Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Fjallað er um nýja siglingavitann
fyrir Reykjavíkurhöfn og farið yfir
vitasögu Reykjavíkur sem teygir sig
allt aftur til nítjándu aldarinnar.
24-26
01.06.2019
01 | 06 | 2019
SJÓMANNADAGURINN
Útgefandi Árvakur
Umsjón
Skúli Halldórsson sh@mbl.is
Blaðamenn
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Stefán Einar Stefánsson
ses@mbl.is
Auglýsingar
Bjarni Ólafur Guðmundsson
bog@mbl.is
Valur Smári Heimisson
valursmari@mbl.is
Forsíðumyndina tók
Þröstur Njálsson
Prentun Landsprent ehf.
Sjávarútvegur leikur enn stórt og mikilvægt hlutverk í íslensku sam-
félagi. Það er ljóst þegar litið er til þess hversu mikið er lagt í hátíð-
arhöld vítt og breitt um landið eins og fjallað er um hér í blaðinu.
Jafnvel þó atvinnulífið sé óneitanlega fjölbreyttara nú en á árum
áður, þegar öllu máli skipti hvernig gekk að draga fisk úr sjó, er at-
vinnugreinin eftir sem sterkur burðarstólpi; skapar gríðarmiklar út-
flutningstekjur og veitir fjölda fólks störf, hvort sem er á sjó eða í
landi.
Sjómannadagurinn var fyrst haldinn á Ísafirði og í Reykjavík 6.
júní árið 1938. Nú, rúmum 80 árum síðar er hann enn haldinn hátíð-
legur en víða hafa hátíðarhöldin teygst yfir helgina og jafnvel aftur í
vikuna á undan sjómannadeginum. Ef til vill hefur aldrei verið mik-
ilvægara en nú að taka þátt í hátíðarhöldunum, fara með börnin nið-
ur á bryggju til að skoða báta og virða fyrir sér furðufiska og rækta
þannig tenginguna við uppruna þeirra auðæfa sem landið býr nú að.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sjómannadagurinn minnir á upprunann
Sjávarklasinn opnar í dag nýtt sýn-
ingar- og sölurými á Granda. Berta
Daníelsdóttir segist vilja opna inn-
sýn í íslenska fiskmarkaðinn.
8
Framboð á fragtflugi hefur lítið
skerst þrátt fyrir gjaldþrot WOW
air, segir Róbert Tómasson, fram-
kvæmdastjóri Cargo Express.
48
Landeldi ehf. hefur skrifað undir
samning við Ölfus um úthlutun á
stærra svæði fyrir starfsemina.
Ingólfur Snorrason fer yfir stöðu
mála og framtíðaráform.
34-35
Nýr togari Þorbjarnarins kom til
landsins um síðustu helgi. Skip-
stjórarnir Sigurður Jónsson og
Bergþór Gunnlaugsson segja skipið
vandað.
16