Morgunblaðið - 25.06.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
✝ Maggý Sæ-mundsdóttir
fæddist 5. ágúst
1934 í Miðhúsum í
Vestmannaeyjum.
Hún lést á Súkra-
húsinu á Akranesi
4. júní 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurbjörg
Magnúsdóttir, f.
30.8. 1905, d. 25.6.
1996, og Sæmund-
ur Jónsson, f. 27.4. 1902, d.
12.10. 1943.
Bróðir er Sæmundur Sig-
urbjörn Sæmundsson, f. 11.6.
1943, eiginkona hans er Anna
Margrét Sigurðardóttir, fyrri
kona hans var Fríður Alfreðs-
dóttir, d. 1974.
Hinn 24. desember 1959 gift-
Bjarki dótturina Kolbrúnu
Evu.
Uppeldissonur og barnabarn
Haraldur Friðrik Arason, f.
11.1. 1975. Langömmubörnin
eru Emma Karen, Friðrik Alv-
in, Ísak Ernir, Katla Ísold,
Skúli Hrafn, Rakel Birna, Heið-
rún Erna, Ronja Dís, Benedikt
Kári, Sóllilja og Svala.
Tengdamóðir er Sesselja
Hannesdóttir, f. 6.6. 1925.
Maggý ólst upp í Vestmanna-
eyjum og lauk þar hefðbund-
inni skólagöngu. Hún fór ung
að vinna og vann við hin ýmsu
störf á lífsleiðinni. Hún bjó um
tíma á Sauðárkróki þar sem
hún kynntist eiginmanni sínum,
Bía. Er eldgosið hófst í Vest-
mannaeyjum 1973 fluttist fjöl-
skyldan á Hvammstanga.
Maggý hafði yndi af ferðalög-
um, tónlist og söng. Hún var í
barnakór í Eyjum og nú síðast í
Lillukórnum á Hvammstanga.
Útför Maggýjar fer fram frá
Hvammstangakirkju í dag, 25.
júní 2019, klukkan 14.
ist Maggý Friðriki
J. Friðrikssyni
(Bía), f. 30.11.
1936, d. 8.10. 2000.
Dætur þeirra eru
1) Sigurbjörg, f.
1.7. 1959, eignmað-
ur Skúli Þórðar-
son. Dætur þeirra
eru Fanney og Júl-
ía. Fyrir átti Sigur-
björg soninn Har-
ald Friðrik. 2)
Rósa Fanney, f. 13.1. 1962, eig-
inmaður Guðmann S. Jóhann-
esson. Börn þeirra eru Katrín
Ósk, Inga Rut og Sveinn. 3)
Erna, f. 29.2. 1964, eiginmaður
Bjarki Haraldsson. Sonur
þeirra er Sigurvin Dúi. Fyrir
átti Erna dæturnar Birgittu
Maggý og Freydísi Jónu og
Elsku mamma mín.
Ég kveð þig með svo miklum
söknuði. Það er allt eitthvað svo
tómlegt án þín. Hjarta mitt er
fullt af ást til þín og þar mun ég
geyma um ókomna tíð allt sem
við áttum saman. Dýrmætar
minningarnar leita á hugann
hver af annarri og það er svo
gott að geta glaðst yfir þeim og
yljað sér við þær. Þú varst
æðrulausasta manneskja sem ég
hef kynnst. Þú settir þig aldrei í
fyrsta sætið heldur var það allt-
af fjölskyldan þín, eiginmaður
og dætur, tengdasynirnir,
barnabörnin og langömmubörn-
in og aðrir sem tengdust lífi
þínu. Þú gerðir aldrei manna-
mun enda eignaðist þú góða vini
og kunningja á öllum aldri sem
héldu alltaf mikla tryggð við þig
enda gott að vera í návist þinni
og þú varst þeim eins og fjöl-
skyldu þinni, trú og traust vin-
kona.
Mamma
þú ert hetjan mín.
þú fegrar og þú fræðir
Þú gefur mér og græðir
er finn ég þessa ást
þá þurrkarðu tárin
sem mega ekki sjást
Mamma ég sakna þín.
Mamma
þú ert hetjan mín
þú elskar og þú nærir
þú kyssir mig og klæðir
ef brotin ég er þú gerir allt gott
með brosi þú sársauka
bægir á brott.
Mamma ég sakna þín.
Ég finn þig hjá mér hvar sem er
Alls staðar og hvergi þú ert hér
þú mér brosir í mót
ég finn þín blíðuhót
alvitur á allan hátt þó lífið
úr þér drægi mátt
við Guð og menn þú sofnar sátt.
Þú vakir líka er ég sef
á nóttu og degi þig ég hef
Þú berð ætíð höfuð hátt
veist svo margt en segir fátt
gleður mig með kossi á kinn
og mér finnst ég finna faðminn þinn
og englar strjúki vanga minn.
(Höf. Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Hvíl í friði, elsku mamma
mín.
Takk fyrir allt og allt og
megir þú njóta þín vel í nýjum
heimkynnum
þar sem ég veit að vel var
tekið á móti þér.
Þín dóttir,
Rósa Fanney.
Elsku besta mamma mín.
Hversu sárt sem það er, þá
er komið að kveðjusund okkar.
Þú og ég, mamma, ég og þú.
Við vorum sama nótan og spil-
uðum saman í gegnum lífið.
Núna er samhljómurinn slokkn-
aður.
Ég var mjög háð þér strax
frá því ég man eftir mér og allt-
af mikil mömmustelpa, enda frá
mínum fyrstu minningum ævi-
skeiðs míns varstu mér alltaf
við hlið alla ævina, hvort sem
það var gleði, sorg, veikindi eða
annað.
Ég gat alltaf leitað til þín
með allt. Ég hefði aldrei komist
í gegnum lífið án þín með þær
byrðar sem ég þurfti að takast á
við, þú varst alltaf mín besta og
fyrsta hjálp.
Þegar ég eignaðist svo börnin
mín varstu stoð mín og stytta
með þau öll. Ég og dætur mín-
ar,
Maggý og Freydís Jóna,
bjuggum á heimili ykkar pabba,
hef oft hugsað, alltaf var faðmur
þinn opinn fyrir okkur, þolin-
mæði, hlýja og umhyggjusemi.
Svo bættist Sigurvin Dúi í
hópinn minn og þú opnaðir þitt
fallega hjarta fyrir hann og gátu
börnin mín vitað að þau ættu
öruggt skjól hjá þér eins og ég.
Hugurinn er fullur af minn-
ingum, ég gæti skrifað heila bók
um okkar samveru þar sem þú
varst kletturinn minn. Litla
stelpan í augnaðgerðum, gæða-
stundir þegar ég var með
næturbrölt og við fengum okkur
kleinu og mjólk saman við ljós-
týruna af ísskápnum, brunasár-
ið eftir hamsatólgina, þegar ég
ætlaði í hvelli fyrir mat út að
bruna aðeins á skónum, Kan-
aríferðirnar okkar, vinnan okk-
ar saman í Jófó o.fl. Okkar
mæðgnasamband var mjög náið,
við gátum sagt hvor annarri allt
og geymdum það í hjörtum okk-
ar og ég mun geyma áfram það
sem sagt var.
Við vorum líka einstakar vin-
konur. Ég sakna svo daglegrar
samveru okkar, helgarnar hjá
okkur í Nestúni 8 eru skrýtnar,
ekkert kaffi og meðlæti á G 25
hjá þér. Hugsa líka hvernig
verða jólin okkar, við sem áttum
flest jól með þér á þínu heimili
og í seinni tíð byrjaði gæða-
stundin hjá okkur saman um kl.
14 til að undirbúa jólin saman á
aðfangadag.
Gamlárskvöldin voru fjörug
hér áður fyrr og síðar rólegri en
alltaf jafn yndisleg. Núna síðari
ár er heilsa þín fór versnandi
varð ég kletturinn þinn sem þú
varst mér áður.
Þótt erfitt sé að kveðja er ég
sátt í hjarta mínu hvað ég gat
gefið þér til baka alla mína ást
og umhyggju þó þú færir aldrei
fram á það.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elska þig, elsku mamma mín,
allar minningarnar og fyrir allt
sem þú gafst mér.
Mun sakna þín að eilífu.
Þín dóttir,
Erna.
það er bankað
létt á dyrnar
hann er
kominn
kominn
aftur
nú þýðir ekkert
að mögla
hún er tilbúin
klædd gulum siffonkjól skreyttum
pallíettum
með hvíta perlufesti um háls sér
í hælaháum bandaskóm
hárið túperað
varirnar rauðar
brún augun eftirvæntingarfull
þegar hann gengur að henni og
býður arminn
saman ganga þau hönd í hönd
yfir regnbogann
til landsins bláa
á meðan sit ég með sólinni og
horfi yfir hafið
spegilsléttur hafflöturinn varpar upp
mynd af konu
konu með hjarta fullt af ást
fullt af hlýju
fullt af lífsgleði
fullt af þolinmæði
fullt af ráðum
konu með hjarta
fullt af þakklæti
ég kveð þessa fallegu konu
móður mína
með þakklæti
Sigurbjörg.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt og allt, elsku
Maggý.
Þinn tengdasonur,
Bjarki.
Að morgni 23. janúar árið
1973 vekja foreldrar mínir mig
óvenju snemma og segja að eld-
gos hafi brotist út á Heimaey
um nóttina. Við hlustum á út-
sendingu í Ríkisútvarpinu og
heyrum m.a. nákvæmar lýsing-
ar af eldsumbrotunum og giftu-
legri björgun íbúanna sem
höfðu verið fluttir til lands. Við
ræddum þetta við eldhúsborðið
heima og umræðan hélt áfram
þegar við börnin mættum í skól-
ann á Hvammstanga síðar um
morguninn.
Ég skynjaði strax að þetta
var óvæntur og merkilegur at-
burður en mig gat auðvitað ekki
grunað hve hann átti eftir að
hafa stór áhrif á líf mitt og
framtíð mörgum árum síðar.
Ein fjölskyldan sem yfirgaf
Vestmannaeyjar þessa örlaga-
ríku nótt fluttist tveimur mán-
uðum síðar til Hvammstanga.
Friðrik, útgerðarmaður og skip-
stjóri, Maggý verkakona og
þrjár dætur á grunnskólaaldri.
Friðrik kom með bát sinn og
hóf útgerð en rækjuveiðar og
-vinnsla var þá ný atvinnugrein
í þorpinu. Þannig átti fjölskyld-
an frá Vestmannaeyjum sann-
arlega þátt í að breyta
Hvammstanga úr kyrrstæðu
þorpi í hratt vaxandi kauptún.
Dæturnar, Sigurbjörg, Rósa
og Erna, aðlöguðust fljótt smá-
bæjarlífinu á Tanganum þó
íþróttastarf væri ekkert, ekki
bíó, ekki bakarí, ekki barnastarf
í Betel eða kirkjunni á sunnu-
dögum og svo var ekkert
skátafélag heldur. Svona var
þetta á Hvammstanga árið 1973
en átti eftir að breytast til batn-
aðar á næstu árum þó Betel-
kirkjan næði þar aldrei fótfestu.
Svo var það mörgum árum
síðar að ég kynntist Sigur-
björgu, elstu dóttur Friðriks og
Maggýjar, og þannig bundust
þræðirnir.
„Hvað ert þú að gera hér,
Skúli Þórðarson …?“ Ég var að
laumast út úr húsinu einn sum-
arbjartan morgun en mætti
Maggý óvænt í forstofunni á
Garðavegi 25. Þau voru þó alls
ekki óvinsamleg þessi fyrstu
samskipti okkar, hún með
lúmskt glott á andlitinu og
krafði unglinginn svara. Ég
sagðist hafa verið í heimsókn
hjá Sigurbjörgu og var eitthvað
órólegur en þá leysti hún málið
með því að segja einungis,
„Jæja góði minn, hér ertu alltaf
velkominn!“
Ekki leið langur tími þar til
ég kynntist Friðriki og Maggý
og komst þá fljótt að því hve
miklum mannkostum þau
bjuggu yfir. Næstu ár átti ég
eftir að treysta samskipti, vin-
áttu og trúnað við þau bæði.
Fráfall Friðriks árið 2000 var
þungbært fyrir Maggý og alla
fjölskylduna. Söknuðurinn var
sár og missirinn mikill.
Á efri árum tók Maggý fullan
þátt í félagsstarfi eldri borgara í
Húnaþingi vestra, hún söng með
Lillukórnum og efldi enn frekar
tengsl við fjölskyldu og vini.
Þetta veitti henni mikla gleði og
lífshamingju. Síðustu misseri
reyndust Maggý hins vegar örð-
ug, heilsan bilaði, þrek og út-
hald dvínaði en lífsgleði og já-
kvæðni var sem fyrr til staðar.
Þakklæti og virðing er mér
efst í huga þegar ég kveð og
fylgi Maggý Sæm síðasta spöl-
inn. Hún og Friðrik voru okkur
Sigurbjörgu, Haraldi Friðriki,
Fanneyju og Júlíu stoð og
stytta í svo mörgu tilliti. Aldrei
verður unnt að þakka að fullu
fyrir alla þá aðstoð, vinsemd,
traust og væntumþykju sem
þau veittu okkur.
Skúli Þórðarson.
Elsku amma mín.
Sorgin og söknuðurinn er
mikill en á sama tíma er ég afar
þakklát. Ég er þakklát fyrir það
að þú hafir fylgt mér alla mína
ævi, hvatt mig, leiðbeint mér,
stutt við bakið á mér í gegnum
súrt og sætt og hafðir alltaf
mikla trú á mér.
Þú varst mér ekki bara sem
amma, heldur mamma og ein
mín besta vinkona. Þú varst ein-
stök og samband okkar var ein-
stakt.
Við áttum alltaf góðar stundir
saman, hvort sem það var að
ræða allt milli himins og jarðar,
lesa fréttir, syngja og hlusta á
lög eða sitja/liggja í þögninni og
njóta návistar hvor annarrar.
Allar þessar stundir eru ómet-
anlegar.
Það er erfitt og verður erfitt
að halda ekki áfram okkar „rút-
ínu“.
Mér fannst mjög erfitt að aka
inn á Hvammstanga eftir að þú
kvaddir okkur vitandi það að
mitt fyrsta stopp væri ekki á
Garðaveginum hjá þér eins og
ég var vön að gera. Það er
skrítið að heyra ekki í þér
nokkrum sinnum í viku, hringja
í þig þegar ég er komin á
áfangastað eða þegar þú hringd-
ir ef ég var ekki búin að hringja
í þig í nokkra daga. Þú passaðir
alltaf upp á mig. Hefðirnar okk-
ar verða mér líkar erfiðar og
tómleikinn verður mikill.
Við höfum verið saman á að-
fangadagskvöld yfir 30 ár sem
hefur verið mér mikilvægt. Ég á
ótal margar minningar sem ég
mun halda fast í og ekki
gleyma.
Þú varst afar stolt af henni
Heiðrúnu Ernu minni og minnt-
ist oft á það hversu vel uppalin
hún væri. Þér þótti afar vænt
um að fá að heyra af velgengni
hennar í lífinu og sjá myndir/
myndbönd af henni.
Ég er ekki eins langt í burtu
frá þér núna eins og þú talaðir
alltaf um. Ég veit að þú munt
vaka yfir mér og halda áfram að
passa vel upp á mig. Þú munt
alltaf lifa í hjarta mínu og mun
ég halda uppi minningu þinni.
Það er ómetanlegt að hafa átt
ömmu eins og þig.
Ég mun elska þig að eilífu.
Þín dótturdóttir,
Birgitta Maggý.
Maggý amma var ein af mín-
um bestu vinkonum.
Hún mætti mér alltaf sem
jafningja, vildi alltaf það besta
fyrir mig, var alltaf til staðar
fyrir mig,var alltaf tilbúin að
hlusta, sýndi mér alltaf skilning,
var traustur vinur, studdi mig í
öllu. Maggý amma var besta
amma.
Ég og Maggý amma áttum
dýrmætt og fallegt samband
sem ég er þakklát fyrir. Sam-
band sem einkenndist af hlátri
og gleði, virðingu og vinsemd.
Amma nefndi oft hvað hún væri
rík að eiga alla þessa flottu af-
komendur og við fjölskyldan og
vinir hennar vorum rík að eiga
hana. Amma var falleg kona
með stórt hjarta. Ég minnist
Maggý ömmu með þakklæti;
þakklæti fyrir allan þann tíma
og góðu stundirnar sem við átt-
um saman.
Það verður erfitt að komast
ekki aftur í ömmuhús og fá öm-
muknús.
Ég sakna ömmu!
Júlía Skúladóttir.
Það er með ólýsanlegum
söknuði sem ég kveð elsku
ömmu sem var mér svo dýr-
mæt. Amma var uppáhalds-
manneskjan mín og mín helsta
fyrirmynd.
Það var auðvelt að elska og
dást að ömmu. Alltaf hjartahlý
og góð, hugsaði svo vel um fólk-
ið sitt og hafði alltaf fallegt í
kringum sig. Hún tókst á við
verkefnin sem lífið úthlutaði
henni af þvílíkum styrk og yf-
irvegun.
Amma var óendanlega stolt
af fólkinu sínu og það lifnaði
alltaf yfir henni þegar hún tal-
aði um okkur. Hún leyfði okkur
alltaf að finna hversu vænt
henni þótti um okkur og sýndi í
verki.
Á milli okkar ömmu var sér-
stakur strengur og það er ómet-
anlegt að hafa átt hana að. Betri
vinkonu er ekki hægt að hugsa
sér í blíðu og stríðu. Í gegnum
tíðina áttum við svo mörg
skemmtileg samtöl um lífið og
tilveruna sem höfðu mikil áhrif
á mig. Amma gaf sér alltaf tíma
til að hlusta og stundum þurfti
ekki að orða hlutina, hún bara
vissi.
Elsku amma. Nú þegar kom-
ið er að kveðjustund rifjast upp
óteljandi fallegar minningar um
okkar samverustundir sem ég
ætla að halda í og leyfa að lýsa
upp lífið þegar ég sakna þín
sem mest.
Takk fyrir hlýjuna, gleðina,
viskuna, kærleikann og ljósið
sem þú færðir mér. Ég veit að
afi tekur vel á móti þér.
Guð blessi þig, elsku amma
mín.
Þín
Freydís.
Amma mín
Hér að hinstu leiðarlokum
ljúf og fögur minning skín.
Elskulega amma góða
um hin mörgu gæði þín.
Allt frá fyrstu æskudögum
áttum skjól í faðmi þér.
Hjörtun ungu ástúð vafðir
okkur gjöf sú dýrmæt er.
Hvar sem okkar leiðir liggja
lýsa göfug áhrif þín.
Eins og geisli á okkar brautum
amma góð, þótt hverfir sýn.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk fyrir allar góðu minn-
ingarnar, ég mun aldrei gleyma
þér. Þinn
Sigurvin.
Maggý var einstök kona, hún
var amma mín.
Ég er þakklát fyrir að Maggý
hafi fengið það hlutverk að vera
amma mín og langamma
barnanna minna. Amma var
með stærsta faðminn og hlýj-
ustu knúsin.
Ég er þakklát fyrir allar
stundirnar okkar saman. Amma
var besta vinkona mín, við gát-
um talað tímunum saman í sím-
ann eða við eldhúsborðið á
Garðaveginum.
Ég er þakklát fyrir að amma
gaf sér alltaf tíma til að hlusta á
mig og gefa mér góð ráð. Amma
var kletturinn í fjölskyldunni
enda gekk hún í gegnum ótrú-
legar raunir á sinni lífsleið.
Ég er þakklát fyrir ómetan-
legar stundir með ömmu hjá
okkur í Álftamýrinni. Amma var
með stórt hjarta og vildi öllum
vel.
Ég er þakklát fyrir að hafa
keyrt á Hvammstanga með dæt-
Magnúsína S.
Sæmundsdóttir
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”