Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 23

Morgunblaðið - 01.06.2019, Síða 23
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 MORGUNBLAÐIÐ 23 nákvæmari skráning „næstumslysa“. „Reynslan sýnir að tíðni slysa líkist píramída: Áður en slys verður hefur oft munað litlu nokkrum sinnum áður, og áður en alvarlegt slys verður hafa orðið nokkur minniháttar slys af sama toga. Það er því mikilvægt að útgerðir og fiskvinnslur innleiði atvikaskráningu þar sem haldið er utan um allar hættur sem koma í ljós í daglegum störfum starfsfólks.“ Það verður áhugavert að fylgjast með þróun- inni á komandi árum og þá sérstaklega hvaða áhrif alls kyns tækniframfarir koma til með að hafa. Þannig eru nú þegar komin skip í íslenska flotann sem láta sjálfvirkar vélar raða körum of- an í lestina svo að ekki þarf lengur að láta áhafnarmeðlimi inna þetta erfiða og hættulega starf af hendi. Sjálfvirknivæðing þýðir líka að hægt er að veiða og verka jafnmikinn eða meiri afla með færri áhafnarmeðlimum. Þar sem skip- in geta verið tengd við netið út á miðunum er nú einnig mögulegt að koma fyrir n.k. læknastöð um borð þar sem gera má helstu mælingar og leita ráðgjafar hjá lækni ef sjómaður veikist eða slasast lítillega við veiðar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Frá námskeiði hjá Slysavarnaskóla sjómanna. Þar eru kennd rétt viðbrögð við hvers kyns slysum.Morgunblaðið/Árni Sæberg Mynd úr safni af æfingaflugi með Landhelgisgæslunni. Allir leggjast á eitt við að gera vinnu á sjó öruggari. Reglulegar æfingar eru áríðandi. Morgunblaðið/RAX Björgunaræfing á Viðeyjarsundi. Bæði slysum sem valda örorku og banaslysum hefur fækkað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.