ökumanns úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Óskað var eftir því að teknar yrðu saman fyrirliggjandi rannsóknir fræðimanna um þau málefni en skýrslan leit dagsins ljós 25. mars 2009. Þetta kemur fram í greinargerð með nýsam- þykktum umferðarlögum. Helstu niðurstöður skýrslu Jakobs og Kristínar voru að etanól skerði hæfni manna til þess að leysa af hendi flókin verk- efni á borð við það að aka bifreið, jafnvel þótt styrkur þess í blóði sé lægri en 0,5‰. Áhrif þess séu þó lítil og minnki með lækkandi styrk. Fremur líklegt sé að lækkun vanhæfismarkanna í Svíþjóð úr 0,5‰ í 0,2 ‰ hafi leitt til aukins umferðaröryggis en erfitt sé að meta hve mikil áhrifin urðu. Skýrsluhöfundar komu ekki auga á nein tæknileg eða mæl- ingarfræðileg vandamál samfara því að lækka vanhæfismörkin niður í 0,2‰ en sögðu að gera þyrfti hliðarráðstafanir sem lúta að akstri undir áhrifum lyfja og töldu Jakob og Kristín að hugsanlega mætti nota sænsku umferðarlögin sem fyrirmynd í þeim efnum. Lækkun úr 0,5‰ í í 0,2 ‰ BREYTINGAR Á UMFERÐARLÖGUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.