Morgunblaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019 Bezt á fiskinn er gæðakrydd sem hentar vel með öllu fiskmeti. Kryddið inniheldur meðal annars steinselju, sítrónupipar, papriku, salt og hvítlauk. Kryddblandan er án allra aukaefna. BEZTÁFISKINN HM Í FRAKKLANDI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Bandaríkin verða eina þjóðin utan Evrópu í 8-liða úrslitum HM kvenna í fótbolta sem hefjast annað kvöld. Það er algjört einsdæmi í sögu móts- ins og gæti hjálpað íslenska landslið- inu í framtíðinni. Sextán liða úrslit- um lauk í gærkvöld þegar Holland sló út Japan, 2:1, og Ítalía vann Kína 2:0. Holland og Ítalía mætast í Val- enciennes á laugardag. Það að sjö Evrópuþjóðir taki þátt í 8-liða úrslitunum á HM ætti að ýta undir að FIFA fjölgi sætum fyrir Evrópu á næsta heimsmeistaramóti. Aðeins átta sæti voru í boði fyrir Evrópuþjóðir nú, auk sætisins sem Frakkland fékk sem gestgjafi, og eru Spánn og Skotland því einu Evr- ópuþjóðirnar sem fallið hafa úr leik á meðan 14 lið frá öðrum heimsálfum hafa þegar lokið keppni. Til sam- anburðar þá voru þrjú evrópsk lið í 8-liða úrslitunum á HM fyrir fjórum árum, þegar Kína, Japan, Ástralía og Kanada komust öll á það stig, og aldrei áður hafa fleiri en 5 Evr- ópuþjóðir verið í 8-liða úrslitum. Evrópumeistarar Hollands hafa aldrei áður komist í 8-liða úrslit á HM en liðið lék í fyrsta sinn á mótinu fyrir fjórum árum, og féll þá einmitt úr leik gegn Japan með 2:1- tapi. Í gærkvöld snerist dæmið við og Lieke Martens tryggði Hollandi 2:1-sigur með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma, sínu seinna marki í leiknum. Ítalía hefur einu sinni áður komist í 8-liða úrslit, á fyrsta heimsmeist- aramótinu árið 1991, en liðið vann Kína af nokkru öryggi í gær. Valent- ina Giacinti og Aurora Galli skoruðu mörkin tvö. Sigurliðið úr leik Ítalíu og Hol- lands mun mæta Þýskalandi eða Sví- þjóð í undanúrslitunum. Evrópuþjóðir taka völdin  Eiga sjö sæti í 8-liða úrslitunum á HM í fyrsta sinn  Gæti hjálpað Íslandi AFP Sigurmark Lieke Martens fagnar af innlifun eftir að hafa skotið Hollandi áfram á óþekktar slóðir á HM. Elvar Már Friðriksson, landsliðs- maður í körfuknattleik, hefur sam- ið við sænska úrvalsdeildarliðið Borås Basket. Elvar Már var í stóru hlutverki með Njarðvíkurliðinu á síðustu leiktíð en hann sneri aftur til liðsins í nóvember eftir að hafa rift samningi sínum við franska lið- ið Denan. Þar áður spilaði hann í fjögur ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Elvar skoraði 23 stig, tók sex frá- köst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali í leikjum Njarðvíkinga í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð. „Meðmælin sem Elvar fær frá þjálfurum, liðsfélögum, umboðs- mönnum, „njósnurum“ og andstæð- ingum eru frábær. Leikmaður sem ég þjálfaði sagði til dæmis: „Á fimm árum í Bandaríkjunum var Elvar besti leikmaðurinn sem ég mætti.“ Við höfum miklar væntingar til Elvars en gerum einnig miklar kröfur til hans,“ segir Henrik Svensson, þjálfari Borås Basket, á vef félagsins. „Margir af liðsfélögum mínum úr landsliðinu hafa spilað í Svíþjóð og þeir hafa bara góða hluti að segja um deildina og landið. Ég þekki vel til Borås þar sem Jakob Sigurð- arson spilaði með liðinu lengi vel og ég hef fylgst með liðinu á undan- förnum árum. Eftir að hafa rætt við þjálfarann var valið auðvelt,“ segir Elvar Már. Borås Basket komst í úrslitin um sænska meistaratitilinn í vor en tapaði úrslitaeinvíginu gegn Söder- tälje. Jakob Örn Sigurðarson hefur leikið með liðinu frá 2015 en hann er kominn heim og er búinn að semja við Íslandsmeistara KR. gummih@mbl.is Elvar Már samdi við Borås Basket Morgunblaðið/Árni Sæberg Félagaskipti Elvar Már er búinn að semja við Borås Basket. Gríski framherjinn Giannis Antetokounmpo eða „Gríska undrið“ eins og hann er jafnan kallaður hefur verið út- nefndur besti leikmaðurinn í NBA-deildinni í körfu- knattleik á nýafstaðinni leiktíð. Giannis Antetokounmpo, sem er 24 ára gamall og leik- maður Milwaukee Bucks, hafði betur í baráttunni gegn James Harden úr Houston Rockets og Paul George sem leikur með Oklahoma City Thunder. Grikkinn er yngsti leikmaðurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu síðan Derrick Rose var valinn sá besti árið 2011 en hann var þá 23 ára gamall. Antetokounmpo hefur spilað með Milwaukee Bucks undanfarin sex ár. Hann skoraði 27,7 stig að meðaltali á síðustu leiktíð og tók 12,5 fráköst og hann átti stóran þátt í besta árangri Milwaukee í deild- inni. Liðið vann 60 leiki en tapaði 22 og komst í úrslit Austurdeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Toronto, sem fór alla leið og vann NBA- meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. gummih@mbl.is Antetokounmpo valinn bestur Giannis Antetokounmpo Handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarliðið Bjerr- ingbro-Silkeborg til eins ár en fé- lagið greindi frá þessu á heimasíðu sinni í gær. Þráinn hefur spilað með Elverum í Noregi undanfarin tvö ár en þangað fór hann frá Gróttu. El- verum vann sigur í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í vor eft- ir að hafa unnið bikarmeistaratit- ilinn um áramótin en með liðinu leikur landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson. „Þetta er félag sem er með marga góða leikmenn. Nokkrir af vinum mínum hafa spil- að með liðinu og þeir segja að þetta sé mjög gott félag. Ég hef séð liðið spila í Meistaradeildinni og mér sýnist að handboltinn sem það spil- ar henti fullkomlega fyrir mig,“ segir línumaðurinn og varnarjaxl- inn á vef danska félagsins. Þráinn í dönsku deildina Ljósmynd/Elverum Vistaskipti Þráinn Orri Jónsson er kominn til Bjerrinbro-Silkeborg.  Markvörðurinn Patrik Gunnarsson skrifaði í gær undir nýjan fjögurra ára samning við enska B-deildarliðið Brentford. Patrik, sem er 18 ára gam- all, er nú bundinn félaginu til ársins 2023 en ákvæði er í samningi hans um að hægt sé að framlengja hann um eitt ár. Patrik, sem er uppalinn hjá Breiðabliki, hefur spilað með varaliði Brentford en hann lék einn leik með aðalliðinu á síðustu leiktíð þegar hann kom inná og lék síðustu 20 mín- úturnar í 2:1 sigri á móti Middles- brough.  Jón Dagur Þorsteinsson hefur gert þriggja ára samning við danska úrvals- deildarliðið AGF. Jón Dagur, sem er tví- tugur að aldri, hefur spilað þrjá A- landsleiki og skorað í þeim eitt mark og 14 leiki með U21 árs landsliðinu. Hann var samningsbundinn enska lið- inu Fulham þar sem hann spilaði með U18 ára liðinu en var lánaður þaðan til danska liðsins Vendsyssel, sem féll úr dönsku úrvalsdeildinni fyrr í þessum mánuði. Hann lék 22 leiki með danska liðinu í deildinni og skoraði í þeim 3 mörk. AGF hefur góða reynslu af Íslendingum en Kári Árnason, Aron Jóhannsson, Ólafur Helgi Krist- jánsson, Helgi Sigurðs- son og nú síðast Björn Daníel Sverr- isson hafa allir leik- ið með Árósaliðinu. Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst um miðjan júlí. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.