Morgunblaðið - 25.06.2019, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2019
✝ Stefán YngviFinnbogason
fæddist á Miðgrund í
Skagafirði 13. jan-
úar 1931. Hann lést
14. júní 2019.
Foreldrar hans
voru Skúli Finnbogi
Bjarnason frá Þor-
steinsstöðum, f. 22.
maí 1895, d. 20.
ágúst 1986, og Sig-
rún Eiríksdóttir frá
Sölvanesi, f. 19. ágúst 1897, d. 7.
febrúar 1991.
Látin systkini Stefáns Yngva
eru Eiríkur Hreinn, f. 13. mars
1922, Bjarni Fanndal, f. 1918, Jór-
unn Margrét, f. 1919, Valgarður
Hjörtur, f. 1927. Uppeldissystir
var Margrét Kristjánsdóttir, f.
1933.
Stefán Yngvi kvæntist Hólm-
fríði Árnadóttur, f . 29. október
hennar er Aron Hólmfríðarson
Pettersen, f. 30. desember 2018.
Friðbjörn Yngvi Leifsson, f. 26.
desember 1993. 2) Kolbrún
Hafsteinsdóttir, f. 7. febrúar 1966,
d. 19. janúar 2007.
Dóttir hennar er Tinna Ingólfs-
dóttir sjúkraliði, f. 29. júlí 1986.
Börn hennar eru Ólafía Kolbrún
Ólafsdóttir, f. 1. maí 2009, Magnús
Yngvi Ólafsson, f. 27. nóvember
2013, Margrét Magdalena Ólafs-
dóttir, f. 16. desember 2013.
Stefán Yngvi lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
1950 og lauk námi í tannlækn-
ingum frá Háskóla Íslands 1957.
Hann lauk sérnámi í barnatann-
lækningum 1974 frá Odontologisk
institutt í Bergen. Stefán starfaði
við barnatannlækningar og var
yfirskólatannlæknir Reykjavíkur-
borgar.
Hann var heiðursfélagi í Rótarý
á Seltjarnarnesi, varaformaður
Tannlæknafélags Íslands 1968-
1970 og virkur félagi í veiðifélag-
inu Ármönnum.
Útför hans fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 25. júní 2019, klukkan
13.
1929, dóttur Árna
Friðfinnssonar frá
Rauðuskriðu og Guð-
nýjar Kristjánsdóttur
frá Bergstöðum.
Börn þeirra hjóna
eru: 1) Leifur Stef-
ánsson bygginga-
fræðingur, f. 2. apríl
1958. Maki Tone Ma-
rit Torgeirsdóttir
Lien sjúkraliði. Börn
þeirra eru Stefán
Tór Leifsson, f. 4. október 2000,
Eiríkur Freyr Leifsson, f. 24.
ágúst 2006, og María Björk Leifs-
dóttir, f. 24. ágúst 2006.
Börn Leifs eru einnig Elísabet
Rósa Leifsdóttir, f. 24. nóvember
1977. Börn hennar eru Guð-
mundur Leifur, f. 18. ágúst 1995,
og Kolbrun Ásta, f. 16. júní 1999,
d. 17. desember 2014. Hólmfríður
Leifsdóttir, f. 13. apríl 1985, barn
Blessuð sé minning þín, elsku
afi minn.
Ég kvaddi þig í hinsta sinn á
Eir, þegar ég var á landinu síðast.
Ég held að við höfum vitað það
bæði, því þú kysstir mig á ennið
tvisvar, eins og þú vildir vera viss
um að þú værir búinn að kveðja
mig almennilega.
Ég vil þakka þér öll skutlin,
góðu samtölin okkar og minning-
arnar frá Sólbrautinni. Þú neitaðir
mér um spangir þegar ég sagði að
ég væri með skakkar tennur, ég
man að þú sagðir að þær væru
hluti af minni persónu. Þú hafðir
rétt fyrir þér, eins og með margt
annað.
Takk fyrir hlýjuna, umhyggj-
una og viskuna sem þú barst með
þér alla tíð. Þú ert hluti af mér og
ég mun segja Aroni allar sögurnar
af þér og halda fast í minningarn-
ar okkar. Takk, afi minn.
Hólmfríður yngri Leifsdóttir.
Við Rósa þekktum til Stefáns
og Hólmfríðar fyrir mörgum ára-
tugum, en kynni okkar urðu nán-
ari eftir að við fluttum á Lindar-
brautina á Seltjarnarnesi árið
1965. Nokkrum árum síðar flutt-
um við Rósa á Sæbrautina en þau
á Sólbraut 9. Hann varð okkar
tannlæknir og þjónaði fjölskyld-
unni þar til hann lét af störfum.
Stefán hafði mjög mjúkar og liprar
hendur. Hann var mikið ljúfmenni,
hlýlegur og notalegur félagi. Um
árabil fórum við ásamt öðrum fé-
lögum í veiðiferðir í Veiðivötn og
víðar. Við Stefán vorum saman í
spilaklúbbi í mörg ár og Rósa og
Fríða voru saman í öðrum spila-
klúbbi í meira en 30 ár. Auk þess
hittumst við öðru hverju og slóg-
um í slag saman. Stefán átti létt
með að semja stökur og ljóð og
eigum við Rósa nokkuð af því sem
hann samdi við hin ýmsu tækifæri.
Skriftin hans var mjög falleg. Við
Stefán urðum báðir félagar í Rót-
arýklúbbi Seltjarnarness og áttum
þar samleið í meira en 30 ár. Þau
Stefán og Fríða urðu þannig nánir
vinir okkar um langt árabil. Um
leið og við kveðjum Stefán og
þökkum allar ljúfu minningarnar
vottum við Fríðu og afkomendum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Rósa og Örn Smári.
Kveðja frá Rótarýklúbbi
Seltjarnarness
Félagi okkar í Rótarýklúbbi
Seltjarnarness, Stefán Yngvi
Finnbogason, er látinn. Hann
gekk snemma í Rótarýhreyf-
inguna þegar hann varð félagi í
Rótarýklúbbi Húsavíkur 1959 en
gekk síðan í klúbbinn okkar á Sel-
tjarnarnesi í desember 1975 og
var því búinn að vera í klúbbnum í
tæp 44 ár þegar hann lést.
Hann gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum í klúbbnum, var gjaldkeri
1979-1980, verðandi forseti 1991-
1992 og forseti klúbbsins 1992-
1993. Hann var sæmdur Paul
Harris-orðunni 1997 og eftir næst-
um 30 ára vel unnin störf í klúbbn-
um var hann gerður að heiðurs-
félaga 2004.
Við minnumst Stefáns með
söknuði, hann var góður félagi,
hafði notalega nærveru og var við-
ræðugóður á fundum. Við þökkum
honum góð störf í þágu klúbbsins.
Við Rótarýfélagar sendum eig-
inkonu Stefáns, Hólmfríði Árna-
dóttur, og afkomendum hans okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
F.h. Rótarýklúbbs Seltjarnar-
ness,
Þór Þorláksson, forseti.
Kveðja frá
Tannlæknafélagi Íslands
Þeim íslensku tannlæknum
fækkar óðum sem stunduðu
tannlæknanám í tveimur her-
bergjum á þriðju hæð gömlu há-
skólabyggingarinnar undir hand-
leiðslu prófessors Jóns
Sigtryggssonar, Jóhanns Finns-
sonar tannlæknis og Guðmundar
Hraundal tannsmíðameistara.
Þar var staðið við tannlæknastól-
ana sex fyrir hádegi og prófess-
orinn þéraður. Eftir hádegið var
unnið á tannsmíðastofu hjá Guð-
mundi Hraundal. Þröng var á
þingi og þurftu menn að sýna til-
litssemi, en kynntust vel fyrir
bragðið.
„Það var margt spjallað við
langa vinnuborðið og ekki ein-
göngu um fagið.“ Þessi lýsing er
fengin hjá kollega Stefáni Yngva
Finnbogasyni barnatannlækni, en
hann lést 14. júní sl. 88 ára að
aldri.
Eitt af því dýrmætasta í lífinu
eru góðir vinir og gott samferða-
fólk. Það auðgar og gefur lífinu
gildi, bæði í gleði og sorg. Stefán
Ingvi var einn þessara samferða-
manna. Hans ljúfa lund bæði í leik
og starfi koma í hugann þegar
þessar línur eru ritaðar.
Þegar rýnt er í ferilskrá Stef-
áns Yngva er hún mikil að vöxtum
og glæsileg. Stefán lauk kandi-
datsprófi í tannlækningum frá
Háskóla Íslands í janúar 1957.
Hann starfaði sem tannlæknir í
Reykjavík og Húsavík en fluttist á
ný til Reykjavíkur, þar sem hann
starfaði á tannlæknastofu sinni
með hléum uns hann lét af störf-
um 2002. Hann hóf framhaldsnám
í barnatannlækningum við Björg-
vinjarháskóla í Noregi og lauk li-
centiat-prófi 1975. Stefán tók við
starfi yfirskólatannlæknis í
Reykjavík sem hann gegndi fram
til 1. janúar 2002. Stefán starfaði
sem stundakennari og lektor í
barnatannlækningum á Tann-
læknadeild HÍ um tíma.
Eftir erilsöm en farsæl 25 ár í
starfi yfirskólatannlæknis, rekst-
ur tannlæknastofu og háskóla-
kennslu mætti halda að tími væri
kominn að slaka á og leggja meiri
áherslu á áhugamálin, en þar var
stangveiði á flugu ofarlega á lista.
Stefán hóf þess í stað nám í norsku
við HÍ og lauk BA-prófi þaðan
2004.
Stefán Yngvi var virkur fræði-
maður og ritaði fjölda greina í virt
erlend vísindarit. Hann ritaði
einnig greinar um barnatann-
lækningar og skólatannlækningar
í íslenska fjölmiðla. Stefán var
dugmikill í félags- og trúnaðar-
störfum fyrir Tannlæknafélag Ís-
lands, var varaformaður félagsins,
í ritnefnd Árbókar og í fræðslu- og
kúrsusnefnd um árabil. Hann
mætti á allar samkomur í félaginu
og minnistæðar eru sviðaveislur
þar sem hann var hrókur alls
fagnaðar. Á þessum tímamótum
eru störf hans fyrir félagið þökk-
uð.
Störf hans sem yfirskólatann-
læknir voru erilsöm og örugglega
oft á tíðum erfið, sérstaklega í ljósi
þess að miklar breytingar áttu sér
stað á starfsferli hans hjá Reykja-
víkurborg. Frá 1922 voru skóla-
tannlækningar í Reykjavík
greiddar úr borgarsjóði og síðar
að hluta til úr almannatrygging-
um en eftir að ríkið tók við heilsu-
gæslu árið 1991 var farið að krefj-
ast greiðslu forráðamanna á hluta
kostnaðar vegna tannlækninga
skólabarna. Við það raskaðist það
skipulag sem komið var hjá Skóla-
tannlækningum Reykjavíkur.
Ekki var lengur hægt að kalla
börn inn til tanneftirlits nema eftir
skriflegri ósk forráðamanna og
smám saman lögðust skólatann-
lækningar af í fyrri mynd og flutt-
ust til einkarekinna tannlækna-
stofa.
Á þessum tímamótum vil ég
fyrir hönd Tannlæknafélags Ís-
lands þakka Stefáni Yngva Finn-
bogasyni samfylgdina, votta eig-
inkonu hans Hólmfríði
Árnadóttur og ættingjum samúð.
Blessuð sé minning hans.
Svend Richter.
Stefán Yngvi
Finnbogason
✝ SigurðurBjarni Jóhann-
esson fæddist í
Hnífsdal 18. apríl
1933. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 14. maí
2019.
Foreldrar hans
voru Steinunn Sig-
urðardóttir, f. 28.
júlí 1898, d. 11. maí
1988, og Jóhannes
Bjarni Jóhannesson, f. 14. ágúst
1898, d. 18. febrúar 1974. Sig-
urður var yngstur systkinanna
sem voru Guðbjörg, f. 14. maí
1923, d. 8. mars 2005, Steinunn,
f. 21. september 1924, d. 4. mars
2014, Einar, f. 23. maí 1927, d.
28. október 1927, og Jóhannes, f.
23. maí 1927, d. 9. maí 2016. Sig-
urður hóf nám í barnaskólanum í
Hnífsdal árið 1941 og lauk fulln-
aðarprófi 1946. Í framhaldi af
því lá leiðin í Reykjanesskóla
1948. Ári síðar ákvað hann að
fjár fyrir námskostnaðinum. Í
mörg ár starfaði hann á síldar-
plönum bæði á Siglufirði og á
Raufarhöfn, m.a. við efnagrein-
ingar hjá SR, auk þess að fara á
vertíð. Þá var byggingarvinna
oft nærtæk. Á árinu 1965 fór
hann að kenna við Kennaraskól-
ann og kenndi þar til 1971. Í
framhaldi af því kenndi hann við
Menntaskólann við Tjörnina og
Víghólaskóla til 1973, er hann
var fastráðinn kennari við
Menntaskólann í Kópavogi, þar
sem hann kenndi til 2003. Eftir
að hann hóf kennslustörf vann
hann oft við leiðsögn í hálend-
isferðum hjá ýmsum af stærstu
ferðafyrirtækjum, sem buðu upp
á slíkar ferðir. Sigurður kvænt-
ist 1989 Ásdísi Guðmundsdóttur,
hjúkrunarfræðingi, og lifir hún
mann sinn. Fyrir þeirra kynni
átti Ásdís dótturina Lindu Sig-
urðardóttur. Maki Lindu er Ivan
Möller Knudsen. Linda og Ivan
eiga þrjú börn: 1) Freyja Sjöfn,
maki hennar er Grímur Þór og
eiga þau dótturina Agnesi, 2)
Svana Dís og er maki henar
Tobías P. Gentin, og 3) Sigurður
Ingvar.
Að ósk hins látna fór útför
hans fram í kyrrþey.
flytja sig um set og
hóf nám við Alþýðu-
skólann á Eiðum
þaðan sem hann
lauk landsprófi vor-
ið 1951. Hann
stundaði nám við
lýðháskóla í Noregi
árið 1953 en innrit-
aðist í Mennta-
skólann að Laug-
arvatni 1954 og
lauk þaðan stúd-
entsprófi fjórum árum síðar.
Hann stundaði nám í efnafræði
við Tækniháskólann í Braun-
schweig í Þýskalandi á árunum
1958 og 1959 en flutti sig um set
til Kaupmannahafnarháskóla
1960 og var þar við nám í líf-
efnafræði til ársins 1964. Á árinu
1967 hóf hann nám í líffræði við
Háskóla Íslands og lauk þar BS-
prófi 1972 með eðlis- og efna-
fræði sem aukagreinar. Á náms-
árunum stundaði Sigurður
margs konar vinnu til að afla
Fallinn er frá einn fjölfróðasti
maður sem ég hef kynnst, Sig-
urður Bjarni Jóhannesson, frá
Hvammi í Hnífsdal. Hann virtist
alls staðar vel heima. Við vorum
systkinabörn. Kærleikar voru á
milli fjölskyldna okkar. Kynnin
urðu meiri og nánari á fullorðins-
árum þegar Siggi Bjarni, eins og
við kölluðum hann, kom í heim-
sókn. Hann var vel að sér um
þjóðmál bæði innlend og erlend.
Hann las ýmis erlend tímarit og
skipaði Der Spiegel þar sérstak-
an sess. Skaphöfn Sigga Bjarna
bar einkenni skapfestu og fróð-
leiksfýsnar. Áhugamál hans voru
fjölmörg. Á unga aldri fór hann
að taka myndir og framkalla þær.
Það áhugamál fylgdi honum alla
tíð. Hann lætur eftir sig mikið
ljósmyndasafn og má sjá hluta
þess á netinu undir photosbj.is.
Þar er að finna merkar heimildir
úr atvinnusögu þjóðarinnar.
Ungur að árum heillaðist hann af
náttúru Íslands og fór ferðir inn á
hálendið löngu áður en það varð
almennt. Einnig ferðaðist hann
um Jökulfirðina og Strandir.
Þessi kynni hans af landinu komu
honum vel þegar hann gerðist
leiðsögumaður á báðum þessum
svæðum. Hann eignaðist Land
Rover-jeppa og útbjó hann
þannig að þar hafði hann allt til
alls. Þannig ferðuðust hann og
kona hans Ásdís um landið öllum
óháð, en ekki aðeins um landið
heldur einnig um fjölmörg lönd
Evrópu. Siggi Bjarni hafði
ákveðnar skoðanir á því hvernig
hlutir ættu að vera. Einu sinni
fékk hann ekki tjald við sitt hæfi.
Þá tók hann sig til og saumaði sér
tjald. Sama átti sér stað þegar
hann fékk ekki sokka sem honum
líkaði. Þá leysti hann það með því
að kaupa prjónavél og prjónaði
sér sokka. Sigga Bjarna var í
mun að vita hvernig hver hlutur
virkaði. Færi eitthvað úrskeiðis
var hluturinn tekinn í sundur í
frumparta og rannsakaður. Mað-
ur með þetta vítt áhugasvið féll
að sjálfsögðu fyrir tölvunum þeg-
ar þær komu fram á sjónarsviðið.
Mér er minnisstætt þegar hann
þurfti að skila inn ársreikningi
vegna smávægilegra viðskipta.
Þá lagði hann sig í framkróka um
að forrita tölvuna svo að hún skil-
aði honum ársreikningi. Þetta
var fyrir tíma bókhaldsforrita.
Eftir áttrætt málaði hann þakið á
húsinu sínu. Það var bratt þak.
Þá kom sér vel að hafa á árum áð-
ur verið í Svissneska alpaklúbbn-
um og nýta taugar og belti sem
þar voru notuð. Eftir að kennslu-
störfum lauk kom fram enn einn
eiginleiki og áhugasvið hjá Sigga
Bjarna. Hann var völundur á tré.
Í rennibekknum gerði hann
marga gullfallega muni.
Siggi Bjarni var í rauninni
„lífskúnster“. Hann naut áhuga-
mála sinna og gaf þeim tíma. Það
var því eðlilegt að það teygðist á
tímanum sem fór í hið formlega
nám og jafnframt að það teygðist
á tímanum þar til hann staðfesti
ráð sitt. Það var mikil gæfa fyrir
hann að eignast jafn indæla konu
og Ásdísi Guðmundsdóttur,
hjúkrunarfræðing. Betri eigin-
konu og ferðafélaga hefði hann
vart getað fundið. Síðustu tvö ár-
in voru Sigga Bjarna erfið. Leiðin
lá á víxl milli spítala og heimilis.
Að lokum urðu örlögin ekki
umflúin. Blessuð sé minning
frænda míns, Sigurðar Bjarna
Jóhannessonar.
Brynjólfur Sigurðsson.
Sigurður Bjarni
Jóhannesson
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURLAUG ÁGÚSTA
GUÐLAUGSDÓTTIR,
lést mánudaginn 17. júní á gjörgæsludeild
Landspítalans. Útför hennar verður gerð
frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 27. júní klukkan 13.
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Guðlaugur Aðalsteinsson Hjördís Jónsdóttir
Andri S. Aðalsteinsson Eyrún Pálsdóttir
Eyjólfur S. Aðalsteinsson Vigdís G. Ingimundardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURJÓN RÓSANTS STEFÁNSSON
bílstjóri,
Strikinu 12, Garðabæ,
lést fimmtudaginn 20. júní. Útför hans fer
fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 28. júní klukkan 13.
Margrét Björgvinsdóttir
Kristín Dóra Sigurjónsdóttir Pétur Óskarsson
Guðný Sigurjónsdóttir Ívar Pálsson
Kolbrún Sigurjónsdóttir Sigurður Þór Sæmundsson
Valgeir Sigurjónsson
barnabörn og langafabarn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
BJÖRGVIN ÓLAFUR GUNNARSSON
skipstjóri,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 22. júní.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn
3. júlí klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Slysavarnarsveitina Þorbjörn, Grindavík.
Rúnar Þór Björgvinsson Karen Mjöll Elísdóttir
Hrafnhildur Björgvinsdóttir
Gunnhildur Björgvinsdóttir Símon Alfreðsson
Óli Björn Björgvinsson Guðrún Jóna Magnúsdóttir
afabörn, langafabörn og langalangafabarn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur og
bróðir,
ALBERT PÉTURSSON,
áður Krummahólum 6,
lést þriðjudaginn 28. maí.
Minningarathöfn fer fram frá Fossvogs-
kapellu mánudaginn 1. júlí klukkan 13.
Susan T, Trunk Wolter
Guðmundur H. Albertsson
Pétur Hansson
Indriði Kr. Pétursson
Stella B. Kjartansdóttir