Morgunblaðið - 25.06.2019, Side 24

Morgunblaðið - 25.06.2019, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019 ✝ Sigurbjörn Frí-mann Halldórs- son fæddist í Reykjavík, 19. ágúst 1957. Hann and- aðist á deild 11-E á Landspítalanum við Hringbraut 15. júní 2019. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Jónína Meyvants- dóttir, f. 2.8. 1914, d. 1981, og Halldór Þórhallsson, f. 18.9. 1919, d. 1978. Börn þeirra voru Sigrún, f. 1935, d. 2012, eig- inmaður hennar er Vigfús Ólafs- son, f. 1938, Þórhallur Páll, f. 1941, d. 2018, eiginkona hans er Guðbjörg Jónsdóttir, f. 1942, María Elísabet, f. 1942, d. 1943, Már E.M., f. 1945, eiginkona hans var Jóna Geirný Jónsdóttir, f. 1947, d. 2017, Lilja Hjördís, f. Hann var alla tíð mikill KR-ingur og sótti oftast leiki þeirra. Fimm- tán ára að aldri fór hann til sjós sem nemi og síðar háseti á varð- skipinu Ægi, var hann á því skipi þar til síðla árs 1975. Honum lík- aði vel vistin til sjós og taldi þau til sinna bestu ára á vinnnumark- aði. Einnig starfaði hann um ára- bil hjá Hilmi hf. og Dagblaðinu, síðar Dagblaðinu-Vísi. Árið 1982 hóf hann störf hjá Stræt- isvögnum Reykjavíkur, síðar Strætó bs., og gegndi þar störf- um vagnstjóra, varðstjóra í stjórnstöð og síðar flotastjóra. Einnig var hann trúnaðarmaður vagnstjóra til margra ára og naut þar mikils trausts. Fyrir liðlega þrjátíu árum greindist hann með eitla- krabbamein en náði að sigrast á því eftir harða baráttu. Sá vá- gestur heimsótti hann aftur fyrir liðlega einu og hálfu ári og þá í vélinda. Í framhaldi af því varð hann að hætta störfum hjá Strætó bs. í lok síðasta árs. Útför Sigurbjörns fer fram frá Áskirkju í Reykjavík í dag, 25. júní 2019, klukkan 13. 1951, eiginmaður hennar er Hafþór Jónsson, f. 1944. Hinn 8. apríl 1978 kvæntist Sigurbjörn Gunnhildi Arn- ardóttur, f. 21. ágúst 1960. Sig- urbjörn og Gunn- hildur eignuðust þrjú börn. Þau eru 1) Lonni Björg, f. 1978, hennar maður er Baldur Sævarsson, f. 1981. Þeirra dætur eru Þórunn Emilía, f. 2005, og Gunnhildur María, f. 2008. 2) Lilja Bryndís, f. 1982, hennar sonur er Mikael Orri, f. 2004. 3) Örn Aron, unnusta hans er Tanja Rán Einarsdóttir, f 1994, þeirra sonur er Kristófer Máni, f. 2017. Sigurbjörn ólst upp á Eiði v/ Nesveg og síðar á Hagamelnum. Elsku pabbi minn, síðastliðnir 18 mánuðir eru búnir að vera svo- lítil rússíbanaferð hjá okkur öll- um. Ég man skýrt eftir því þegar þú hringdir í mig rétt fyrir jólin 2017 og sagðir mér það að kallinn væri orðinn eitthvað veikur og sagðir mér líka að um krabba- mein í vélinda væri að ræða. Að sjálfsögðu fór sjúkraliðinn og 1. annar hjúkrunarneminn ég að fletta upp í Hr. Google og skoðaði fyrstu síðurnar sem komu upp í leitinni, en þar var alls staðar sömu upplýsingarnar að finna, s.s. að líkurnar á bata væru að mig minnir nánast engar og lifun aðeins 1 til 3 ár eftir greiningu og þú fékkst ekki nema 18 mánuði. Þú nýttir þennan tíma einstak- lega vel, elsku pabbi, og fórst í þrjár yndislegar utanlandsferðir á þeim tíma sem þú fékkst. Fyrst með honum Ella í byrjun sumars 2018, svo með Ella, Lilju, Dadda, Guggu og fleirum síðasta haust, og svo var það aðalferðin og jafnframt sú síðasta núna í maí, þegar þú komst í ferminguna hennar Þórunnar Emilíu minnar í Danmörku. Þú varst mjög slapp- ur, en þú naust hverrar sekúndu, elsku pabbi, að vera hjá okkur og vera með öllum börnunum þínum, tengdabörnum og barnabörnum og í hvert skipti sem við töluðum saman eftir að þú komst heim tal- aðir þú um hvað þetta hefði verið yndislegt og hvað þú værir ham- ingjusamur með að hafa komist í þessa ferð. Helgarnar hjá mér eiga eftir að vera tómlegar, en við áttum okkar fasta símatíma um helgar þegar við hringdum myndsímtal hvort í annað og þau símtöl voru held ég aldrei styttri en klukkutími, oft- ast lengri samt. Síðasta myndsím- talið okkar var á hvítasunnudag, en þá varstu greinilega að byrja að veikjast, án þess að ég gerði mér almennilega grein fyrir því, vegna þess að þegar ég hugsa til baka þá áttir þú í smá erfiðleikum með að halda á símanum og sam- talið náði ekki klukkutíma og svo varstu lagður inn á mánudags- kvöldið. Svo verður tómlegt að geta ekki hringt í þig til þess að fá góð ráð í eldamennskunni, en það var nú bara síðustu jól sem við áttum myndsamtal í sambandi við suðu á hangikjöti. Ég er svo þakklát fyrir það að hafa komist til Íslands í tæka tíð og verið aðeins með þér uppi á spítala þrátt fyrir að þú hafir ver- ið hundveikur og ekki getað talað neitt að ráði við mig, og það sem ég er enn þakklátari fyrir er það að hafa fengið að halda í höndina þína ásamt Lilju systur þinni þeg- ar þú sofnaðir hinum langa svefni. Það er svo margt fleira sem ég gæti skrifað, pabbi minn, en það er bara ekki pláss fyrir það. Svo ég endi þetta nú á léttum nótum í þínum anda, að þá máttu endilega hnippa í mig einu sinni á ári og minna mig á skattskýrsluskil eins og þú gerðir alltaf. Takk fyrir allt, pabbi minn, og skilaðu kveðju til allra frá mér. Þín dóttir, Lonni Björg. „Elli minn, ég ætla að lifa þar til ég dey,“ sagði bróðir minn og glotti þegar við gengum út frá lækni hans í janúar 2018. Hann stóð við það, var alltaf glaður og reifur þar til yfir lauk með sinn ljósgráa húmor. Úskurðurinn var krabbamein, ólæknandi, bara spurning um tíma. Samt nokkur vissa um að hann gæti horft á HM 2018. Bróðir minn var örverpið, alinn upp við mikla ást og um- hyggju. Og endalaust dekur að mati okkar eldri systkina. Sem dæmi um dekur er þegar hann var kominn á unglingsár, þá gistu stundum á Hagamelnum systur- og bróðursynir okkar sem voru á svipuðu reki og hann. Þeir voru eðlilegir unglingar og gátu helst ekki komið sér saman um hvað ætti að vera í matinn. Foreldrar okkar leystu það með því að elda ofan í hvern þeirra fyrir sig. Ekki tókst þeim að eyðileggja hann með eftirlæti. Hann var alltaf duglegur að bjarga sér. Hann fór á sjó með skóla, síðar sem háseti þar til hann fór að vinna með mér hjá DB og Vikunni, síðar hjá DV til 82. Það var gott að vinna með Didda, hann var hörkuduglegur, samviskusamur og alltaf í góðu skapi. Þegar hann hætti hjá DV fór hann að vinna hjá SVR, síðar Strætó. Hann vann þar sem vagn- stjóri og síðar sem varðstjóri. Hann var trúnaðarmaður í mörg ár. Vann sem trúnaðarmaður ásamt fleiri góðum mönnum m.a við að samræma vaktaplan vagn- stjóra Evrópureglugerð. Diddi var mikið „félagsmálatröll“, sótti ótal námskeið í þeim fræðum og hafði alltaf tíma til að ræða við menn og tala máli þeirra við stjórnendur. Diddi kvæntist ung- ur Gunnhildi Arnardóttur og eignuðust þau tvær dætur og einn son. Barnabörnin eru fjögur. Börnin og barnabörnin voru hon- um afar kær og alltaf var hann reiðubúinn til að rétta þeim hönd og ráðleggja. Didda var ekki bara umhugað um börnin sín, hann ræktaði líka sambandið við okkur systkini sín og fjölskyldur okkar með heimsóknum og löngum sím- tölum. Diddi var trúaður þó hann flíkaði því ekki. Trúði eins og faðir okkar að með okkur væri fylgst af liðnum ástvinum. Til að sanna það ætlaði hann að pikka í mig þegar hann væri kominn á annað til- verustig. Hann hefur ekki pikkað enn þegar þetta er skrifað. Hann hefur hlegið með sjálfum sér við tilhugsunina, vona að hann láti það duga. Nú þegar komið er að leiðarlokum er ég þakklátur bróð- ur mínum fyrir að hafa boðið mér að ganga þess leið með sér. Fyrir hönd fjölskyldunnar þakka ég Örvari lækni, Elísu hjúkrunar- fæðingi sem sá yfirleitt um lyfja- gjöfina og heilsaði honum og kvaddi með faðmlagi. Þakka vinnufélögum og vinum sem gleymdu honum ekki, hringdu eða heimsóttu hann. Hann mat það mikils. Þakka öllum á 11 E sem gerðu allt sem á mannlegu valdi var til að lengja líf hans og að síðustu gera kveðjustundina eins milda og hægt var. Síðast- liðna 18 mánuði höfum við systk- inin og ennþá lifandi makar borð- að saman flest kvöld. Oftast hjá Lilju og Dadda en á miðvikudög- um hjá Guggu, stundum hjá und- irrituðum. Þetta hefur gefið okk- ur öllum mikið. Diddi sá um gráan húmor og karlrembu. Sakna þess að hringja ekki kl. 14.03 eins og ég hef gert undanfarin misseri. Már E.M. Halldórsson. Hetjan Sigurbjörn (Diddi) er fallinn. Þau orð notum við hjónin um andlát okkar yndislega bróður og mágs. Við köllum hann hetju því sjaldan eða aldrei kvartaði hann þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem mættu honum á lífsleiðinni. Þá beitti hann gjarna sínum frá- bæra gráa húmor með hnyttnu orðalagi sem engan særði en vakti oftar en ekki fólk til umhugsunar. Diddi átti góða æsku á mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness nánar tiltekið á Eiði við Nesveg. Hann gekk í Mýrarhúsaskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Á Nesinu eignaðist hann sína æsku- félaga. Æskan leið á sinn sólríka hátt líkt og minni okkar segir ávallt. Diddi var mikill KR-ingur og í okkar stórfjölskyldu voru að- eins tvö lið. Okkur var slétt sama hvar menn voru í pólitík því hin heilögu vé voru KR og ÍA. Marg- ar ferðir voru farnar, bæði í Vest- urbæinn og upp á Skaga, þá var gleði og gaman. Brátt tók alvara lífsins við og 15 ára brá Diddi und- ir sig betri fætinum og fór til sjós. Hann fór sem nemi um borð í varðskipið Ægi og vann sig þar upp í hásetastarf. Þar var hann til loka árs 1975 og tók þátt í 50 mílna landhelgisstríðinu. Hann sagði undirrituðum að sjó- mennskan hafi verið besti tími sinn á vinnumarkaði. En hugurin stóð til þess sem markaði hans ævistarf það er, hann gerðist bif- reiðarstjóri, lengst af hjá SVR, síðar Strætó b/s. Eins og áður er getið fór Diddi ekki varhluta af erfiðleikum í lífi sínu. Tvisvar hef- ur hann þurft að berjast við hinn illvíga sjúkdóm krabbamein. Í fyrra skiptið 25 ára gamall, þá ný- orðinn faðir barðist hann við eitla- krabba sem hann sigraðist á eftir erfiða meðferð. Fyrir einu og hálfu ári greindist hann með meinið í vélinda og þá sigraði óvætturinn. Diddi var yngsta barn foreldra sinna og naut þess vegna sérstaks ástríkis og athygli bæði foreldra og systkina. Hann var sannkallaður mömmustrákur í orðsins bestu merkingu. Það var Didda mikið áfall þegar hann 21. árs missir föður sinn og þremur árum síðar móður sína. Á slíkum stundum tók systkinahópurinn þétt utanum hvert annað. Á síð- ustu sjö árum hafa tvö af systk- inum Didda og ein mágkona horf- ið til feðra sinna. Við sem eftir stóðum systkinin þrjú, mágkona og mágur tókum upp þann sið eft- ir að Diddi greindist að borða saman kvöldmat alla daga, við það var staðið. Sólargeislarnir í lífi Didda voru börnin hans þrjú og barnabörnin fjögur, fyrir þau lifði hann. Til marks um það setti hann sér það takmark síðastliðið haust að komast í fermingu dótturdótt- ur sinnar í Danmörku. Hann keypti þá farmiða fyrir sig og dótturson sinn. Sú hátíðarstund var honum ógleymanleg, umvaf- inn börnum sínum og barnabörn- um. Einnig var honum ferðin sem við fimm fórum til Calpe á Spáni á liðnu hausti til mikillar gleði. Ekki síður ferðin til Benidorm með Ella bróður sínum sem var hans styrkasta stoð. Elskulegan bróð- ur og mág kveðjum við með orð- um hans sjálfs „Guð gefur okkur einn kertaloga og það er hann einn sem ræður hve lengi hann logar“. Megi góður Guð blessa okkur minningu Didda, milda sorg og vera börnum hans og barnabörnum líknsamur. Lilja og Hafþór. Fallinn er frá elskulegur mág- ur minn eftir erfið veikindi. Mikill er söknuðurinn. Ég sá Didda fyrst þegar hann var þriggja ára gamall. Þá kom ég með Halla mínum, bróður hans, á heimili for- eldra þeirra. Þetta var mjög sam- hent fjölskylda. Eins og flestir vita vorum við þrjú systkini frá Laufholti gift þremur systkinum frá Eiði. Diddi minn var elskuleg- ur drengur, trúaður og lífsglaður. Það sýndi sig best í veikindum hans. Þegar Halli misti heilsuna kom Diddi og stytti honum stund- ir. Þeir fóru oft í bíltúra að skoða sig um á bílasölum og fleira. Nú hafa systkini hans staðið eins og klettar við hliðina á honum, eins og alltaf. Ég fór ekki á mis við það þegar ég þurfti á því að halda. Nú er Diddi minn kominn á góðan stað hjá sínu fólki, foreldrum, systkinum og henni Jónu systur minni, mágkonu hans. Guð geymi þig og varðveiti þig, elsku Diddi minn. Elsku Lonni, Lilja og Örn Aron, innilegar samúðarkveðjur til ykkar og barnanna. Guðbjörg (Gugga). Í dag verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík Sigurbjörn Frímann Halldórsson. Diddi frændi okkar og vinur kvaddi eft- ir áralanga og hetjulega baráttu við þann illvíga sjúkdóm sem lagði hann loks að velli. Engum duldist lífsgleði hans og baráttu- þrek og þótt heilsubrestur væri fyrir löngu farinn að segja til sín, þá sýndi hann ævinlega æðru- leysi. Fyrri hluta ævinnar ólst Sig- urbjörn Frímann upp að Eiði á Seltjarnarnesi hjá móður sinni Þórunni Jónínu Meyvantsdóttur og föður Halldóri Þórhallssyni, ásamt fjórum eldri systkinum. Við, sem bjuggum og ólumst upp vestur á Eiði upp úr miðri síðustu öld minnumst Didda sem náins ættingja, eins og litla bróður eða sonar. Hann var yngstur í hópi krakkanna á Eiði, en hafði þó æv- inlega sitt atkvæði í leikjum og öðru sem tekið var fyrir hendur. Diddi var líklega yngsti aðdáandi Bítlanna frá Liverpool á sínum tíma, fór nokkrum sinnum með Meyvanti frænda sínum á stór- myndina A Hard Days Night í Tónabíói aðeins átta ára gamall og naut sín því meir sem hann fór oftar að sjá þá félaga í svart-hvítu að hætti sannra KR-inga. Sigurbjörn var fylginn sér og glöggur þegar kom að réttinda- málum. Það kom því engum á óvart að hann yrði valinn trúnað- armaður bílstjóra hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur seint á síð- ustu öld og tæki þátt í kjaraviðræðum fyrir hönd sinnar stéttar. Sömu sögu var að segja um áhuga hans á knattspyrnu; hann var gegnheill KR-ingur, mætti eins og aðstæður leyfðu á alla leiki félagsins og lá ekki á skoðunum sínum, hvort sem um var að ræða dómgæsluna eða skipulag og gengi liðsins. Öll eigum við ljúfar minningar um liðna atburði með söknuði eft- ir liðinni tíð. Þannig minnumst við síðsumarskvölda við Eiðisvíkina á sjöunda áratug síðustu aldar; það var farið að rökkva, silfurský á himni, að öðru leyti heiður him- inn. Heyskapur eftir síðasta slátt sumarsins á Eiðistúninu, allt kyrrt og hljótt, ef undan voru skil- in fjarlæg köll við heyskapinn og kvak mófugla í Eiðismýrinni. Jafnt börn sem fullorðnir hjálp- uðu til eftir megni. Það styttist í að yngsti Eiðisbú- inn héldi upp á afmælið sitt 19. ágúst; þá þegar sýndi hann mik- inn áhuga á heyskapnum þrátt fyrir ungan aldur. Sigurbjörn Frímann var okkur sem nánasti ættingi. Hans verður sárt saknað í framtíðinni þegar fjölskyldan kemur saman í af- mælum eða ættarmótum. Við kveðjum Didda með söknuði og virðingu, en þó fyrst og síðast með þakklæti fyrir allar samveru- stundirnar forðum. Um leið fær- um við ættingjum hans, sér í lagi börnum og barnabörnum, samúð- arkveðjur. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Guðrún Eyjólfsdóttir, börn og tengdabörn. „Skammt er stórra högga á milli,“ varð mér hugsað er ég frétti af andláti Sigurbjörns Hall- dórssonar (Didda) en aðeins er liðið rúmt ár síðan Þórhallur, bróðir hans, féll frá. Báðir störf- uðu þeir um áratugaskeið við akstur og rekstur strætisvagna í Reykjavík og Halldór Þórhalls- son, faðir þeirra, einnig. Var því um sannkallaða strætósfjölskyldu að ræða og voru fáir ef nokkrir sem þekktu betur til sögu þessa mikilvæga málaflokks en þeir bræður. Sigurbjörns verður ekki síst minnst fyrir vasklega framgöngu sem málsvari og trúnaðarmaður strætisvagnastjóra og sem varð- stjóri. Var hann vakinn og sofinn yfir velferð vagnstjóra og annarra starfsmanna. Þótt Sigurbjörn gengi oft hart fram í erindrekstri sínum fyrir starfsmenn, hafði hann hagsmuni fyrirtækisins jafnframt í huga og missti ekki sjónar á því að leiðarljós þess væri að þjóna farþegum. Ég kynntist Sigurbirni fljót- lega eftir að ég tók sæti í stjórn SVR um miðjan tíunda áratuginn. Áður hafði fyrirtækinu verið breytt í hlutafélag en svo harðar deilur urðu um þá ákvörðun að því var breytt í borgarfyrirtæki að nýju. Sigurbjörn beitti sér einarð- lega gegn breytingu á rekstrar- formi SVR í hlutafélag ásamt ýmsum öðrum og hafði sigur í þeirri baráttu. Það hlakkaði síður en svo í Sigurbirni yfir sigrinum. Hann vildi að menn sneru bökum saman og nýttu erfiða reynslu til að efla almenningssamgöngur og bæta starfsanda hjá SVR. Ég sat í stjórn SVR um skeið og síðar í ýmsum ráðum sem tengdust þessum mikilvæga málaflokki. Naut ég þá góðrar ráðgjafar og vináttu Sigurbjörns og Þórhalls sem ég verð þeim æv- inlega þakklátur fyrir. Sigurbjörn var ætíð reiðubúinn að ræða almenningssamgöngur af hreinskilni og hispursleysi. Kom hann ábendingum um málaflokk- inn á framfæri við stjórnendur Strætó, stjórnarmenn og borgar- fulltrúa þegar hann taldi þörf á. Þegar tilkynnt var um breytingar á leiðakerfi fór Sigurbjörn yfir þær og sagði síðan skoðun sína hreint út þótt hann vissi að það myndi ekki afla honum vinsælda hjá öllum. Ég lærði fljótlega að það borgaði sig að hlusta á ábend- ingar Didda og að hann hafði oft rétt fyrir sér enda gjörkunnugur málaflokknum. Eitt sinn er pólitík bar á góma milli okkar spurði ég Didda hvort hann væri sjálfstæðismaður því mér fannst viðhorf hans benda til þess auk þess sem hann var dótt- ursonur hins góðkunna Meyvants Sigurðssonar frá Eiði sem lést á 96. aldursári og hafði þá unnið að framgangi sjálfstæðisstefnunnar í hartnær 75 ár. „Ég er Alberts- maður,“ svaraði Diddi að bragði og þar með var það mál útrætt. Mér fannst þessi yfirlýsing merkileg enda voru þá nokkur ár liðin frá andláti Alberts Guð- mundssonar. Skildi ég að þennan mikla stuðning út yfir gröf og dauða mátti rekja til skilnings Al- berts á kjörum harðduglegs, vinnandi fólks eins og Didda og góðra samskipta við það. Vegna dvalar erlendis á ég þess ekki kost að fylgja Didda til grafar og með þessum fátæklegu kveðjuorðum sendi ég því fjöl- skyldu hans, vinum og samstarfs- félögum innilegar samúðarkveðj- ur. Þeir bræður aka nú á himnaleiðum. Kjartan Magnússon. Síðustu stundir mínar með Didda frænda voru dýrmætar. Diddi hringdi á bjölluna stundvís- lega kl. 18. Ég opnaði dyrnar og inn kom frændi móður og más- andi. Hann settist í sófann og kastaði mæðinni. Addi minn, gefðu mér vatnsglas. Ég rauk til og færði honum vatnsglas. Hann sötraði vatnið. Svo leit hann á mig og brosti. Mikið rosalega er þetta góður dagur. Ég er búinn að tala við Lonni dóttur mína í klukku- tíma í símann, fór svo í Nettó og núna er ég kominn í mat til þín. Æðrulaus og þakklátur frændi minn þurfti ekki á huggun minni að halda. Hann var kominn til mín til þess að hugga mig. Þvílík gæðastund með frænda. Hann borðaði bleikjuna með bestu lyst. Við fórum svo út á verönd, horfð- um upp í stjörnubjartan himininn og spjölluðum. Diddi var svo mögnuð blanda. Hann var prakkari, vinur og viskubrunnur. Hann fór vel með viskuna sína. Diddi miðlaði henni fallega. En prakkarinn Diddi, maður lifandi. Það sem hann gat strítt og gert fólki bylt við. En þegar öllu er á botninn hvolft þá var Diddi fyrst og fremst vinur. Enda ber orðið frændi sömu merkingu og vinur. Þegar ég var pjakkur þá kom Diddi reglulega í heimsókn til þess eins að fara með mig í ísbílt- ur, á sædýrasafnið eða jafnvel í útilegu. Þessi alúð sem frændi minn sýndi mér stækkaði hjartað mitt. Hann gerði þetta allt með gleði og af einlægni. Já, Diddi var einlægur. Hann var gegnheill og þurfti ekki að vera með neitt kurt- eisishjal. Þess ber að geta að það var ríg- ur á milli okkar frænda. Hann var svo öflugur að tala við bróður sinn (pabba minn) í símann. Það var hörð samkeppni á milli okkar um það hvor okkar gat talað lengur við pabba. Diddi hafði yfirhöndina og stríddi mér mikið. En það munaði þó samt oft bara nokkrum sekúndum. Þetta leiðir hugann minn að sambandi þeirra bræðra. Þeirra samband var sterkt og innilegt. Þeir stóðu saman og ræktuðu tengslin. Sigurbjörn Frí- mann Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.