Morgunblaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Míní-míní múltíversa er heiti sýn- ingarinnar sem Ragnheiður Kára- dóttir myndlistarkona er að setja upp í D-sal Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhúsi og verður opnuð annað kvöld, fimmtudag, klukkan 20. Hún er 38. listamaðurinn sem er boðið að setja upp í salnum sína fyrstu einka- sýningu í opinberu safni og á sýning- unni kveðst hún kanna mörk á milli hins manngerða og náttúrulega. Þegar blaðamaður lítur inn hafa Ragnheiður og starfsmenn safnsins lagt bleikt teppi á gólf salarins. Gestir þurfa að fara úr skóm og við listakonan stöndum þar inni á mjúku teppinu sem minnir á einhverskonar eyju með hvítt gólf og veggi allt í kring – svo á hún eftir að koma skúlptúrum fyrir á teppinu. „Þessi innsetning er unnin sér- staklega fyrir salinn,“ segir Ragn- heiður og bætir við að hún sé eins- konar systursýning annarrar sem hún setti upp í sýningarsalnum Har- binger við Freyjugötu í fyrra og vakti verðskuldaða athygli. „Ég hef unnið fyrir hana skúlp- túra sem eru bæði úr keramik og fundnum hlutum sem ég set saman. Það verður til skrýtið samtal þeirra á milli hér inni, og við rýmið og áhorfandann. Og vegna þess að áhorfandinn þarf að fara úr skónum áður en hann kemur hér inn verður til sérstök tilfinning og nálgun, mað- ur nálgast verkin á annan hátt á sokkunum en í skóm.“ – Hvað gerist, verður tenging gesta við verkin afslappaðri þannig? „Mér finnst maður tengjast verk- inu betur þegar skósólinn er ekki lengur til staðar,“ svarar hún bros- andi. „Á síðustu sýningu minni þurftu gestir líka að fara úr skónum og mér fannst að við það nálgaðist fólk skúlptúrana af meiri varfærni og hlýju. Það myndast sterkari teng- ing milli áhorfanda og verksins við það að fara úr skónum. Svo má segja að teppið sé líka einn stór skúlptúr sem gestir stíga á. Það hefur þetta lífræna form sem má sjá margt út úr eins og til dæmis eyju eða poll; það er skemmtilegt ef fólk myndar sínar eigin tengingar við verkið og upplifir þetta á sinn hátt. Ég veit annars ekkert hvað áhorfandinn upplifir. Ég vil helst ekki segja of mikið held- ur leyfa fólki að mynda sína eigin sögu.“ Leikgleði á vinnustofunni Áður en hún byrjaði að gera skúlptúrana skoðaði Ragnheiður allskyns rými sem fólk sækir afþrey- ingu til, eins og míní-golfvelli, íþróttaleikvanga og lystigarða. „Slíkir staðir veittu mér innblástur, þaðan komu viss form og leikur. Svo fékk það sitt eigið líf og skúlptúr- arnir fóru að spjalla saman, því mér fannst ég ekki alltaf ráða ferðinni þegar þeir urðu til. Það koma hér inn fjórar eins kon- ar eyjar, lagðar línoleumdúk, standa aðeins upp frá gólfi og á þeim eru skúlptúrarnir.“ Ragnheiður segir að fyrir sér séu allir þættir innsetningarinnar jafn mikilvægir, handgerð leirverkin sem og fundnu hlutirnir sem hún raðar saman. „Það er svo mismunandi hvað kallar á mig og safnast að mér. Ég hef farið út í búð og ætlað að kaupa eina eldhúsrúllu en komið heim með tuttugu bolta, sem ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera við. Svo kemur bara í ljós hvað verður. Eins er það með leirinn, ég er ekki alltaf með fyrirfram mótaða hug- mynd um hvað ég muni gera með hann. Það er mikil leikgleði hjá mér á vinnustofunni.“ Ragnheiður útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York fyrir fjór- um árum. Auk þess að hafa tekið þátt í ýmsum sýningum hér á landi þá er hún annar helmingur lista- tvíeykisins Lounge Corp. þar í borg, sem miðar að því að sýna myndlist í óhefðbundnum rýmum en hún hefur mikinn áhuga á slíkum sýningum. „Við samstarfskona mín í New York höfum verið að setja upp sýn- ingar í rýmum sem hafa mjög ákveðna niðurnjörvaða fagurfræði og þá þarf maður að dansa við hana við innsetningu verkanna. Þetta hér er allt annað. Þessi salur er hvítur kassi og maður þarf vissulega að hugsa um rýmið en það er svo stíl- hreint að maður hefur mjög frjálsar hendur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég set upp einkasýningu í safni og það hef- ur verið mjög áhugavert að kynnast því hvernig það gengur fyrir sig. Það er frábært að fá tækifæri til að sýna hér,“ segir hún. Morgunblaðið/Einar Falur Á bleikri eyju? „Ég vil helst ekki segja of mikið heldur leyfa fólki að mynda sína eigin sögu,“ segir Ragnheiður Káradóttir um sýninguna sem hún er að setja upp í D-salnum. Á teppið koma splunkunýir skúlptúrar hennar. Tenging við að fara úr skónum  Ragnheiður Káradóttir setur upp sýninguna Míní-míní múltíversa í D-sal Hafnarhússins  Sækir innblástur á stöðum þar sem fólk leitar í afþreyingu Enska leikkonan Judi Dench segir að þrátt fyrir að hún fordæmi hegðun og brot framleiðandans Harvey Wein- stein og leik- arans Kevin Spacey þá hafi hún áhyggjur af því að verk þeirra gleymist, að því er fram kemur á vef dagblaðsins Guardian. Weinstein og Spacey hafa báðir verið kærðir fyrir kynferðislega áreitni og brot í garð bæði karla og kvenna og kemur Dench þeim ekki til varnar hvað það varðar en spyr hvort gleyma eigi tíu ára góðu starfi Spacey sem leikhússtjóra Old Vic og leikhæfileikum hans. Hún spyr einnig hvort fólk ætli ekki framar að horfa á þær kvik- myndir sem Weinstein framleiddi. „Þá geturðu allt eins hætt að skoða málverk Caravaggio,“ segir Dench en málarinn var dæmdur morðingi, eins og frægt er. Segir verkin enn þá góð Judi Dench Judith Krantz er látin, 91 árs að aldri. Krantz fæddist í New York árið 1928 og hóf ekki að skrifa skáldsög- ur fyrr en hún varð fimmtug. Krantz var ein- hver mesti met- söluhöfundur Bandaríkjanna og þekkt fyrir rómantískar skáldsögur sínar þar sem mikið var um sjóð- heitt kynlíf og kostnaðarsamar verslunarferðir. Segir í frétt dagblaðsins New York Times að hún hafi nánast ein síns liðs gert slíkar bækur að met- söluvöru. Bækur hennar seldust í tugmilljónavís og eftir nokkrum þeirra voru gerðir sjónvarpsþættir og -myndir. Krantz skrifaði tíu bækur og hafa þær selst í yfir 85 milljónum eintaka og á yfir 50 tungumálum. Krantz látin Judith Krantz Sumardagskrá Jazzklúbbsins Múl- ans, Jazz með útsýni, heldur áfram göngu sinni á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21. Þá kemur fram hljómsveitin Mókrókar sem landaði öðru sæti í Músíktilraunum í fyrra. Tríóið leikur frumsamda tónlist í opnum útsetningum með mikið rými fyrir frjálsan spuna, segir í til- kynningu. Mókrókar hafa komið fram á ýmsum tónlistarviðburðum bæði hér á landi og erlendis á síð- astliðnu ári, m.a. á DølaJazz 2018 í Noregi og í maí hófu þeir að taka upp plötu sem kemur að öllum lík- indum út í haust. Í Mókrókum eru Benjamín Gísli Einarsson sem leik- ur á píanó, Þorkell Ragnar Grét- arsson gítarleikari og trymbillinn Þórir Hólm Jónsson. Björtuloft eru á 5. hæð Hörpu. Mókrókar leika á Múlanum í kvöld Þríeyki Mókrókar verða í Hörpu í kvöld. Hipphopp-tónlistarkonan Cardi B hlaut tvenn verðlaun á bandarísku BET-verðlaunahátíðinni sem haldin var á sunnudag. BET er skamm- stöfun á Black Entertainment og eru verðlaunin veitt þeldökkum sem þykja hafa skarað fram úr í skemmtanabransanum í Bandaríkj- unum. Cardi B hlaut verðlaun sem besta konan í hipphopp-tónlistar- geiranum og fyrir plötu ársins, In- vasion of Privacy. Af öðrum verðlaunahöfum má nefna Beyoncé og Bruno Mars sem hlutu verðlaun í flokkum popps og R&B og rapptríóið Migos hlaut einnig verðlaun. Michael B. Jordan og Regina Kelly hlutu verðlaun fyr- ir besta leik, Serena Williams og Stephen Curry hlutu verðlaun í íþróttaflokki og besta kvikmyndin þótti mynd Spike Lee, BlacKk- Klansman. Cardi B sigursæl á BET-verðlaunum Hæstánægð Cardi B með önnur af tvennum BET-verðlaunum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.