Morgunblaðið - 25.06.2019, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
✝ Kristrún Ólafs-dóttir fæddist í
Reykjavík 3. júlí
1938. Hún andaðist
12. júní 2019 á
Landakotsspítala.
Foreldrar henn-
ar voru Arndís Pét-
ursdóttir, f. 24. jan-
úar 1914, d. 10.
október 2002, og
Ólafur Haraldur
Jónsson, hús-
gagnasmiður, f. 15. október
1904, d. 10. janúar 1948. Krist-
rún var elst fjögurra systkina.
Systkini hennar eru Lilja, f.
1940, Pétur, f. 1944, og Ólafur,
f. 1946. Hálfsystkini þeirra sam-
feðra eru: Jón Óli, Guðmundur
Dalmann og Helgi Viðar.
Hinn 4. júlí 1959 giftist Krist-
rún Árna Hróbjartssyni, f. 1.
desember 1938, d. 11. janúar
2013. Foreldrar hans voru Ingi-
björg Þorsteinsdóttir, f. 15 sept-
ember 1909, d. 11. júlí 2004, og
Hróbjartur Árnason, bursta-
gerðarmeistari, f. 12. júní 1897,
d. 11. febrúar 1953.
Börn Kristrúnar og Árna eru:
a) Hróbjartur, f. 7. janúar
1960. Eiginkona hans er Svein-
skóla verknáms og lagði stund á
nám í saumi. Hún lauk þaðan
gagnfræðaprófi sextán ára göm-
ul. Þá lá leiðin í Trygg-
ingastofnun ríkisins þar sem hún
starfaði með hléi til 1959. Krist-
rún fór í lýðháskólanám 19 ára
gömul við Ringerike Folkehøj-
skole í Hönefoss, Noregi.
Kristrún og Árni stofnuðu sitt
fyrsta heimili við Sogaveg í
Reykjavík en fluttu árið 1966 til
Englands þar sem Árni fór í nám
og Kristrún annaðist heimilið og
lærði blómaskreytingar í kvöld-
skóla. Árni lauk stúdentsprófi
og háskólagráðu í útflutnings-
og markaðsfræðum frá Bour-
nemouth Municipal College árið
1972. Í framhaldi af því stofnuðu
þau póstverslunina Heimaval
sem þau ráku saman til ársins
1983. Árið 1984 fluttust þau
ásamt Helenu til Danmerkur og
dvöldu þar í eitt ár.
Frá árinu 1986 til ársins 2000
starfaði Kristrún hjá Pósti og
síma. Eftir það starfaði hún um
tíma í Leikskólanum Kirkjubóli í
Garðabæ. Frá árinu 2008 til
2016 starfaði Kristrún í hluta-
starfi í Norræna húsinu.
Kristrún og Árni voru virk í
starfi Gídeon-félagsins á Íslandi.
Útför Kristrúnar fer fram frá
Garðakirkju í dag, 25. júní 2019,
klukkan 13.
björg Katrín Páls-
dóttir, f. 27. nóv-
ember 1961. Synir
þeirra eru Kristinn
Árni, f. 28. desem-
ber 1989, í sambúð
með Sunnu Karenu
Einarsdóttur, f. 20.
október 1993, og
Ari Stefán, f. 17.
febrúar 1996. b)
Hjördís, f. 14. febr-
úar 1965. Eig-
inmaður hennar er Jóhann Jó-
hannsson, f. 10. janúar 1963.
Dætur þeirra eru Sóley, f. 3.
nóvember 1990, Berglind, f. 2.
ágúst 1995, og Þórdís Helga, f.
14. maí 1997. c) Helena, f. 23.
nóvember 1972. Eiginmaður
hennar er Tómas Njáll Möller, f.
26. desember 1970. Dætur
þeirra eru Katrín Edda, f. 11.
maí 1999, og Arndís, f. 7. sept-
ember 2003.
Kristrún ólst upp í Reykjavík
en þegar faðir hennar lést fór
hún í tvö ár í sveit til frænda
síns, Páls Pálssonar í Þúfum,
Ísafjarðardjúpi. Þar gekk hún i
Reykjanesskóla. Hún hóf nám
13 ára gömul í Lindargötuskóla,
þaðan sem hún fór í Gagnfræða-
Lífsins skóli er ótrúlegur. Þar
lærum við allt það sem mestu máli
skiptir. Kristrún Ólafsdóttir varð
þar einn af samferðamönnum
mínum og af henni mátti ég margt
læra. Hennar er nú sárt saknað.
Kynni fjölskyldna okkar hófust
þegar sonur okkar Willa, Tómas
Njáll, kynntist og gekk að eiga
Helenu, yndislega dóttur Krist-
rúnar og Árna Hróbjartssonar.
Þau hjónin, Kristrún og Árni,
kunnu vel að meta lífið, fegurð
þess, gleði og frið. Á heimili þeirra
áttum við góðar stundir og einnig
á ferðum með þeim um landið.
Þá var áð á fallegum stöðum og
gjarnan dregin fram nestistaska,
kaffibrúsi, smurt brauð og kex. –
Ekkert sjoppuráp í þeim ferðum!
Kristrún hafði næmt auga fyrir
fegurð og listum. Allt sem hún
vann bar vitni um listfengi hennar
og ríkt fegurðarskyn. Ég átti því
láni að fagna að hún bauð mér
tvisvar með sér dagsferðir um
Vesturland.
Sú fyrri lá um Snæfellsnes þar
sem við lásum enn og aftur perlur
þess og sú síðari í Dalina þangað
sem hún á ættir að rekja. Hún
sýndi mér stolt heim í sveitina
sína og bar mér gott nesti eins og
henni einni var lagið.
Kristrún var fundvís á gjafir
Jarðar og umgekkst þær með
virðingu og þökk.
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
Prýðið þér lengi landið það,
sem lifandi guð hefur fundið stað
ástarsælan, því ástin hans
allstaðar fyllir þarfir manns.
(Jónas Hallgrímsson)
Blessuð sé minning Kristrúnar
Ólafsdóttur.
Við Willi biðjum góðan Guð að
vernda og styrkja fjölskyldu
hennar, ættingja og vini í eftirsjá
þeirra og sorg.
Anna.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Elskuleg tengdamóðir og
amma, Kristrún Ólafsdóttir, eða
Dídí eins og hún var ávallt kölluð,
er látin eftir stutt en erfið veik-
indi.
Síðustu dagana hafði hún dvalið
á Landakotsspítala og þar kvaddi
hún á bjartri sumarnóttu, umvafin
börnum sínum og fjölskyldum
þeirra.
Nú, þegar komið er að leiðar-
lokum, viljum við þakka elsku Dídí
samfylgdina og biðjum algóðan
Guð um að taka hana í sinn faðm.
Minningarnar dýrmætu munum
við varðveita í hjörtum okkar.
Sveinbjörg Katrín,
Ari Stefán, Kristinn Árni
og Sunna Karen.
Þegar maður kveður einhvern
sem er manni kær reikar hugur-
inn gjarna um liðinn tíma. Krist-
rún Ólafsdóttir, tengdamóðir
mín, eða Dídí eins og hún var allt-
af kölluð, var mörgum góðum
kostum prýdd.
Í návist hennar var ró, henni
féll sjaldan verk úr hendi og hún
var ætíð tilbúin að aðstoða og lið-
sinna ef eftir því var leitað.
Tengdamamma var hæversk
og umhugað um samferðafólk
sitt. Hún var þó ákveðin þegar
þess þurfti og stóð þá gjarnan
fast á sínu.
Ég kom á heimili hennar og
Árna tengdapabba við Bjarna-
staðavör á Álftanesi, Nausta-
bryggju í Reykjavík og Stekkjar-
götu í Njarðvík. Eftir fráfall
tengdapabba bjó Dídí sér heimili í
Skipalóni í Hafnarfirði. Allir
þessir staðir eru í námunda við
sjóinn sem Dídí kunni svo vel að
meta.
Það var alltaf notalegt að koma
til hennar, heimilið hlýlegt, öllu
vel fyrir komið, falleg blóm og
gott að vera. Hvar sem hún bjó
lagði hún ósjaldan leið sína út á
Álftanes til að ganga í fjörunni,
ein eða í félagsskap við aðra.
Tengdamamma naut náttúr-
unnar, blóma og sjávarins. Hún
gerði úrvalsblómaskreytingar en
til þess lærði hún í Englandi. Þá
var hún afbragðskokkur og flink
saumakona. Þessa nutum við fjöl-
skyldan á marga vegu. Dídí útbjó
til að mynda brúðarvönd Helenu
þegar við giftum okkur, bakaði
úrvalstertur við góð tilefni og
gerði við eða breytti fötum ef svo
bar undir.
Allt var þetta gert af natni og
með gleði. Þá nutu Katrín Edda
og Arndís, dætur okkar, þess að
Dídí gætti þeirra áður en þær
fóru á leikskóla. Það voru dýr-
mætar stundir fyrir þær og þær
eiga margar góðar minningar frá
þeim tíma.
Þegar hugurinn reikar yfir lið-
in ár rifjast upp margar góðar
minningar frá lautarferðum út á
land, samveru við kvöldverðar-
borð og spjalli yfir góðum kaffi-
bolla, nú eða tebolla.
Við Helena og dætur okkar,
Katrín Edda og Arndís, söknum
Dídíar sárt.
Eftir sitja hlýjar minningar og
lærdómur af samferð með góðum
vini, móður, tengdamóður og
ömmu.
Blessuð sé minning þín, kæra
tengdamamma.
Tómas Njáll Möller.
Kristrún Ólafsdóttir
Elsku hjartans
mamman mín.
Hlýi faðmurinn alltaf opinn.
Falleg orð hvísluð í eyra.
Hlustað þegar lífið virðist erfitt.
Leiðbeint þegar þörf var á.
Öllum spurningum svarað.
Heimilið alltaf opið fyrir vinum.
Ungi kærastinn boðinn velkominn.
Barnabörnin umvafin ást.
Alltaf til staðar.
Elsku hjartans mamman
mín, ég er óendanlega þakklát
fyrir að hafa fengið þig að móð-
ur, það var minn stærsti vinn-
ingur í lífsgöngunni og það sem
lagði grunninn að lífshamingju
minni.
Ég er líka þakklát almættinu
að leyfa þér að koma til sín, að
hafa baráttuna ekki lengri en
raun bar vitni.
Ég mun elska þig að eilífu og
ást þín mum fylgja mér um
ókomin ár.
Hvíl í friði, elsku hjartans
mamman mín.
Guðný Birna.
Elsku amma mín.
Orð fá því ekki lýst hversu
erfitt mér þykir að kveðja þig.
Þú varst alltaf að hugsa um alla
og hugulsamari manneskju en
þig var vart hægt að finna.
Stundir okkar saman eru mér
svo dýrmætar og að vita það að
þær séu liðnar er ofboðslega
sárt.
Ég hef ekki tölu á því hversu
oft við sátum uppi í sumó og þú
last alla jólasveinabókina aftur
og aftur á meðan ég hlustaði og
hallaði mér upp að þér. Þú
prjónaðir mikið á mig, margt
var merkt með nafni og það var
ekki sjaldan sem að ég fékk
hrós fyrir fallega vettlinga eða
krúttlegt hárband og alltaf gat
ég stolt sagt að amma hefði
prjónað þetta.
Takk fyrir allar notalegu
stundirnar heima á Mosabarði
þar sem við sátum saman og þú
dekraðir við mig, straukst fing-
urna og greiddir hárið á mér,
en þær stundir enduðu yfirleitt
á því að ég heyrði hvíslað í eyr-
að á mér: amma elskar þig, þú
veist það, og, ó, hvað það var
gott að heyra þig segja það. Á
afmælisdögum varst þú alltaf
fyrst að hringja og passaðir að
byrja símtalið á afmælissöng
jafnvel þótt þú værir að hringja
frá útlöndum.
Elsku amma, þú varst mín
stoð og stytta í einu og öllu og
trúðir oft meira á mig en ég
gerði sjálf. Það voru forréttindi
að eiga ömmu Rúrí og ég vil að
þú vitir að þó svo að þú sért
ekki lengur hér á jörðinni hjá
mér þá veit ég að ég á engla-
ömmu sem fylgir mér í hverju
skrefi og mun passa mig um
ókomna tíð.
Ég elska þig svo mikið og er
svo stolt af því að vera skírð í
höfuðið á þér.
Þín
Erla Rúrí.
Síðustu vikur hafa verið fjar-
stæðukenndar og helst til
óraunverulegar.
Ég hef svifið í gegnum þær
með hálflokuð augun, staðráðin
í að standa við hlið þér og vera
sterk fyrir þig. Á hverjum degi
hef ég setið hjá þér og haldið í
Guðríður
Karlsdóttir
✝ GuðríðurKarlsdóttir
fæddist 24. apríl
1938. Hún lést 9.
júní 2019.
Útför hennar fór
fram 19. júní 2019.
hönd þína í þeirri
veiku von að geta
gefið þér örlítinn
styrk til að halda
áfram, bara örlítið
lengur. En svo lok-
aðir þú augunum
og opnaðir þau
ekki aftur. Eftir
stend ég berskjöld-
uð, án míns
stærsta stuðnings-
aðila og fyrirmynd-
ar í lífinu.
Í gegnum mína 22 ára ævi
hefur þú alltaf staðið mér við
hlið, hvort sem það voru píanó-
tónleikar eða veikindi. Hlýja
þín var unaðsleg og stuðning-
urinn ómetanlegur. Enginn
hafði meiri trú á mér en þú.
Vegna þín er ég sú sem ég er.
Minningarnar eru endalausar
og þakklætið mikið enda kennd-
ir þú mér svo ótal margt. Ég
var varla farin að tala þegar þið
afi kynntuð mig fyrir Sinfóníu
Íslands. Þið tvö kennduð mér
að meta tónlist og var Sinfónían
alltaf okkar sameiginlega at-
hvarf. Leikhúsferðirnar voru
einnig ófáar enda varst þú,
amma, mikill listaunnandi og
gerðir allt til að smita mig af
þeim áhuga. Fljótlega eftir að
ég fór að lesa fórum við svo
saman í gegnum allar bækurn-
ar sem þú hafðir átt hér áður
og las ég þær hverja eina og
einustu. Ljóðabækurnar fylgdu
svo í röðum á eftir. Með tím-
anum eignaðist ég allt safnið en
það er mér ómetanlegur fjár-
sjóður. Handavinnan var þó sú
list sem þú kunnir allra best og
hana lærði ég snemma og hef
alltaf sinnt en nú til heiðurs
þér.
Auk þessa kenndirðu mér að
elska, elska náungann og elska
sjálfa mig. Þú varst góð við
alla, hafðir innilegan áhuga á
öllum í kringum þig, styrktir
reglulega góð málefni og hjálp-
aðir þeim sem á þurftu að
halda.
Einnig styrktir þú mig á all-
an þann hátt sem þú gast en ást
þín til mín var algjörlega skil-
yrðislaus. Í vetur tókstu utan
um mig og hvíslaðir að mér að
það væri engin eins falleg og
góð og ég, að ég væri svo sterk
og dugleg og að þú værir svo
óendanlega stolt af mér.
Þetta var alls ekki eina skipt-
ið sem þú gerðir slíkt enda
ólstu mig upp í því að ég gæti
allt. Þetta var þó skiptið sem
sat eftir, eitt af síðustu skipt-
unum sem ég átti á meðan ég
hafði þig alla.
Þó að söknuðurinn sé sár og
mikill verð ég að vera raunsæ
og sanngjörn. Þetta var ekki
orðið neitt líf. Við höfðum ekk-
ert val, við einfaldlega urðum
að sleppa.
En það er aldrei auðvelt að
missa þá sem næst manni
standa. Ég mun standa við lof-
orðið sem ég gaf þér og halda
utan um afa, manninn sem átti
hug þinn og hjarta allt.
Ég mun reyna að standa þétt
við hann á þessum erfiðu tímum
sem framundan eru og halda
minningu þinni ljóslifandi. Hún
er það sem aldrei deyr.
Þó að víða verði leitað mun
seint finnast kona eins og þú.
Þessi kjarnakona, ofurhetja nú-
tímans sem hefur gengið í
gegnum hinar ýmsu þrautir en
aldrei bugast eða látið á sjá.
Kona sem kunni allt og gat allt.
Kona sem tók manni alltaf opn-
um örmum tilbúin að hug-
hreysta og hugga. Kona sem
setti þarfir annarra alltaf fram-
ar sínum. Kona sem elskaði
skilyrðislaust. Það var amma
mín.
Þín
Hanna Lind.
Ástkær móðir, tengdamóðir, systir, amma
og langamma,
HELGA LOFTSDÓTTIR,
Asparfelli 8, Reykjavík,
lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn
19. janúar. Útför hennar fer fram frá
Bústaðakirkju miðvikudaginn 26. júní klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Parkinsonsamtökin.
Róbert Birgir Agnarsson Anna Björnsdóttir
Hrefna Björk Loftsdóttir Hjörtur Karlsson
Guðmunda Loftsdóttir
Helga Sif Róbertsdóttir Ragnar Már Sverrisson
Gunnar Freyr Róbertsson Harpa Hrund Hinriksdóttir
Andri Björn Róbertsson Ruth Jenkins Róbertsson
og barnabarnabörnin sjö
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐLAUG G. JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis á Sléttuvegi 19,
lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn
5. júní. Útförin fer fram frá Áskirkju
fimmtudaginn 27. júní klukkan 13.
Kolbrún Finnsdóttir Snorri Ingimarsson
Erna Finnsdóttir
Jón H. Finnsson
Hrönn Finnsdóttir Þráinn Sigurðsson
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HALLVEIG ÓLAFSDÓTTIR,
Halla,
Skriðustekk 17,
Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 15. júní.
Útförin fer fram í Seljakirkju föstudaginn 28. júní klukkan 15.
Einar Sigurþórsson Edda Runólfsdóttir
Kristín Sigurþórsdóttir Pétur Einarsson
Sigríður Sigurþórsdóttir Eyjólfur S. Ágústsson
Sólveig Sigurþórsdóttir Eggert E. Jónsson
Birgir Sigurþórsson Elva B. Garðarsdóttir
Þór Sigurþórsson Berglind Jónasdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi okkar og
langafi,
GUÐMUNDUR KRISTINSSON,
fv. veitingamaður Café Tröð,
Drafnarstíg 2a,
Reykjavík,
lést mánudaginn 27. maí.
Útför fór fram í kyrrþey.
Helga G. Guðmundsdóttir Þórir Ólafsson
Harpa B. Brynjarsdóttir Sigurjón Guðmundsson
Guðmundur Þ. Þórisson Guðrún Júlíönudóttir
Kristel B. Þórisdóttir Hörður Hálfdánarson
barnabarnabörn.