Morgunblaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Samanburður á neysluútgjöldum heimila í löndum Evrópu sýnir að verðlag á Íslandi er hæst. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Evr- ópu, Eurostat, fyrir síðasta ár. Verðlag hér á landi er samkvæmt tölunum 56% hærra en meðaltalið í ríkjum ESB. Næstu lönd á eftir Ís- landi í upptalningu Eurostat eru Sviss, 52%, Noregur, 48%, Dan- mörk, 38% og Írland, 27%, en öll Norðurlöndin eru meðal tíu efstu. Ofarlega í öllum flokkum Í úttekt Eurostat yfir verðlag ein- stakra vöru- og þjónustuflokka í ríkj- um ESB og EFTA er verðlag á Ís- landi ofan meðaltals ESB í öllum flokkum, en þeir eru tíu talsins í út- tektinni: verðlag á húsnæði, mat og drykk, fatnaði, húsgögnum, almenn- ingssamgöngum, áfengi og tóbaki, ökutækjum og tengdum útgjöldum, fjarskiptum, tómstundum og menn- ingu auk verðlags á hótelgistingu, veitingastöðum, börum og kaffihús- um. Tölurnar í töflunni til hliðar eru námundaðar að heilum tölum. Verðlag hér á landi er lengst frá meðalverðlagi ESB í flokki hótel- gistingar, veitingastaða, kaffihúsa og bara og er það 76,1% hærra hér á landi heldur en í ESB-ríkjum að meðaltali. Minnsti munur á íslensku verðlagi og verðlagi í ESB er í flokki hús- gagna, en verðlag hér er þó 18,3% hærra en í löndum ESB. Í þessum flokki trónir Lúxemborg á toppnum þar sem verðlag er 20,6% hærra en meðaltalið í ESB. Varnagla verður að hafa í huga Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir það ekki nýj- ar fréttir að verðlag á Íslandi sé einna hæst í Evrópu. „Við höfum verið að sveiflast milli fyrsta og þriðja sætis eftir gengi,“ segir hann og nefnir að tvo fyrirvara verði að gera þegar um verðlag ræði. Hann segir að fjallað hafi verið um mál- efnið á þingi ASÍ og Neytendasam- takanna í vor. „Þar færði Gylfi Magnússon, [dósent við viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands], ágætis- rök fyrir því að þetta þyrfti að setja í samhengi við laun. Hér á Íslandi er- um við með einna hæstu meðallaunin í Evrópu. Meðaltal er aftur bara meðaltal; þegar þú ert með annan fótinn í ísköldu vatni og hinn fótinn í brennheitu vatni, þá hefurðu það að meðaltali gott,“ segir hann. Verðbólgu sé haldið í skefjum Þá nefnir Breki einnig að verð- bólgan sé lykilatriði í þessu sam- hengi. „Það sem skiptir kannski meira máli er hröðun á hækkun verðlags, það sem við köllum verð- bólgu, þ.e. að henni sé haldið í skefj- um. Ef svo er ekki, þá verður mis- ræmi milli launa og verðlags og kaupmáttur færist í rauninni á milli á tilviljunarkenndan og óréttlátan hátt,“ segir hann. Það sé sameigin- legt verkefni allra að halda verð- bólgu í skefjum. Verðlag á Íslandi hæst í Evrópu  Verðlag hér á landi var 56% hærra en í ESB-ríkjunum á síðasta ári  Ofan meðaltals í öllum flokkum  76,1% hærra á hótelgistingum og veitingastöðum  Nauðsynlegt að taka tillit til launa og verðbólgu Verðlag á Íslandi í samanburði við ríki ESB Sviss 174 Írland 157 Bretland 157 Lúxemborg 156 Danmörk 153 Noregur 144 Ísland 134 Finnland 132 Holland 125 Belgía 114 Frakkland 113 Þýskaland 111 Svíþjóð 106 Austurríki 103 ESB 100 Spánn 92 Ítalía 91 Portúgal 76 Kýpur 73 Slóvenía 72 Tékkland 63 Eistland 62 Grikkland 61 Lettland 57 Malta 52 Slóvakía 47 Króatía 43 Litháen 43 Ungverjal. 42 Rúmenía 39 Pólland 37 Búlgaría 33 Ísland 145 Noregur 143 Holland 134 Danmörk 131 Sviss 127 Bretland 127 Þýskaland 118 Finnland 115 Austurríki 113 Írland 12 Belgía 105 Frakkland 105 Svíþjóð 101 ESB 100 Slóvenía 96 Kýpur 94 Portúgal 90 Króatía 86 Spánn 80 Ítalía 77 Grikkland 76 Lúxemborg 70 Ungverjal. 67 Malta 67 Litháen 62 Eistland 62 Lettland 60 Slóvakía 58 Rúmenía 55 Pólland 54 Tékkland 53 Búlgaría 47 Sviss 164 Noregur 161 Ísland 150 Danmörk 130 Lúxemborg 127 Austurríki 127 Finnland 119 Írland 118 Svíþjóð 118 Frakkland 116 Belgía 114 Ítalía 113 Malta 111 Kýpur 108 Grikkland 105 Þýskaland 102 Holland 101 ESB 100 Portúgal 98 Slóvenía 98 Spánn 96 Króatía 96 Eistland 95 Bretland 93 Slóvakía 32 Lettland 91 Ungverjal. 84 Tékkland 83 Litháen 80 Búlgaría 75 Pólland 68 Rúmenía 65 Ísland 150 Danmörk 139 Noregur 131 Svíþjóð 126 Sviss 122 Finnland 121 Eistland 110 Frakkland 110 Lúxemborg 109 Írland 109 Belgía 106 Holland 106 Austurríki 106 Lettland 106 Litháen 105 Portúgal 104 Malta 104 Slóvakía 102 Ítalía 101 Tékkland 100 ESB 100 Slóvenía 100 Þýskaland 99 Grikkland 98 Kýpur 98 Pólland 96 Króatía 95 Bretland 93 Spánn 92 Ungverjal. 88 Rúmenía 83 Búlgaría 78 Noregur 226 Ísland 213 Írland 178 Bretland 157 Finnland 145 Svíþjóð 127 Sviss 120 Frakkland 113 Danmörk 113 Holland 106 Belgía 105 ESB 100 Malta 99 Grikkland 96 Ítalía 95 Þýskaland 95 Austurríki 95 Eistland 94 Portúgal 92 Kýpur 90 Lúxemborg 90 Spánn 85 Lettland 84 Slóvenía 78 Króatía 77 Litháen 77 Slóvakía 75 Tékkland 74 Pólland 70 Rúmenía 70 Ungverjal. 69 Búlgaría 58 Húsnæði Matur Almenningssamgöngur Fatnaður Áfengi og tóbak Heimild: Eurostat AB 31108 5 HLEMMUR TRÆTÓ nákvæmri staðsetningu baugsins fyrr en kúlan kom en hún segir að flestir sem ferðist til Grímseyjar viti orðið af kúlunni, búist við því að sjá hana og verði vonsviknir þegar þeim er tjáð að ekki sé tími til þess. Guðrún segir aðkomuna að kúlunni vera subbulega, sér- staklega eftir að rignir. „Þetta er ekki annað en keyrður slóði sem er bara drullusvað,“ segir Guðrún. „Það gleymdist alveg að hugsa dæmið til enda að það væri hægt að komast þangað auðveldlega.“ Guðrún segir bæjarbúa ekki bjartsýna um að breytingar verði á málum varðandi kúluna í bráð. „Við getum náttúrulega ekkert gert. Það er búið að búa til þetta „concept“ í kringum hana og þetta er orðið þekkt. Við vildum bara óska þess að hún hefði aldrei kom- ið.“ heimamenn vilja færa hana nær bænum. Dregur ferðamenn úr bænum Þetta staðfestir Guðrún en hún segir að kúlan hafi lítið jákvætt gert fyrir íbúa Grímseyjar. „Það sem kúlan hefur aðallega gert er að hún dregur alla ferðamenn úr bænum. Það er þriggja tíma gang- ur frá bryggjunni, fram og til baka, sem er mjög hæpið þegar fólk er að koma með flugi og hefur aðeins einn og hálfan tíma,“ segir hún. „Áður var heimskautsmerkið bara rétt hjá flugvellinum og allir voru alsælir að ganga þar yfir.“ Guðrún segir að kostnaður við kúluna sé gríðarlegur og að mikil vinna fylgi henni en átta tonna kúlan er færð árlega til þess að hún fylgi heimskautsbauginum. Guðrún segir að enginn hafi pælt í Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Listaverkið „Orbis et Globus“, átta tonna steinkúla sem hefur verið kennileiti heimskautsbaugsins á Grímsey síðan haustið 2017 hefur verið milli tannanna á fólki í bæn- um frá því hún var færð á eyjuna. Þetta staðfestir Guðrún Inga Hannesdóttir sem situr í hverf- isráði Grímseyjar en mikil umræða skapaðist um kúluna, sem var vinningstillaga Kristins E. Hrafns- sonar og Studio Granda í sam- keppni um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn, á íbúafundi sem haldinn var snemma í mán- uðinum. Í fundargerð íbúafundarins kem- ur fram að ferðamönnum finnist þeir sviknir að fara ekki að kúl- unni í leiðsögnum og að sumir Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Listaverk Grímseyingar eru ekki hrifnir af „Orbis et Globus“, kennileiti fyrir hinn síbreytilega heimskautsbaug. „Vildum óska að hún hefði aldrei komið“  Grímseyingar ósáttir við steinkúluna „Orbis et Globus“ Tæplega 1.300 færri farþegar nýttu sér næturakstur Strætó bs., svokallaðan næturstrætó, á fyrstu fimm mánuðum þessar árs en í fyrra. Mest var fækkunin í maí, eða fækkun um 511 farþega. Nú vonast Strætó til að fjölga farþegum með því að vekja at- hygli á næturakstrinum. „Notkunin hefur minnkað en stærsta tímabilið er svo fram und- an,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Við ætlum að auglýsa þetta og sjá hvort við getum aukið notk- unina aðeins með því.“ Jóhannes segir að margir séu ekki meðvitaðir um valkostinn. „Stundum virðist fólk ekki átta sig á því að það sé svona þjón- usta til staðar. Þó svo að við höf- um auglýst þjónustuna þegar þetta byrjaði, þá teljum við að það sé full ástæða til þess að minna á þetta.“ Engar breyt- ingar eru fyrirhugaðar á leiða- kerfi næturstrætó en ein leið var felld niður í byrjun árs og breyt- ingar gerðar á öðrum leiðum sem gætu skýrt samdráttinn að hluta. „Þetta er alltaf til skoðunar og menn meta árangurinn af þessu og taka síðan ákvörðun í fram- haldinu,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að mikilvægt sé að þau nýti sér þjónustuna sem vilja að hún sé í boði. „Ef fólk vill nota þetta þá er alltaf meiri grunnur til þess að styrkja þjónustuna, ef fólk vill ekki nota þetta þá þarf bara að skoða hvort það sé kostnaðarins virði að halda þessu uppi.“ Ýmsar óánægjuraddir heyrðust þegar átti að leggja þjónustuna niður um síðustu áramót. ragnhildur@mbl.is 1.300 færri nýttu sér næturakstur Strætó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.