Morgunblaðið - 25.06.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019 ✝ Sigrún Sigurð-ardóttir fædd- ist á Möðruvöllum í Hörgárdal 28. ágúst 1929. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 17. júní 2019. Sigún var dóttir hjónanna sr. Sig- urðar Stefáns- sonar, síðar vígslu- biskups Hólastiftis, f. 10. nóv. 1903, d. 8. maí 1971, og eiginkonu hans frú Maríu Ágústsdóttur, f. 30. jan. 1904, d. 18. ágúst 1967. Systkini Sigrúnar eru Björn, fyrrverandi lögregluvarðstjóri, f. 9. maí 1934, séra Ágúst M. Sigurðsson, f. 15. mars 1938, d. 22. ágúst 2010, og Rannveig, kennari í Svíþjóð, f. 6. apríl 1940, d. í Svíþjóð 18. ágúst 2015. Sigrún ólst upp á Möðruvöll- um. Hún útskrifaðist sem gagn- fræðingur frá Akureyri og stundaði síðan nám í Hús- mæðraskólanum í Reykjavík. 1992. Þau skildu. Sigrún starf- aði sem sjúkraliði í 41 ár, fyrst á Landspítalanum frá 1967 og síðan á Grund frá 1991. 78 ára sótti hún svo um vinnu í Holtsbúð í Garðabæ og vann þar í ár þar til hún fór á eftirlaun. Einnig starfaði hún um tíma á Stortopsklinikken Stokkhólmi. Sigrún sótti námskeið í myndlist og hóf að mála 1998. Eftir hana liggur mikið magn af akrýlmyndum en hún bæði tók þátt í samsýningum og hélt málverkasýningar m.a. í Gerðubergi, í Ráðhúsinu í Reykjavík og safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Sigrún gaf út æviminningar sínar í bókinni Sagan mín sem kom út 2013. Hún ferðaðist mjög mikið á langri ævi, m.a. til Ástralíu og Ameríku að ótöldum öllum ferðunum til að heimsækja Ólaf Braga og Wilmu í Amsterdam. Sigrún bjó víða á höfuðborg- arsvæðinu og einnig í Ólafsvík en síðustu árin átti hún heima í Gullsmára í Kópavogi eða þar til hún fluttist á Hrafnistu í desember 2018. Sigrún verður jarðsungin frá Grensáskirkju í dag, 25. júní 2019, og hefst athöfnin kl. 13. Síðar fór hún í Sjúkraliðaskólann og útskrifaðist sem sjúkraliði 1967. Með Ólafi Ólafs- syni, f. 29. mars 1928, d. 14. febr- úar 1984, eignaðist Sigrún soninn Sig- urð Sigfússon, f. 1. maí 1948, en hún giftist Sigfúsi Bergmann Ein- arssyni, f. 6. mars 1927, 17. apríl 1948. Sonur þeirra er Einar, f. 8. apríl 1951, d. 23. desember 1989. Sigrún og Sig- fús skildu. 31. desember 1955 giftist hún Braga Sigurðssyni, f. 3. sept. 1926. Synir þeirra eru: Stefán Gunnar, f. 4. júlí 1955, d. 10. febrúar 2012, Ólaf- ur Bragi, f. 4. september 1957, og Kristján Ingi, f. 19. janúar 1962, d. 21. maí 2008. Sigrún og Bragi skildu. Bragi lést 13. október 2000. 26. október 1973 giftist Sig- rún Einari Árnasyni, f. 22. des- ember 1926, d. 15. september „Mér verður skipsins dæmi sem skorðulaust hvílir.“ Sigrún fallin frá og áður systkini mín tvö, Ágúst prestur og fræði- maður og Rannveig kennari, létust í Svíþjóð. Bæði voru þau háskólafólk. „Um skip mitt næðir vindur“ og sá rammastur frá mér sjálfum. Sigrún var fagurlega sköpuð kona og snjöll til verka. Um hana má segja eins og skráð er í minning- arorðum um móðurömmu henn- ar eftir kunnan mann: „Verkfús og vinnusnjöll.“ Sumt er það sem minnið nær ekki til. Fæð- ingin og dauðinn. Staðreynd sem búa má við og endar í skáldskap og háum hugmynd- um. Möðruvallaheimilinu, upp- hafinu og látum hitt bíða. Mér verður hugsað til skáldsins úr Öxnadal: „Nú er hún Snorra- búð stekkur.“ Þá verður ekki hjá því komist að hugsað sé til hins liðna. Minninguna þarf að geyma án framhalds og ólund- ar. Nokkrir hnökrar urðu á vegi Sigrúnar, missir þriggja sona og eiginmanna. Af drengj- um hennar er Sigurður, sem annast hefur móður sína, og Ólafur sem búsettur er í Hol- landi. Þakka vil ég Sigrúnu sambýlið á liðnum árum og kveð með orðunum „friður sé með yður“. Björn Sigurðsson. Það er sárt verk að skrifa þessar línur um Sigrúnu. Kveðjustundin kom ekki óvænt, en það er leitt að hugsa til þess að ég fái ekki aftur að heyra dillandi hlátur hennar, að heim- sækja hana og finna hvernig hún tekur utan um mig og hrópar „Maja mín“ eins og henni einni var lagið. Hún var einstök. Sigrún var ekki bara móð- ursystir mín, hún var mín trún- aðarvinkona og sú sem ég hef hvað mest dáðst að, elskað og virt. Ævi hennar var margbrot- in, litrík og í raun ótrúleg. Við höfum saman átt samtöl um allt sem skiptir máli. Hún kunni að hlusta án þess að dæma, að gefa góð ráð án þess að skipa fyrir, hún skildi mig þegar mér fannst ég ein í heiminum. Æðruleysi hennar og hugrekki hefur hvatt mig áfram svo lengi sem ég man. Engan þekki ég sem hefur haft eins margar ástæður til að syrgja og gráta, og engan held- ur þekki ég sem hefur yfirstig- ið þrautir á borð við þær sem hún gekk í gegnum. Lífsgleði hennar og jákvæðni voru óvið- jafnanleg, smitandi og aðdáun- arverð. Ferðalag hennar var ekki alltaf dans á rósum, en henni tókst ætíð að finna gleði, þakk- læti og kærleika. Eitt sinn sagði hún við mig þegar ég þurfti hvað mest á hennar styrk og hlýju að halda: „Maja mín, sittu sólarmegin í sorg- inni.“ Þetta ráð hennar lýsir henni svo vel, hvernig hún kaus margsinnis að minnast þess góða og finna þakkæti yfir því sem var í stað þess að falla í pytt reiðinnar. Hún hafði ein- stakt lag á því að sjá það góða og jákvæða. Þetta viðhorf hennar held ég hafi bjargað henni oft, og gerði það að verk- um að það var gott og nærandi að vera í návist hennar. Mér fannst hún alltaf glöð, ég sé hana fyrir mér hoppandi af kæti, þessi litla kona sem var í raun svo óendanlega stór og merkileg. Mamma sagði stundum um systur sína, að hún væri góð og gjafmild við alla nema sig sjálfa og það kann að vera rétt. Mamma sagði líka oft að ég væri svo lík Sigrúnu, og þó að mig gruni að það hafi verið ætl- að sem eitthvað til að varast, þótti mér það eitt það besta sem ég gat heyrt. Sigrún fór ekki alltaf réttu leiðirnar né beinu brautina, og hún gerði sín mistök, hún átti erfið ár sem báru með sér sárindi fyrir hana sjálfa og aðra en hún bætti fyrir það og leiðrétti. Hún var opin og hreinskilin, hún flúði ekki sannleikann og hún viðurkenndi alltaf sína eig- in sök ef þess þurfti. Það þykir mér eitt það mikilvægasta sem hún kenndi mér, og mér finnst ég vera betri manneskja fyrir að hafa átt hana svo lengi að. Hún var stoð mín og stytta fyrir nokkrum árum þegar mig vantaði svör og útskýringar, hún gekk mér í móðurstað eins og svo oft áður og tók að sér hlutverk sem enginn annar hafði áður viljað, mátt eða get- að annast. Hún sagðist þakklát fyrir að lifa það að geta leiðbeint mér í gegnum það myrkur sem um- lukti mig, og því þakklæti deili ég. Ég veit að Sigrún beið lengi eftir því að fá að fara. Hún ósk- aði þess að fá að hitta syni sína þrjá og sonarson sem hún þurfti að kveðja allt of snemma. Ég syrgi ekki að hún hafi loks- ins fengið hvíldina, en ég á eftir að sakna hennar mikið. Nú sit ég sannarlega sólarmegin í sorginni og minnist hennar með bros á vör, ég finn hvernig hún leggur höfuð sitt að mér og ég heyri hana segja: „Maja mín, þetta verður allt í lagi.“ Öllum aðstandendum votta ég samúð mína, og kveð þessa merkilegu konu með þakklæti, söknuði og gleði. María Sigrún Tómasdóttir. Sigrún Sigurðardóttir ✝ Guðrún ÁstaBjörnsdóttir fæddist í Þórukoti, Ytri-Njarðvík, 9. febrúar 1937. Hún lést á Hrafnistu, Nesvöllum, í Njarð- vík, 3. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru Björn Þor- leifsson, bóndi og útvegsbóndi í Þór- ukoti, f. 13.10. 1884 í Innri-Njarðvíkum, d. 24.9. 1968, og kona hans Guðlaug Stefánsdóttir, f. 15.11. 1897 í Stardal, Stokkseyrarhreppi, d. 1.1. 1981. Systkin Gunnu Ástu eru: 1) Þorleifur Kristinn, f. 24.1. 1926, d. 24.3. 1991. 2) Gróa, f. 1.9. 1928, dáin 17.8. 1943. 3) Stefán, f. 10.3. 1930. 4) Þórir Vignir, f. 24.8. 1933. Gunna Ásta giftist 16.7. 1955 Hreini Bergmanni Óskarssyni, húsasmíðameistara, f. 26.11. 1935. Börn þeirra eru: 1) Gróa, f. 17.2. 1956, maki Guðmundur Kr. Sigurðsson, fæddur 2.11. 1948, d. 3.5. 2016, þau skildu. Börn þeirra eru Sigurður Hall- hún naut sín við hannyrðir og önnur húsmæðrastörf. Gunna Ásta tók að sér í mörg ár að sjá um veislur og mannfagnaði og sá um að leggja til veisluföng sem góður rómur var gerður að. Gunna Ásta vann sín fyrstu starfsár við afgreiðslustörf, m.a. í Ingimundarbúð og Friðjóns- kjöri. Árið 1973 hóf hún störf hjá mötuneyti Varnarliðsins og var fljótlega skipuð verkstjóri. Síð- ar varð hún gjaldkeri og aðstoð- armaður matreiðslumanns í bandaríska barnaskólanum og síðar í bandaríska gagnfræða- skólanum, þar til hún lét af störfum árið 2005, eða eftir 32 ára starf. Skátastarfið átti hug og hjörtu Gunnu Ástu alla tíð og starfaði hún innan hreyfing- arinnar sem flokks- og sveit- arforingi í kvenskátafélaginu Brynju. Við sameiningu Brynju við drengjaskátafélagið Áfram, árið 1957, varð til skátafélagið Víkverjar og starfaði Gunna Ásta þar m.a. sem flokks-, sveit- ar- og félagsforingi. 1987 gerð- ist Gunna Ásta félagi í skáta- gildinu í Keflavík og var kjörin gildismeistari 1997 sem hún sinnti í áratug. Gunna Ásta verður jarð- sungin frá Ytri-Njarðvík- urkirkju í dag, 25. júní 2019, og hefst athöfnin kl. 13. dór, Guðmundur Óskar, Hreinn Gunnar, Gylfi Björgvin og Harpa Sól. 2) Sigurður Ingibergur, f. 16.2. 1958, maki Sigrún Júlíusdóttir, f. 10.1. 1961. Dætur þeirra eru Guðrún Sara og Guðlaug Ósk. 3) Óskar Jón, f. 21.4. 1962, d. 23.8. 2017, maki Karen Öder Magnúsdóttir, þau voru barnlaus. Börn Óskars með barnsmóður sinni, Jóhönnu Helgadóttur, eru Helgi Hreinn og Dóra Lilja. Óskar var kvænt- ur Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, þau skildu. Gunna Ásta ólst upp í Þóru- koti og stundaði nám í barna- skóla Ytri-Njarðvíkur. Haustið 1952 var Gagnfræðaskólinn í Keflavík stofnaður með aðkomu Njarðvíkurhrepps og fóru þá unglingar úr Njarðvíkum til gagnfræðanáms í Keflavík. Gunna Ásta var einn vetur í gagnfræðaskólanum en haustið 1953 hóf hún nám í húsmæðra- skólanum á Staðarfelli þar sem Elsku yndislega amma mín. Þá ertu farin og mig langar að kveðja þig með því að rifja upp nokkrar af mínum helstu minningum um þig. Þú hefur kennt mér svo ótrúlega margt. Ég var svo heppin að fá að vera mikið hjá þér og afa í skólafrí- um þegar ég var stelpa. Og ég fékk að skottast með þér út um allt í Keflavík og Njarðvík. Þú tókst mig með þér í heimsókn til vina og ættingja, fjarskyldra og nærskyldra. Þú varst ein sú hugulsam- asta sem ég hef kynnst og þú kenndir mér hversu mikilvægt það er að rækta fólkið sitt. Þú varst svo áhugasöm um hvað allir voru að fást við og geymd- ir úrklippur úr blöðum þegar fjallað var um fólkið þitt í blöð- unum. Úrklippurnar tókstu fram og sýndir öllum sem kíktu við hjá þér og ég upplifði að þú varst svo stolt af fólkinu þínu. Þú varst líka dugleg að sýna mér gamlar ljósmyndir og segja mér frá bakgrunninum okkar. Þegar við vorum heima við á Hólagötunni lærði ég réttu handtökin við garðvinnuna, þar sem ég rótaði í moldinni með þér og reytti arfa úr beðunum. Húsið var alltaf opið hverjum sem áttu leið hjá og fengu allir kaffisopa og með því. Þið afi voruð svo dugleg að hóa fjöl- skyldunni saman í mat við öll tilefni og það var svo greinilegt hvað þú varst ánægð þegar við vorum öll saman komin. Þó þú hafir sjaldan gefið þér tíma til að setjast við matarborðið með okkur, því þú varst að undirbúa og bera í okkur krásirnar. Fyr- ir jólin bauðstu okkur barna- börnunum í piparköku- skreytingar og þá varstu búin að standa langt fram á kvöld að skera út og baka piparkökur fyrir okkur. Allir fengu hver sitt stóra piparkökuhjartað með fallegum rauðum borða. Og litirnir voru svo fallegir sem þú gast fengið á Vellinum, svona amerískir, ekta sterkir litir. Þarna áttum við yndislegar stundir með ykkur afa og við barnabörnin kynntumst líka hvert öðru betur og betur. Það er ég mjög þakklát fyrir í dag. Ég skil núna, þegar ég er full- orðin, hversu mikið það hefur gefið okkur fjölskyldunni hversu dugleg þið voruð að fá okkur til að koma saman. En þú varst líka alltaf að eignast nýja vini. Ég held að allir sem þú kynntist, amma, hafi orðið vinir þínir. Þú varst svo opin og alltaf tilbúin að hjálpa. Sérstaklega man ég eft- ir fólkinu sem þú kynntist í gegnum vinnuna á Vellinum. Þú bauðst kennurum úr skól- anum og mörgum fleirum heim til þín og vildir gjarnan kynna okkur fjölskylduna fyrir þeim. Allir voru velkomnir hjá þér og afa. Þegar langömmubörnin þín byrjuðu að koma varstu ennþá stoltari af fjölskyldunni þinni og þú prentaðir út og hengdir upp allar myndir af þeim sem þú fékkst. Þú varst því miður byrjuð að verða lasin þegar strákarnir mínir fæddust, svo þeir hafa ekki fengið að kynn- ast þér eins og þú varst áður. En þú knúsaðir þá og veittir þeim alla þína hlýju. Og það muna þeir. Minningarnar eru miklu fleiri og þær mun ég varðveita í hjartanu mínu. Takk, amma, fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Takk, amma, fyrir alla samveruna. Takk fyrir allt. Ég elska þig. Guðlaug Ósk. Langt inn í skóginn leitar hindin særð og leynist þar, sem enginn hjörtur býr, en yfir hana færist fró og værð. Svo fjarar lífið út … Þessar ljóðlínur Davíðs frá Fagraskógi koma upp í hugann þegar við minnumst síðustu ára Gunnu Ástu. Þessi glaðværa kona með sína miklu útgeislun, kátínu og manngæsku varð að lúta í læga haldi fyrir óminn- issjúkdómnum alræmda. Konan mín minnist þess gjarnan hversu Gunna og Hreinn tóku henni opnum örmum af sinni alkunnu hlýju og gestrisni, fljótlega eftir að hún kom í Njarðvíkurnar fyrsta sinni. Það er munað og gleymist ei. Ung var ég gefin Hreini, gæti hún hafa sagt rétt eins og Bergþóra forðum, en svo mikið er víst að þeirra samband reyndist afar traust í blíðu og stríðu. Aldrei heyrðum við þeim verða sundurorða – alltaf sem einn maður, hvort sem var í mótvindi eða meðvindi. Heimili þeirra var alltaf mjög hlýlegt og notalegt með hannyrðir hennar í öndvegi, hvert sem lit- ið var, og þá var nú ekki í kot vísað þegar komið var að mat- ar- eða kökugerð – allt á sama veg, enginn fór þaðan bónleiður til búðar. Fátt er betra en fag- urt heimilislíf ásamt góðum erfðum á lífsins göngu og það sem hugulsöm húsmóðir gefur af brjóstviti sínu og hjarta- hlýju. Gunna Ásta hreykti sér aldr- ei eða stærði af verkum sínum en börnin og barnabörnin voru hennar stolt og eftirtekja og það að verðleikum. Þau hjónin voru bæði mjög músíkölsk og hvöttu börn sín og barnabörn til dáða á þeim vettvangi enda hafa Gróa dóttir þeirra og synir hennar, landsfrægir tónlistar- menn, sýnt að þar var ekki tjaldað til einnar nætur. Hreinn hefur sýnt í veikind- um Gunnu Ástu hvern sóma- mann hann hefur að geyma. Verið vakinn og sofinn yfir vel- ferð hennar allt þar til yfir lauk, en enginn má sköpum renna. Við hjónin minnumst Gunnu Ástu með djúpri virðingu og eftirsjá, fullviss um að hún eigi góða heimkomu handan tjalds- ins. Hilmar og Svala. Í dag kveð ég góða og trygga vinkonu, Gunnu Ástu. Ég hef oft verið spurð hvern- ig ég þekki fólkið sem bjó í Þórukoti í Ytri-Njarðvík. Svar mitt er, það er vináttan sem við Gunna vorum aldar upp við. Ég er alin upp hjá móðurfor- eldrum mínum í Hafnarfirði og þessi margra ára vinátta hófst með Guðlaugu í Þórukoti og ömmu minni Guðríði, en þær voru frá Merkinesi í Höfnum. Við amma fórum á árum áð- ur reglulega í heimsóknir í Þór- ukot. Þessar ferðir suður voru undirbúnar með því að amma eldaði stóran pott af kjötsúpu fyrir afa, því ekki var reiknað með að hann eldaði handa sér á meðan við værum fyrir sunnan. Í Þórukot var ekki farið fyrir minna en þrjár nætur, því þetta var svo löng rútuferð. Yngsta barn Guðlaugar í Þórukoti var vinkona mín hún Gunna. Gunna var nokkrum ár- um eldri en ég, en hún var allt- af boðin og búin til að sjá um mig, er ég kom í heimsókn. Ég leit upp til hennar með aðdáun. Gunna var alltaf glöð og kát, lék við mig, fór með mig í berjamó upp í holtið, sem er ekki holt lengur heldur falleg byggð, og við lékum okkur í fjörunni. Við fórum gangandi út í Keflavík til að fara í bíó. Gunna gat spilað á orgelið í stofunni og ekki má gleyma þegar hún spilaði á gítarinn og við sungum saman. Hún átti líka flottan bláan kjól sem hékk á fínum stað, það var skáta- kjóllinn. Ég get þakkað Gunnu það að ég gekk í skátahreyf- inguna er ég hafði aldur til. Alla tíð leit ég á fjölskyld- urnar í Þórukoti sem eina stóra fjölskyldu. Móðurbróðir minn Þórður var í sveit í Þórukoti í mörg sumur og fékk stundum að fara þangað í skólafríum. Hann þakkar fyrir þá vináttu sem stórfjölskyldan sýndi honum og þá sérstaklega Stebba bróður Gunnu. Er Gunna varð fyrir því sem unglingur að tapa heyrn og þurfti að leita til lækna í Reykjavík, þá dvaldi hún hjá okkur í Hafnarfirði. Fyrir mér voru þær heimsóknir mjög ljúf- ar og minnisstæðar. Er árin liðu og gömlu kon- urnar þreyttust var vináttan ætíð til staðar. Guðlaug kvaddi á undan ömmu, en Gunna og Hreinn heimsóttu ömmu á Hrafnistu reglulega, þar til hún kvaddi. Við Gunna héldum okkar vináttu alla tíð, þó stundum liði of langur tími á milli þess að við hittumst, og þá voru alltaf rifjaðar upp gamlar minningar. Eftir að farið var að bera á veikindum Gunnu, sagði hún oft við mig: „Manstu þegar ég var að mata þig, þú varst alltaf svo óþæg að borða.“ Vináttan og trygglyndið eru eiginleikar sem eru ómetanleg- ir, en þessa eiginleika kenndu gömlu konurnar okkur Gunnu að rækta. Við Kristján sendum Hreini og fjölskyldu hans okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Hjördís Guðbjörnsdóttir. Guðrún Ásta Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.