Morgunblaðið - 26.06.2019, Side 8

Morgunblaðið - 26.06.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019 Ekki er langt síðan þriggja mannaþingflokkur fékk vinnustaðasál- fræðing til að ná utan um stjórnmála- legan ágreining. Flokkur, sem vildi segja íslenskri þjóð eitt „áður en ég dey“ setti fullveldið í öndvegi alls þess sem vert væri að berjast fyrir. Þau fögru fyrirheit voru seld ódýrt fyrir ráðherrastóla vorið 2009. Páll Vil- hjálmsson skrifar:    Forveri Vinstrigrænna, Alþýðu- bandalagið, var með ut- anríkismálin á hreinu. Fullvalda Ísland, úr Nató og herinn burt.    Vinstri græn Stein-gríms og Katrínar sturtuðu fullveldinu niður í skolpið 16. júlí 2009 þegar þau sam- þykktu ESB-umsókn Samfylkingar.    Andstaðan við Nató og herinnhvarf eins og dögg fyrir sólu þegar Vinstri græn gengu í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum.    Fullveldismál og andstaða viðhernaðarbrölt skilgreindu rót- tæka vinstrimenn á Íslandi í áratugi. Án utanríkismála hefði Alþýðu- bandalagið ekki orðið til.    Hvað er eftir hjá Vinstri grænumþegar utanríkismálin eru núllið eitt?    Jú, gervivísindi um manngerðahnattræna hlýnun annars vegar og hins vegar sykurskattur Svandís- ar. Nennir einhver að púkka upp á ósykruð hjávísindi?    Tæplega eru þeir margir.“ Páll Vilhjálmsson Þarf dulsálfræðing STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Tillaga til þingsályktunar um að flýta óháðri út- tekt á Landeyjahöfn, sem allir þingmenn Suður- kjöræmis fluttu, fékk ekki afgreiðslu fyrir þing- frestun. Tillagan var lögð fram á Alþingi í maí sl. Tillögunni var vísað til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins, þar sem hún sofnaði svefninum langa. Vildu þingmennirnir að Alþingi fæli sveitar- stjórnarráðherra að láta nú þegar hefja óháða út- tekt á Landeyjahöfn. Í greinargerð segir að ástandið í Landeyjahöfn sé hvorki boðlegt íbúum Vestmannaeyja né öðrum sem treysta þurfa á greiðar samgöngur milli lands og Eyja. Í fyrirliggjandi samgönguáætlun sé gert ráð fyrir framlögum til að standa undir kostnaði við rannsóknir, öryggismál, gerð óháðrar úttektar og framkvæmdum sem auðvelda eiga að halda nægu dýpi í höfninni. Þingmenn Suðurkjördæmis vildu að þessari úttekt yrði flýtt og henni lokið fyrir næstu áramót. Vildu þeir fá svör við því hvaða ráð- stafanir þurfi að gera til að halda Landeyjahöfn opinni allt árið og hvað slíkar aðgerðir muni kosta. Nú er ljóst að þeim verður ekki að ósk sinni í þess- ari atrennu, a.m.k. Ef ráðherra hefur ekki sett verkefnið af stað í haust hyggjast þingmennirnir endurflytja tillög- una á 150. lögjafarþinginu. sisi@mbl.is Ósk um úttekt sofnaði í nefnd Morgunblaðið/Árni Sæberg Landeyjahöfn Hefur lengi verið til vandræða. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Sólskinsveðrið í júní hefur áhrif á sölu sumarferða og hafa færri bók- að ferðir til sólarlanda á síðustu stundu í ár en í fyrra, að sögn Ingi- bjargar Elsu Eysteinsdóttur, for- stöðumanns Úrvals-Útsýnar. Hún segir þó að salan á sólarlandaferð- um hafi verið mjög góð í sumar og ívið betri en í fyrra. „Samkvæmt okkar sölutölum er- um við að selja meira í ár en í fyrra. Hins vegar get ég alveg viðurkennt það að veðrið sem var hérna í júní hafði alveg áhrif á söluna,“ segir hún, og á þá við ferðir sem bókaðar eru á síðustu stundu. Salan hafi ekki minnkað en sölumynstrið breyst, fólk hafi farið að bóka seinna í sumar og fram á veturinn. „Þar fundum við breytinguna. Fólkið var ekki að hoppa út í næstu viku eða eftir tvær vikur,“ segir hún. Jenný Ólafsdóttir, ferðaráðgjafi hjá Sumarferðum, tekur í sama streng og segir að góða veðrið í júní hafi haft áhrif á sölu en svo heppi- lega hafi viljað til að fólk hafi verið búið að tryggja sér ferðir. Í fyrra- sumar hafi allar ferðir selst upp og færri komist að en vildu, enda var veðrið á höfuðborgarsvæðinu í fyrrasumar ekki eins og best verður á kosið. „Hins vegar hafa þeir sem ekki náðu að bóka ferð í fyrra, á síðustu stundu, bókað núna með góðum fyr- irvara. Það eru margir sem skipu- leggja fríið með löngum fyrirvara,“ segir hún. Jóhann Björgvinsson, sölustjóri Heimsferða, segir að salan hjá skrifstofunni hafi verið betri í ár en seinasta sumar. „Salan hefur verið meiri en síðasta sumar enda höfum við verið með fleiri sæti í sölu en í fyrra,“ sagði hann. Færri bóka sólarlanda- ferðir á síðustu stundu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sólin Færri taka skyndiákvörðun um að skella sér til útlanda þetta sumarið.  Blíðviðrið í júní hefur áhrif á sölumynstur ferðaskrifstofa Biskupsstofa hefur tekið á leigu fast- eignina Katrínartún 4, 3. hæð, í Reykjavík. Eignin er staðsett á Höfðatorgi. Stefnt er að því að flytja í nýja húsnæðið í haust. Kirkjuhúsið að Laugavegi 31, að- setur biskups og stofnana kirkj- unnar, var aug- lýst til sölu í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Sverrir Kristins- son fasteignasali hjá Eignamiðlun segir að margir hafi sýnt húsinu áhuga og byrjað er að sýna eignina áhugasömum. Sverrir segir að þessi mikli áhugi sé skilj- anlegur, því þetta sé eitt fallegasta húsið í miðborg Reykjavíkur og það geti nýst fyrir margvíslega starfsemi. Einar Erlendsson húsameistari teiknaði húsið. Það var reist á ár- unum 1928-1930. Það er kjallari og fjórar hæðir auk geymslulofts. Ekk- ert verð er sett á húsið en óskað er eftir tilboðum. Fram kemur í frétt á heimasíðu biskups að á nýja staðnum í Katr- ínartúni verði öll starfsemi Biskups- stofu sameinuð á einni hæð, þ.m.t. Þjónustumiðstöð Biskupsstofu, sem nú er til húsa á neðri hæð í safn- aðarheimili Háteigskirkju. Gert er ráð fyrir að allar aðstæður starfs- fólks, trúnaðarmanna kirkjunnar og viðskiptavina batni til muna á nýja staðnum. Aðgengi batni einnig til muna þar sem aðgangur er að stóru bílahúsi sem er undir byggingunum á Höfða- torgi. Aðgengi að Laugavegi sé oft og tíðum erfitt, meðal annars vegna lokana á götum. Kirkjuhúsið var auglýst til sölu í janúar 2017 en ekkert varð af sölunni í það skiptið. sisi@mbl.is Biskup flytur í Katrínartún  Kirkjuhúsið til sölu  Margir áhugasamir Agnes M. Sigurðardóttir Morgunblaðið/Eggert Kirkjuhúsið Margir hafa sýnt áhuga á þessu fallega húsi við Laugaveg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.