Morgunblaðið - 26.06.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019
Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
SKÚTAN
AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL
OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI
Veitingar af öllum stærðum,
hvort sem er í sal eða
heimahúsi
Nánar á veislulist.is
Erfidrykkja
50 ára Silja er Reyk-
víkingur og er við-
skiptafræðingur frá
Háskóla Íslands: Hún á
og rekur bókhaldsstof-
una Fast land.
Maki: Valgeir Magnús-
son, f. 1968, stjórn-
arformaður hjá Pipar\TBWA auglýs-
ingastofu.
Börn: Hildur Eva, f. 1991, og Gunnar Ingi,
f. 1993.
Barnabarn: Vilgeir Svan Gunnarsson.
Foreldrar: Ósvald Gunnarsson, f. 1936,
d. 1995, loftskeytamaður á Keflavíkur-
flugvelli, og Svanhildur Traustadóttir, f.
1942, húsmóðir og verslunarmaður, bús.
í Kópavogi.
Silja Dögg Ósvaldsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér finnst þú standa í skugg-
anum af einhverjum en er það rétt? Bittu
endahnútinn á verk sem hefur verið að
velkjast hjá þér allt of lengi.
20. apríl - 20. maí
Naut Hin bjargfasta trú þín að aðrir komi
þér til hjálpar rætist. Ef þig langar ekki
að vita eitthvað hættu þá að hlusta.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það getur verið notalegt að láta
hugann reika og skapandi líka, skrifaðu
hugmyndirnar niður.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt þér takist ekki að breyta
skoðunum annarra er alveg öruggt að
málflutningur þinn fellur í góðan jarðveg.
Ekki eyða orkunni í neikvætt fólk.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gakktu hægt um gleðinnar dyr og
reyndu að vinna heima ef þú mögulega
getur. Ekki troða fólki um tær.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ef þú ert að kikna undan byrð-
unum skaltu biðja um hjálp. Taktu
áhættu og þú sérð hvers þú ert megnug/
ur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú lætur hugsanlega eftir þér að
kaupa eitthvað án umhugsunar í dag.
Sumir komasat upp með að gera og
segja hluti sem engum öðrum myndi líð-
ast.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Samræður innan fjölskyld-
unnar snúast um langtímaáætlanir, jafn-
vel framtíðarumönnun einhvers fjöl-
skyldumeðlims. Nýttu þér tilboð.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur haldið spennunni
inni og verður að hleypa henni út með
einhverjum hætti. Aðgát skal höfð í nær-
veru sálar. Þú sópar stundum vandamál-
unum undir teppið.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Sökum dálætis á fögrum hlut-
um gætir þú freistast til þess að kaupa
eitthvað í dag. Vertu varkár, ekki leggja
út í neina tvísýnu á ferðalagi þínu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Reyndu að hrista af þér slen-
ið. Bjartsýni er allt sem þú þarft þessa
dagana. Allt mun fara á besta veg.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú virðist ekki ráða við aðstæður
lengur, en það er enn tími til að snúa
hlutunum við. Haltu áfram að vera heið-
arleg/ur.
Fjölskylda
Eiginmaður Svanhildar er Jón F.
Sigurðsson, f. 30. október 1938. For-
eldrar hans voru hjónin Kristín
Jónsdóttir, f. 3. janúar 1915, d. 21.
ágúst 2010, og Sigurður Karlsson, f.
hópar af hestafólki sem komu í gist-
ingu og mat en síðan færðist sú þjón-
usta í Gistiheimilið Draflastöðum.
„Ég verð ekki heima í dag og ætla
að leita upprunans ásamt fjölskyldu
minni í Laxárdal þar sem ég er
fædd.“
S
vanhildur Þorgilsdóttir er
fædd 26. júní 1939 í
gamla torfbænum á
Þverá í Laxárdal,
Suður-Þingeyjarsýslu, í
stofu bæjarins þar sem Kaupfélag
Þingeyinga var stofnað árið 1882.
Árið 1948 flutti fjölskyldan að Daða-
stöðum í Reykjadal. Foreldrar Svan-
hildar tóku þá jörð á leigu og keyptu
hana svo síðar. Þar bjuggu þau með
kýr og kindur, búið var ekki stórt en
afurðagott.
Svanhildur gekk í barnaskólann á
Litlu-Laugum sem var í um það bil
fjögurra km fjarlægð frá heimili
hennar. Síðan í Héraðsskólann á
Laugum og loks Húsmæðraskólann
á Laugum. „Á þeim árum voru nóg
verkefni í sveitinni fyrir börn og
unglinga og æskuárin áhyggjulaus.“
Árið 1959 flutti Svanhildur í
Draflastaði í Fnjóskadal og giftist
Jóni F. Sigurðssyni sem þar bjó.
Svanhildur og Jón byggðu nýbýlið
Hjarðarholt í landi Draflastaða og
fluttu þangað 1964. Jón vann utan
heimilis, átti vörubíl í 25 ár, var
skólabílstjóri og ók ferðafólki á fjöll
á sumrin.
Svanhildur hefur alla tíð haft mik-
inn áhuga á ræktun trjáa og blóma.
Frá 2002 hafa þau hjónin tekið þátt í
verkefni Norðurlandsskóga. Girtir
voru af 196 hektarar í landi Drafla-
staða og Hjarðarholts og byrjað var
strax að planta, mest lerki og furu.
„Nú er kominn vöxtulegur skógur
þar sem áður voru melar og móar og
enn er plantað árlega. Þetta er sann-
kallaður yndisskógur með miklu
fuglalífi.“
Svanhildur hefur ætíð verið fé-
lagslynd. Hún hefur starfað um ára-
bil með Kvenfélagi Fnjóskdæla, ver-
ið í sóknarnefnd, átt sæti í hrepps-
nefnd í tvö tímabil, er félagi í
Handverksfélagi og fleira. Hún
starfaði meðal annars í mörg ár við
félagsstörf með eldra fólkinu í sveit-
inni og sá um bókasafnið.
Áhugamálin eru margþætt, ýmis-
konar handavinna, lestur góðra
bóka, garðyrkja, skógrækt, ferðalög
og vinna á sauðfjárbúinu.
Í um áratug var rekin heimagist-
ing í Hjarðarholti, mest voru það
30. október 1912, d. 11. maí 1998.
Þau voru bændur á Draflastöðum.
Börn Svanhildar og Jóns eru 1)
Heiðar Ágúst, f. 15. ágúst 1959, vinn-
ur hjá Norðurorku á Akureyri, á
fjögur börn; 2) Kristín Linda, f. 9.
ágúst 1961, sálfræðingur og ritstjóri
Svanhildur Þorgilsdóttir, sauðfjár-, skógar- og ferðaþjónustubóndi – 80 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Kristín Linda, Sigríður Hulda, Svanhildur, Jón, Heiðar Ágúst og Sigurður Arnar.
Í yndisskógi með miklu fuglalífi
Hjónin Svanhildur og Jón í garðinum heima í Hjarðarholti. Skógarbóndinn Svanhildur.
40 ára Örn er Sel-
fyssingur og er bif-
vélavirki og þjóðfræð-
ingur að mennt. Hann
er vélaeftirlitsmaður
hjá Vinnueftirliti rík-
isins. Hann er einnig
starfandi tónlistar-
maður.
Maki: Þórhildur Edda Sigurðardóttir, f.
1984, mannfræðingur.
Börn: Sindri Þór, f. 2004, og stjúpdóttir
er Anna Linda Sigurðardóttir, f. 2002.
Foreldrar: Gunnþór Gíslason, f. 1948, fv.
kirkjuvörður í Selfosskirkju, bús. á Sel-
fossi, og Katrín Rögnvaldsdóttir, f. 1953,
matráður, bús. í Garðabæ. Eiginkona
Gunnþórs og stjúpmóðir Arnar er
Elísabet Sigurðardóttir, f. 1942, kennari.
Örn Aanes Gunnþórsson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Vilgeir Svan Gunnarsson
fæddist 6. desember 2018 kl. 22.53 í
Reykjavík. Hann vó 4.076 g við fæð-
ingu og var 55 cm að lengd. Foreldrar
hans eru Gunnar Ingi Valgeirsson og
Ragnhildur Rún Vilmundardóttir.
Nýr borgari