Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
S
jómannadagurinn hefur
verið haldinn hátíðlegur í
Þorlákshöfn í gegnum tíð-
ina og í ár verður engin
breyting þar á,“ segir Ása
Berglind Hjálmarsdóttir, verkefn-
isstjóri á menningarsviði í sveitarfé-
laginu Ölfusi.
„Það helsta sem verður um að
vera þessa helgina er dagskrá á
bryggjunni sem Björgunarsveitin
Mannbjörg stendur fyrir. Hún byrj-
ar á skemmtisiglingu klukkan 12.30
þar sem gestum gefst kostur á að
fara í valda fiskibáta og sigla stutta
leið út fyrir höfnina,“ segir Ása
Berglind.
Áskoranir gengið á milli
„Þegar bátarnir snúa aftur í höfnina
tekur við dagskrá sem gengur út á
að virkja gesti til að taka þátt í dag-
skrárliðum á borð við koddaslag og
trampolínstökk út í sjó, en svo er
glænýr liður sem kallast sjóboð-
sund,“ segir hún og bætir við að mik-
il stemning hafi myndast í bænum
fyrir þeim dagskrárlið.
„Áskoranir hafa gengið á milli
fyrirtækja í bæjarmiðlinum hafnar-
frettir.is þar sem hver skorar á
annan að mynda lið og keppa í sjó-
boðsundi. Það verður spennandi að
sjá hvaða fyrirtæki í bænum verður
það fyrsta til að vinna sjóboð-
sundið.“
Humar í boði í pylsubrauði
Ása Berglind bendir á að á bryggj-
unni verði hoppukastalar, andlits-
málun og fleira fyrir þau yngstu.
„Á boðstólum verða líka hinar
geysivinsælu humlur, sem er hum-
ar í pylsubrauði, og er það körfu-
boltaliðið okkar, Þórsarar, sem sel-
ur þær í fjáröflun,“ segir hún.
„Eftir dagskrána á bryggjunni
verður hefðbundið sjómannadags-
kaffi í ráðhúsinu sem er fjáröflun
fyrir Björgunarsveitina Mann-
björg.
Að auki verður Black Beach
Tours með tilboð á Rib safari-
ferðum og Jaðarsport verður með
kynningu á sjóbrettum við höfnina
meðan á dagskrá stendur. Þessu
verður svo ölluð þjófstartað með
léttri trúbadorstemningu á Hendur
í höfn á laugardagskvöldinu.“ Gott þykir að halda fyrir nefið þegar lent er í ískaldri höfninni.
Hátíðardagskrá Björgunarsveitarinnar Mannbjargar hefst að lokinni skemmtisiglingu kl. 12.30.
Þorlákshafnarbúar fylgjast með vöskum sundköppum frá gömlu Herjólfsbryggjunni. Ungur maður stekkur hátt eftir langt tilhlaup af stökkbretti út í höfnina í Þorlákshöfn.
Black Beach Tours verður með tilboð á Rib safari-ferðum alla helgina og björgunarsveitir fylgjast vel með gangi mála.
Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Þorlákshöfn síðustu ár og verður engin breyting á.
Mikil stemning
í aðdraganda
sjóboðsunds
Humar, hoppukastalar og annars konar húllumhæ
ræður ríkjum á sjómannadeginum í Þorlákshöfn.
Fyrirtæki bæjarins munu þá mörg hver keppa í sjó-
boðsundi, en það er haldið í fyrsta sinn nú í ár.
Sjómannadagshelgin í Þorlákshöfn hefst í
kvöld með léttri trúbadorastemningu á kaffi-
húsinu Hendur í höfn frá klukkan 22 til 01. Á
morgun, sunnudag, byrja hátíðarhöldin á sjó-
mannadagsmessu, en um er að ræða síðustu
hefðbundnu messu sr. Baldurs Kristjáns-
sonar. Veitingar verða í boði að lokinni at-
höfninni.
Um klukkan 12.30 hefst skemmtisigling frá
höfninni og í kjölfarið byrjar hátíðardagskrá
Björgunarsveitarinnar Mannbjargar á bryggj-
unni, þar sem verður sjóboðsund, kodda-
slagur, hoppukastalar og fleira.
Á sama tíma, eða frá klukkan 13 til 15,
verður Jaðarsport með kynningu á sjóbrett-
um við höfnina. Loks verður boðið upp á sjó-
mannadagskaffi í Ráðhúskaffi frá klukkan 15.
Rétt er að geta þess að opið verður í
sundlauginni í Þorlákshöfn frá klukkan 10-17
bæði laugardag og sunnudag, auk þess sem
Black Beach Tours verður með tilboð á báta-
ferðum báða dagana.
Hefst með léttri
stemningu í kvöld