Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.06.2019, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Skúli Halldórsson sh@mbl.is S jómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Þorlákshöfn í gegnum tíð- ina og í ár verður engin breyting þar á,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefn- isstjóri á menningarsviði í sveitarfé- laginu Ölfusi. „Það helsta sem verður um að vera þessa helgina er dagskrá á bryggjunni sem Björgunarsveitin Mannbjörg stendur fyrir. Hún byrj- ar á skemmtisiglingu klukkan 12.30 þar sem gestum gefst kostur á að fara í valda fiskibáta og sigla stutta leið út fyrir höfnina,“ segir Ása Berglind. Áskoranir gengið á milli „Þegar bátarnir snúa aftur í höfnina tekur við dagskrá sem gengur út á að virkja gesti til að taka þátt í dag- skrárliðum á borð við koddaslag og trampolínstökk út í sjó, en svo er glænýr liður sem kallast sjóboð- sund,“ segir hún og bætir við að mik- il stemning hafi myndast í bænum fyrir þeim dagskrárlið. „Áskoranir hafa gengið á milli fyrirtækja í bæjarmiðlinum hafnar- frettir.is þar sem hver skorar á annan að mynda lið og keppa í sjó- boðsundi. Það verður spennandi að sjá hvaða fyrirtæki í bænum verður það fyrsta til að vinna sjóboð- sundið.“ Humar í boði í pylsubrauði Ása Berglind bendir á að á bryggj- unni verði hoppukastalar, andlits- málun og fleira fyrir þau yngstu. „Á boðstólum verða líka hinar geysivinsælu humlur, sem er hum- ar í pylsubrauði, og er það körfu- boltaliðið okkar, Þórsarar, sem sel- ur þær í fjáröflun,“ segir hún. „Eftir dagskrána á bryggjunni verður hefðbundið sjómannadags- kaffi í ráðhúsinu sem er fjáröflun fyrir Björgunarsveitina Mann- björg. Að auki verður Black Beach Tours með tilboð á Rib safari- ferðum og Jaðarsport verður með kynningu á sjóbrettum við höfnina meðan á dagskrá stendur. Þessu verður svo ölluð þjófstartað með léttri trúbadorstemningu á Hendur í höfn á laugardagskvöldinu.“ Gott þykir að halda fyrir nefið þegar lent er í ískaldri höfninni. Hátíðardagskrá Björgunarsveitarinnar Mannbjargar hefst að lokinni skemmtisiglingu kl. 12.30. Þorlákshafnarbúar fylgjast með vöskum sundköppum frá gömlu Herjólfsbryggjunni. Ungur maður stekkur hátt eftir langt tilhlaup af stökkbretti út í höfnina í Þorlákshöfn. Black Beach Tours verður með tilboð á Rib safari-ferðum alla helgina og björgunarsveitir fylgjast vel með gangi mála. Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Þorlákshöfn síðustu ár og verður engin breyting á. Mikil stemning í aðdraganda sjóboðsunds Humar, hoppukastalar og annars konar húllumhæ ræður ríkjum á sjómannadeginum í Þorlákshöfn. Fyrirtæki bæjarins munu þá mörg hver keppa í sjó- boðsundi, en það er haldið í fyrsta sinn nú í ár. Sjómannadagshelgin í Þorlákshöfn hefst í kvöld með léttri trúbadorastemningu á kaffi- húsinu Hendur í höfn frá klukkan 22 til 01. Á morgun, sunnudag, byrja hátíðarhöldin á sjó- mannadagsmessu, en um er að ræða síðustu hefðbundnu messu sr. Baldurs Kristjáns- sonar. Veitingar verða í boði að lokinni at- höfninni. Um klukkan 12.30 hefst skemmtisigling frá höfninni og í kjölfarið byrjar hátíðardagskrá Björgunarsveitarinnar Mannbjargar á bryggj- unni, þar sem verður sjóboðsund, kodda- slagur, hoppukastalar og fleira. Á sama tíma, eða frá klukkan 13 til 15, verður Jaðarsport með kynningu á sjóbrett- um við höfnina. Loks verður boðið upp á sjó- mannadagskaffi í Ráðhúskaffi frá klukkan 15. Rétt er að geta þess að opið verður í sundlauginni í Þorlákshöfn frá klukkan 10-17 bæði laugardag og sunnudag, auk þess sem Black Beach Tours verður með tilboð á báta- ferðum báða dagana. Hefst með léttri stemningu í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.