Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 14

Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Skúli Halldórsson sh@mbl.is H átíðinni hefur vaxið ásmegin í gegn- um tíðina en á sama tíma hefur hún haldið sínu hefðbundna sniði. Það eru þessir föstu punktar á borð við Bryggjuballið, litaskrúðgönguna og skemmtisiglinguna,“ segir Kristín María. „Og við erum náttúrlega búin að panta gott veður í ár, við lögðum inn pöntun strax í jan- úar. Mér sýnist það ætla að ganga eftir og það skiptir miklu máli.“ Byrjað snemma að skreyta í ár Í aðdraganda hátíðarinnar er bænum skipt niður í fjögur hverfi, rautt, blátt, appelsínugult og grænt, og til marks um áhrif góðs veðurs á stemninguna í bænum bendir hún á að íbúar hafi sumir hverjir byrjað að skreyta nær- umhverfi sitt í veðurblíðunni síðastliðinn sunnudag. „Ég man hreinlega ekki eftir því að fólk hafi byrjað á því svona snemma á síðustu árum. Veðrið hefur tvímælalaust áhrif.“ Hátíðin hófst í gær með svokallaðri lita- skrúðgöngu, þar sem íbúar hverfanna fjögurra mættust á krossgötum og gengu svo saman niður Ránargötuna í einni fylkingu og alla leið að hátíðarsvæðinu. Í kjölfarið var Bryggjuballið, en þangað kom söngvarinn Hreimur og stýrði svoköll- uðum bryggjusöng. Svo mætti Páll Óskar í öllu sínu veldi með dansara, glans og stanslaust stuð, og loks sló hljómsveitin Bandmenn upp alvöru bryggjuballi fyrir alla fjölskylduna. Í dag, laugardag, er svo nóg um að vera, og eins á morgun. Á rúmum tveimur áratugum hefur hátíðin þróast í að verða stærsti við- burður bæjarins ár hvert. Gestirnir streyma í bæinn „Þetta er stóri viðburðurinn okkar Grindvík- inga og við erum afskaplega stolt af þessari hátíð. Enda streyma í bæinn gestir sem vilja taka þátt í hátíðarhöldunum með okkur.“ Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt að venju og fjölmargt í boði fyrir alla aldurshópa að sögn Kristínar. Meðal annars hafa Hafrann- sóknastofnun og Samherji lagt til lifandi fiska fyrir börn til að skoða í kerum á hátíðarsvæð- inu, en einnig sækir kafari fiska í hafið og kem- ur með til sýnis. „Til viðbótar eru síðan ýmis leiktæki; tívolí- tæki, hoppkastalar og fleira. Við leggjum sér- staka áherslu á að hafa ókeypis í næstum allt það sem ætlað er börnunum. Í raun er það bara fallturninn þar sem þarf að borga fyrir skiptið. Þetta fannst okkur, Sjómanna- og vél- stjórafélaginu og Verkalýðsfélagi Grindavíkur mjög mikilvægt, enda vill enginn gera upp á milli barnanna.“ „Þetta er stóri viðburðurinn okkar“ Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík fer fram nú um helgina í 24. skipti. Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkur, segir hátíðina á undanförnum árum hafa sannarlega fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins. Bláir eru bestir. Eða það finnst bláum að minnsta kosti. Byrjað var að skreyta bæinn síðustu helgi. Kristín segir að búið sé að panta gott veður. Var pöntunin lögð inn strax í janúar. Grænir, rauðir, bláir og appelsínugulir ganga fylktu liði niður Ránargötuna á föstudeginum. Börnunum ætti ekki að leiðast um sjómannadagshelgina í Grindavík. Páll Óskar hélt að sjálfsögðu uppi stanslausu stuði í Grindavík í gærkvöldi. Sjóarinn síkáti er fjölskylduhátíð þar sem ung- ir sem aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi frá morgni til kvölds. Föstudagurinn einkennist af hátíðarhöldum og þátttöku heimamanna. Íbúar skreyta götur og hús í litum hverfa og klæða sig í samræmi við það. Farin er lita- skrúðganga sem markar upphaf hátíðarhald- anna niður að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu. Íbúar og gestir safnast saman á hátíðarsvæð- inu og taka þátt í fjöldasöng. Kvöldið endar á svokölluðu Bryggjuballi á hátíðarsvæðinu. Á laugardeginum er boðið upp á fjölbreytta barnadagskrá þar sem hægt er að fara í skemmtisiglingu og fjöldi leiktækja er í boði fyrir gesti og andlitsmálun fyrir þá sem vilja. Tónleikar og viðburðir eru á veitingastöðum bæjarins og á hátíðarsviðinu verður fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri sem þeir Gunni og Felix sjá um að kynna. Sunnudagurinn einkennist af hátíðar- höldum sjómannadagsins, til heiðurs sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra. Hátíðarmessa verður í Grindavíkurkirkju þaðan sem gengið verður í Sjómannagarðinn þar sem krans verður lagður að minnisvarð- anum Von. Þaðan liggur leiðin að hátíðarsvæðinu og eftir athöfn þar hefst fjölbreytt barnadagskrá. Leiktæki, andlitsmálning og fiskabúr með nytjafiskum og furðufiskum verða við höfnina. Eldri borgarar í Víðihlíð halda daginn hátíð- legan og fá til sín góða gesti. Nánari upplýsingar um viðburði á hátíðinni má finna á vefnum: www.grindavik.is/ sjoarinnsikati Hátíðarmessa á sjómannadeginum Fulltrúar appelsínugula hverfisins á góðri stundu á sjómannadeginum í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.