Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 40

Morgunblaðið - 01.06.2019, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019 Skúli Halldórsson sh@mbl.is H átíðarhöldin í Bolungarvík byrja í raun á fimmtudeginum fyrir sjó- mannadaginn, sem nú nefnist Þuríðardagur þar í bæ. Mark- miðið með Þuríðardegi er að gera landnámskonu Bolungarvíkur og formóður Bolvíkinga, Þuríði sundafylli, sýnilegri, og ekki síst vekja athygli á tengslum hennar við sjávarfang og sjávarútveg. Enn fremur er dagurinn gerður til að minnast kvenna í Bolungarvík allt fram á þennan dag, sjómannskvenna, fiskverk- unarkvenna, alþýðukvenna, hvunndagshetja og kvenfrumkvöðla, landnema og innflytj- enda, að því er fram kemur í Sjómanna- dagsblaði Bolungarvíkur í ár. Hátíðarsigling inn Djúpið „Á föstudeginum eru skemmtanir í Einars- húsi, sem er sögufrægt hús hér í Bolung- arvík, og dorgveiðikeppni á bryggjunni. Laugardagurinn byrjar svo á hátíðarsigl- ingu þar sem lagt er á Djúpið klukkan tíu að morgni. Siglt er til móts við skip frá Ísa- firði, tekinn hringur og siglt til baka. Þetta hefur verið fastur liður í töluvert mörg ár,“ segir Helgi Hjálmtýsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Bolungarvíkur. „Síðan er leiksýning frá Lottu, Litla haf- meyjan, þegar fólkið kemur til baka úr sigl- ingunni. Þá hefjast þessir föstu liðir á borð við kappróður og koddaslag, að ógleymdri tunnulestinni sem nemendur við Mennta- skólann á Ísafirði smíðuðu fyrir okkur. Hún hefur rækilega slegið í gegn,“ segir Helgi og bendir á að Danskir dagar í Stykkis- hólmi hafi fengið lestina lánaða í fyrra, eftir að hún hafði í fyrsta sinn verið tekin í gagn- ið í Bolungarvík. „Þar var hún svo vinsæl að þau vildu helst ekki senda hana aftur til baka,“ segir hann og hlær við. „Úr varð að við létum smíða nýja lest og þau borguðu fyrir þá smíði.“ Þrír fastir liðir frá upphafi Þá sjá þeir Jógvan og Friðrik Ómar um að skemmta, en á sjómannadagsballinu um kvöldið leikur hljómsveitin Albatross fyrir dansi. „Á sunnudeginum má síðan segja að þrennt hafi verið á sjómannadeginum alveg frá upphafi, fyrir áttatíu árum. Það er skrúðganga frá Brimbrjótnum að Hóls- kirkju, þar sem fram fer hátíðarguðsþjón- usta, en skemmtilegt er að segja frá því að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráð- herra ætlar að predika fyrir okkur. Þar fer einnig fram heiðrun sjómanna og að síðustu verða lagðir blómsveigar að minnismerkjum sjómanna í Grundarhólskirkjugarði,“ segir Helgi. „Það er þetta þrennt; skrúðgangan, guðsþjónustan og blómsveigarnir, sem hafa alltaf fylgt sjómannadeginum og aldrei fall- ið niður.“ Áttatíu ár eru nú liðin síðan sjómannadagurinn í Bolungarvík var fyrst haldinn, árið 1939. Því fagna menn fyrir vestan með vegleg- um hátíðarhöldum og sérstöku afmælisriti sjómannadagsblaðsins. Nýsmíðuð tunnulest fyrir 80 ára afmælið Frá sjómannadagsmessu í Hólskirkju. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra predikar í ár. Varðskip Landhelgisgæslunnar á sjómannadeginum í Bolungarvík, sem fagnar 80 ára afmæli í ár. Tunnulestin vakti mikla lukku á síðasta ári. Það gerði hún líka í Stykkishólmi síðar um sumarið. Sexæringurinn Ölver fékk upplyftingu í vikunni og síðan var honum róið á miðvikudagskvöld af miklu liði kappa, í ægifögru veðri yfir Bolungarvíkina og í Ósvör þar sem hann var dreginn upp á hvalbeinahlunnum í sátrið sitt. Lendingin gekk vel enda kunnáttumaðurinn Jóhann Hannibalsson safnvörður við stjórn. Í lendingunni er nauðsynlegt að fara réttum megin við Vararkoll og eins ná- lægt honum og hægt er. Annars er voðinn vís, segir Jóhann. Ölver var smíðaður árið 1941 af Jóhanni Bárðarsyni skipasmið frá Bolungarvík og var hann smíðaður samkvæmt gömlu bolvísku lagi. Bolvíska lagið byggðist á góðri sjóhæfni en bátarnir voru hraðskreiðir, léttrónir, góðir til siglinga og léttir og stöðugir í lendingu. Ölver er í eigu Byggða- safns Vestfjarða á Ísafirði en dvelur sumarlangt í uppsátrinu í Ósvör í Bolungarvík, safngestum til ánægju. Voðinn vís ef ekki er rétt að farið Sexæringurinn á miðvikudagskvöld. Báturinn var smíðaður árið 1941 samkvæmt gömlu bolvísku lagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.