Morgunblaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019 AFP Herlögregla skaut fimm háskólanema Mótmæli gegn forseta Hondúras Herlögregla í Hondúras skaut og slasaði að minnsta kosti fimm há- skólanema á mánudag vegna mót- mælaaðgera stúdentanna. Hundruð nemenda við Þjóðarháskóla Hond- úras (e. National Autonomous Uni- versity of Honduras) stóðu fyrir mótmælum á skólasvæðinu og kröfðust afsagnar forseta landsins, Juan Orlando Hernandez. Mótmæli gegn honum hafa staðið yfir í meira en mánuð en spennan jókst í síðustu viku þegar þrír voru vegnir í átök- um tengdum mótmælunum. „Um fjörutíu herlögreglumenn komu inn á háskólasvæðið án leyf- is,“ sagði Armando Sarmiento, yfir- maður í háskólanum, sem sagði að herlögreglumennirnir hefðu skotið á nemendurna úr rifflum. Í yfirlýsingu frá FUSINA, samein- aðri þjóðaröryggissveit í Hondúras, sagði að nemarnir hefðu í mótmæl- unum notað Molotov-kokteila sem þeir hefðu átt við svo þeir væru sér- staklega hættulegir. Sagði í yfirlýs- ingunni að fjórir „meintir háskóla- nemar“ hefðu slasast ásamt tveimur hermönnum sem hlutu brunasár eft- ir sprengjur nemendanna. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Tilkynnt verður hver tekur við af Theresu May og sest í forsætisráð- herrastólinn í Bretlandi 23. júlí næst- komandi. Þetta kunngjörði Íhalds- flokkurinn þar í landi í gær, en eins og víða hefur komið fram standa nú tveir eftir sem keppast um titilinn; fyrrver- andi utanríkisráðherrann Boris John- son og utanríkisráðherrann Jeremy Hunt. Til tíðinda dró í gær þegar John- son, sem þykir líklegastur til að fara með sigur af hólmi, fór í nokkur fjöl- miðlaviðtöl og skipulagði kosninga- viðburði eftir að hafa látið tiltölulega lítið fyrir sér fara um nokkurt skeið. Má segja að það hafi verið svar við því að keppinauturinn Hunt sagði að hann ætti ekki að vera „bleyða“ með því að koma sér hjá fjölmiðlaviðtölum. Johnson hefur verið þekktur fyrir litríkan persónuleika sinn en hefur, eins og áður segir, látið nokkuð lítið fyrir sér fara, sem virðist vera eins konar kosningataktík hjá Johnson og teymi hans. Pressa á Johnson um að hann rjúfi þögnina hefur hins vegar aukist frá því almenningur fékk af því fréttir í síðustu viku að læti og öskur hefðu borist frá húsi Johnsons og kærustu hans og að lögregla hefði í kjölfarið þurft að koma að heimilinu. Þessu tengdu sagði hann við BBC seint á mánudag að hann hefði aldrei rætt opinberlega um ástvini sína því þá væru þeir dregnir inn í hluti með hætti sem væri „ekki sanngjarnt gagnvart þeim“. Búa sig undir engan samning Pressan á Johnson hefur ekki ein- ungis snúið að fréttum úr einkalífi hans en stöðugar kröfur hafa verið gerðar á hendur honum um að hann skýri hvernig hann sjái fyrir sér að Bretland muni yfirgefa Evrópusam- bandið (ESB). Hefur hann m.a. lofað að Brexit muni eiga sér stað á þeim degi sem nú er settur, 31. október, og sagði í gær að það myndi gerast „hvað sem kæmi“, en viðurkenndi að hann myndi þurfa samstarf ráðamanna í Brussel til að lágmarka efnahagslegt áfall í kjölfar Brexit. Í einu kosninga- viðtalanna sem Johnson fór í í gær sagði hann m.a. að það yrði „fárán- legt“ ef ESB ætlaði að setja tolla á breskar vörur ef Bretland yfirgæfi ESB án samnings. Þá sagði hann að útgöngusamning- urinn sem Theresa May barðist fyrir en kom ekki í gegnum breska þingið væri „svo gott sem dauður“ og sagði að Bretland þyrfti að búa sig undir að „koma út án samnings“. Boris rauf loksins þögnina í gær  Innan við mánuður þar til tilkynnt verður um nýjan forsætisráðherra Bretlands AFP Brexit Johnson í bíl sínum er honum var ekið í útvarpsviðtal í London í gær. Íranar munu þann 7. júlí falla frá fleiri skuld- bindingum en þeir höfðu til- kynnt um tengd- um kjarnorku- samkomulagi þeirra sem gert var árið 2015. Frá þessu var greint í gær en Íranar höfðu 8. maí sl. tilkynnt að þeir myndu falla frá tveimur af atriðunum í sam- komulaginu, og settu Evrópu, Kína og Rússlandi afarkosti um að ef þau hjálpuðu ekki Írönum í deilum þeirra við Bandaríkjamenn myndu þeir innan tveggja mánaða falla frá tveimur atriðum samkomulagsins til viðbótar. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í fyrradag að Bandaríkin myndu herða þvingunaraðgerðir sínar gegn Íran, sérstaklega leið- togum og æðstu embættismönnum landsins. Þá sagði hann í tísti í gær: „Hvaða árás frá Írönum á eitthvað amerískt verður mætt með stór- kostlegu og yfirþyrmandi afli. Á einhverjum svæðum mun „yfir- þyrmandi“ þýða gjöreyðing.“ Þá sagði hann í öðrum tístum að það eina sem leiðtogar Írans skildu væri „styrkur og afl“ og að Banda- ríkin væru „langsamlega vold- ugasta herafl í heiminum“. Munu falla frá fleiri skuldbindingum ÍRAN Donald Trump Fyrsta áhöfnin til að halda til Al- þjóðlegu geimstöðvarinnar eftir að geimskot misheppnaðist í október lenti heilu og höldnu á jörðinni í gær. Geimfararnir Anne McClain frá Bandaríkjunum, Oleg Kononenko frá Rússlandi og David Saint- Jacques frá Kanada stigu út úr geimfari sínu við lófatak viðstaddra í námunda við borgina Dzhezkazgan í Kasakstan á þriðja tímanum í gær. Sagði Kononenko í gríni við lend- ingu að hann væri glaður að sjá „ein- hvers konar veður“ eftir að koma ut- an úr geimnum. Ferðin gekk vel og var sú fyrsta hjá McClain og Saint-Jacques. Kono- nenko hefur aftur á móti farið í fjóra sambærilega leiðangra. Komu heil á húfi úr geimferðinni KASAKSTAN Geimfarinn McClain kampakát við lendinguna í Kasakstan í gær. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Rússum var í gær veitt full aðild á ný að þingi Evrópuráðsins. Höfðu þeir síðastliðin fimm ár verið án kosningaréttar eftir að hafa verið sviptir honum í kjölfar innlimunar þeirra á Krímskaga. 118 þingmenn greiddu með tillögunni, 62 greiddu gegn henni og 10 sátu hjá. Eftir að hafa verið sviptir kosningaréttinum brugðu Rússar á það ráð að sniðganga þing Evrópuráðsins og hafa síðan 2017 neit- að að greiða 33 milljóna evra hluta sinn af árlegu fé stofnunar- innar. Tillögunni um nýja aðild Rússa var mætt með harðri andstöðu Úkraínumanna og sagðist úkraínski forsetinn Volodymyr Zelensky í gær vonsvikinn með niðurstöðu málsins. Minntist hann á að hann hefði rætt málið við forseta Frakklands, Emmanuel Macron, og Angelu Merkel Þýskalandskanslara í síðustu viku. „Það er synd að evrópskir félagar okkar hafi ekki hlustað á okkur,“ sagði hann og sagðist hafa sagt Macron og Merkel að Rússland ætti einungis aft- urkvæmt í þing Evrópuráðsins þegar það hefði uppfyllt skyldur sínar. Átti hann þar við kröfur Úkraínumanna um að Rússum ætti ekki að veita neina alþjóðlega eftirgjöf fyrr en þeir hefðu látið Krímskaga af hendi og hefðu látið af stuðningi við aðskiln- aðarsinna í Austur-Úkraínu. Rússar aftur á Evrópuuþingið AFP Forsetinn Volodymyr Zelensky sagðist í gær vonsvikinn með nýja aðild Rússa.  Úkraínumenn eru ósáttir við málið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.