Morgunblaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GERÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Ártúni 7,
Selfossi.
Jónína Sigurjónsdóttir Sæmundur B. Ingibjartsson
Jón Garðar Sigurjónsson Ólöf Rún Tryggvadóttir
Ævar Smári Sigurjónsson Kristín Bjarnadóttir
Sigurður Ellert Sigurjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
PÁLMAR ÁRNI SIGURBERGSSON
hljóðfærasmiður,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
19. júní. Útförin auglýst síðar.
Jóhanna Snorradóttir
Vilberg Pálmarsson
Lydía Pálmarsdóttir Vigfús Gunnar Gíslason
Ágústína G. Pálmarsdóttir Sigurður Örn Sigurðarson
Einar Bergur Pálmarsson
Unnur Pálmarsdóttir Gylfi Már Ágústsson
afabörn og aðrir aðstandendur
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGURBJÖRT BÍBÍ GÚSTAFSDÓTTIR,
Galtalind 1, Kópavogi,
lést sunnudaginn 16. júní.
Útför hennar fór fram í kyrrþey í Fossvogs-
kapellu að ósk hinnar látnu mánudaginn 24. júní.
Okkar bestu þakkir til HERA heimaþjónustu og líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi fyrir góða aðhlynningu og hlýhug.
Þökkum auðsýnda samúð.
Emil Guðmundsson
Kjartan Þór Emilsson María Priscilla Zanoria
Ragnar Emilsson Sóley Chyrish Villaespin
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir hlýjar samúðarkveðjur
og vinarhug vegna andláts ástkærs
eiginmanns, föður, afa, bróður og mágs,
HILMARS PÉTURS ÞORMÓÐSSONAR
blaðamanns,
sem lést föstudaginn 10. maí.
Þökkum öllum, sem komu að umönnun hans.
Fyrir okkar hönd og annarra ástvina,
Björg Atladóttir
Atli Örn Hilmarsson
Steinþór Óli Hilmarsson
Hilmar Ársæll Steinþórsson Katrín Baldvinsdóttir
Steinunn Helga Steinþórsd.
Ásgeir Þormóðsson Valgerður Ólafsdóttir
✝ Sigríður Sig-urbjörnsdóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 28. ágúst
1934. Hún lést á
Landakotsspítala
27. maí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurbjörn
Magnússon, rakari,
f. 2. október 1910, d.
20. september 1994,
og Gunnþórunn Eg-
ilsdóttir, kaupmaður, f. 10. júní
1911, d. 25. febrúar 1999.
Bróðir hennar er Örlygur
Sigurbjörnsson, bókbindari, f.
29. júní 1945.
Sigríður giftist 26. mars 1955
Geir Magnússyni vélstjóra, f. 13.
ágúst 1933. Börn þeirra eru: 1)
Sigurbjörn, rafsuðumaður, f. 21.
nóvember 1953, eiginkona Gulli
nóvember 1990, c) Geir, viðskipta-
fræðingur, f. 27. nóvember 1990.
3) Hrafnhildur, iðnrekstrarfræð-
ingur, f. 9. júní 1959. Börn Hrafn-
hildar af fyrri sambúð eru a) Eva
María, viðurkenndur bókari, f. 11.
ágúst 1979, b) Davíð, rafvirki, f. 6.
maí 1984. 4) Magnús, lagerstjóri,
f. 30. september 1961, sambýlis-
kona Ragnhildur Sumarliða-
dóttir, ritari, f. 16. desember
1965. Börn Magnúsar eru af fyrri
sambúð a) Geir, verslunarstjóri, f.
2. júlí 1980, b) Sigurbjörn, múrari,
f. 19. október 1987, c) Magnús
Grétar, lærlingur í húsasmíði, f.
12. janúar 1991. 5) Þorvaldur,
kerfisfræðingur, f. 16. nóvember
1966, sambýliskona Auður Árna-
dóttir, sjúkraliði, f. 7. maí 1967.
Barnabarnabörnin eru tutt-
ugu.
Sigríður fór í Póstskólann og
svo í Tollskólann. Vann hjá Póst-
inum, Tollpóstinum og síðast hjá
Tollinum í Hafnarfirði þar til hún
hætti störfum.
Útför Sigríðar fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 26.
júní 2019, klukkan 13.
Berg, skrifstofu-
maður, f. 28. júní
1957. Börn þeirra
eru a) Stella, förð-
unarfræðingur, f.
17. júní 1974, b)
Gunnar, lærlingur í
húsasmíði, f. 27.
ágúst 1982, c) Aron,
verslunarmaður, f.
8. maí 1989. 2)
Gunnþórunn,
matráður, f. 20.
september 1955. Börn Gunnþór-
unnar af fyrra hjónabandi eru
Haukur, sálfræðingur, f. 14. apríl
1975 og Auður, lyfjatæknir, f. 27.
desember 1978, eiginmaður
Kristinn Kolbeinsson, viðskipta-
fræðingur, f. 3. apríl 1957. Börn
þeirra eru a) Sigríður María,
læknir, f. 5. ágúst 1989, b) Kol-
beinn, viðskiptafræðingur, f. 27.
Elsku mamma mín er dáin.
Hún var falleg og elskuleg. Örlát,
heiðarleg, umhyggjusöm, sam-
viskusöm og dugleg. Við vorum
nánar og áttum margar skemmti-
legar og góðar stundir saman.
Hún átti mikið af blómum bæði
inni og úti og þær eru margar
minningarnar í blómstrandi garð-
inum þar sem iðulega var boðið
uppá kaffi og vöfflur. Barnabörnin
og síðar barnabarnabörnin sóttu í
garðinn því þar var hægt að
hlaupa um og leika sér. Mamma
var mikil blómakona og gaf frá sér
blóm í allar áttir. Hún var líka
músíkölsk og skapandi en vænst
þótti henni um fjölskylduna og
stórfjölskylduna sína.
Það er svo margt að minnast á.
Ég geymi það allt í hjartanu og er
þakklát fyrir að hafa átt hana
mömmu mína. Þakklát fyrir allt
og allt.
Guð geymi þig elsku mamma
mín.
Þín dóttir,
Hrafnhildur.
Það var í október árið 1950 að
foreldrar okkar Einar Egilsson og
Margrét Thoroddsen lögðu af stað
í mikla ævintýraferð til Mexíkó,
með þrjú ung börn, Þórunni 8
mánaða, Egil 2ja og Maríu að
verða 5 ára. Faðir okkar hafði
þegið tilboð um að taka við stöðu
forstjóra Canada Dry verksmiðju
í Aguascalientes. Hann talaði reip-
rennandi spænsku eftir 5 ára dvöl
í Suður-Ameríku og hafði auk þess
verið skrifstofustjóri hjá Agli
Skallagrímssyni.
Til þess að gera þetta ævintýri
að veruleika ákváðu þau að falast
eftir að systurdóttir föður okkar
færi með þeim til að aðstoða með
börnin og vera um leið móður okk-
ar félagi á framandi slóðum. Það
var mikil gæfa fyrir okkur öll að
Sigríður, eða Dúrrý, hafði áhuga á
þessu ævintýri og fékk leyfi for-
eldra sinna í ferðina en hún var þá
aðeins 16 ára. Hún og móðir okkar
sóttu nokkrar kennslustundir í
spænsku svo að þær fengju örlitla
hugmynd um tungumálið áður en
lagt var í ferðina.
Eftir langt flug til New York,
þar sem strax kom í ljós hversu
dýrmætt var að fá aðstoð Dúrrýj-
ar við að hugsa um litlu börnin,
fluttum við fjölskyldan á hótel í
borginni og biðum þar hátt í tvær
vikur þangað til allir pappírar
voru komnir í lag í Mexíkó. Í bréfi
móður okkar til foreldra sinna
segir hún: „Við töldum að það yrði
svo erfitt að ferðast með Þórunni
litlu í bíl til Mexíkó en erum komin
á þá skoðun að það sé allt í lagi, ef
við förum bara stutt á hverjum
degi, og svo er mikill munur að
Þórunn er orðin svo hænd að
Dúrrý, að henni er alveg sama
hvort hún er hjá henni eða mér.“
Í þessum orðum lýsir móðir
okkar mjög vel sambandi okkar
systkina við Dúrrý öll árin í
Mexíkó en við bjuggum þar í þrjú
og hálft ár. Hún sýndi okkar mikla
ástúð, var alltaf ljúf og yndisleg.
Hún geislaði af glaðværð og feg-
urð og söngelsk var hún að auki.
Við litum upp til hennar og elsk-
uðum og vissum að sú ást var end-
urgoldin. Lítli bróðir okkar Sig-
urður bættist við síðasta árið
okkar í Mexíkó og Dúrrý sjálfri
fæddist sonurinn Sigurbjörn
þremur mánuðum síðar. Fimmta
systkini okkar Margrét fæddist
síðar á Íslandi en þó að hún hafi
ekki kynnst ástúð Dúrrýjar og
umhyggju á Mexíkóárunum eins
og við hin, upplifði hún náin tengsl
við frænku okkar alla tíð hér
heima.
Móðir okkar talaði oft um að
Dúrrý hefði verið mjög fljót að ná
tökum á spænskunni, mun fljótari
en hún. Dúrrý var ófeimin við að
tala og lét vandamál í málfræðinni
ekki draga úr sér kjarkinn enda
skilaði það sér fljótt og hún varð
altalandi á spænsku á ótrúlega
skömmum tíma. Hún var dáð og
eftirsótt af stórum hópi vina, sem
hún eignaðist í Aguascalientes.
Hún varð, auk þess að vera for-
eldrum okkar ómetanleg hjálp
með okkur börnin, einstaklega ná-
in móður okkar og góð vinkona þó
að töluverður aldursmunur hafi
verið. Hún hélt alla tíð spænsk-
unni vel við og kom það sér vel í
mörgum ferðum hennar og Geirs
eiginmanns hennar til Kanaríeyja
síðar meir.
Við minnumst og söknum
Dúrrýjar mikið, hennar persónu-
eiginleika, góðvildar og gæsku.
Við vottum Geir, Örlygi og börn-
unum innilega samúð okkar.
María, Egill, Þórunn,
Sigurður og Margrét.
Sigríður
Sigurbjörnsdóttir
Föstudaginn 14.
júni, er ég kom út af fundi í
Malmö, þar sem ég starfa, biðu
mín skilaboð á símanum frá
Teddý systur minni: “Mamma er
komin á sjúkrahús, veikindin eru
mikil og alvarleg“.
Ég kláraði vinnudaginn í
Malmö en hugurinn var víðs
fjarri, hugurinn var hjá mömmu
og Teddý sem var hjá henni og
hélt í höndina á henni. Ég og Ella
mín fylgdumst með í fjarlægð og
báðum um allan þann styrk sem
þær mæðgur gætu þurft á að
halda á þessari erfiðu stundu. Ég
skoðaði líka möguleikana á flugi
til komast heim til Íslands og að-
stoða og að öllum líkindum kveðja
mömmu í hinsta sinni.
Að loknum vinnudegi tylltum
við Ella okkur á bekk í Stads-
parken, sem er fallegur almenn-
ingsgarður í Lundi í Svíþjóð. Við
vorum í reglulegu sambandi við
Teddý og Árna og börnin þeirra
sem hlúðu að mömmu á spítalan-
um. Þau öll eiga miklar þakkir
skildar fyrir allt það sem þau hafa
gert fyrir hana mömmu í gegnum
árin, það hefur mikið mætt á þeim
en við Ella og börn höfum búið er-
lendis í 20 ár samfellt.
Á sama tíma og mamma háði
hetjulega baráttu á spítalanum og
hyllti undir endalokin, var lífið að
Sjöfn
Guðmundsdóttir
✝ Sjöfn Guð-mundsdóttir
fæddist 22. ágúst
1935 í Reykjavík.
Hún lést á Land-
spítalanum 14. júní
2019. Útför Sjafnar
fór fram frá
Seltjarnar-
neskirkju 25. júní
2019.
vakna í Stadsparken.
Gróðurlífið og mann-
lífið, falleg blóm að
springa út, laufin iða-
græn, ung pör með
nýfædd börn, börn að
leik, fólk að lesa, fólk
að spjalla, ungir og
eldri í alls konar
leikjum. Ég man að
ég hugsaði að svona
er víst lífið, það vakn-
ar, það dafnar og það
endar, það heldur áfram.
Baráttu mömmu lauk undir
kvöld þennan föstudag og ég náði
ekki að koma heim til að kveðja
hana. Árni mágur hringdi í mig og
sagði að nú væri mamma/tengda-
mamma að skilja við og þrátt fyrir
að hún hafi verið komin á níræð-
isaldur, þá er maður einhvern veg-
inn aldrei tilbúinn fráfalli sinna
nánustu. Ég man að ég var eig-
inlega alveg tómur og bar upp ein-
hverjar undarlegar spurningar en
svo slitum við samtalinu og syrgð-
um með fjölskyldum okkar, hvor á
sínum stað.
Þó ég viti ekki hvort það sé líf
eftir dauðann, eða hverju ég trúi í
því sambandi, þá er ég sannfærður
að mamma mun aldrei yfirgefa
mig. Hún mun alltaf vera til stað-
ar. Til marks um það, þá ákvað ég
daginn eftir að mamma lagði upp í
sitt hinsta ferðalag, að halda mínu
striki og taka þátt í 10 km hlaupi í
Malmö, sem ég var skráður í. Ég
sagði við Ellu að ég ætlaði að
hlaupa fyrir mömmu og með
mömmu. Það var úrhellisrigning,
þrumur og eldingar á meðan
hlaupinu stóð, en ég náði mínum
besta tíma í fjögur ár og leið ótrú-
lega vel, það var gott að finna fyrir
þér og hlaupa með þér elsku
mamma mín.
Mamma var eina manneskjan
sem alltaf kallaði mig Sigurð, aðr-
ir kalla mig alltaf Siggi. Oftar en
ekki skeytti hún minn aftan við
nafn mitt sem staðfestir bara
væntunþykjuna. Ég verð alltaf
stoltur og þakklátur fyrir að eiga
hana sem mömmu.
Hvíl í friði elsku mamma,
Þinn
Sigurður.
Þennan dag fyrir einu ári síðan
lést móðir mín og hvílir nú í Hafn-
arfjarðarkirkjugarði.
Þessar tvær góðu konur,
tengdamóðir mín og móðir mín,
bjuggu í sitt hvoru landinu og um-
gengust því ekki mikið. Þær
spurðu þó alltaf hvor um aðra og
við bárum alltaf kveðjur til og frá
þeim hvorri til annarrar. Það slær
kannski skökku við að skrifa um
móður mína í kveðjunni til Sjafn-
ar en einhvern veginn er það
þannig að þegar ég hugsa til
Sjafnar þessa dagana þá hugsa ég
til mömmu í næstu hugsun. Ég
ber þær saman og hugsa um lífið
og til þess að árið 1965 voru þær
báðar ungar og áttu báðar von á
barni. Þær eignuðust börnin á
fæðingardeild Landspítalans í
janúar og júní alveg óvitandi um
tilveru hvorrar annarrar. Það var
svo 24 árum síðar að þær tengd-
ust þegar börnin þeirra fundu
hvort annað og ákváðu að gifta
sig. Þar með deildu þær einhverju
því stærsta og mesta sem hægt er
að deila í lífinu, börnunum sínum
og sameiginlegum barnabörnum.
þessar tvær konur voru ekki
líkar en það var kannski það
besta við þær. Í gegnum tíðina
hef ég fengið að heyra frá börn-
unum mínum að þeim finnist
gaman að eiga svona ólíkar ömm-
ur. Það besta við að elska ólíkt
fólk er þegar manni tekst að taka
það til sín sem höfðar til manns og
bera það áfram. Eitt agnar lítið
dæmi um það er naglalakk. Ég
dáðist alltaf að nöglunum hennar
Sjafnar sem voru iðulega óaðfinn-
anlega lakkaðar í fallegum bleik-
um litum. Við áttum það sameig-
inlegt að finnast bleikir litir
fallegir og núna er ég búin að
lakka neglurnar bleikar henni til
heiðurs.
Ég kynntist því heima hjá
henni að naglalakk er ekki bara
fallegt og fínt heldur er hægt að
nota það til að tjá fólki væntum-
þykju sína. Sjöfn og dóttir henn-
ar, Teddý, lökkuðu neglurnar
saman, tengdaforeldrar mínir
lökkuðu neglurnar á dóttur minni
og undanfarin ár hefur Teddý
mágkona mín séð um að lakka
neglurnar á Sjöfn sem hefur dval-
ið á deild fyrir heilabilaða á
Grund. Ég hef fylgst með og dáðst
að því hvernig Teddý hefur, m.a.
með því að lakka neglurnar á
mömmu sinni, séð til þess að Sjöfn
hafi fengið að halda reisn sinni
þrátt fyrir heilabilunina. Þvílík
væntumþykja og virðing fyrir ást-
kæru foreldri er ekki alveg sjálf-
gefin.
Það sló mig þegar ég var á leið-
inni hingað til Íslands til að fylgja
Sjöfn til grafar að í þetta sinn mun
ég geta heimsótt þær báðar,
tengdamóður og móður, í sömu
ferðinni. Svo sló það mig að þær
eru báðar dánar. Sú síðasta af for-
eldrum okkar mannsins míns hef-
ur farið á vit feðra sinna og þar
með erum við börnin þeirra orðin
elsta kynslóð fjölskyldunnar. Það
er gangur lífsins.
Fyrr í dag hitti ég góða vini,
þar á meðal lífsglaða og lífsreynda
ekkju sem sagði mér að hún sam-
gleðjist þeim sem deyja en sam-
hryggist þeim sem eftir lifa. Ég
geri hennar orð að mínum:
Ég samhryggist ykkur elsk-
urnar sem syrgið Sjöfn.
Elsku tengdamamma, ég sam-
gleðst þér yfir lífinu þínu og því
sem það færði þér, og mér. Engl-
arnir og við vökum yfir sálu þinni.
Ég ber þær saman, í hjarta
mínu.
Elín María Hilmarsdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar