Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 48

Morgunblaðið - 01.06.2019, Side 48
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ ótt gætt hafi nokkurrar svartsýni í umræðu fjöl- miðla um gjaldþrot WOW air, og þau áhrif sem enda- lok flugfélagsins gætu haft á útflutning á ferskum fiski, er raun- in sú að framboðið á fragtflugi hefur lítið skerst og standa seljendum til boða margar góðar og hagkvæmar leiðir til að koma sjávarafurðum á markað erlendis. Þetta segir Ró- bert Tómasson, framkvæmda- stjóri Cargo Ex- press, en fyrir- tæki hans var umboðsaðili fragtflutninga fyrir WOW og þjónustar í dag Norwegian, Am- erican Airlines, United Airlines, airBaltic og Air Canada. „Áhrifin af brotthvarfi WOW komu aðallega fram á vesturströnd Bandaríkjanna, og bitnuðu helst á útflutningi á laxi, en annars staðar setti gjaldþrot flugfélagsins ekki stórt strik í reikninginn,“ útskýrir Róbert og bendir á að sá fiskur sem ekki getur lengur farið með beinu flugi fari í staðinn frá Keflavík með viðkomu á öðrum flugvöllum í Evr- ópu og N-Ameríku. „Næst til dæmis að koma fiski á vesturströnd Banda- ríkjanna innan 24 tíma eftir brottför frá Keflavík, og þá er töluvert fram- boð af tengingum með erlendum flugfélögum beint inn á hefðbundna markaði beggja vegna Atlantshafs- ins.“ Hátt þjónustustig alla leið Þótt fiskurinn sé í sumum tilvikum ögn lengur á leiðinni munar ekki miklu. Kemur varan í hendur kaup- enda í góðu ástandi og hefur ekki áhrif á gæði fisksins. „Flugfélögin og samstarfsaðilar þeirra hafa hátt þjónustustig og var- an skilar sér hratt og örugglega á áfangastað, í réttu ásigkomulagi,“ segir Róbert. Þá má reikna með að önnur flug- félög komi til með að fylla að hluta upp í það skarð sem WOW skildi eft- ir sig og hafa nokkur þeirra þegar tilkynnt að þau muni fjölga ferðum til Íslands eða bæta við tengingum við nýjar borgir. „Okkur hefur einn- ig tekist að semja um flutningsverð við þessi félög sem er á pari eða jafn- vel hagstæðara en það markaðsverð sem hefur verið leiðandi,“ segir Ró- bert en bendir á að sum af þeim flug- félögum sem sýnt hafa Íslandi mik- inn áhuga flytji ekki varning. „Það á t.d. við um Wizz Air og EasyJet. Þótt þau hafi ákveðið að fljúga oftar til Ís- lands breytir það engu fyrir fragt- flutninga því þessi flugfélög nota vél- ar sem eru hannaðar fyrir farþega- flutninga eingöngu og hafa rekstrar- módel sem byggist á að hafa aðeins örstutt stopp á flugvellinum svo varla gæfist ráðrúm til að afferma og ferma varning.“ Tækifæri á öllum mörkuðum Útflytjendur voru duglegir að grípa tækifærið þegar íslensku flugfélögin voru í örum vexti og stofnuðu til við- skiptasambanda í þeim borgum sem hægt var að senda fiskinn til með beinu flugi. Róbert segir að kannski hafi þessi mikla áhersla á íslensku flugfélögin þrengt sjóndeildarhring- inn, og nú þegar WOW heyrir sög- unni til geti seljendur leitað tækifæra á hér um bil hvaða markaði sem er. Enda er það svo að fiskurinn getur verið kominn nánast hvert á land sem er um það bil sólarhring eftir að hann leggur af stað frá Keflavíkurflugvelli. Þá segir Róbert hugsanlegt að uppgangur í laxeldi geti skapað rétt- ar forsendur fyrir því að taka fragt- flutningavél á leigu. „En þá þurfa framleiðendur bæði að hafa nægilegt magn af fiski, og ís- lenskir innflytjendur að vera dugleg- ir að nýta plássið því það er erfitt að láta fragtflutninga borga sig ef vélin fer full aðra leið en nærri tóm til baka.“ Til að leiga á fragtflugvél geti orðið að veruleika myndu framleiðendur þurfa að skuldbinda sig til að nýta plássið um borð. „Ef við gefum okkur að leigð væri flugvél sem gæti borið 50 tonn af varningi þá má reikna með að fyrstu 40 tonnin eða meira fari bara upp í það að greiða kostnaðinn og ekki neina afkomu að hafa fyrr en því marki er náð. Gefur augaleið að ef hafist væri handa og ekki tækist að fylla vélina með nema til dæmis 25 tonnum af fiski þá væri sú aðgerð rekin með miklu tapi.“ Fiskurinn kominn hvert á land sem er á einum sólarhring Uppgangur í laxeldi gæti skapað forsendur fyrir því að taka fragtflugvél á leigu en þá myndu framleiðendur helst þurfa að skuldbinda sig til að nýta flutningsgetu vélarinnar. Starfsmenn afferma flugvél WOW air. Þó að flugfélagið hafi hætt rekstri geta seljendur ferskra sjávarafurða valið úr mörgum góðum kostum til að koma vöru sinni í hendur kaupenda erlendis. Róbert segir fiskútflytjendur ekki þurfa að einskorða sig við markaði sem ná má til með beinu flugi. Fleiri kostir eru í boði. Eins og allt sem fer um borð í flugvélarnar fer fiskurinn gegnum öryggisleit. Róbert Tómasson 48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2019

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.