Morgunblaðið - 25.06.2019, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
ur mínar einn sólríkan fimmtu-
dag í maí síðastliðnum og að
amma hafi fengið að knúsa nýj-
asta langömmubarnið sitt.
Ég er þakklát fyrir að hafa
endað öll löngu símtölin á að
segja ömmu hversu mikið ég
elskaði hana.
Það er erfitt að hugsa til þess
að símtölin verði ekki fleiri og
að ég fái ekki að knúsa ömmu
einu sinni enn. Það er sárt að
kveðja elsku bestu ömmu mína,
en eftir standa ógleymanlegar,
ljúfar og hlýjar minningar sem
ég mun ávallt geyma í hjarta
mínu.
Ég mun sakna Maggý ömmu
alla daga, alltaf.
Fanney Skúladóttir.
Elsku langamma.
Ég trúi ekki enn þá að þú
sért farin og finnst mér þetta
allt svo óraunverulegt. Ég er
heppin stelpa að fá að hafa
þekkt þig í 16 ár, því það eru
ekki margir sem fá tækifæri til
að þekkja langömmu sína svona
lengi.
Miðað við hvað það voru
mörg ár á milli okkar vorum við
mjög nánar og með góða teng-
ingu.
Við gátum talað um allt sem
okkur langaði, frá því hvernig
mér gengi i skólanum og hvern-
ig þú notaðir rúllurnar í hárið á
þér.
Mér fannst alltaf svo gaman
að koma í heimsókn til þín og ég
á eftir að sakna þess meira en
alls í heiminum. Þú varst svo
góð manneskja og alltaf í góðu
skapi og lýstir umhverfið í
kringum þig þegar það var
dapurlegt, varst svo falleg að
innan og utan. Elsku langamma
mín, þú ert á betri stað núna og
það er enn þá betra að þú sért
hjá langafa og þið eruð sam-
einuð á ný og það skiptir mig
öllu máli að þér líði vel. Ég
elska þig alltaf, litla hetja og
fyrirmynd mín.
Þín
Emma Karen.
Elsku amma mín.
Það er svo sárt að kveðja þig.
Hvernig getur maður byrjað að
minnast einhvers sem hefur
fylgt manni ævina alla og verið
fastur punktur í tilverunni?
Amma, alltaf til staðar. Amma
að skamma litla órabelgi og
finnur gamlar litabækur og vax-
liti.
Amma sem bakar bestu
pönnukökur í heimi og er sama
þó maður steli sér sykurmola.
Amma sem hellir alltaf upp á
kaffi og hlustar á hversdagsleg
umkvörtunarefni þolinmóð og
skilningsrík. Amma sem hugg-
ar, hughreystir og hrósar.
Amma með fallegu brúnu aug-
un.
Amma sem kyssir kinn og
segir „vertu bless og sæl“.
Amma sem stendur í útidyr-
unum og veifar að skilnaði.
Hugsanirnar þjóta í gegnum
hugann og það er erfitt að koma
þeim skipulega í orð. Ég kveð
þig því með þessu fallega ljóði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa haft þig svo lengi í lífi mínu
og barnanna minna. Þakklát
fyrir að hafa þekkt þig og feng-
ið að njóta nærveru þinnar.
Hvíldu í friði, elsku amma mín,
og ég veit afi tekur glaður á
móti þér.
Þín
Katrín Ósk.
Elsku langamma.
Ég sakna þín rosalega mikið
en ég veit að þú ert uppi í skýj-
unum að hitta langafa. Alltaf
þegar ég kom í heimsókn þá
mátti ég leika með dótið og
horfa á sjónvarpið hjá þér.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson)
Ég veit að þú munt vaka yfir
mér, fylgjast með mér og passa
mig.
Þín langömmustelpa,
Heiðrún Erna.
Á sólbjörtum sumardegi
berst fregnin um að Maggý
frænka okkar hafi kvatt þetta
jarðlíf eftir stutt en snörp veik-
indi. Þó það sé ávallt einhver
aðdragandi þá kemur hið end-
anlega boð ávallt illa við og
snertir sáran streng. Hryggð og
söknuður sækir á hugann.
Myndir og minningabrot löngu
liðins tíma streyma fram, kalla
fram endurminningar frá
bernsku- og unglingsárunum
sem við áttum saman. Maggý
var stóra frænkan okkar og
komin á unglingsár þegar við
fyrst mundum. Glaðvær og
gáskafull og leyfði okkur yngri
frændsyskinum að eiga þátt í
draumum hennar og framtíð.
Við fengum að skyggnast inn
í leyndardóma litla herbergisins
hennar í Oddhól, sem þótti held-
ur en ekki framandlegt litlum
sálum. Það virtist aldrei sorg né
sút í hennar heimi þó stundum
væri þungt og þröngt um. Hún
lagði snemma til að létta undir
með móður sinni og síðar að sjá
fyrir sér af þeim dugnaði og
áræði sem ávallt einkenndi lífs-
sýn hennar og viðhorf. Vann við
ýmis störf heima í Eyjum en
var einnig órög við að sækja
lengra til. Hvar sem hún kom
fylgdi henni glaðværð og gáski.
Þegar svo uppvaxtarárunum
sleppti dró að breytingum á
högum og háttum og smám
saman fundum við hvert okkar
farvegi á lífsins göngu.
Svo kom Bíi inn í líf hennar
og þau ákváðu að stíga lífsdans-
inn saman. Stóra frænka okkar
orðin húsmóðir og athafnakona,
fyrst á Sauðárkróki og síðan í
Eyjum þar sem allt var á blúss-
andi siglingu. Þá gaus í Heima-
ey og allt sem áður var á burt
og skapa þurfti sér nýjan vett-
vang. Maggý og fjölskylda
fundu sinn stað á Hvammstanga
sem varð þeirra heimahöfn æ
síðan. Það var gott að koma á
Garðaveginn, sitja og spjalla um
löngu liðna tíma og ljóma æsku-
áranna. Þó samverustundir
strjáluðust og helst að ættingar
hittust á sameiginlegum mann-
fundum var auðvelt að leiða um-
ræðuna í þá góðu gömlu daga. Á
þeim stundum var Maggý hrók-
ur alls fagnaðar og gæddi lífi
með gáska sínum og eðlislægri
glaðværð.
Það hefði mátt ætla að lífið
hennar Maggýjar hafi ávallt
verið dans á rósum því aldrei
var neitt vol né víl í hennar
sinni. Það var þó aldeilis ekki
svo. Auk hinna hversdaglegu
skina og skúra í dagsins önn
varð hún strax í bernsku fyrir
miklum harmi er hún missti föð-
ur sinn þá nýorðin níu ára. Þá
varð fjölskyldan fyrir miklu
áfalli þegar móðurbróðir og ná-
inn samverkamaður lést af slys-
förum í sjóróðri. Stærsta áfallið
var svo þegar Bíi hennar fórst
með bát sínum fyrir um tuttugu
árum. Ávallt bar Maggý harm
sinn í hljóði.
Hún sem með lífi sínu veitti
svo mörgum svo mikið og gaf af
sér til samferðamanna sinna er
horfin okkur, héðan í frá lifir
minningin ein. Í dag er hún bor-
in til hinstu hvílu, ævisól hennar
hnigin til viðar og bjarmar af
nýjum degi hins eilífa lífs í kær-
leiksríkum náðarfaðmi hins al-
góða Guðs. Komið að kveðju-
stund og við kveðjum með
söknuði og biðjum algóðan Guð
að veita ástvinum og fjölskyld-
um þeirra, huggun og styrk á
sorgarstund. Blessuð sé minn-
ing hennar
F.h. systkinanna frá Gerði og
fjölskyldna,
Magnús B. Jónsson.
Elsku frænka.
Orðin eru fá en þakklætið
mikið. frænka á Hvammstanga
með stóru F-i. Það eru fáir sem
eiga svoleiðis. Ég var heppin og
mun geyma minningarnar um
þig í hjarta mínu; páskarnir hjá
þér, kvöldkaffi, súkkulaðikakan
sem var alltaf sett á borð þegar
við komum, kleinubrauðið, pilla
rækjur, kveðjurnar í jólakort-
unum þínum, handskrifuðu bréf-
in þín, vinkið frá þér þegar við
kvöddumst sem náði alveg
þangað til við sáum þig ekki
lengur. Hún var svo innileg
væntumþykjan þín til okkar. Þú
spurðir frétta af okkur af áhuga
og fylgdist vel með því sem við
vorum að gera. Ég verð æv-
inlega glöð með stuttu heim-
sóknina okkar til þín um síðustu
páska. Það var svo gott og gam-
an að sjá þig og gott að fá langa
faðmlagið þitt. Þú varst líka svo
ánægð að sjá okkur. Og þegar
við kvöddumst þá stóðstu í
þvottahúsdyrunum, brosandi og
veifaðir okkur alveg þangað til
við sáum þig ekki lengur, alveg
eins og í gamla daga og þannig
ætla ég að muna þig. Takk fyrir
allt, elsku frænka. Þín
Guðrún María.
Elsku frænka, mig langar að
þakka þér fyrir allar stundirnar
sem við höfum átt saman í
gegnum tíðina. Þær hefðu ef-
laust mátt vera miklu fleiri en
ég held að ég geti sagt að við
höfum nýtt þær vel þegar þær
gáfust. Það er margt sem kem-
ur upp í hugann þegar ég hugsa
til baka. Helst minnist ég þess
hversu vel þú fylgdist með okk-
ur, hafðir alltaf áhuga á að
heyra hvað við værum að fást
við og fannst gaman að heyra af
börnunum þegar þau bættust í
hópinn. Alltaf tilbúin að hlusta,
svo ljúf og góð við okkur alla
tíð. Það hefur verið gaman að
fylgjast með hversu vel þú tókst
Kristni mínum þegar við fórum
að vera saman og tengingunni
sem þið áttuð. Hann var dugleg-
ur að stoppa hjá þér þegar hann
átti leið framhjá og alltaf tókstu
á móti honum opnum örmum.
Ein elsta minningin mín um
heimsóknirnar til þín var kvöld-
kaffið. Oftar en ekki var suðað
um kvöldkaffi þegar heim var
komið því það var jú alltaf
kvöldkaffi hjá Frænku. Og það
brást varla að þegar rennt var í
hlað á Garðaveginum þá var
komin súkkulaðikaka á borðið.
Nei nei, ég hef ekkert fyrir ykk-
ur, sagðir þú og borðið svignaði
undan kræsingum. Við systur
höfum alltaf kallaði þig Frænku
og skömmuðum við þig þegar
þú skrifaðir Maggý undir kortin
sem við fengum frá þér, enda
varstu fyrir löngu farin að
skrifa frænka undir þau. Ég
veit ekki hvernig það kom til að
við fórum að kalla þig Frænku
en okkur fannst það ljúft og
þegar Ragnheiður mín var lítil
þróaðist það þannig hjá okkur
að hún, og Fannar líka, kalla
Gunnu Maju systur alltaf
Frænku. Og þar með varðst þú
Gamla frænka. Elsku frænka,
ég er viss um að það séu miklir
fagnaðarfundir í Sumarlandinu
núna þegar þú ert komin til Bía
og ömmu. Takk fyrir allt. Þín
Fríður.
✝ Sjöfn Guð-mundsdóttir
fæddist 22. ágúst
1935 í Reykjavík.
Hún lést á Land-
spítalanum 14. júní
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðný
Theodóra Guðna-
dóttir, f. 3. maí
1908 á Jaðri í
Þykkvabæ, d. 8.
mars 1999, og Guðmundur
Kristjánsson, f. 27. september
1906 á Ketilsstöðum í Holta-
hreppi, Rangárvallasýslu, d. 31.
mars 1971. Fósturfaðir Sjafnar
var Hermann Jónsson, f. 21.
september 1899, d. 31. desem-
ber 1994.
Sammæðra systkin eru:
Snorri Magnússon, f. 15. apríl
1932, d. 1934, Elín Magn-
úsdóttir, f. 21. maí 1933, d. 2013,
gift Jóhannesi Jósefssyni og
Gunnar Hermannsson, f. 8.
ágúst 1953, kvæntur Ingibjörgu
Pálsdóttur.
Samfeðra systur: Guðrún
börn þeirra: Halldór Berg,
Gabríel Máni og Mikael Logi.
Sara Sjöfn, f. 13. nóvember
1990, unnusti Andrea Gorla, og
Ingi Hilmar, f. 31. ágúst 1992.
Eiginmaður Theódóru er
Árni Jóhannsson, f. 20. júlí
1956.
Börn þeirra: Jóhann Ingi, f. 5.
febrúar 2001, Arnhildur Sjöfn,
f. 8. apríl 2004, Andrés Heimir,
f. 17. mars 1981, maki Berglind
Rósa Halldórsdóttir, barn
þeirra er Kristófer Högni, og
Sandra Theódóra, f. 26. júní
1986, maki Einar Jónsson, barn
þeirra er Aldís Eva.
Sonur Þórarins Inga er Þor-
valdur Þórarinsson, f. 14. mars
1960, giftur Chadaporn Moonk-
ham.
Sjöfn vann ýmis störf á sínum
yngri árum en mest í verslunum
bæði í barnafataverslun og skó-
búð. Hún var heimavinnandi þar
til 1975 er hún hóf störf í Val-
húsaskóla og síðar hjá Landspít-
alanum við filmuvörslu, starfaði
þar í 16 ár, til ársins 2000, og
tóku þá við frábær ár með
barnabörnum. Sjöfn starfaði um
árabil fyrir Samhjálp kvenna,
hóp til stuðnings konum sem
greinast með krabbamein.
Útför Sjafnar fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 25.
júní 2019, klukkan 15.
Örk, f. 1941, Hrafn-
hildur, f. 1947, og
Kristjana, f. 1949.
Sjöfn ólst upp
hjá móður sinni
fram á unglingsár í
Reykjavík, móðir
hennar giftist síðar
Hermanni Jónssyni
og byggðu þau hús
við Amtmannsstíg í
Reykjavík.
Sjöfn giftist 3.
janúar 1965 Þórarni Inga Sig-
urðssyni, skipstjóra, f. 4. apríl
1923, d. 28. ágúst 1999. Þau
hófu búskap á Kleppsvegi 118,
en fluttu á Melabraut á Seltjarn-
arnesi 1972 þar til Sjöfn flutti
að Austurströnd 12 árið 2004.
Síðustu æviárin bjó hún við gott
atlæti á Grund.
Börn Sjafnar og Inga eru Sig-
urður, f. 20. júní 1965, og Theó-
dóra, f. 24. maí 1968.
Eiginkona Sigurðar er Elín
María Hilmarsdóttir, f. 22. jan-
úar 1965. Börn þeirra: Unnar
Elí, f. 30. nóvember 1983, maki
Ína Dóra Kristmundsdóttir,
Nú er mín kæra elskulega
Sjöbba systir fallin frá. Andlát
hennar bar tiltölulega brátt að. Í
minningunni er eingöngu hægt að
minnast hlýrrar og góðrar konu
sem vildi öllum vel, hallaði aldrei
á nokkurn mann og var hvers
manns hugljúfi.
Við bjuggum á tímabili í sama
húsi við Amtmannsstíg þegar ég
var barn og unglingur. Man ég
ekki annað en að samskipti okkar
hafi alltaf verið góð; hún passaði
mig oft, en átján ára aldursmunur
var á okkur. Á Amtmannsstígn-
um bjó hún þar til stýrimaðurinn
og síðar skipstjóri hjá Eimskip,
Þórarinn Ingi Sigurðsson, kom í
líf hennar og þau bjuggu sér nýtt
heimili. Þau byrjuðu sambúð í
gamla húsinu við Lækjargötu 10
og voru þar með litla íbúð á fyrstu
hæðinni. Þetta hentaði vel þar
sem stutt var á Amtmannsstíginn
en Þórarinn Ingi, síðar eiginmað-
ur hennar, var mikið frá í sigl-
ingum um heimshöfin. Hún ferð-
aðist oft með honum og það
gerðum við foreldrar mínir líka.
Minnisstæð er sérstaklega ein
ferð, en þá var siglt til nokkurra
hafna á meginlandi Evrópu og
Bretlands. Þetta var í fyrsta sinn
sem ég kom á erlenda grund og
var þessi ferð okkur öllum mjög
eftirminnileg. Eftir að Ingi (eins
og hann var kallaður) féll frá árið
1999 var Sjöfn aðeins 64 ára að
aldri. Hún einangraðist dálítið
eftir það en bjó ein í íbúð á Aust-
urströndinni á Seltjarnarnesi
stutt frá Theódóru dóttur sinni og
fjölskyldu hennar og hentaði það
öllum vel. Eftir að hafa fengið
heilablæðingu fyrir nokkrum ár-
um varð hæfni Sjafnar mjög skert
til eigin búsetu. Hún fékk pláss á
hjúkrunardeild Grundar, deild
V-3, og þar dvaldi hún þar til yfir
lauk. Ég og kona mín Ingibjörg
Pálsdóttir kveðjum hér yndislega
konu og sammæðra systur mína
með miklum söknuði og votta
börnum og barnabörnum hennar
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Gunnar Hermannsson og
fjölskylda.
Í hartnær aldarfjórðung höf-
um við Sjöfn Guðmundsdóttir
deilt saman skipsrúmi þótt hvor-
ugt okkar hafi sóst eftir því hlut-
skipti í upphafi. Okkar fyrstu
fundum bar saman á sjálft að-
fangadagskvöld á Melabraut þar
sem fjölskyldan var samankomin
að lokinni jólamáltíðinni þegar
verðandi tengdasonur bauð sér í
heimsókn.
Ísinn var brotinn og eftir það
þurfti ekki lengur jólin til að taka
hús á Melabrautinni. Fráfall ást-
kærs eiginmanns leiddi síðan til
þess að Sjöfn færði sig um set í
hentugra húsnæði á Seltjarnar-
nesi í næsta nágrenni við okkur
Theódóru. Var það upphafið að
afar ánægjulegu æviskeiði með
foreldrum mínum og Sjöfn, þar
sem þau þrjú tóku virkan þátt í
uppeldi barnanna okkar tveggja
og einnig þeirra sem ég hafði með
mér í heimanmund.
Allt sem Sjöfn tók sér fyrir
hendur gerði hún vel og af heilum
hug. Þegar ég braust inn í veröld
Sjafnar og tók dóttur hennar á
brott með mér, þóttist ég fjalla-
og ferðagarpur mikill og vildi
helst dvelja í óbyggðum mestan
part árs. Ég verð að viðurkenna
að áhugi hennar á Þórsmerkur-
ferðum kom mér ánægjulega á
óvart.
Á Nesinu nutum við Theódóra
nábýlis við Sjöfn sem var alltaf
reiðubúin að koma til aðstoðar og
annast barnabörnin þegar á
þurfti að halda. Enda undu börn-
in sér jafnan vel hjá ömmu sinni.
Einhvern veginn auðnaðist okkur
að búa til nýja en samhenta stór-
fjölskyldu með henni og foreldr-
um mínum, þar sem hver gat not-
ið sín. Vinátta Sjafnar og foreldra
minna var einstök og heil. Meðan
heilsa og þrek þeirra allra entist
nutu þau samveru og samvistar.
Fyrir allar þessar góðu stundir
verðum við ævinlega þakklát.
Takk fyrir okkur.
Árni Jóhannsson.
Góð kona er fallin frá. Það er
með hlýju og kærleika sem hug-
urinn reikar til liðinna samveru-
stunda með Sjöfn okkar.
Sjöfn kom inn í fjölskylduna
þegar Theódóra mágkona mín og
Árni bróðir hófu búskap. Það
myndaðist strax afar ljúft og fal-
legt vináttusamband milli henn-
ar, foreldra minna og okkar. Sam-
band sem einkenndist af kærleika
og væntumþykju en það voru ein-
mitt lyndiseinkunnir hennar.
Ég minnist óteljandi samveru-
stunda; í sólskýlinu í Njörvasund-
inu, á ferðalögum, í Hamri í Hval-
fjarðarsveit og sérstaklega eru
minningarnar um sumarleyfi í
Hrísey með Sjöfn og foreldrum
mínum eftirminnileg og ljúft að
minnast slíkra stunda á kveðju-
stund.
Þau áttu sérstaklega fallegt
kærleikssamfélag manma, pabbi
og Sjöfn. Þau höfðu unun af því að
eiga stund yfir kaffibolla og ekki
skemmdi það fyrir ef ljúffengar
pönnukökur voru í boðinu og allt-
af voru ástríku barnabörnin
þeirra í námunda við þau þrjú.
Þau áttu sameiginlega yndis-
legan fjársjóð í barnabörnunum
sínum Jóhanni Inga og Arnhildi
Sjöfn sem þau elskuðu, dáðu fyrst
og fremst og veittu þeim ómælda
gleði.
Ég minnist Sjafnar með hlýju
og þakklæti fyrir ljúfar stundir og
er þess fullviss að núna gengur
hún um í Sumarlandinu með for-
eldrum mínum og þau njóta
stundanna yfir kaffibolla og hver
veit nema að rjómakaka leynist í
þeirra Sumarlandi. Minningar-
brotin eru mörg á lífsins leið sem
gott er að orna sér við á kveðj-
urstund.
Ó, sofðu, blessað barnið frítt,
þú blundar vært og rótt.
Þig vængir engla vefja blítt
og vindar anda hljótt.
Af hjarta syngja hjarðmenn þér
til heiðurs vögguljóð sem tér:
Sofðu rótt, sofðu rótt, vært og rótt,
sofðu rótt.
(Þýð. Þorgils Hlynur Þorbergsson)
Minningin um ljúfa konu okkar
elsku Sjöfn varir að eilífu. Fjöl-
skyldunni allri sendum við í fjöl-
skyldunni innilegustu samúðar-
kveðjur. Góður Guð varðveiti
Sjöfn Guðmundsdóttur.
Laufey Jóhannsdóttir.
Sjöfn
Guðmundsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann